Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ B ENEDIKT Jóhann- esson, stjórn- arformaður Burðaráss, Skeljungs og Hauk- þings, fjárfesting- arfélags sem áður var í eigu Sjóvár- Almennra, Burðaráss og Skeljungs, segir að ástæða þess að tilkynning um sölu 20,69% hlutar Shell Int- ernational til Sjóvár-Almennra hf. og Burðaráss hf. hinn 30. júní sl. hafi birst jafnseint og raun ber vitni í fréttakerfi Kauphallar Íslands, eða kl. 15.34, sé sú að bankayfirfærsla gjaldeyris hafi tekið hátt í þrjá klukkutíma, eða miklu lengri tíma en hann hefði gert sér í hugarlund. Áður en þessi viðskipti fóru fram sama dag hafði 12,4% hlutur Hauk- þings í Skeljungi þegar skipt um hendur á genginu 12 og hundraða milljóna króna viðskipti farið fram á genginu 15 og þar yfir, þar sem Kaupþing Búnaðarbanki var kaup- andinn en Íslandsbanki og Lands- banki voru seljendur. Benedikt segir að fulltrúar Shell sem voru hér á landi þann sama dag að ganga frá sölunni hafi beðið fram á síðustu stundu með að fara í flug- vél sína, og rétt náð flugi til London, svo langan tíma hafi frágangur máls- ins tekið. Benedikt segir að samt sem áður, og eins og hann sagði í Morg- unblaðinu, hefði verið heppilegast að loka fyrir viðskipti með bréf í Skelj- ungi fram að birtingu tilkynningar um þessa sölu. Kauphöllin hafi hins vegar kosið að gera það ekki þrátt fyrir að samráð hafi verið haft hana strax að morgni dags. Með því að loka fyrir viðskipti hafi verið hægt að koma í veg fyrir möguleg ólögleg viðskipti þar sem menn notuðu innherjaupplýsingar til að hagnast. „Ég bjóst við að sala Haukþings- bréfanna á genginu 12 um morgun þessa dags myndi hafa þau áhrif að verðið lækkaði, sem það gerði ekki.“ Vangaveltur hafa verið uppi um það hvort að Skeljungur hafi með formlegum hætti óskað eftir því að lokað yrði fyrir viðskipti með bréfin í Kauphöll Íslands. Benedikt segir að Kauphöllinni hafi verið tilkynnt um væntanleg viðskipti með þeim hætti að hann hafi hringt í Gunnar Karl Guð- mundsson, forstjóra Skeljungs, um morguninn og beðið hann að hringja og tilkynna Kauphöllinni um vænt- anleg stór viðskipti. Gunnar hafi hins vegar ekki haft nákvæma vitn- eskju um umfang viðskiptanna og því ekki getað gefið upplýsingar þar um. Þórður Friðjónsson sagði samtali í Morgunblaðinu að Kauphöllin hefði tekið þá ákvörðun að loka ekki fyrir viðskiptin þar sem umfang við- skiptanna var ekki ljóst. „ Það má hins vegar vera eftir á að hyggja að betra hefði verið að ég hefði hringt sjálfur í Þórð Frið- jónsson og tilkynnt um söluna, í stað þess að láta Gunnar gera það, enda hafði hann ekki vitneskju um um- fangið. En menn töldu þetta vera rétta boðleið.“ Benedikt segir að það sé alltaf skilgreiningaratriði hvað sé form- legt og hvað ekki. „Taldi ég að Kaup- höllin væri þannig aðili að þegar haft væri samband þangað þá teldist það alvarleg ábending um að von væri á mikilsverðum upplýsingum. Eftir á að hyggja hefðu upplýsing- arnar mátt vera ítarlegri. Menn sendu frá sér allar lögform- legar tilkynningar um innherja- viðskipti og annað sem krafist er og jafnframt var látið vita þegar öllum viðskiptum var lokið .“ Engin viðskipti síðustu mánuði Benedikt segir ennfremur að það sé rangt sem fram hafi komið í fjöl- miðlum undanfarið, og sé meiðandi, að Burðarás og Sjóvá-Almennar hafi selt bréf í Skeljungi á genginu 15 eftir að hafa sama dag keypt bréfin á genginu 12 af Haukþingi. Félögin hafi ekki selt nein bréf í Skeljungi síðustu mánuði, hvorki fyrir né eftir kaupin. Hinn 30. júní sl. urðu alls 58 millj- óna króna viðskipti í Kauphöll Ís- lands með bréf í Skeljungi hf. á með- algengi 15,241. Í öllum tilvikum var það Kaupþing Búnaðarbanki sem keypti bréfin en seljendur voru ým- ist Íslandsbanki eða Landsbankinn eins og sést á meðfylgjandi töflu. Markaðsvirði bréfanna var alls 884 milljónir króna. Utanþingsviðskipti voru einnig talsverð. Fyrst seldi Haukþing hf. allt hlutafé sitt í Skeljungi á genginu 12 að upphæð 93,3 milljónri króna að nafnvirði eða 1,1 milljarður að mark- aðsvirði. Síðar um daginn seldi Shell International 20,69% hlut sinn í Skeljungi á 1,9 milljarða króna að markaðsvirði á genginu 12. Alls voru því viðskipti með bréf Skeljungs þennan dag fyrir 3,9 millj- arða króna að markaðsvirði. Heild- armarkaðsvirði Skeljungs miðað við Lokagengi í Kauphöllinni í gær er 11,3 milljarðar króna. Ekki yfirtökuskylt Mikið hefur verið rætt um ástæð- ur þess að félögin sem standa að Haukþingi ákveða að leysa félagið upp og selja allar eignir þess. Hafa menn leitt að því getum að ástæðan sé sú að hefðu félögin, sem eru nokk- uð tengd sín á milli eignalega, átt áfram hlutinn í Skeljungi í gegnum Haukþing hefði myndast yfirtöku- skylda á Sjóvá og Burðarás sameig- inlega um leið og þau hefðu keypt hlut Shell International, þar sem lit- ið yrði svo á að um einn aðila væri að ræða vegna eignatengslanna. Benedikt segir að Sjóvá- Almennar og Burðarás séu ekki einn aðili og því sé þessi tilgáta ekki á rökum reist. „Þó að þessi tvö félög hefðu keypt hlut Shell og Haukþing ætti sinn hlut í Skeljungi áfram hefði það ekki verið yfirtökuskylt, það er alveg öruggt, tengslin eru ekki það mikil, eða um 10% eignaraðild félag- anna hvort í öðru. Ég held að það sé alveg ótvírætt. Við seldum Hauk- þing af því að það var enginn til- gangur í því að halda áfram starf- seminni. Menn héldu að þarna yrði einhver sameiginlegur fjárfesting- arvettvangur sem svo varð ekkert úr. Svo er reyndar áhugavert að ef yf- irtökuskylda hefði myndast hefði hún myndast á genginu 12 og það er spurning hversu spennandi það hefði verið fyrir aðra hluthafa, sér- staklega í ljósi þess að Kaupþing Búnaðarbanki hefur keypt mikið á genginu 15 eftir að öll viðskipti voru ljós.“ Aðspurður segir Benedikt að það trufli sig ekki að Kaupþing eigi 38% hlut í félaginu í dag. Menn á markaði hafa undrast mjög af hverju Shell seldi hlut sinn á gengi sem var 20% undir markaðs- gengi á bréfum Skeljungs. Benedikt segir að ástæðan sé sú sama og hann hafi áður nefnt, þeir hafi viljað við- halda stöðugleika í kringum félagið. Gjaldeyris- yfirfærsla tók langan tíma Viðskipti sem urðu með bréf í Skeljungi hf. hinn 30. júní sl. eru nú til athugunar hjá Fjármálaeftirlitinu, eins og fram kom í Morg- unblaðinu þriðja þessa mánaðar. Þóroddur Bjarnason ræddi við Benedikt Jóhannesson, stjórnarformann Skeljungs, um tímasetn- ingar tilkynninga til Kauphallar Íslands, yfirtökuskyldu og fleira. Morgunblaðið/Árni Torfason Morgunblaðið/Sverrir Benedikt Jóhannesson: Eftir á að hyggja hefðu upplýsingarnar mátt vera ítarlegri.      & '        & '  & (              ! $  %  ) %   %   * ! '&+' ! '                                       ,-./, ,- ,-.                                                        .,01,1                                                                                 ./1,1 22.11                                                     31,1                                                                                 21,1 ,211                                                                                                                                                                                                      !"#$ #!  #$% !$ &! '! !  (  ) " Benedikt Jóhannesson segir frá atburðarásinni í kringum Skeljungsviðskiptin 30. júní síðastliðinn     " # $         ! $  %  ) %   %   * ! '&+' ! '                              !"#$% &'( % !"#$% &'( % ) * ) * ) * ) * !+( !+(

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.