Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 12
ERLENT 12 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSK stjórnvöld íhuga nú að hleypa þús- undum norður-kóreskra flóttamanna til Banda- ríkjanna til að auka þrýstinginn á kommúnista- stjórnina í Pyongyang vegna deilunnar um kjarnavopnaáætlun hennar, að sögn The Wash- ington Post í gær. Blaðið sagði að þetta mál yrði rætt á fundi embættismanna í Hvíta húsinu í dag. Heimild- armenn blaðsins sögðu að nokkrir háttsettir emb- ættismenn í Washington væru hlynntir því að allt 300.000 norður-kóreskum flóttamönnum yrði hleypt til Bandaríkjanna. Aðrir embættismenn vildu hins vegar að tekið yrði á móti miklu færri Norður-Kóreumönnum, eða um 3.000, til að koma í veg fyrir að málið yrði til þess að samskiptin við kínversk stjórnvöld versnuðu. Powell ræðir við utanríkisráðherra Kína Deilan magnaðist eftir að Norður-Kóreumenn lýstu því yfir í vikunni sem leið að þeir hefðu end- urunnið um 8.000 eldsneytisstangir og búið til úr þeim plúton sem hægt væri að nota í um það bil sex kjarnorkusprengjur. Bandaríkjamenn telja að Norður-Kóreumenn eigi nú þegar eina eða tvær kjarnorkusprengjur. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, ræddi málið í síma í gær við Li Zhaoxing, utanríkisráðherra Kína, eftir að kínverskur sendimaður afhenti Kim Jong Il, leiðtoga stjórn- arinnar í Norður-Kóreu, bréf frá Hu Jintao, for- seta Kína. Ferð sendimannsins þótti benda til þess að kínversk stjórnvöld væru að missa þol- inmæðina með kommúnistastjórninni í Pyong- yang. Kínverjar hafa verið helstu bandamenn stjórn- arinnar í Norður-Kóreu og vonast er til þess að þeir geti komið á viðræðum um lausn deilunnar. Stjórnvöld í Pyongyang sögðu í gær að krafa Bandaríkjastjórnar um að Kínverjar, Suður-Kór- eumenn, Japanir og Rússar tækju þátt í viðræð- unum hefði flækt málið. Norður-Kóreumenn vilja beinar viðræður við Bandaríkjastjórn í von um að hún samþykki griðasáttmála milli ríkjanna. Þeir hafa einnig mikla þörf fyrir efnahagsaðstoð. Japanska dagblaðið Tokyo Shimbun skýrði frá því í gær Norður-Kóreumenn hefðu greint bandarískum embættismönnum frá því í vikunni sem leið að þeir gætu fallist á viðræður við Bandaríkin og nokkur önnur lönd ef Bandaríkja- menn hétu kommúnistastjórninni griðum. Stjórnarerindrekar í Peking sögðu að kínverski forsetinn hefði í bréfinu til leiðtoga Norður-Kór- eu lagt til málamiðlunarlausn sem fæli meðal ann- ars í sér beinar viðræður milli Bandaríkjanna og N-Kóreu í tengslum við fjölþjóðlegar viðræður. Þegar talsmaður George W. Bush Bandaríkja- forseta var spurður í gær hvort til greina kæmi að grípa til hernaðaraðgerða í Norður-Kóreu svaraði hann að sá möguleiki hefði ekki verið úti- lokaður en bætti við að Bandaríkjastjórn vildi leysa deiluna með fjölþjóðlegum viðræðum. William Perry, fyrrverandi varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í viðtali við The Washington Post í fyrradag að yrði deilan ekki leyst á næstunni gæti hún leitt til stríðs, jafnvel á þessu ári. Bandarískir ráðamenn reyna að auka þrýstinginn á stjórnina í Pyongyang Íhuga að taka á móti flóttafólki frá N-Kóreu Washington, Peking. AFP, AP. FJÓRIR létu lífið og 70 slösuðust í ofsaveðri sem gekk yfir Suður- og Suðvestur-Frakkland í fyrri- nótt. Fertugur Hollendingur og 11 ára þýsk stúlka létust þegar tré féll á þau á tjaldstæði í bænum Biscarrosse á suðvestanverðri Atlantshafsströnd- inni. Sautján ára drengur lét lífið er hann missti stjórn á mótorhjóli sínu í snarpri vindhviðu og eldri maður fékk hjartaáfall á tjaldstæði vegna stormsins. Rafmagn fór af 300.000 húsum á svæðinu en í gær unnu starfsmenn ríkisrafveitunnar við að koma því aftur á. Fólkið á myndinni skoðar brak hjólhýsis síns sem er gjörónýtt eftir að tré féll á það í óveðr- inu. Ofsaveðrið var talið myndu ganga yfir Bretagne- skaga og Loire-dal í gær og voru sendar út viðvar- anir til íbúa. AP Mannskaðaveður í Frakklandi SHEVAUN Pennington, 12 ára gömul bresk stúlka, sem hljópst á brott með 31 árs gömlum Banda- ríkjamanni, fyrrverandi hermanni, á laugardag fannst heil á húfi í gær og er aftur komin til foreldra sinna í Englandi. Hermaðurinn, Toby Studabaker, var handtekinn fyrir mannrán í Frankfurt í Þýskalandi eftir að ljós var orðið, að barnaklámi hafði verið hlaðið inn í tölvu sem hann hafði notað. Lögreglan sagðist einnig hafa sannanir fyrir því að maðurinn hafi vitað um raunveruleg- an aldur Shevaun þrátt fyrir að hafa fullyrt í samtali við fjölskyldu sína, að hún væri 19 ára. „Hún er óhult, líður vel og er hér í landinu,“ sagði talsmaður bresku lögreglunnar, Peter Mason, en vildi ekki gefa upp hvar hún væri. „Ég veit ekki til þess að henni hafi verið gert neitt mein.“ Stúlkan hafði hringt í móður sína á þriðjudagskvöld og sagst vera heil á húfi og enn með Bandaríkjamannin- um. Hún hafði þá ekki gefið til kynna að henni væri haldið gegn vilja sín- um. „Shevaun telur sig eiga í sam- bandi við Studabaker. Það er sam- band sem hefur þróast í nokkra mánuði, hófst á spjallrás, hélt áfram með tölvupósti og bréfaskriftum og vera má að þau hafi talað saman í síma,“ sagði Mason. Stúlkan var í flugvél á leið heim til Manchester þegar Studabaker var handtekinn en þýsk stjórnvöld og bandaríska alríkislögreglan, FBI, veittu aðstoð við rannsókn málsins. Skipulögðu ferðir sínar vel Shevaun hvarf frá heimili sínu á laugardag en fljótlega kom í ljós að hún hafði tekið með sér vegabréf sitt og föt. Fundust einnig gögn um að hún hefði verið í sambandi við Studa- baker um nokkurn tíma. Lýsti lög- regla þá eftir henni og lét vakta ferjuhafnir og flugvelli. Studabaker mun hafa farið frá Detroit til Manchester og hitt þar Shevaun. Þaðan flugu þau til Heath- row og síðan til Frakklands á laug- ardag. Lögreglan segir ljóst að þau hafi skipulagt ferðir sínar vandlega. Mágkona Studabakers sagði að hann hefði komið í heimsókn, skömmu eftir að hann var leystur frá herþjónustu, og sagst ætla að verja nokkrum vikum í Evrópu. Hann missti eiginkonu sína úr krabba- meini fyrir um ári en kvaðst ætla að hitta 19 ára stúlku sem hann hefði kynnst á Netinu. „Hann myndi ekki gera flugu mein,“ sagði mágkonan. Bandaríkjamaður hand- tekinn fyrir mannrán Talinn hafa vitað að stúlkan var 12 ára London. AP, AFP. FORMAÐUR leyniþjónustunefndar ítalska þingsins, Enzo Bianco, viður- kenndi í gær að hugsanlega hefði það verið ítalska leyniþjónustan sem kom þeim upplýsingum á framfæri við bresk og bandarísk stjórnvöld að Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, hefði á sínum tíma reynt að kaupa úran frá Afríkuríkinu Níger. „Þetta er hugsanlegt,“ sagði Bianco eftir að nefndin hafði átt lokaðan fund með háttsettum embættismanni. „Ég útiloka það ekki.“ Fyrr um daginn hafði dagblaðið La Repubblica birt skjöl sem bentu til að það hefði verið leyniþjónustan ítalska sem kom upplýsingunum á framfæri. Ljósrit af gögnunum, sem blaðið birti í gær, þykja mjög greinilega fölsuð og er málið því heldur neyðarlegt fyrir ríkisstjórn Silvios Berlusconis, ekki síður en ráðamenn í Bretlandi og Bandaríkjunum sem notuðu meint viðskipti Saddams sem röksemd fyrir því að ráðast á Írak. Frattini fyrirskipar rannsókn George W. Bush Bandaríkjaforseti vék að því í stefnuræðu sinni í janúar sl. að Saddam hefði reynt að kaupa úran frá Níger, en úran er nauðsyn- legt til að gera kjarnorkusprengju. Virðist þó sem bandarísku leyniþjón- ustunni hafi verið kunnugt um að þessar staðhæfingar, sem Bretar vöktu athygli Bandaríkjamanna á, væru vafasamar. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, lagði hins vegar áherslu á það í gær að sjálfir hefðu Bretar byggt á gögnum frá þriðja ríki er þeir komust að þeirri niðurstöðu að staðhæfingar um tilraunir Saddams til að kaupa úr- an í Níger væru trúverðugar. Þessi gögn hefðu aldrei verið gerð opinber, enda kæmu þau frá þriðja ríki. Orðrómur hefur verið á kreiki um að gögnin hafi komið frá Ítalíu og brást Franco Frattini, utanríkisráð- herra Ítalíu, hart við á þriðjudag þeg- ar hann tilkynnti að hann hygðist láta gera rannsókn á því hvernig þessi orðrómur væri tilkominn. Neitaði hann því að gögn Bretanna hefðu komið frá ítölskum stjórnvöldum. Fengu gögnin í nóvember 2001 La Repubblica birti gögnin í gær en „afrískur diplómat“ á að hafa af- hent Ítölum þau í nóvember 2001. Er annars vegar um að ræða fax frá sendiherra Níger í Róm, tvö bréf og frumskjöl frá Írak um kaup á úrani. Þykir víða vera að finna villur í gögn- unum sem ítalskir eða breskir leyni- þjónustumenn hefðu átt að koma auga á. M.a. er bréf sem stílað er á forseta Níger jafnframt undirritað af honum, sem þykir undarlegt. Þá er annað bréf, stílað á forseta Níger, dagsett 30. júlí 1999 en í því er hins vegar vísað til samkomulags sem skrifað hafi verið undir 29. júní árið 2000; þ.e. ellefu mánuðum eftir að bréfið átti að hafa verið skrifað. Þá er um að ræða samning sem dagsettur er 10. október 2000 og und- irritaður af utanríkisráðherra Níger, Allele Habibou, er lét af embætti 1989. Leyniþjónustuupplýsingar um meint úranviðskipti Íraks við Níger Gögnin komu líklega frá Ítölum Róm, London. AP, AFP. FULLTRÚADEILD Bandaríkja- þings hefur samþykkt að beita við- skiptaþvingunum gegn Búrma vegna nýlegrar hand- töku Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöð- unnar, og herferð- ar herforingja- stjórnar landsins gegn flokki henn- ar. Herforingja- stjórnin fordæmir aðgerðir Banda- ríkjamanna og kallar þær „gereyðingarvopn“ sem muni valda landinu miklu tjóni. Samkvæmt frumvarpinu verður bannað að flytja inn vörur frá Búrma og eignir herforingjastjórnarinnar í Bandaríkjunum verða frystar. Leið- togar stjórnarinnar munu áfram ekki geta fengið vegabréfsáritanir til Bandaríkjanna og stefna sem gengur út á að mótmæla því að landið fái al- þjóðleg lán og tæknilega aðstoð, verð- ur nánar útfærð. Einnig var sam- þykkt að hvetja nágrannaríkin Kína og Taíland til að beita sér meira fyrir því að stöðva kúgunina í landinu og þrýsta á stjórnina. „Þetta eru harðar aðgerðir en ekkert harðari en óþokk- arnir sem stjórna Búrma eiga skilið,“ sagði Tom Lantos, þingmaður demó- krata og höfundur frumvarpsins. Minnkar tekjur um þriðjung Frumvarpið var samþykkt með 418 atkvæðum gegn tveimur í fulltrúa- deild þingsins en öldungadeildin hafði fyrir mánuði samþykkt hana með 97 atkvæðum gegn einu. Evrópusambandið hefur einnig hert viðskiptaþvinganir gegn Búrma og Japan hefur hætt fjárstuðningi við landið. Talið er að bannið geti minnkað út- flutningstekjur landsins um allt að þriðjung en útflutningur til Banda- ríkjanna árið 2002 nam rúmlega 27 milljörðum króna, og var aðallega fatnaður. Talsmaður herforingja- stjórnarinnar segir að aðgerðirnar muni svipta íbúa atvinnutækifærum og skaða heilbrigðis- og menntakerfi landsins. Aung San Suu Kyi var handtekin 30. maí eftir átök á milli félaga í flokki hennar og stuðningsmanna stjórnar- innar. Hún sat í fangelsi herforingja- stjórnarinnar frá 1989 til 1995 og aft- ur í 19 mánuði þar til í maí 2002. Gripið til refsiað- gerða gegn Búrma Aung San Suu Kyi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.