Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í undirrétti og æðri dómstól Nr. 3725, árið 2003 Sérdeild dóms Félagaréttur MÁLIÐ VARÐANDI BARCLAYS LIFE ASSURANCE COMPANY LIMITED - og - MÁLIÐ VARÐANDI WOOLWICH LIFE ASSURANCE COMPANY LIMITED - og - MÁLIÐ VARÐANDI LÖG UM FJÁRMÁLAÞJÓNUSTU OG MARKAÐI FRÁ 2000 Tilkynning HÉR MEÐ TILKYNNIST að Barclays Life Assurance Company Limited („Barclays Life“) og Woolwich Life Assurance Company Limited („Woolwich Life“) snéru sér til æðri dómstóls Englands og Wales hinn 6. júní 2003 samkvæmt kafla 107(1) í lögum um fjármálaþjónustu og markaði frá 2000 til að afla tilskipunar er samþykki flutning til Woolwich Life á öllum langtíma vátryggingaviðskiptum Barclays Life í Bretlandi og í sér- hverju aðildarríki evrópska efnahagssvæðisins. Hr. John Jenkins hjá KPMG, sem er félagi í stofnun tryggingafræðinga, hefur samið tryggingafræðiskýrslu um flutningsáætlunina, sem hér um ræðir („óháðu sérfræðings- skýrsluna“). Niðurstaða skýrslu þessarar er að enginn skírteinishafi muni verða fyrir slæmum áhrifum vegna flutningsins. Hægt er að fá eintak af ágripi áætlunarinnar, óháðu sérfræðingsskýrslunni og dreifibréfi skírteinishafa frá Barclays Life Assurance Company Limited, Unicorn House, 252 Romford Road, Forest Gate, London E7 9JB eða með því að hafa samband við aðstoðarlínuna (Barclays Life Helpline) í síma 0845 3011 901 þegar hringt er frá Bretlandi eða +44 116 240 6801 þegar hringt er annars staðar frá eða aðstoðarlínuna (Woolwich Life Helpline) í síma 0845 3011 902 þegar hringt er frá Bretlandi eða +44 116 240 6802 þegar hringt er annars staðar frá. Allar kröfur, sem nú eru í afgreiðslu af hendi eða fyrir hönd Barclays Life munu, að væntanlegum flutningum afloknum vera afgreiddar af eða fyrir hönd Woolwich Life. Framtíðar kröfur, sem upp koma samkvæmt yfirfærðum vátryggingaskírteinum munu á sama hátt hljóta afgreiðslu af hendi eða fyrir hönd Woolwich Life. Væntanlegur flutn- ingur mun tryggja áframhald hverskyns málaferla af hendi eða gegn Woolwich Life eða af hendi eða gegn Barclays Life, sem varða réttindi og skuldbindingar í sambandi við langvarandi vátryggingaviðskipti Barclays Life. Sérhver aðili (þ.á m. starfsmaður Barclays Life eða Woolwich Life), sem telur sig verða fyrir slæmum áhrifum við framkvæmd áætlunarinnar á rétt á að tjá sig hjá dómstólnum samkvæmt kafla 110(b) laga um fjármálaþjónustu og markaði frá 2000. Ef sá aðili hyggst koma fyrir rétt er hann beðinn að tilkynna það með eigi minna en tveggja daga fyrirvara og geta ástæðna fyrir að hann sé andvígur samrunanum lögmönnum Barclays Life og Woolwich Life, Lovells, Atlantic House, Holborn Viaduct, London, EC1A 2FG (tilv. C1/DR/JTY). Beiðnin verður tekin fyrir 12. september 2003 í félagsmálarétti kon- unglegu dómstólanna, Strand, London, WC2A 2LL. Marka›sstemmning Kíktu í bæinn Laugardagur 19. júlí Marka›sdagur í magna›ri mi›borg Marka›sdagur á götum úti í mi›borginni. Verslunar- og veitingahúsafólk hjálpast a› vi› a› skapa götustemmningu í mi›borginni. Á marka›sdaginn ver›a tónlistaratri›i á götum úti, götuleikhús og óvænt skemmtiatri›i. Kl. 12-16 Sprell leiktæki á ló› Stjörnubíós í bo›i línu Búna›arbankans Andlitsmálun fyrir börn Kl. 12-14 Götuleikhús Hins hússins sk‡tur upp kollinum hér og flar á Laugavegi og Skólavör›ustíg Kl. 12-16 Leiktæki frá ÍTR á Lækjartorgi í bo›i línu Búna›arbankans Kl. 13-19 Úrslitadagur í götubolta Landsbankans á Ingólfstorgi Kl. 13-17 Birgir Rafn Fri›riksson listmálari málar andlitsmyndir af fólki á Kaffi París vi› Austurvöll Kl. 14 Selma og Hansa taka lagi› á svölum Kaffi Sólon Kl. 15 Thor Vilhjálmsson, rithöfundur, les úr verkum sínum vi› götutafli› í Lækjargötu Kl. 15:15 Harmonikuleikur vi› götutafli› í Lækjargötu Kl. 16 Hljómsveitin KIMONO leikur lög af væntanlegum geisladiski sínum fyrir utan Japis á Laugavegi Lú›rasveit l‡›sins - lög fyrir alla Kl. 12:00 Hlemmur og efri hluti Laugavegar Kl. 12:45 Laugatorg vi› Kjörgar› Kl. 13:15 Ne›ri hluti Laugavegar a› Lækjartorgi Hr. Sivertsen og farandspilararnir (tveir kampakátir) Kl. 13:00 Laugatorg vi› Kjörgar› Kl. 13:45 Hlemmur og efri hluti Laugavegar Kl. 14:15 Skólavör›ustígur Danshópurinn Fúsion Kl. 13:00 Lækjartorg Kl. 13:30 Á mótum Skólavör›ustígs og Laugavegar Kl. 14:00 Laugatorg vi› Kjörgar› Kl. 14:30 Hlemmur Ljó›aleikur - ljó›astelpur Kl. 13:00 Lagt af sta› frá Lækjartorgi sem lei› liggur upp Skólavör›ustíg og ni›ur á Laugaveg Mögnu› mi›borg er samstarfsverkefni marka›snefndar mi›borgar og fyrirtækja í verslun og fljónustu í mi›borginni. Styrktara›ilar Magna›rar mi›borgar eru: A P a lm an na te ng sl / H A D A YA de si gn ÓLAFUR F. Magnússon borgar- fulltrúi lýsir sig andvígan fyrirhug- uðu niðurrifi Austurbæjarbíós, nú Austurbæjar, og samþykkt borgar- ráðs þess efnis, án vandaðrar og fag- legar umræðu í borgarstjórn Reykja- víkur. Samþykkt skipulags- og bygging- arnefndar Reykjavíkur frá 24. júní sl. um íbúðarbyggingu á Snorrabraut 37 var lögð fyrir borgarráð á þriðjudag og tók borgarráð undir jákvæða af- stöðu skipulags- og byggingarnefnd- ar gagnvart uppbyggingu. Borgarráð samþykkti að vísa málinu til frekari meðferðar leikskólaráðs, en meðal annars er óskað afstöðu ráðsins til hugmyndar um að flytja gæsluvöll við Rauðarárstíg. Jafnframt var skipulags- og byggingarnefnd falið áframhaldandi meðferð málsins. Ólafur telur að þessi túlkun ráðs- ins á áðurnefndri samþykkt skipu- lags- og byggingarnefndar feli í sér heimild til niðurrifs Austurbæjar. Það sé í andstöðu við umsögn Árbæj- arsafns og byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur frá því í mars í fyrra. Áberandi hluti fúnkís- skipulags Norðurmýrarinnar Í umsögn Árbæjarsafns kemur fram að húsið sé áberandi hluti fúnk- ísskipulags Norðurmýrarinnar og götumyndar Snorrabrautar, sem sé einkar heildstæð á þessu svæði. Þá segir að í húsinu hafi verið ýmiss kon- ar menningarstarfsemi auk kvik- myndasýninga, til dæmis hafi tón- leikar Tónlistarfélags Reykjavíkur verið haldnir þar um árabil og Leik- félag Reykjavíkur hafi lengi vel verið með miðnætursýningar í húsinu. Jafnframt er bent á að húsið hafi ver- ið byggt árið 1945 og hafi verið menn- ingarmiðstöð Norðurmýrarinnar frá upphafi. Það sé góður fulltrúi höf- unda sinna og íslenska fúnkísstílsins, auk þess sem það sé lítið breytt frá upprunalegri mynd. Andvígur niðurrifi Austur- bæjarbíós Morgunblaðið/Jim Smart Austurbæjarbíó var reist árið 1945 og hefur alla tíð hýst menningarstarfsemi. Norðurmýri HÓPUR á vegum Seltjarnarnes- bæjar, er vinnur að stefnumótun í málefnum aldraðra á Nesinu, hefur tekið til starfa. Í tilkynningu frá bænum segir að meginverkefni hópsins sé að huga að vaxandi þörf á þjónustuíbúðum og hjúkrunar- rýmum ásamt því hvernig auka megi fjölbreytni í þjónustu við aldraða. Í hópnum eru meðal ann- ars tveir fulltrúar eldri Seltirn- inga. Í sumar standa yfir gagngerar endurbætur á húsnæði þjónustuí- búða aldraðra við Skólabraut. „Mjög góður gangur er í verkinu en að þessu sinni er um algera endurnýjun utanhúss að ræða. Um verulega andlitslyftingu er að ræða fyrir húsið sem verður hið snyrtilegasta á eftir,“ segir í til- kynningunni. Þá kemur fram að á Skólabraut 3–5 séu 38 verndaðar þjónustu- íbúðir fyrir aldraða. Flestar íbúð- irnar eru eignaríbúðir en einnig eru þar fjórar leiguíbúðir. Á jarð- hæðinni er veitt margs konar þjón- usta ætluð öldruðum bæjarbúum. Þar fer fram félagsstarf fyrir aldr- aða, leikfimi, tómstundastarf og mötuneytisþjónusta. Í Eiðismýri 30 eru 26 eignaríbúðir fyrir 60 ára og eldri. Stefnumót- un í málefn- um aldraðra Seltjarnarnes UNDIRBÚNINGUR fyrir menn- ingarnótt er nú í fullum gangi en hún verður haldin 16. ágúst næst- komandi. Að sögn Kristínar A. Árnadóttur, formanns verkefn- isstjórnar menningarnætur, geng- ur undirbúningsvinnan mjög vel. „Við getum merkt það hve mikill fengur er að starfi höfuðborg- arstofu en það er verkefninu til framdráttar. Það er mikill áhugi hjá fyrirtækjum, styrktaraðilum og ýmsum aðilum sem taka þátt í menningarnótt.“ Kristín segir dagskrána verða mjög fjölbreytta og skemmtilega. Á hverju ári er einhverju bæj- arfélagi utan af landi boðið að vera sérstakur gestur menning- arnætur og að þessu sinni varð Siglufjörður fyrir valinu. „Það er greinilegt að Siglufjörður leggur mikið upp úr því að vera með fjöl- breytta dagskrá. Árlega bætast einhverjir nýir aðilar við. Að þessu sinni verður Háskólinn með viðamikla vísindadagskrá og Al- þjóðahúsið verður með ýmsa við- burði,“ segir Kristín. Morgunblaðið/Sverrir Verkefnastjórn menningarnætur fundaði í grasagarðinum í gær. Mikill áhugi á menning- arnótt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.