Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 17 LEIKSKÓLAR Reykjavíkur eiga 25 ára afmæli í ár. Barnavinafélagið Sumargjöf sá um rekstur dagheimila og leikskóla í Reykjavík allt frá árinu 1924, en árið 1978 tók Dagvist barna og síðar Leikskólar Reykjavíkur yfir stjórn þessara mála. „Þetta byrjaði á því að vera deild hjá félagsmálastofn- un en svo fengum við sjálfstæða stöðu árið 1986, en það var alltaf sérstök pólitísk nefnd sem lagði línur fyrir okkur að vinna eftir,“ segir Bergur Felixson, framkvæmdastjóri Leik- skóla Reykjavíkur. Hann telur að á þessum tíma hafi verið á milli 25 og 30 leikskólar í borg- inni, en nú séu 78 leikskólar á vegum Reykjavíkurborgar. Bergur lýsir því að umfang starfseminnar hafi aukist gífurlega á þessum árum. Plássin séu margfalt fleiri, auk þess sem allir vilji fá heilsdagspláss. „Við reynum að bjóða upp á það sem fólk óskar eftir. Bæði er búið að lækka aldur og auka þjónustustigið gífurlega. Þetta fylgist svo að, maður getur ekki sagt hvort kemur á undan eggið eða hænan. Það hefur orðið svo mikil viðhorfsbreyting á þessum árum meðal almennings,“ segir hann og nefnir til að mynda aukna atvinnu- og námsþátttöku kvenna. Hann leggur áherslu á að Leikskólar Reykjavíkur hafi þurft að taka þátt í þessari þróun og standast, svo foreldrarnir treysti þeim fyrir börnunum allan daginn meðan þeir eru við vinnu. Þá þurfi að vera bæði gæði og traust til staðar. Flest börn í Reykja- vík í kringum 1995 Að sögn Bergs eru tæplega 6.000 börn í Leikskólum Reykjavík- ur. „Ætli það verði ekki um 5.900 börn þar í haust. Yngstu börnin sem hafa fengið pláss eru fædd árið 2002 og eru rúmlega ársgömul, en það er undantekn- ingin. Við miðum við að öll börn fædd 2001 og eldri komist inn í leikskóla í haust,“ bendir hann á. Bergur segir það misjafnt eftir hverfum hvenær börn fái pláss á leik- skóla, borgin sé orðin það stór að það sé ekki sama framboð í öllum hverf- um. Hann segir að erfitt sé að spá fyr- ir um fjölgun og því standi sum hverfi betur en önnur. Það séu eldri hverfin og nefnir hann sem dæmi að börn fái fyrr pláss í Vesturbænum en í mörg- um yngri hverfunum. „Börnum fjölgar ekki í Reykjavík núna og það er ákveðið tímanna tákn. Þetta hefur að vísu gerst aðeins hæg- ar en í öðrum sambærilegum lönd- um,“ segir Bergur og telur að flest hafi börnin orðið í Reykjavík í kringum 1995. „Þá fjölgaði þeim alltaf en nú fækkar þeim hægt. Nú dreifist þetta meira, börnin flytja í nýju hverfin og þá fækkar á hinum stöð- unum.“ Gæði leikskólastarfs hafa aukist samfara uppbyggingu Þegar hann er spurð- ur um þá uppbyggingu sem nú á sér stað svarar hann að verið sé að byggja leikskóla í Stað- arhverfi í Grafarvogi, sem vígður verði í haust. Þá verði önnur deild opnuð á eldri leikskóla í Grafarvogi. Einnig sé verið að byggja leikskóla í Stakkahlíð, er komi í stað leikskólans Sólbakka, sem leggja þurfi niður vegna færslu Miklubrautar. „Hann verður aðeins stærri og því fáum við nokkur pláss þar. Síðan erum við að fara að byggja leikskóla á Kjalarnesi sem verður vígður snemma á næsta ári. Það er ennþá heilmikil uppbygging í gangi,“ bætir hann við. Hann segir að nýlega hafi tekið til starfa leikskóli í Grafarholti, en þegar sé búið að fylla fimm deilda leikskóla þar og í haust verði þar rúmlega 100 heilsdagspláss. „Margir foreldrar með börn eru að flytja í Grafarholtið þessa dagana.“ Bergur leggur áherslu á að gæðin á leikskólastarfinu hafi aukist samfara þessari uppbyggingu. Þau séu á háu stigi, enda séu miklar kröfur gerðar. Hann segir að um 1.900 starfsmenn starfi á Leikskólum Reykjavíkur í tæplega 1.400 heilsdagsstörfum. Að sögn Bergs er ætlunin að halda upp á 25 ára afmælið með því að bjóða öllum börnunum í Húsdýragarðinn síðar í sumar, þar sem verða skemmtiatriði og boðið verður til veislu. Auk þess var fréttabréfið, sem gefið er út reglulega, gert að veglegu afmælisriti og verður því dreift til allra foreldra og víðar. Morgunblaðið/Árni Torfason Miðað er við að öll börn fædd 2001 og eldri fái pláss á Leikskólum Reykja- víkur í haust. Tæplega 6.000 börn eru í leikskólum í borginni. Bergur Felixson, framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur Umfang starfseminn- ar hefur aukist gífurlega á 25 árum Reykjavík Bergur Felixson, fram- kvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.