Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 21 ÚTSALA allt að 50% afsláttur GERARD DAREL DKNY NICOLE FARHI IKKS BZR CUSTO PAUL ET JOE SELLER Laugavegi 91 s.562 0625 NÝTT KORTATÍMABIL www.merkur.is BW 211 D-3 með þjöppumæli 594 6000 Skútuvog i 12a Til afgreiðslu strax 12,2 tonn „ÉG HELD að ég sé búinn að sprengja öll takmörk en ég hef allt- af verið kosinn til fjögurra ára í senn og meðan fólkið treystir mér hef ég ekki skorast undan ábyrgð,“ segir Gunnsteinn Gíslason, oddviti í Árneshreppi, sem verið hefur hvað lengst í oddvitastarfi á landinu eða í 32 ár og í hreppsnefnd síðan 1958. Hann var einnig kaupfélagsstjóri Kaupfélags Strandamanna í Norð- urfirði í rúma þrjá áratugi eða frá 1960 þangað til það var lagt niður sem slíkt og sameinaðist Kaup- félagi Steingrímsfjarðar 1993. „Það hefur verið sölubúð hér í Norðurfirði í eina öld eða frá 1. júní 1903 þegar opnuð var hér deild frá verslunarfélagi Steingrímsfjarðar. Nafninu var síðan breytt í Kaup- félag Strandamanna. Þegar ég lít til baka þá sá maður þessa hrörnun fyrir. Fólkinu hefur fækkað mikið hér og það hefur verið á brattann að sækja bæði í verslun og landbún- aði. Þegar ég tók við oddvitastarf- inu 1971 buggu hér í sveitarfé- laginu um 200 manns en í áranna rás hefur fólkinu fækkað og nú eru íbúar aðeins 60, svo að það má segja að ég sé góður slátrari! Ef farið er lengra aftur í tímann þá voru hér um miðja síðustu öld um 500 íbúar. Ég held þó að fækkunin verði ekki meiri. Hér er gott að búa og mikið um að vera yfir sumarmánuðina eins og löndun á fiski og nokkrar trillur stunda róðra héðan.“ Gunnsteinn segir að ýmsar or- sakir séu fyrir fólksfækkuninni. „Framfarir í samgöngum hafa til dæmis verið seinna á ferðinni hérna en sumstaðar á landinu og margir gátu ekki beðið eftir að þær yrðu bættar. Síðan eru atvinnumögu- leikar fábreyttir.“ Gunnsteinn er fæddur og uppal- inn í Árneshreppi á bænum Stein- stúni þar sem foreldrar hans voru bændur. Hann tók landspróf í Reykjaskóla og fór síðan í Sam- vinnuskólann þar sem hann útskrif- aðist 1953 en það átti eftir að nýtast honum vel í starfi kaupfélagsstjóra. „Bókhaldsþekkingin kom sér vel og var nauðsynleg ásamt ýmsu öðru sem maður lærði í skólanum.“ Þó að Gunnsteinn hafi látið af starfi kaupfélagsstjóra starfar hann enn við kaupélagið en þar er kona hans, Margrét Jónsdóttir, nú verslunarstjóri. Gunnsteinn fékk á síðasta ári riddarakross hinnar íslensku fálka- orðu og segir það hafa verið sér mikils virði. „Ég lít á það sem ákveðna viðurkenningu á störfum mínum hér í sveitarfélaginu og mér þótti vænt um það.“ Þau hjónin taka sér ekki oft frí eða ferðast mikið. „Við fórum að- eins um landið hér áður en lítið upp á síðkastið. Fjöllin hér hafa verið félagar mínir frá barnæsku og mér líkar þau vel og þarf lítið á öðru að halda. Það er einhver ró yfir þessu svæði og það hefur aldrei verið tómarúm í mínu lífi.“ Strandir Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Gunnsteinn Gíslason og kona hans Margrét Jónsdóttir í versluninni í Norð- urfirði. Með þeim á myndinni er dóttir þeirra, Álfheiður, og synir hennar tveir, Friðrik Rúnar og Daníel Agnar Ásgeirssynir, en þau búa á Ísafirði. Hefur verið oddviti í 32 ár GISTIHÚSIÐ Tunguholt er í inn- anverðum firðinum við bæinn Tungu. Eigandur eru Friðmar Gunnarsson og fjölskylda. Húsið er nýendurbyggt og gistirými er fyrir 12 manns í sjö herbergjum. Ennig er í gistihúsinu eldunarað- staða, borðstofa og rúmgóð setu- stofa sem er sameiginleg fyrir hús- ið. Morgunblaðið/Albert Kemp Séð inn í setustofu nýja gistihússins í Tunguholti á Fáskrúðsfirði. Nýtt gistihús opnað í Tunguholti á Fáskrúðsfirði Fáskrúðsfjörður Í SUMAR hefur krökkunum í Hveragerði staðið til boða að taka þátt í leikjanámskeiðum, sem standa yfir í tvær vikur hvert nám- skeið. Þátttakendum er raðað á námskeiðin eftir aldri. Skipuleggj- andi og umsjónarmaður námskeið- anna er Sandra Sigurðardóttir, sem hefur verið þjálfari hjá fim- leika- og badmintondeild Hamars. Sandra réð Auði Elísabetu Guðjóns- dóttur sem aðstoðarmann sinn. Námskeiðin eru frá klukkan 9–12 og 13–16, en auk þess er boðið upp á gæslu fyrir og eftir námskeiðin og einnig í hádeginu. Dagskráin er fjölbreytt m.a. er börnunum boðið að stunda frjálsar íþróttir, bolta- íþróttir, föndur, sund, hjólreiðar, að fara í ratleik og fleira. Sandra fékk fyrirtæki í Hveragerði til að styrkja námskeiðin og lét útbúa stuttermaboli sem þátttakendur fá. Hópur krakka 8–10 ára lauk sínu námskeiði sl. föstudag með óvissu- ferð. Áfangastaðurinn var Reykja- vík, þar fengu þau að skoða hvern- ig Morgunblaðið verður til, auk þess sem þau fóru í Hljóm- skálagarðinn þar sem þau borðuðu nestið sitt. Ennþá er hægt að kom- ast á leikjanámskeið. Þátttakendur á íþrótta- og leikjanámskeiði á ferðalagi Hveragerði Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Á leið í óvissuferð. Allir í námskeiðsbolunum sínum. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 HLJÓMSVEITIN Stormar frá Siglufirði heldur sína árlegu uppá- komu á torginu á Siglufirði á morgun föstudag. Þá mun Sparisjóður Siglu- fjarðar við sama tækifæri bjóða gestum og gangandi uppá grillaðar pylsur. Þetta er fimmta árið í röð sem Stormar koma saman á Siglufirði og leika á torginu jafnframt því sem sparisjóðurinn grillar pylsur í mann- skapinn. Hljómsveitin Stormar. Hljómsveitin Stormar og pylsupartí á torginu Siglufirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.