Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40 ® LEIKHÚSIÐ í kirkjunni sýnir á föstudagskvöldið í Skálholtskirkju leikritið Ólafía, eftir Guðrúnu Ás- mundsdóttur. Verkið fjallar um líf Ólafíu Jóhannsdóttur sem uppi var frá 1863–1923 og eru því 140 ár liðin frá fæðingu hennar á þessu ári. Ólafía Jóhannsdóttir ávann sér nánast dýrlingsnafn í hugum Norð- manna á fyrstu tveimur áratugum 20. aldarinnar þar sem hún stundaði líknarstörf á götum Óslóar um 17 ára skeið og hjúkraði sjúkum og heimilislausum og liðsinnti þeim eft- ir bestu getu. Í Ósló var reistur minnisvarði um Ólafíu og gata nefnd eftir henni og í maí sl. var af- hjúpaður minnisvarði um hana við Mosfellskirkju en Ólafía var einmitt fædd þar. Guðrún Ásmundsdóttir er ekki einasta höfundur verksins heldur er hún jafnframt leikstjóri og leikur nokkur hlutverk í sýningunni. Verk- ið var frumsýnt í Mosfellskirkju 17. maí sl. og þá sýnt þrisvar en fleiri sýningar en sú í Skálholtskirkju annað kvöld eru ekki ákveðnar. Edda Björgvinsdóttir fer með hlutverk Ólafíu, og aðrir leikarar eru Þröstur Leó Gunnarsson, María Ellingsen, Eyvindur Erlendsson, Margrét Ákadóttir, Guðmundur Guðmundsson, Guðrún Ásmunds- dóttir, Ragnheiður Harpa Leifs- dóttir, Rakel Mjöll Leifsdóttir, Kor- mákur Örn Axelsson og Snæbjörn Áki Friðriksson. „Ólafía Jóhannsdóttir var systk- inabarn við Einar Benediktsson skáld og alin upp af föðursystur hans Þorbjörgu Sveinsdóttur. Þau Einar voru mjög náin og tengsl þeirra mynda rauða þráðinn í gegn- um þetta leikrit. Saga Ólafíu er reyndar svo margbrotin að mér hef- ur reynst erfiðast að gera úr henni eitt leikrit en ekki mörg. Ég er þó orðin mjög sátt við niðurstöðuna og held bara að þetta sé það leikrit mitt sem ég er hvað sáttust við,“ segir Guðrún Ásmundsdóttir. Sýningin í Skálholtskirkju hefst annað kvöld kl. 20.30 og er hægt er að panta miða í síma 898-4385. Edda Björgvinsdóttir í hlutverki Ólafíu Jóhannsdóttur. Saga stór- brotinnar konu ÞAÐ ER ekki á hverjum degi sem gefur að heyra heila tónleika leikna á lágfiðlu og munu tónleikar Þórunnar Óskar Marinósdóttur, sem hún hélt 15. júlí sl. í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar, vera hennar „debut“ sem ein- leikari, en hún hefur undanfarin ár verið starfandi sem víóluleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands og auk þess tekið þátt í margvíslegum flutn- ingi kammertónlistar. Tónleikarnir hófust á fjórum svítu- þáttum, op. 131d, nr.1, eftir Max Re- ger, fallegu verki, sem Þórunn lék sérlega vel. Þórunn hefur á valdi sínu fallegan tón og sterka tilfinningu og agaða fyrir mótun tónhendinga, sem naut sín sérlega vel í ljóðrænum tónlínum og eins leikandi tækni, sem kom hvað best fram í öðrum en þó sérstak- lega í fjórða kaflanum í verki Regers. Annað viðfangsefnið var Kadensa, eftir Áskel Másson, sem byggt er á efni úr lágfiðlukonsert hans frá 1983. Verkið er tæknilega krefjandi, þar sem heyra má ýmis skemmtileg tilþrif og er í heild glæsileg tónsmíð, sem Þórunn lék mjög vel og af öryggi. Selló- svíta nr. 2 eftir J. S. Bach var í heild vel flutt, sérstaklega fyrri þættirnir og eins og oft hefur verið sagt um einleiksverk meistar- ans, að ef sarabandan er vel leikin, eins og hér var raunin, þá er allt gott. Það var í sónötu eftir Paul Hinde- mith, sem Þórunn fór á kostum, sér- staklega í öðrum þætt- inum, „Sehr frisch und straff“ og var leikur Þórunnar sannarlega frískur og þaninn. Í báðum hægu þáttun- um, nr. 3 og 5, var túlk- un Þórunnar sérlega innileg en í „brjálaða“ þættinum, þeim fjórða, sem Hindimith segir að eigi að vera villtur og yfirmáta hraður, var leikur Þórunnar ótrú- lega glæsilegur. Með þessum tónleik- um og glæsilegum leik sínum, hefur Þórunn Ósk Marinósdóttir tek- ið sér stöðu meðal okkar bestu strengjaleikara, fyrir frábæra tækni, sérlega fallegan tón og músikalska mótun, sem einkenndi leik hennar í öllum hinum erfiðu viðfangsefnum tónleikanna. Frábær tækni og fallegur tónn TÓNLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Þórunn Ósk Marinósdóttir lék einleik á lágfiðlu, verk eftir Reger, Áskel Másson, J. S. Bach og Hindemith. Þriðjudagurinn 15. júlí, 2003 EINLEIKSTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Þórunn Ósk Marinósdóttir ÞAÐ er ekki oft sem maður fyll- ist tilhlökkun við að sjá auglýstar sumarsýningar íslensku listasafn- anna, en það gerðist þegar ég heyrði hvað Listasafn ASÍ ætlaði að bjóða mér upp á þetta sumarið, verk eftir þrjá af mínum uppá- haldsmálurum; Nínu Tryggvadótt- ur með sín afdráttarlausu form- rænu málverk sem ná að endurspegla íslenskan veruleika í litum og stemningu, Svavar Guðna- son alþjóðlega tengdan listmálara með frjálslega abstrakt tengingu og Kristján Davíðsson sem hefur alla tíð verið leitandi í málverkinu og gert tilraunir bæði með efni, liti og inntak. Samsetningin er með öðrum orðum sérlega hnýsileg. Farin hefur verið sú leið að setja einn listamann hvern í sitt rými í listasafninu, en sýningarrýmin eru því miður afar misjöfn að gæðum, og ekki hægt að gæta jafnræðis með listamönnunum með þessum hætti. Stóri salurinn sem Svavar fær er áberandi bestur, bjartur og rúmgóður í samanburði við hina, en Gryfjan, þar sem Kristján er, hentar betur fyrir innsetningar en málverkaupphengi. Í Arinstofunni, þar sem Nína er, færi best á að selja kaffi og með því. En aftur að listaverkunum sjálf- um. Í stuttu máli má segja að í hverjum sal sé eitthvað gott í boði, en myndirnar eru misjafnar að gæðum. Nína Tryggva á jafnbesta salinn. Valin hafa verið nokkur ólík verk, bæði vatnslitamyndir og olíu- myndir, hefðbundnar uppstillingar og portrett auk borgarmyndar og vatnslitaskissu af börnum að leik, en þær tvær síð- astnefndu ásamt frábærri mynd, Komposition frá árinu 1960–1965, eru best- ar. Borgarmyndin Hús í Reykjavík frá árinu 1942 er ákaflega íslensk, rauð- gul kvöldbirta skellur á húsunum, formin eru hrein og klár og sömuleið- is litirnir. Í forgrunni er einmana manneskja á ferð sem gefur myndinni til- finningalega dýpt. Kristján Davíðsson hef- ur átt langan listferil og er enn að skapa áhuga- verða myndlist. Þegar bornar eru saman mynd- irnar í ASÍ og þær myndir sem hann hefur verið að sýna á síðustu árum er ljóst að Kristján hefur verið í stöðugri framför. Í Gryfjunni eru tvenns konar myndir, hreinar abstraktmyndir og svo þrjú af frægum portrettum sem Kristján málaði eftir að hafa komist í kynni við verk franska listmálarans Jean Dubuffet árið 1946, en portrettin sem eru af Halldóri Laxness, Jóhannesi Jó- hannessyni og Þórbergi Þórðarsyni eru undir áhrifum frá franska mál- aranum. Er mikill fengur að því að fá að berja þau hér augum. Abstraktverkin bera vitni til- raunum Kristjáns til að vera frjáls og óheftur í sinni myndsköpun og láta ekki umhverfið stjórna sér. Þetta verður þó til þess að mynd- irnar eru margar næstum því vondar hvað varðar litasamsetn- ingu. Það er athyglisvert að sjá að þrátt fyrir að listamaðurinn sé að reyna sig við hina hreinu og óheftu sköpun gefur hann þeim titla eins og Hrynjandi og Leysingar sem bindur þær aftur í hinu hlut- bundna, þ.e. áður en titill Leysinga er lesinn er myndin varla meira en frjálsleg litaæfing á striga. Þegar titillinn er lesinn sér maður litina skríða undan snjónum, og myndin missir hluta af sínum óhlutbundu eiginleikum. Verk Svavars Guðnasonar ullu mér nokkrum vonbrigðum. Ég hafði hlakkað til að sjá verk meist- arans, og mig minnti að vatns- litaverk hans væru betri og magn- aðari en þau sem þarna eru til sýnis. Olíumálverkin eru sýnu betri. Áhrifamest eru Hágöngur frá 1947 og Einræðisherrann. Báðar myndir eru með hlutbunda eiginleika, sem sýnir að eins og Kristján hefur Svavar átt erfitt með að segja al- farið skilið við hinn hlutbundna heim, sem enn og aftur ber vitni um hin sterku tök sem sagnahefðin hefur á allri listsköpun Íslendinga. Einræðisherrann starir á mann í brjálsemi með rauðu ágengu auga út úr miðri litsterkri myndinni á meðan andlit manns með kórónu horfir niður á mann úr efra hægra horni Hágangna. Myndirnar eru þröngt rammað- ar inn í grannan gylltan ramma, of þröngt fyrir minn smekk og væri hægt að gefa þeim meira vægi með veglegri innrömmun. Fígúruskapur Gallerí Dvergur ber nafn með rentu. Galleríið er staðsett ofan í niðurgröfnum kjallara við Grund- arstíg 21 og hentar því smávöxnu fólki einkar vel, en aðrir verða að ganga bognir um sali eða setjast á hækjur sér við skoðun sýninga. Gallerístinn heitir Birta Guðjóns- dóttir og verður galleríð rekið fram á haust og boðið upp á fjórar sýningar alls. Fyrsti sýnandi ársins er Huginn Þór Arason. Huginn útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2002 og hefur verið virkur á sýning- arvettvangi síðan. Verk hans eru athafnatengd, þ.e. hann fram- kvæmir gjörning, annaðhvort fyrir áhorfendur eða fyrir myndbands- upptökuvél, og sýnir svo afrakst- urinn, eða það sem eftir liggur í kjölfarið. Þannig var hann í gervi risavax- innar útblásinnar músar á opnun- ardag í verki sínu á útskriftarsýn- ingunni í LHÍ en eftir á gaf að líta búninginn sjálfan og mynd af gjörningnum. Verk hans hafa þannig yfirbragð barnaleiks og fí- gúruskapar. Í Gallerí Dvergi er af- rakstur, að því er virðist, sjálfs- prottinnar málunar-, teikni- og klippivinnu Hugins. Í innri sal er vinna listamannsins með positíft-negatíft rými ráðandi. Það er áhugavert í ljósi þess sem áður sagði um viðveru og ekki við- veru, gjörning og ummerki gjörn- ings. Huginn hefur klippt út form í venjulegan ljósritunarpappír og málað í björtum litum. Formið hef- ur þó ekki verið fullkomlega losað frá blaðinu heldur hangir niður úr því, sem gefur hverju verki og sýn- ingunni allri lífrænt yfirbragð og viðheldur spennu. Í fremri sal eru verkin af lítið eitt öðrum toga. Þau eru tvískipt, efri hluti er yfirmálaðar ljósmyndir af trjágróðri, og fyrir neðan eru máluð form söguð út í tré, en form- in eru í svipuðum dúr og gefur að líta í innri sal. Formin eru J-laga, eins og pulsur, ávöl og vettlings- laga. Málunin á ljósmyndunum á sitthvað sameiginlegt með slettus- tíl í málverkum Kristján Davíðs- sonar sem minnst var á hér á und- an, í tilraunum til sjálfsprottinnar tjáningar. Titill sýningarinnar er Hundr- aðshlutar, sem bæði vísar til smæðar sýningarrýmisins, eða þeirrar staðreyndar að verkin eru hátt í hundrað talsins. Dvergur og ASÍ eru nokkrar andstæður á þessu sumri, en tekn- ar saman eru þær merkilega góður kokkteill. Stórir og smáir MYNDLIST Listasafn ASÍ Sumarsýning til 3. ágúst. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00–17.00. NÍNA TRYGGVADÓTTIR, SVAVAR GUÐNA- SON OG KRISTJÁN DAVÍÐSSON. Gallerí Dvergur Til 27. júlí Gallerí Dvergur er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 17–19. HUGINN ÞÓR ARASON Þóroddur Bjarnason Frá sýningu Hugins Þórs Arasonar í galleríi Dvergi. Morgunblaðið/Golli Hrynjandi eftir Kristján Davíðsson frá 1958. Gips á asbest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.