Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 25 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir kynna nú ferðir sínar til Kanaríeyja næsta vetur og mestu verðlækkun sem um getur til Kanaríeyja frá því flug hófust þangað. Í fyrra lækkuðu Heimsferðir verð til Kanarí um 7 – 12 %, og nú lækkum við verðið um allt að 30% til viðbótar. Þeir sem bóka strax njóta nú forgangs að bestu gististöðunum og lægsta verðinu, því þeir sem bóka fyrir 8. ágúst, tryggja sér 10.000 kr. afslátt á manninn.* Lægsta verðið til Kanarí í vetur og bestu gististaðirnir hjá Heimsferðum. * M.v. að bókað og staðfest sé fyrir 8. ágúst 2003 eða meðan afsláttarsæti eru laus. ** M.v. lægsta verð 9. janúar í fyrra og 6. janúar 2004. Aukaferð 2. nóvember 30 dagar 22. október - uppselt Taktu enga áhættu á Kanaríferðinni þinni Hjá Heimsferðum færðu: Vinsælustu gististaðirnir Fyrstu flugin uppseld • Lægsta verðið • Mestu þjónustuna • Bestu gististaðina • 11 ára reynslu Las Faluas Verð frá kr. 79.950 M.v. 2 í íbúð, flug, gisting, skattar, 2. nóv. Bókaðu á www.heimsferdir.is Landsliðið í fararstjórn Hjá Heimsferðum nýtur þú þjónustu fararstjóra með áralanga reynslu og þekkingu á Kanaríeyjum. 1918 farþegar bókaðir til Kanarí í vetur. Við þökkum ótrúlegar móttökur og lækkum verðið enn meira. Tryggðu þér bestu kjörin meðan enn er laust. Enn lægri verð 6.janúar - vikuferð kr. 33.862 M.v. hjón með 2 börn, Green Oasis/Beach Flor , vikuferð, 6.janúar, með 10.þúsund kr. afslætti og netafslætti. 6.janúar - vikuferð kr. 44.650 M.v. 2 í húsi Green Oasis, vikuferð, 6.janúar, með 10.þúsund kr. afslætti og netafslætti. 6.janúar - 2 vikur kr. 52.250 M.v. 2 í húsi Green Oasis, vikuferð, 6.janúar, með 10.þúsund kr. afslætti og netafslætti. 27.janúar - 2 vikur kr. 57.250 M.v. 2 í húsi Green Oasis, vikuferð, 6.janúar, með 10.þúsund kr. afslætti og netafslætti. ** Í VIÐTALI sem birtist í Morgunblaðinu 29. júní sl. lýsti borgarstjórinn í Reykjavík þeirri skoðun sinni, sem ekki kom á óvart, að halda ætti samkeppni um skipulag Vatnsmýrarsvæðisins. Eins og Morgunblaðið greinir frá 2. júlí tók borgarstjórinn einnig afstöðu til fram- tíðar innanlandsflugsins, en þar segir: ,,Hann lýsti einnig þeirri skoðun sinni að hann teldi að innanlandsflugið myndi flytjast til Keflavíkur.“ Eins og þekkt er hafa staðið deilur um framtíð Reykjavíkurflugvallar, sem var endurbyggður með sérstöku leyfi borgaryfirvalda, eftir að Alþingi hafði samþykkt fjárveitingar til endurbyggingar vallarins í Vatnsmýrinni. Það hefur komið mjög skýrt fram bæði af hálfu flugrekenda og Samtaka ferðaþjónustunnar að innanlandsflugið eigi mikið undir því að Reykjavík- urflugvöllur þjóni fluginu áfram. Og með endurbygg- ingu Reykjavíkurflugvallar var mótuð skýr stefna gagnvart innanlandsfluginu af hálfu flugmála- yfirvalda. Morgunblaðið leitaði eftir afstöðu minni til þessara orða borgarstjóra, að innanlandsflugið myndi flytjast til Keflavíkur. Með sama hætti og blaðamaður Morg- unblaðsins, og raunar leiðarahöfundur Morgunblaðs- ins gerir einnig, skil ég orð borgarstjórans þannig að hann telji að reka megi innanlandsflugið auðveldlega frá Keflavík. Í leiðara Morgunblaðsins 1. júlí er vitnað til orða borgarstjórans þar sem hann segir m.a. ,,Ég held að bæði landsbyggðin og ferðaþjónustan muni hagnast á því að boðið verði upp á innanlandsflug beint frá Keflavík.“ Af þessum orðum borgarstjórans verður afstaða hans til innanlandsflugs frá Reykjavík- urflugvelli vart misskilin. Það vekur því furðu þegar hann skrifar sérstaka grein í Morgunblaðið til þess að draga í land og gera viðbrögð mín tortryggileg og spyr: ,,Hvað gengur samgönguráðherra til?“ Borg- arstjórinn segir að hann hafi verið að lýsa framtíð- arsýn sinni í almennum orðum og reynir síðan að skjóta sér á bak við skoðanir leiðarahöfundar Morg- unblaðsins sem vill sjáanlega leggja niður innanlands- flugið frá Reykjavíkurflugvelli. Afstaða blaðsins er raunar byggð á miklum misskilningi sem væri efni í sérstaka grein. Ég vil vekja athygli borgarstjórans í Reykjavík á því að það er hlutverk samgönguyfirvalda að móta stefn- una um uppbyggingu samgöngumannvirkja. Það verð- ur ekki gert nema í góðu samstarfi við sveitarstjórnir og skipulagsyfirvöld. Með því að leggja fram Sam- gönguáætlun og fá hana samþykkta á Alþingi hefur samgönguráðherra markað skýra stefnu sem felur m.a. í sér að miðstöð innanlandsflugs verði á Reykja- víkurflugvelli. Ég vil af því tilefni minna á að umhverf- isráðherra skipaði nefnd í kjölfar þess að aðalskipulag fyrir borgina var samþykkt. Þeirri nefnd var falið það hlutverk að gera tillögur um landnotkun í Vatnsmýr- inni. Í þeirri nefnd, sem er að störfum, eru fulltrúar umhverfisráðherra, borgaryfirvalda og samgöngu- ráðherra. Það er von mín að samkomulag geti tekist um það mikilvæga verkefni að tryggja hagsmuni inn- anlandsflugsins og þeirra fjölmörgu, sem hafa atvinnu af ferðaþjónustu og flugsamgöngum. Jafnframt þarf að leggja áherslu á öryggisþætti flugsins og að dregið verði úr kennsluflugi á Reykjavíkurflugvelli svo og ferjuflugi til þess að takmarka sem mest þá umferð sem getur með góðu móti nýtt aðra flugvelli. Að lokum vil ég segja borgarstjóranum að mér gengur ekkert annað til með svörum mínum við spurn- ingum Morgunblaðsins, sem hann vitnar til, en að bregðast hart við og hvetja hann til þess að að kynna sér afstöðu þeirra sem best þekkja til um hina fjöl- þættu starfsemi á Reykjavíkurflugvelli. Með því er um- ræðan ekki færð á óeðlilega ,,persónulegt plan“. Borgarstjóra svarað Eftir Sturlu Böðvarsson Höfundur er samgönguráðherra. Á 20. ÖLD einkenndist bú- setuþróun af flutningi fólks úr sveit í þéttbýli og síðar úr minna þéttbýli í stærra. Við upphaf 21. aldar hefur höf- uðborgarsvæðið skapað sér sérstöðu í nútímalegum lífs- háttum sem felst m.a. í góðu aðgengi að menntunarmögu- leikum, „óþrjótandi“ afþreyingarmöguleikum og síðast en ekki síst fjölbreyttum atvinnu- möguleikum. Það sem án efa vegur þungt þeg- ar fólk velur sér búsetu er m.a. það hvernig almennri velferðar- og grunnþjónustu er háttað í sveitar- félaginu, húsnæðismálum, sam- göngumálum, verslun og þjónustu, menningu og afþreyingu. Það sem þyngst vegur eru þó án efa at- vinnutækifæri, fjölbreytni atvinnu- lífsins og launakjör fólks í því sam- félagi sem það velur sér búsetu í. Búsetuþróun hefur breyst mikið undanfarna áratugi og Húnavatns- sýsla hefur ekki farið varhluta af neikvæðri íbúaþróun og aldurs- skipting íbúa ber þess merki að landsbyggðin hefur lítið aðdrátt- arafl fyrir ungt fólk. Meiri fjöl- breytileika vantar í atvinnulífið. Frumkvæði Blönduósinga Ljóst er að Blönduósbær mun aldrei keppa við lífshætti borg- arsamfélagsins. En sveitarfélagið hefur sérstöðu og styrkleika sem mikilvægt er að draga fram og nýta til að bregðast við neikvæðri búsetuþróun. Forsenda þess að byggð nái að dafna er öflugt og fjölbreytt atvinnulíf. Því ákvað bæjarstjórn Blönduósbæjar að ein- beita sér að þeim málaflokki sem hvað heitast brennur á íbúunum og móta stefnu í atvinnumálum sveit- arfélagsins til næstu 10 ára. Fram- tíðarsýn Blönduósbæjar til ársins 2013 er unnin, bæjaryfirvöldum og íbúum sveitarfélagsins með aðstoð ráðgjafa frá KPMG. Markmiðin eru skýr og einföld. Á bakvið hvert þessara meginmarkmiða er fjöldi undirmarkmiða og aðgerðaráætlun sem ætlunin er að fylgja stíft eftir svo endanlegum markmiðum verði náð árið 2013. Eitt af þessum markmiðum er að Blönduósbær leiði í náinni framtíð rannsóknir, eftirlit og frumkvöðlastarf í mat- vælaiðnaði á Íslandi. Dreifð stjórnsýsla matvæla Á undanförnum árum hefur orð- ið ör tækniþróun við framleiðslu matvæla og kröfur neytenda til gæða matvæla hafa stóraukist. Fyrirkomulag stjórnsýslu mat- vælamála á Íslandi er hins vegar ábótavant. Matvælaeftirlit fellur bæði undir ríki og sveitarfélög og eru það þrjú ráðuneyti sem bera ábyrgð á matvælaeftirliti á vegum ríkisvaldsins; landbúnaðarráðu- neyti, umhverfisráðuneyti og sjáv- arútvegsráðuneyti. Fjölmargar stofnanir falla undir þessi ráðu- neyti s.s. Hollustuvernd, Fiskistofa og embætti yfirdýralæknis en alls eru það fjórtán nefndir og stofn- anir sem annast málaflokkinn. Í greinargerð ráðgjafanefndar um framtíðarskipan opinbers mat- vælaeftirlits frá 2001 er m.a. lagt til að mat- vælaeftirlit verði sett undir eina stofnun og eitt ráðuneyti. Matvælabærinn Blönduós Frá síðari hluta 19. aldar hefur Blönduós haft forystu með stjórn- sýslu, verslun og þjónustu í Húna- vatnssýslu. Atvinnulíf á Blönduósi hefur byggst á frumvinnslugrein- unum; að þjóna stóru og öflugu landbúnaðarhéraði. Á síðari árum komu fiskveiðar og -vinnsla til sög- unnar. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það að róttækar breyt- ingar hafa orðið á landbúnaði og sjávarútvegi hin síðari ár, störfum fækkar linnulaust og landbúnaður hefur dregist mikið saman í hér- aðinu. Það er því afar mikilvægt að efla og styrkja umhverfi þeirra fyr- irtækja sem hér starfa og gera sveitarfélagið að fýsilegum kosti t.a.m. til frekari uppbyggingar hinna fjölmörgu fyrirtækja sem þar starfa í matvælaiðnaði. Á Blönduósi eru skilyrði til að leiða rannsóknir og eftirlit á sviði matvælaiðnaðar eins og best verð- ur á kosið. Sveitarfélagið hefur nú þegar með umfangsmiklum úrbót- um í fráveitumálum skapað sér sérstöðu meðal byggðarlaga af sömu stærðargráðu. Blönduós er jafnframt vel í sveit sett með að vera landfræðilega „miðja“ vegu milli höfuðborgarsvæðisins og stærsta þéttbýliskjarnans á Norð- urlandi. Með tilkomu brúargerðar á Blöndu sem lauk 1897 komst Blönduós í þjóðbraut og hefur ver- ið það alla tíð síðan. Umræður um tilfærslu þjóðvegar skjóta upp koll- inum í fjölmiðlum og eiga sér enga stoð í raunveruleikanum og er hvergi að finna í vegaáætlunum. Samvinna við stjórnvöld Ekki síst hlýtur nálægðin við þau fjölmörgu matvælafyrirtæki á Blönduósi og nálægð við landbún- aðinn, hin gjöfulu fiskimið og hinar fjölmörgu lax- og silungsveiðiár að vera kostur. Landrými er nægt, öll grunnþjónusta er til fyrirmyndar í sveitarfélaginu og fjölþætt aðstaða er til að njóta menningar og af- þreyingar. Þeir sem vita hvert þeir vilja stefna eiga frekar von á ár- angri en þeir sem sitja og bíða eft- ir aðgerðum. Blönduósingar hafa unnið sína heimavinnu og vita að hverju þeir vilja stefna í uppbygg- ingu sveitarfélagsins. Því er afar brýnt að íslensk stjórnvöld vinni með heimamönnum ef árangur á að nást í að bæta atvinnulíf svæðisins. Öflug atvinnu- stefna á Blönduósi Eftir Jónu Fanneyju Friðriksdóttur Höfundur er bæjarstjóri á Blönduósi. Laugavegi 63 • sími 5512040 Bergfléttuhringur Vönduðu silkiblómin fást í                       ! 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.