Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. AÐILUM innan ferðaþjónustunnar ber saman um það að Íslendingar séu einnig mun meira á ferðinni en áður, mikil aukn- ing hafi orðið á því að þeir ferðist með fellihýsi og tjaldvagna og hverskonar skipulagðar hátíðir hafi aðdráttarafl fyrir íslenska ferðalanga. Þá hefur ásókn í skipulagðar gönguferðir um óbyggðir landsins aukist gífurlega og svarar fram- boðið vart eftirspurn. Varnarsigur ferðaþjónustunnar Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir ferðaþjónustuna á Íslandi hafa unnið ákveðinn varnarsigur ef miðað sé við þá niðursveiflu sem orðið hafi í ferðaþjón- ustu í heiminum undanfarin ár. „Í heildina er staðan sú að við erum að ná fleiri er- lendum gestum til landsins en í fyrra. Ástæðan fyrir þessu er meðal annars sú að stjórnvöld settu gífurlegt fjármagn í alla markaðsvinnu eftir 11. september og það hefur verið unnið geysilega markvisst að því að tryggja stöðuna. Mörg önnur lönd fóru alls ekki vel út úr þessu og brugðust kannski ekki jafnfljótt við,“ segir Magnús. Hann segir samsetningu erlendra ferða- manna hér á landi hafa verið að breytast hægt og bítandi. Fólk ferðist meira sem einstaklingar, taki seinna ákvörðun og bóki oft á síðustu stundu. Íslendingar meira á ferðinni Magnús segir ljóst af gistináttatölum að Íslendingarnir ferðist meira um landið en áður. „Maður veit það líka af eigin ferða- lögum og viðtölum við ferðaþjónustuaðila að Íslendingar eru mjög mikið á ferðinni í sumar.“ Hann segir ýmsar ástæður fyrir því, meðal annars hafi færst í aukana að sveitarfélögin haldi hátíðir sem laði ís- lenska ferðamenn að. Sú tíð sé liðin að eina ferðahátíð Íslendinga sé þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Nú má segja að hvert einasta sveitarfélag og landshluti sé far- sveifla eða áfram er e Erna. Uppby Fyrir uta samdráttu elum að ein af gistirým bygging í f á árinu, þá arsvæðinu hefur miki inu. Erna s markaðinn gistirýmum vægi koma Fyrr í su bókana hjá Flugleiðah í samræmi býður upp rými í Rey byggðinni. þær upplýs bókanir nú leiðum í Re elum úti á mjög vel m Suðurland Gön Einn vax ustunnar e óbyggðir la inn að halda hátíðir eða viðburði til þess að laða að gesti. Þúsundir manna sækja færeyska daga eða grænlenskar nætur svo eitthvað sé nefnt. Þetta hefur aukið umsvifin á viðkomandi stöðum mjög mik- ið,“ segir Magnús. Hann segir að gaman væri að sjá þess konar viðburðaferða- mennsku dreifast yfir lengri tíma, hún megi að ósekju hefjast fyrr á vorin og standa lengra fram á haust. Vilja ódýrari þjónustu Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að árið í ár hafi að mörgu leyti verið sérstakt fyr- ir ferðaþjónustu á Íslandi og ferðamynstr- ið ólíkt því sem það hafi hingað til verið. Hún segir ferðaþjónustuna í sókn, erlend- um ferðamönnum hafi fjölgað og enn fremur gistináttum. Erlendir ferðamenn komi þó með ódýrari hætti til landsins en áður og margir vilji ódýrari þjónustu. Þá ferðist þeir meira á eigin vegum en því fylgi að skipulagðar hópferðir með rútu séu að einhverju marki að víkja fyrir bíla- leigubílnum. Erna segir að sumarið hafi farið heldur seinna af stað en oft áður. „Það hafa víða orðið mjög miklar afbókanir á ferðum en á móti kemur að mjög mikið hefur verið um að ferðamenn hafi pantað á síðustu stundu og þá talsvert í gegnum Netið. Þetta er auðvitað svolítið breytt mynd sem kemur misjafnlega niður á fyrirtækj- unum. Hvort þetta er aðeins tímabundin Ljósmynd/Gunnar Sigurður Guðmundsson Þórsmörk er vinsæll ferðamannastaður enda mjög veðursælt þar. Mikið hefur verið að gera Ferðamenn sjálfst Ferðaþjónustan er í sókn og fjö ins m.v. við sama tíma í fyrra. E en á sama tíma í fyrra. Þeir ferð Netinu og virðast lifa sparlegar JÓN Steinar Gunnlaugsson, pró- fessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að dómur Mann- réttindadómstóls Evrópu, sem átaldi Hæsta- rétt Íslands fyr- ir að hafa ekki kallað vitni og ákærða fyrir og fengið að heyra vitnisburð þeirra í máli manns sem dæmdur var fyr- ir líkamsárás á Skemmtistaðn- um Vegas fyrir rúmlega sex árum, sé áminning til Hæstaréttar. Jakob R. Möller hæstaréttarlögmaður segir að ekki sé um áfellisdóm að ræða en Hæstiréttur þurfi að laga sig að nýrri stöðu. Eiríkur Tóm- asson, forseti lagadeilar Háskóla Íslands, segir niðurstöðuna ekki koma á óvart og að í framhaldinu verði að skoða hvernig breyta eigi vinnubrögðum Hæstaréttar. „Þessi dómur á að vera Hæsta- rétti áminning um það að virða til fulls þá grundvallarreglu að menn skulu ekki dæmdir til sektar í refsi- málum nema sök þeirra sé sönnuð með lögfullum hætti og á þann hátt sem réttarfarsreglur mæla fyrir um,“ segir Jón Steinar Gunnlaugs- son. Jón Steinar segir að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hafi ekki komið sér á óvart því ekki Ekki áfellisdómu „Málsmeðferðin er röng ekki á þetta sem áfellis Hæstarétti en hins vega Hæstir laga sig kringum um sem uppi,“ s ob R. M Jakob að fr Hæstir hafi ver aður ha lögum heimildarákvæði þess e hægt sé að taka skýrslur a og vitnum í Hæstarétti og ekki að breyta lögunum. svokallað Botten-mál veri Mannréttindadómstólnum hafi maður verið sakfelldu dómi Noregs eftir að ha sýknaður í undirrétti. Þ gangi að maður sem hafi verið sýknaður í héraði sé sakfelldur í áfrýjunardómstóli án þess að hlust- að sé á framburð hans. Alls ekki megi slaka á í þessu efni eins og hafi því miður gerst í þessu máli og reyndar öðrum líka. „Þessi dómur gefur ekki tilefni til neinnar laga- breytingar en hann ætti að vera dómendum hvatning til þess að standa sig betur.“ Telji Hæstiréttur koma til greina að sakfella mann sem hefur verið sýknaður af ákæru í héraði og sönnun sakargifta byggist á fram- burði þá verður Hæstiréttur að taka skýrslu sjálfur, að sögn Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Það sé heimilt samkvæmt lögum og því þurfi engar lagabreytingar til þess. Þessi heimild hafi ekki verið nýtt fyrr en eftir að vitað hafi verið af þessari kæru til Mannréttinda- dómstólsins og því hafi kæran nú þegar haft þau áhrif að skýrslur hafi verið teknar í Hæstarétti. Morgunblaðið leitaði álits þriggja lö „Dómuri Hæstarét Jón Steinar Gunnlaugsson Jakob R. Möller ÚRSKURÐUR MANNRÉTTINDA- DÓMSTÓLSINS Mannréttindadómstóll Evrópuhefur komist að þeirri nið-urstöðu að Hæstiréttur Ís- lands hafi brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð með því að sak- fella mann, sem hafði verið sýknaður í undirrétti, án þess að kalla vitni fyr- ir að nýju. Kærandi taldi það brjóta gegn lög- um um réttláta málsmeðferð að hvorki vitni né sakborningar hefðu verið kölluð fyrir réttinn. Mannréttindadómstóll Evrópu átelur ekki þau vinnbrögð yfirleitt að kalla ekki vitni fyrir að nýju en telur að það hafi átt að gera í þessu máli þar sem dómurinn túlkaði framburð vitna með öðrum hætti en undirrétt- ur. Úrskurðir dómstólsins eru ekki lagalega bindandi en ríki þau sem undirritað hafa Mannréttindasátt- málann hafa þó heitið því að hlíta ákvæðum hans. Ekki virðist vera nein lagaleg fyrirstaða fyrir því að breyta vinnubrögðum í þá átt sem dómstóllinn leggur til. Eiríkur Tómasson, forseti laga- deildar Háskóla Íslands, segir í við- tali við Morgunblaðið í dag að heimild sé í lögum til að taka skýrslu af ákærðu og vitnum ef Hæstiréttur tel- ur ástæðu til. „Í vissum tilvikum verður ekki hjá því komist að ákærðu og/eða lykilvitni komi fyrir Hæsta- rétt ef rétturinn er ekki fyllilega sátt- ur við niðurstöðu héraðsdóms um sakarmatið,“ segir Eiríkur. Hann bendir jafnframt á að þetta eigi ekki síður við þegar sakfellt hef- ur verið í héraði og spurning er um sýknu fyrir Hæstarétti þó svo að í slíkum tilvikum geti ekki verið um brot á réttlátri málsmeðferð að ræða. Jón Steinar Gunnlaugsson, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, telur einnig að úrskurðurinn hljóti að kalla á breytingu á vinnubrögðum Hæstaréttar. „Þessi dómur gefur ekki tilefni til neinnar lagabreytingar en hann ætti að vera dómendum hvatning til þess að standa sig betur,“ er haft eftir Jóni Steinari í Morgun- blaðinu í dag. Úrskurðir Mannréttindadómstóls- ins hafa áður orðið til þess að breyt- ingar hafa verið gerðar á réttarfari hér á landi. Það hlýtur að vera ís- lenskum dómstólum kappsmál að ekki leiki nokkur vafi á að málsmeð- ferð hér á landi standist ýtrustu kröf- ur. Úrskurður Mannréttindadóm- stólsins á því að vera holl áminning og hvatning til að laga vinnubrögð rétt- arins að kröfum Mannréttindasátt- málans. MATVÆLAFRAMLEIÐSLA OG HEILSUFAR Um allan hinn vestræna heima.m.k. og kannski víðar má sjá merki um nýja strauma í umræðum um matvælaframleiðslu og heilsufar fólks. Hinn 1. júlí sl. tilkynnti bandaríska matvælafyrirtækið Kraft Foods, að fyrirtækið hefði markað sér nýja stefnu í matvæla- framleiðslu, minnkað skammta og mundi jafnframt draga úr eða sleppa alveg notkun efna í matvæli, sem stuðlað gætu að offitu. Nú er hætt að líta á offitu sem vandamál einhvers hóps ein- staklinga heldur er farið að ræða um offitu sem eitt helzta heilsufars- vandamál nútímans. Og þá ekki sízt hjá börnum, unglingum og ungu fólki. Bandaríska matvælafyrirtæk- ið hefur bersýnilega áttað sig á því, að tíðarandinn er að breytast í þessum efnum og andróður gegn mat, sem líklegur er til að leiða til offitu, væri stórvaxandi. Fyrir nokkrum vikum bönnuðu skólayfirvöld í New York sölu á gosdrykkjum og sælgæti í skólum borgarinnar. Nokkru áður hafði sams konar bann tekið gildi í skól- um í San Fransisco og Los Angeles. Í öllum þessum tilvikum er mark- miðið hið sama; að draga úr líkum á því að fólk neyti matvæla, drykkja eða sælgætis, sem líklegt er til að auka á þann heilsufarsvanda, sem offita er orðin. Nýir straumar af þessu tagi eiga oft upptök sín í Bandaríkjunum. Ekki er ósennilegt að þeir nái hing- að með sama hætti og til annarra landa. Hið góða við breytingar sem þessar í viðhorfi fólks er að þær leiða til aukinnar hollustu og heil- brigðara lífernis. Þessi nýju viðhorf snúa að okkur Íslendingum með tvennum hætti. Í fyrsta lagi höfum við tekið upp eins og margar aðrar þjóðir mat- aræði, sem er líklegt til að stuðla að offitu. Í öðru lagi erum við fyrst og fremst matvælaframleiðsluþjóð og hljótum að spyrja okkur þeirrar spurningar, hvort í þessum nýju menningarstraumum felist við- skiptatækifæri fyrir okkur á því sviði. Margir aðilar hafa á undanförn- um árum hvatt til þess að lands- menn neyti hollara fæðis og spyrni við fótum gegn þeirri þróun, sem nú er að hefjast barátta gegn í Banda- ríkjunum. Líklegt má telja, að auknar umræður um þessi málefni í öðrum löndum, bæði vestan hafs og austan, verði til þess að auðvelda baráttu þeirra hér á landi, sem hafa reynt að hamla gegn þessari þróun. Fiskur er holl fæða og það á ekki sízt við um fisk, sem veiddur er við þær aðstæður, sem ríkja hér við land. Lambakjöt er líka holl fæða og það á ekki sízt við um fram- leiðslu lambakjöts við þær aðstæð- ur, sem hér eru fyrir hendi. Það er augljóst að fiskfram- leiðslu- og fisksölufyrirtæki á Ís- landi eiga að fylgja eftir nýjum straumum í hugmyndum fólks um hollan mat í öðrum löndum og markaðssetja íslenzk matvæli með það í huga, að þau berist með þeirri bylgju, sem líklegt er að sé að brjótast fram í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.