Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I ⓦ í afleysingar í Kópavog, Vesturbæ Upplýsingar í síma 569 1116. Forstjóri Lýðheilsustöðvar Laus er til umsóknar staða forstjóra Lýð- heilsustöðvar Lýðheilsustöð starfar samkvæmt lögum um Lýðheilsustöð nr. 18/ 2003. Markmið Lýðheilsu- stöðvar er að efla lýðheilsu m.a. með því að stuðla að og samræma lýðheilsustarf og styðja starfsemi stofnana og frjálsra félagasamtaka til eflingar lýðheilsu. Þá skal Lýðheilsustöð annast fræðslu til almennings um heilbrigði og heilsueflingu í samvinnu við landlækni. Lýð- heilsustöð skal m.a. vinna að forvörnum á sviði áfengis- og vímuvarna, manneldis, slysavarna og tóbaksvarna og annast önnur forvarna- og heilsueflingarverkefni á vegum ríkisins. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skipar forstjóra Lýðheilsustöðvar frá 1. október 2003 til fimm ára. Forstjórinn skal fullnægja almennum starfs- gengisskilyrðum skv. 6. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa háskólamenntun ásamt reynslu í rekstri og stjórnun. Æskilegt er að menntun og/eða reynsla sé á sviði sem tengist starfsemi Lýðheilsustöðvar. Leitað er að einstaklingi sem sýnt hefur stjórnunar- og leiðtogahæfileika og góða samstarfshæfni í fyrri störfum. Launakjör eru samkvæmt ákvörðun kjaranefnd- ar, sbr. lög nr. 120/1992 um Kjaradóm og kjara- nefnd. Nánari upplýsingar um starfið veitir Davíð Á. Gunnarsson ráðuneytisstjóri (s. 545-8700) og Ragnheiður Haraldsdóttir skrifstofustjóri (s. 545 8700) Umsóknir ásamt staðfestum upplýsingum um menntun og upplýsingum um fyrri störf sen- dist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík eigi síðar en 12. ágúst 2003. Fyrri umsækjendum er bent á að nægilegt er að endurnýja umsóknir með tilvísun til áður innsendra gagna. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð- un um skipun hefur verið tekin. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Reykjavík, 16. júlí 2003. R A Ð A U G L Ý S I N G A R TILKYNNINGAR Starfslaun listamanna hjá Reykjavíkurborg 2004 Auglýst er eftir umsóknum um starfslaun lista- manna hjá Reykjavíkurborg. Menningarmálanefnd Reykjavíkur velur þá lista- menn er starfslaun hljóta. Þeir einir koma til greina við úthlutun starfs- launa sem búsettir eru í Reykjavík. Starfslaun skulu veitt í allt að 12 mánuði. Þeir listamenn sem starfslaun hljóta skuldbinda sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi á meðan þeir njóta starfslaunanna. Úthlutun starfslauna fer fram í byrjun nóvem- ber og greiðslur hefjast í ársbyrjun 2004. Umsóknareyðublöð fást á heimasíðu Reykja- víkurborgar www.reykjavik.is og hjá upplýs- ingaþjónustu Ráðhússins. Umsókn og fylgigögn skulu hafa borist menn- ingarmálanefnd Reykjavíkur, Ráðhúsi Reykja- víkur, 101 Rvík, eigi síðar en kl. 16.30, þ. 1. sept- ember 2003, merkt „Starfslaun listamanna hjá Reykjavíkurborg - umsókn“. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF 17. júlí. Fimmtudagskvöld á Þingvöllum Kl. 20.00 Listasprang á Þingvöllum. Gylfi Gíslason myndlistarmaður fjallar um Þingvelli og áhrif þeirra á myndlist. Farið frá útsýnis- skífu að Flosagjá. 19. júlí. Laugardagur Kl.13.00 Þróun lífs í Þingvalla- vatni. Rölt með ströndu Þing- vallavatns og fjallað um þróun fiska og lífríki Þingvalla- vatns. Hefst í Vatnskoti og gengið áleiðis að Vatnsviki Kl 14.00 Barnastund í þing- helgi. Farið um þingstaðinn með yngstu kynslóðina. Hefst við Flosagjá. 20. júlí Sunnudagur Kl.14.00 Guðsþjónusta í Þing- vallakirkju. Prestur sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Kl.15.00 Þinghelgarganga. Gengið um þingstaðinn forna og hugað að sögu Þingvalla og fornleifarannsóknum. Hefst við kirkju að lokinni guðþjónustu og tekur rúmlega 1 klst. Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustumiðstöð í síma 482 2660 og á heimasíðu þjóðgarðs- ins, www.thingvellir.is . Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins á Þing- völlum er ókeypis og allir eru velkomnir. Fimmtudagur 17. júlí 2003 Almenn samkoma í Þríbúðum Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Mikill söngur og vitnisburðir. Predikun Heiðar Guðnason. Allir hjartanlega velkomnir. Föstudagur 18. júlí Opinn AA fundur kl: 20.00 Mánudagur 21. júlí UNGSAM. kl. 19:00 Uppbyggileg þjálfun fyrir ungt fólk í bata. www.samhjalp.is Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Bænastund kl. 19:30. Samkoma kl. 20:00, Högni Vals- son predikar, lofgjörð og fyrir- bænir. Allir hjartanlega vel- komnir. Ath. bókin „The Heavenly Man“ er væntanleg á næstu dögum í bókabúðina. Sjóflutningar fyrir varnarliðið Forval Forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins f.h. varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli, auglýsir hér með eftir aðilum til að taka þátt í forvali vegna út- boðs á eftirfarandi verkefni fyrir varnarliðið: Sjóflutningar fyrir varnarliðið Útboðið fer fram á grundvelli samnings Íslands og Bandaríkjanna um sjóflutninga frá 24. sept- ember 1986 og kemur 65% flutninganna í hlut lægstbjóðanda og að minnsta kosti 35% flutn- inganna í hlut þess bjóðanda frá hinu landinu sem lægstur er. Áformað er að bjóða út sjó- flutningana nú í sumar. Flutningaskrifstofa Bandaríkjahers (Military Traffic Management Command - MTMC) mun sinna útboðinu fyrir hönd bandarískra stjórnvalda, en útboðsgögn eru væntanleg frá skrifstofunni fljótlega. Aug- lýst er eftir íslenskum skipafélögum sem áhuga hafa á að taka þátt í útboði á þeim flutningum sem falla í hlut íslenskra skipafélaga sam- kvæmt samningnum frá 1986. Íslensku skipafé- lögin þurfa að uppfylla öll þau skilyrði sem greind eru í reglugerð nr. 493/2003 um forval og skilgreiningu íslenskra fyrirtækja vegna út- boðs á grundvelli sjóflutningasamningsins. Öll íslensk skipafélög sem uppfylla greind skil- yrði munu tilgreind af íslenskum stjórnvöldum sem íslensk skipafélög í skilningi sjóflutninga- samningsins og verður sem slíkum heimilað að bjóða í hinn íslenska hluta útboðsins. Öll þau íslensku skipafélög sem áhuga hafa á þátt- töku skulu skila inn þátttökutilkynningum, ásamt ítarlegum upplýsingum um hvernig þau uppfylla skilyrði fyrrgreindrar reglugerðar. For- valsnefnd utanríkisráðuneytisins áskilur sér rétt til að kalla eftir frekari gögnum ef hún telur ástæðu til. Ekki verður tekið við umsóknum eftir að for- valsfrestur rennur út. Umsóknum skal skilað til utanríkisráðuneytis- ins, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík, fyrir kl. 16:00, föstudaginn 25. júlí nk. Ekki er tekið við umsóknum á rafrænu formi. Forvalsnefnd vekur einnig athygli á því að ýmis smærri verk og verkefni fyrir varnarliðið eru auglýst á eftirfarandi heimasíðu: www.naskef.navy.mil/template5.asp?PageID=239 Forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.