Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 42
ÍÞRÓTTIR 42 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu, forkeppni, 1. umferð: FC Pyunik - KR.......................0:1 Fyrri leikur liðanna, leikinn í Jerevan í Armeníu: Pachajyan 60. 16.000.  Síðari leikur liðanna verður á Laugar- dalsvelli miðvikudaginn 23. júlí. 1. deild karla Víkingur - Afturelding.........................3:0 Höskuldur Eiríksson 3., Egill Atlason 30., Daníel Hjaltason 67. Staðan: Keflavík 9 7 1 1 25:10 22 Víkingur R. 10 5 4 1 14:7 19 Þór 9 4 3 2 20:15 15 Njarðvík 9 3 2 4 15:16 11 Haukar 9 3 2 4 13:14 11 HK 9 3 2 4 11:12 11 Afturelding 10 3 2 5 11:19 11 Stjarnan 9 2 4 3 11:13 10 Breiðablik 9 3 1 5 7:10 10 Leiftur/Dalvík 9 2 1 6 9:20 7 3. deild B Afríka - Leiknir R. ................................0:3 Hamar - Freyr.......................................3:5 Staðan: Leiknir R. 9 8 1 0 38:4 25 Reynir S. 8 6 2 0 30:5 20 ÍH 8 5 1 2 18:11 16 Freyr 9 5 0 4 17:21 15 Árborg 8 3 2 3 23:15 11 Hamar 9 2 1 6 10:28 7 Afríka 9 1 0 8 5:30 3 Ægir 8 0 1 7 7:34 1 1. deild kvenna A HSH - HK/Víkingur ..............................0:4 Staðan: Breiðablik 2 7 7 0 0 46:7 21 Fjölnir 8 6 0 2 23:14 18 RKV 8 5 1 2 33:19 16 HK/Víkingur 8 4 1 3 20:10 13 ÍR 8 3 0 5 26:23 9 Þróttur/Haukar 2 7 1 0 6 8:36 3 HSH 8 0 0 8 9:56 0 1. deild kvenna B Höttur - Einherji ...................................4:1 Staðan: Fjarðabyggð 7 6 0 1 24:9 18 Höttur 8 6 0 2 24:9 18 Sindri 7 6 0 1 19:11 18 Tindastóll 6 4 0 2 26:11 12 Leiftur/Dalvík 8 2 0 6 19:34 6 Einherji 7 1 0 6 7:23 3 Leiknir F 7 0 0 7 8:30 0 Þýskaland Deildarbikarkeppni Dortmund - Bochum.............................2:1 Tomas Rosicky 30., Marcio Amoroso 33. - Vahid Hashemian 38.  Dortmund mætir Stuttgart í undan- úrslitum á mánudaginn. GOLF Meistaramót Golfklúbbs Reykjavíkur: Meistaraflokkur kvenna: Ragnhildur Sigurðardóttir...................308 (77-78-75-78) Anna Lísa Jóhannsdóttir .....................317 (76-76-78-87) Sólveig Ágústsdóttir.............................328 Lára Hannesdóttir................................346 Meistaraflokkur karla: Sigurjón Arnarsson ..............................288 (73-69-72-74) Haraldur H. Heimisson........................290 (69-79-72-70) Kristinn Árnason ..................................292 (74-69-73-76) Björn Þór Hilmarsson..........................292 (70-74-74-74)  Kristinn hafði betur á fyrstu holu í bráðabana en þeir félagar léku fyrstu holu vallarins á ný og fékk Kristinn par en Björn skolla. Pétur Óskar Sigurðsson.......................300 (76-75-74-74) Guðmundur Ingvi Einarsson ...............300 (73-79-71-77) Sigurður Pétursson ..............................302 (76-74-77-75) Birgir M. Vigfússon..............................304 Sigþór Óskarsson..................................305 Guðmundur Örn Gylfason....................308 Tomas Salmon.......................................309 Sveinn K. Ögmundsson ........................311 Derrick Moore ......................................312 Tryggvi Pétursson................................317 Bogi Nils Bogason ................................318 KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: Akranes: ÍA - FH ..................................19.15 Laugardalsvöllur: Fram - KR..............19.15 Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikar kvenna, undanúrslit: Garðabær: Stjarnan - Valur ......................20 1. deild karla: Njarðvík: Njarðvík - Haukar ....................20 3. deild karla B: Selfoss: Árborg - ÍH...................................20 3. deild karla C: Boginn: Vaskur - Hvöt...............................21 Í KVÖLD  BJARNI Guðjónsson kom inn á hjá Bochum í bikarleiknum við Dort- mund í gær, skipti við Wosz á 60. mín.  HELGI Kolviðsson lék allan leikinn með Kärnten þegar liðið vann Austria Vín í austurrísku deildinni í gærkvöld, 2:1.  LÁRUS Orri Sigurðsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, kom inn á sem varamaður hjá WBA þegar liðið vann sinn fyrsta leik í æfinga- og keppn- isferð sinni um Danmörku. WBA lagði B 1909 að velli, 2:1.  ÁRNI Ingi Pjetursson lék á þriðju- dag sinn fyrsta leik fyrir Val í efstu deild í knattspyrnu. Árni Ingi, sem árið 1994 varð yngsti leikmaðurinn til að leika í efstu deild karla, hefur leikið með öllum þremur Reykjavíkurstór- veldunum, KR, Fram og Val.  MODESTE M’Bami er genginn til liðs við Paris St. Germain í frönsku 1. deildarkeppninni. Kamerúninn hafði gert fjögurra ára samning við nýlið- ana í ensku úrvalsdeildinni, Wolves, fyrr í vikunni en hætti skyndilega við að ganga til liðs við félagið. M’Bami er 20 ára miðjumaður og var í liði Kam- erúna sem varð Ólympíumeistari í knattspyrnu í Sydney árið 2000.  EVRÓPUMEISTARAR félagsliða í knattspyrnu, Porto, fengu í gær góð- an liðsstyrk. Suður-Afríkumaðurinn Benni McCarthy gekk þá til liðs við þá frá Celta Vigo. McCarthy er 25 ára gamall framherji.  ALF Inge Häland, leikmaður Man- chester City í knattspyrnu, er búinn að ná sér af hnémeiðslum sem haldið hafa honum utan vallar í 557 daga. Hnémeiðslin eru hins vegar ekki á fætinum sem Roy Keane, fyrirliði Manchester United, sparkaði í eins og frægt er orðið.  BLACKBURN samþykkti í gær 17 milljóna punda tilboð Chelsea í írska útherjann Damien Duff. Nú á Chelsea aðeins eftir að semja við Duff sjálfan og því má fastlega búast við því að sjá kappann í treyju Chelsea á komandi tímabili.  ÁSTRALSKI varnarmaðurinn Tony Vidmar gekk í gær til liðs við enska 1. deildarfélagið Cardiff frá skosku meisturunum Glasgow Rang- ers.  SPÆNSKA úrvalsdeildarfélagið Villarreal hefur ákveðið að taka sóknarmann AC Milan, José Mari, að láni. Mari lék með Atletico Madrid á síðustu leiktíð.  DENNIS Bergkamp hefur samið við Arsenal á ný og er samningurinn við hinn 34 ára gamla hollenska fram- herja til eins árs. Samningavið- ræðurnar hafa tekið langan tíma og Bergkamp var í Hollandi þegar Ars- enal hóf undirbúningstímabil sitt á dögunum. Töldu margir að dagar hans hjá félaginu væru á enda og höfðu mörg lið verið nefnd til sögunn- ar sem næsti áfangastaður Berg- kamps. FÓLK Ég get nú ekki sagt að ég sémjög ánægður, enda töpuðum við leiknum og ég get aldrei verið kátur ef ég tapa. Ég er hins vegar mjög stoltur af liðinu og strákunum enda lögðu þeir sig 100% fram,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Okkur tókst að halda skipulag- inu sem við lögðum upp með að mestu, sérstaklega gekk það vel í fyrri hálfleik. En strákarnir voru orðnir mjög þreyttir um tíma í síð- ari hálfleik enda talsverður hiti og þungt loft hérna. Heimamenn sköp- uðu sér ekki nein tækifæri í fyrri hálfleik en fyrstu tuttugu mínúturn- ar í þeim síðari riðlaðist leikur okk- ar aðeins og þeir keyrðu gríðarlega hratt á okkur og náðu að skora mark á 60. mínútu. Ég vil taka það fram að þótt ég sé ekki kátur erum við ekki í neinni depurð vegna þessa. Við erum sæmilega sáttir við allt nema þetta eina mark sem við fengum á okkur. Núna er hálfleikur í viðureign okk- ar og við verðum að sigra í síðari hálfleik sem fram fer á Laugardals- velli eftir viku. Það er alveg raunhæfur mögu- leiki á að við komumst áfram, en við gerum okur þó fulla grein fyrir því að við löbbum ekkert yfir þá í síðari leiknum. Það er alls ekki sjálfgefið að við vinnum þetta lið heima. Við fengum færi á að skora mörk, í fyrri hálfleik þegar Einar Þór Daníelsson átti fínt skot að marki. Hann var síðan sparkaður niður eins og Veigar Páll en við fengum lítið fyrir það. Við komumst inn fyr- ir en boltinn hoppaði eitthvað illa þannig að skotið varð ekki nógu gott,“ sagði Willum. Um markið sagði Willum: „Þeir komust upp hægri vænginn, einn þeirra slapp inn fyrir bakvörðinn og með einni snertingu inn fyrir haf- sentinn. Hann gaf síðan frá enda- mörkum út á markteigshornið þar sem einn kom aðvífandi og setti boltann í hornið fjær. Þetta var gjörsamlega óverjandi fyrir Krist- ján Finnbogason, sem átti annars sannkallaðan stórleik. Kristján varði vítaspyrnu alveg meistaralega og þrisvar sinnum varði hann meistaralega þegar allir töldu að boltinn væri á leiðinni í netið.“ Willum sagði að heimamenn hefðu verið nokkuð pirraðir vegna þess að þeir unnu ekki stærra. „Lið- ið rúllaði yfir Finna í fyrra og for- ráðamenn þess töldu það formsat- riði að gera slíkt hið sama við okkur,“ sagði þjálfarinn. Hann sagði að Jökull Elísabet- arson hefði leikið sem hægri bak- vörður, síðan Gunnar Einarsson og Kristján Örn Sigurðsson og Sigur- steinn Gíslason vinstra megin. Þar fyrir framan voru Jón Skaftason og Kristinn Magnússon, sem þarna fékk eldskírn sína með meistara- flokki. Arnar Jón Sigurgeirsson var á hægri vængnum, Einar Þór Daní- elsson á þeim vinstri og Veigar Páll Gunnarsson fyrir aftan Sigurð Ragnar Eyjólfsson. KR-ingar stoppuðu ekki lengi í Jerevan eftir leik, þeir fóru af hót- elinu klukkan 2.30 í nótt, flugu til Parísar, þaðan til Amsterdam og heim og eiga að lenda í Keflavík um miðjan daginn í dag. Morgunblaðið/Kristján Kristján Finnbogason var hetja KR-inga í gær, varði meðal annars eina vítaspyrnu heimamanna. Ekki sjálfgefið að við vinnum heima KR-INGAR töpuðu 1:0 í fyrri leik liðsins við armenska félagið Pyunik Jerevan í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en leikið var í Armeníu. Síðari leikur liðanna verður á miðvikudaginn eftir viku og verða möguleikar Íslandsmeistaranna á að komast í undankeppnina að teljast bærilegir. RASHO Nestrovic, körfuknattleiks- maður frá Slóveníu, er genginn til liðs við NBA-meistara San Antonio Spurs frá Minnesota Timberwolves. Nestrovic er ætlað að taka við stöðu David Rob- insons sem lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil. Nestrovic er 27 ára gamall miðherji og hefur leikið með Minnesota síðustu fimm tímabil en hann skoraði 11,2 stig og tók 6,5 fráköst að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. Michael Olowokandi, sem hefur leikið sem miðherji hjá Los Angeles Clippers síðan 1998, mun fylla skarð Nestrovic en Olowokandi hefur ákveðið að gera þriggja ára samning við Minnesota. Olowokandi er sterkur varnarmaður; hann skoraði 12,3 stig og tók 9,1 frá- kast að meðaltali í leik á síðastliðnu tímabili. Miðherjaskipti hjá Minnesota Rasho Nesterovic ÓLAFUR Gottskálks- son, markvörður Grindavíkur í knatt- spyrnu, er meiddur í hálsi og það getur far- ið svo að hann klári ekki tímabilið með Grindavík. „Ég fékk spark í mig frá samherja gegn Fram fyrr í sum- ar og síðan þá hef ég verið slæmur í háls- inum en þetta er í fyrsta sinn sem ég lendi í svona meiðslum. Ég hef ver- ið í meðferð hjá sér- fræðingum og náð að leika meiddur í sumar en meiðslin hafa verið að versna dáldið að undanförnu. Ég vona að ég geti klárað tímabilið með Grindvíkingum en það er möguleiki á að for- ráðamenn liðsins verði að leita að öðrum markverði til að fylla skarð mitt ef meiðslin fara að há mér meira. Það á eftir að koma í ljós hvort ég skána eða versna en ég stefni að því að klára Íslandsmótið með Grindavík,“ sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið í gær. Ólafur Gottskálks- son meiddur í hálsi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.