Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 44
FÓLK Í FRÉTTUM 44 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - N O I 21 72 9 0 7/ 20 03 BJÓDDU TENGDÓ Í BÍÓ EIN BESTA GRÍNMYND ÁRSINS FRUMSÝND 25.JÚLÍ Þegar þú kaupir þrjú stykki af 200g rjómasúkkulaði, hvaða bragðtegund sem er, í Hagkaupum Smáralind og Akureyri, færðu í kaupbæti miða á sérstaka forsýningu á gamanmyndinni The In-Laws fimmtudaginn 24. júlí. Tilboðið gildir þar til allir miðar hafa gengið út. Sumarkvöld við orgelið 17. júlí kl. 12: Guðrún Lóa Jónsdóttir alt og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir orgel 19. júlí kl. 12: David M. Patrick orgel 20. júlí kl. 20: David M. Patrick. Verk ma. eftir Franck, Bach og Duruflé 12. SÝNING FIMMTUDAG 17/7 - KL. 20 UPPSELT 13. SÝNING FÖSTUDAG 18/7 - KL. 20 UPPSELT 14. SÝNING LAUGARDAG 19/7 - KL. 18 UPPSELT 15. SÝNING SUNNUDAG 20/7 - KL. 17 AUKASÝNING UPPSELT 16. SÝNING MIÐVIKUDAG 23/7 - KL. 20 UPPSELT 17. SÝNING FIMMTUDAG 24/7 - KL. 20 UPPSELT 18. SÝNING LAUGARDAG 26/7 - KL. 17 UPPSELT 19. SÝNING MIÐVIKUDAG 30/7 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS 20. SÝNING FIMMTUDAGINN 31/7 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA ! VIÐ fráfall Benny Carterser síðasti meistari hinsklassíska djass fallinn aðfoldu. Hann og Johnny Hodges voru helstu altósaxófón- leikarar djassins þar til Charlie Parker kom fram á sjónarsviðið og skópu hvor sinn stíl. Hodges var hinn mjúki, heiti ljóðasmiður með titurmikinn tón og einstaka blústilfinningu. Carter var sval- ari, titurminni og smiður hins líð- andi glæsispuna. Aðeins einn altó- saxisti milli stríða komst í námunda við þá; Willie Smith í Lunceford-bandinu. Fjölhæfur En Benny Carter var ekki að- eins altisti. Hann blés í trompet, básúnu og klarinett og var flinkur hljómsveitarstjóri og einn af helstu útsetjurum djasssögunnar. Hann var fyrstur til að skrifa fyr- ir fimm saxófóna í djassstórsveit og höfðu þær útsetningar mikil áhrif og endurspegluðu saxófón- stíl hans sjálfs. Benny samdi fjölda tónverka og eru frægustu ópusar hans „When Lights Are Low“ og „Blues In My Heart“. Hann samdi einnig tónlist og kom fram í fjölda kvikmynda s.s.The Snows Of Killimanjaro og An Am- erican In Paris. Benny Carter var aðeins sextán ára er hann hóf að leika sem at- vinnumaður og árið eftir var hann kominn í hljómsveit Willie The Lion Smiths. Hann lék með Earl Hines, Duke Ellington, Fletcher Hendersson, Chick Webb og McKinneýs Cotton Pickers áður en hann stofnaði eigin hljómsveit árið 1932. Á árunum 1936–38 lék hann í Evrópu og hljóðritaði þá frægar plötur með stjörnusveit Coleman Hawkins þarsem Django Reinhard sló gítarinn. Blés hann þar bæði í altó og trompet. Fyrstu plötur sem ég eignaðist með Benny Carter voru 78 snúninga skífur með Lionel Hampton, m.a. „When The Lights Are Low“ þar sem Carter blés í altóinn og út- setti en Dizzy Gillespie var tromp- etleikari og 45 snúninga skífa með fyrrnefndri sveit Colemans Hawkins. Býst ég við að margir íslenskir djassunnendur á mínu reki hafi sömu sögu að segja. Framsækinn Eftir að Benny sneri heim frá Evrópu stofnaði hann hljómsveit í New York þar sem Dizzy var á trompetinn og 1944 var hann með stórsveit á Vesturströndinni þar sem ýmsir aðrir úr framvarð- arsveit hins nýja djass léku með honum s.s. Miles Davis, J.J. John- son og Max Roach. Hann kunni alla ævi að meta unga framsækna tónlistarmenn. Eftir stríð vann hann aðallega sem útsetjari fyrir kvikmyndir jafnt sem söngvara þótt hann skryppi í einstaka tón- leikaferðalög með JATP, en upp- úr 1970 fór hann að blása á fullu að nýju og hann hafði engu gleymt og allt framundir aldamót var hann í forustusveit djass- saxófónleikara og hlaut við- urnefnið „The King“. Mikið er af geislaplötum með Benny Carter á markaðnum. Classics hefur gefið út gömlu hljóðritanir hans og Orginal Jazz Classics Pabló- skífurnar frá seinni árum ss. The King þar sem Milt Jackson er á víbrafóninn og Montreux 7́7 með Niels-Henning á bassa. Verve hef- ur endurútgefið efni með hljóm- sveitum hans með píanistunum Teddy Wilson og Oscar Peterson og hann var einn af saxistum á Telarc-diski Ray Browns: Some Of My best Frinds Are The Sax Players. Síðasta hljóðritun hans útgefin er frá 1996 og blæs hann þar með kollega sínum Phil Wo- ods. Another Place, Another Time nefnist diskurinn er Evening Star gaf út. Það ár kom hann fram með Lincoln Center stórsveitinni undir stjórn Wynton Marshalis og voru eingöngu leikin verk hans og útsetningar. Tímalaus Eins og hjá kollegunum Johnny Hodges og Charlie Parker gætti lítt svipbrigða er Benny Carter blés, en tónlist hans hreyfði við hverri taug hlustenda. Ég gleymi aldrei er ég hlustaði á hann og Niels-Henning um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Það var á Norðursjávardjasshátíðinni í Haag. Hann hafði verið kjörinn djassleikari veraldar það árið en Niels-Henning djassleikari Evr- ópu. Það var töfrastund og tónlist Benny Carters tímalaus. Konungurinn fallinn í valinn Einn af stórmeisturum djassins, Benny Carter, andaðist sl. laugardag, 95 ára gamall. Vernharður Linnet segir hér frá ,,konunginum“ eins og djassmenn nefndu Carter gjarnan. Benny Carter var aðeins 16 ára er hann gerði djassinn að atvinnu sinni. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.