Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR                             ! "         # $%&  '     *++ '                   !  "!#"""""!  $     %" &'(&) "* "+ ", # "- .,!/# (+ # ' !//+0#   123 4 0!+!(! ""  +0  ##, /5!, (   # (   !( $ 6 6 ,/ # (, "-(" !% + #! + !(!  & / + 0  73   *) ( &0/! 7%   50 + (#% 0),!""( &! +      #( *,, !" +) "  MICROSOFT tölvurisinn hefur til- kynnt að frá og með september næst- komandi muni fyrirtækið hætta að umbuna starfsmönnum sínum með kauprétti á hlutabréfum í fyrirtæk- inu. Í leiðara í Financial Times nýver- ið segir að Microsoft hafi með þessari ákvörðun viðurkennt að tæknibólan sé sprungin og að fyrirtækið muni hér eftir starfa eins og hefðbundin fyrir- tæki gera og reikna ekki lengur með óeðlilega miklum vexti. FT hefur jafnframt greint frá því að þýsk-bandaríski bílaframleiðand- inn DaimlerChrysler hafi tilkynnt að verið sé að huga að því að hætta að bjóða stjórnendum hjá fyrirtækinu kauprétt á hlutabréfum í því. Segir blaðið að með þessu sé verið að bregð- ast við aukinni gagnrýni á kauprétt- arfyrirkomulagið. DaimlesChrysler sé þar með þriðja þýska stórfyrirtæk- ið á alþjóðamarkaði til að hugleiða að hætta með það fyrirkomulag að kaup- réttur á hlutabréfum sé liður í launa- kjörum stjórnenda. Microsoft hefur einnig ákveðið að kaupréttur starfsmanna fyrirtækis- ins á hlutabréfum verði gjaldfærður í bókhaldi þess. Þá hefur FT eftir fjár- málastjóra DaimlerChrysler að fyrir- tækið muni að öllum líkindum innan tíðar gjaldfæra kauprétt starfs- manna. Í stað kaupréttar á hlutabréfum ætlar Microsoft að afhenda starfs- mönnum sínum hlutabréf í félaginu með þeim skilyrðum að þeir eignist þau ekki, og geti ekki selt þau, fyrr en að fimm árum liðnum. Skilyrði er að starfsmennirnir starfi þá enn hjá fyr- irtækinu. Hluthafar ekki ánægðir Margir starfsmenn Microsoft sem og ýmissa annarra fyrirtækja, sérstak- lega á tæknisviðinu, högnuðust vel á tæknibólunni á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta á við um þá sem seldu hlutabréf sín áður en gengi þeirra fór að falla í kringum aldamótin. Í leiðara FT segir að kaupréttur á hlutabréfum hafi verið ódýr leið fyrir tæknifyrirtækin til að umbuna starfs- mönnum sínum. Þar sem kaupréttur hafi ekki verið færður í bókhaldi sem kostnaður hafi hagnaður verið meiri en ella og gengi hlutabréfa fyrirtækj- anna hafi stöðugt hækkað. Þúsundir pappírsmilljónamæringa hafi orðið til. Eftir almenna lækkun á gengi hlutabréfa í um þrjú ár sé kaupréttur á hlutabréfum hins vegar ekki lengur í eins háum metum hjá starfsmönnum og áður. Þá hafi fall stórfyrirtækj- anna Enron og WorldCom, í kjölfar þeirra hneykslismála sem upp komu í tengslum við þau, gert að verkum að hluthafar séu ekki lengur hrifnir af kauprétti starfsmanna fyrirtækja á hlutabréfum í þeim. Í ljós hafi komið að margir gráðugir stjórnendur hafi notað kauprétt á hlutabréfum til að hafa fé af hluthöfum í þeim fyrirtækj- um sem þeir starfa hjá. Warren E. Buffett, einn þekktasti fjárfestir í heimi, hefur sagt að kaup- réttur á hlutabréfum til handa stjórn- endum í viðskiptalífinu sé ein helsta ástæðan fyrir þeim hneykslismálum sem upp hafa komið í bandarísku við- skiptalífi á síðastliðnum tæpum tveimur árum. Hann hefur hvatt hlut- hafa til að gera meiri kröfur um að launakjör stjórnenda séu betur uppi á borðum og liggi skýrar fyrir en hing- að til. Þá hefur hann og gagnrýnt meirihluta bandarískra fyrirtækja, sem færa kaupréttarsamninga ekki sem kostnað. Bókhaldsreglum breytt í Bandaríkjunum Í hálf fimm fréttum Kaupþings Bún- aðarbanka í liðinni viku sagði að á næsta ári verði bókhaldsreglum í Bandaríkjunum líklega breytt í þá átt að fyrirtækjum beri að gjaldfæra kauprétt starfsmanna sinna á hluta- bréfum. Segir bankinn að fyrirtæki í Bandaríkjunum séu í óða önn að breyta aðferðum við útreikning á virði kaupréttar í því skyni að draga úr kostnaðaraukningu í kjölfar vænt- anlegra reglna, en flest fyrirtækin noti svonefnda Black-Scholes aðferð við útreikning á virði kaupréttar. Þess má geta að Warren E. Buffett hefur sagt að Black-Scholes aðferðin til að færa kaupréttarsamninga sem kostnað í bókhaldi sé alls ekki árang- ursrík. Samkvæmt henni er flökt hlutabréfa áætlað, þ.e. hvert hæsta og lægsta gengi þeirra getur verið, end- ing kaupréttarins ákveðin og mat síð- an lagt á hversu mikill hluti kauprétt- arins verður nýttur. Út frá þessum þáttum er kostnaður við kauprétt reiknaður. Gjaldfærsla á kauprétti ekki til bóta Greiningardeild Kaupþings Búnaðar- banka er lítt hrifin af því að kaup- réttur á hlutabréfum sé gjaldfærður í bókhaldi. Segir í hálf fimm fréttum bankans að ef kaupréttur hefði verið bókfærður í rekstrarreikningi á tím- um netbólunnar hefði tap fyrirtækja vissulega orðið meira á þeim tíma, en þó skuli dregið í efa að það hefði haft mikil áhrif á einlæga bjartsýni fjár- festa. Á móti komi að þegar bréf fyr- irtækjanna hafi lækkað hafi þau öll getað sýnt fram á mikinn hagnað þar sem verðgildi kaupréttarins hefði fall- ið á ný. Þá segir deildin að kostnaður við kauprétt byggist í flestum tilfell- um á reiknaðri stærð en ekki raun- verulegu verði. Ekkert segi að reikn- að verð á kauprétti sé það verð sem raunverulega fæst fyrir hann. Því sé gjaldfærsla á kauprétti á skjön við varfærnissjónarmið hefðbundinna reikningsskila. Í hálf fimm fréttum Kaupþings Búnaðarbanka segir að það sem helst virðist knýja á um breytingar á því hvernig kaupréttur er færður í bók- haldi fyrirtækja í Bandaríkjunum sé tilraun til að endurspegla allar upp- lýsingar um rekstur og efnahag fyr- irtækja í einni tölu, svonefndri EPS- tölu, sem stendur fyrir hagnað á hlut. Með því að setja fræðilegt verð kaup- rétta inn í reikningsskil, sem byggj- asts á sannanlega reyndum reikn- ingsliðum, sé verið að blanda saman eplum og appelsínum. Nóg eigi að vera að fyrirtæki gefi upp kauprétt í skýringum, auk þess sem það væru ágætis viðbótarupplýsingar að fá mat fyrirtækisins sjálfs á kaupréttinum. Á móti komi hins vegar að allir lesi ekki skýringar með ársreikningum. Það hljóti þó að vera á ábyrgð fjárfesta ef þeir kynna sér ekki ársreikninga fyr- irtækja. Ekkert hafi upp á sig að reyna að forða fjárfestum frá flónsku með því að eyðileggja hefðbundin reikningsskil. Engin umræða um að hætta Sæmundur Valdimarsson endurskoð- andi hjá KPMG segir að nokkur ís- lensk félög gjaldfæri kauprétt. Nefnir hann Baug Group, Opin Kerfi Group og Íslandsbanka sem dæmi, en Ís- landsbanki hafi jafnframt gefið starfsmönnum hlutabréf, líkt og Microsoft hefur ákveðið að að gera í stað þess að veita kaupréttarsamn- inga. Sæmundur segir að í nokkrum tilvikum hafi þeirri aðferð verið beitt hér á landi að gjaldfæra raunveruleg- an kostnað við samningana, sem er mismunur á markaðsverði viðkom- andi fyrirtækis daginn sem bréfin eru seld til starfsmanns og verðinu sem starfsmaðurinn fær bréfin á. Sæmundur segir að engin ákvæði séu um það í íslenskum lögum að kaupréttur skuli gjaldfærður, en þeg- ar alþjóðlegir reikningsskilastaðlar verða innleiddir hér á landi árið 2005 verði ákvæði um slíka gjaldfærslu þar inni sem unnið verði eftir. Sæmundur segist ekki hafa orðið var við umræðu hjá fyrirtækjum um að hætta að veita kauprétt til starfs- menna og stjórnenda fyrirtækja hér á landi. „Menn eru tiltölulega nýbyrj- aðir á þessu hér á landi. En svo er annað mál að þetta er ekki eins spennandi fyrir starfsmenn og stjórn- endur og það var fyrir 3–4 árum þeg- ar menn gátu hagnast umtalsvert á slíkum kaupréttarsamningum,“ sagði Sæmundur í samtali við Morgunblað- ið. Kaupréttur á hlutabréfum víða á undanhaldi Stórfyrirtækin Microsoft og DaimlerChrysler eru meðal fyrirtækja sem hyggjast gjaldfæra kauprétt starfsmanna sinna á hlutabréfum RICHARD Branson, eigandi Virg- in Group, getur glaðst yfir úrskurði bandarísks dómstóls þess efnis að þarlent farsímafyrirtæki sem starf- að hefur undir nafninu Virgin Wire- less megi ekki nota nafnið. Áður hafði annar dómstóll úrskurðað far- símafyrirtækinu bandaríska í vil. Dómurinn nú þýðir að hið breska Virgin Group, eða bandaríski armur þess Virgin Enterprises, getur sótt um að sala Virgin Wireless á farsím- um verði stöðvuð. Í fyrri úrskurðinum, sem nú hefur verið hnekkt, kom fram að vöru- merki Virgin næði ekki yfir far- síma. Einnig að ekki væri hætta á að neytendur rugluðust á vörumerkj- unum tveimur. Áfrýjunardómstóllinn komst í vikunni að þeirri niðurstöðu að vörumerki Virgin í Bretlandi og um víða veröld væri það sterkt að bandaríska farsímafyrirtækið ylli ruglingi með því að nota sama nafn- ið. Virgin Group rekur, ásamt Sprint Corp., farsímafyrirtækið Virgin Mobile USA sem selur fyrirfram- greiddar inneignir. Reuters Auðjöfurinn og ævintýramaðurinn Richard Branson, stofnandi Virgin Group, getur nú tekið til við að loka bandarískum farsímasölustöðum. Virgin sigrar í dómsmáli Bandarísku farsímafyrirtæki bannað að nota nafnið Virgin Wireless SAMKVÆMT uppgjöri hjá Fjár- festingarsjóði stórkaupmanna fyrir fyrstu 6 mánuði ársins var nafn- ávöxtun sjóðsins jákvæð um 5,13% sem gerir raunávöxtun upp á 3,83% eða 10,5% nafnávöxtun á ársgrund- velli. Eigið fé sjóðsins í lok júní var rúmar 230 milljónir króna. Fjárfestingarsjóður stórkaup- manna hefur verið starfræktur í tæp 33 ár. Í sjóðnum eru nú 65 fyrirtæki sem öll eru meðlimir í Samtökum verslunarinnar.Fjárfestingarsjóður stórkaupmanna veitir langtíma fjár- festingarlán til allra verslunarfyrir- tækja auk þess að leita hagkvæmrar ávöxtunar á innborguðu fé sjóðs- félaga, að því er segir í tilkynningu. Raunávöxtun sjóðs stórkaupmanna 3,83%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.