Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 B 5 NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  svo um munaði, svo og á iðnaðarhúsnæði. Góðviðrið entist skemur en menn höfðu vonað og strax árið 2000 voru fyrirtæki í landinu farin að draga saman. Sum þeirra húsa sem byggð voru til að svara eftirspurnaraukningunni og voru tilbúin til notkunar um og eftir árið 2000 standa enn auð. Áhrif frá samdrætti í útlánum Á þessum tíma hafði líka dregið úr útlánum til at- vinnuhúsnæðis og veðhlutfallið lækkaði jafnframt því, enda mikið framboð af eignum. Upp úr árinu 2000 var orðið erfiðara bæði að fá ný lán og yfirtaka eldri lán. Seðlabankinn varaði lánastofnanir við því að veð- setja atvinnuhúsnæði um of enda mætti eiga von á því að verð á atvinnuhúsnæði gæti lækkað um 35–40% ef umtalsvert bakslag kæmi í eftirspurn eftir slíku hús- næði. Kaupendur þurftu því að hafa sterka eiginfjár- stöðu til að kaupa húsnæði vegna lækkunar veðhlut- falls og við það fækkaði mjög kaupendum. Þá höfðu vextir farið hækkandi frá 1999 og fast- eignasalar urðu varir við minnkandi eftirspurn strax í kjölfarið. Kaupendur fengu jafnvel ekki að yfirtaka eldri langtímalán sem voru áhvílandi nema með mikið hækkuðum vöxtum. Eftirspurn að aukast aftur Nú mun þetta vera að breytast. Vextir hafa farið aft- ur lækkandi og lánastofnanir eru farnar að lána meira til atvinnuhúsnæðiskaupa og skoða hærra veðhlutfall en verið hefur. Eftirspurnin hefur aukist í takt við þetta og telja fasteignasalar, sem rætt var við, að hún verði enn meiri með haustinu. Þeir leggja þó áherslu á að þó svo að offramboð hafi verið á atvinnuhúsnæði almennt þá sé alltaf skortur á einstaka gerðum atvinnuhúsnæðis. Til dæmis hafi fjárfestar á þessum markaði mikinn áhuga á stórum eignum í traustri langtímaleigu. Slík- ar eignir liggi þó ekki á lausu. Þeir eru sammála um að sveiflurnar á markaði fyr- ir atvinnuhúsnæði hafi verið fullkomlega eðlilegar og hann sé smám saman að ná jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar. Verðið stendur að mestu í stað Frá árslokum 1997 til ársbyrjunar 2001 hækkaði verð á atvinnuhúsnæði um rúm 70% umfram almennt verðlag. Í ársbyrjun 2001 tók fasteignaverð atvinnu- húsnæðis hins vegar að lækka og voru lækkanir við- varandi næsta árið, að því er fram kemur í ársskýrslu Fasteignamats ríkisins fyrir árið 2001. Á árunum 1990 til 1997 mun það hins vegar hafa verið nokkuð stöðugt og sögulega lágt. Fasteignasalar kannast ekki við að verð á atvinnu- húsnæði hafi lækkað mikið á síðastliðnu ári eða tveimur þrátt fyrir offramboð á sumum sviðum. Vissulega sé misjafnt á milli eigna hversu hátt fer- metraverðið er en almennt sé verðið á þessum mark- aði mjög svipað og verið hefur. Það hafi staðið í stað en í mesta lagi sigið aðeins. Þeir benda ennfremur á að lítið framboð verði á lóðum í borginni undir atvinnuhúsnæði. Því sé hættan á offramboði óveruleg til lengri tíma litið og verð muni ekki lækka að neinu ráði, hins vegar megi búast við talsverðum hækkunum í framtíðinni á vinsælli þjónustusvæðum eins og t.d. í Borgartúninu. Í Borgartúni rís hvert glæsihýsið á fætur öðru og þar hafa ýmis fyrirtæki, stofnanir og samtök komið sér fyrir. Við sömu götu er hins vegar að finna talsvert af eldra húsnæði sem stendur autt. Í næsta nágrenni við Sætún stendur þetta húsnæði autt við hlið Heimilistækja. Tómt verslunarhúsnæði við Laugaveg. Til vinstri er fyrrv. húsnæði verslunarinnar Body Shop en til hægri var versl- unin Blanco y Negro. Hinum megin við götuna er autt húsnæði þar sem áður var Guðmundur Andrésson gullsmiður. Verið er að breyta Japis-húsinu við Brautarholt í íbúðarhúsnæði. Á móti stendur gamla Hampiðjan og þar á líka að byggja íbúðir, sem og víðar um hverfið. Of- framboð hefur verið á skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði á þessu svæði en nú virðist sem hverfið muni þróast í átt til meiri íbúðarbyggðar. sölu eða leigu“ ðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir það er skortur á ákveðnum gerðum húsnæðis, m.a. því sem vekur áhuga fjárfesta Morgunblaðið/Jim Smart Við Bankastræti hefur gamla Verslunarbankahúsið, sem síðar hýsti Íslandsbanka, staðið ónotað frá síðastliðnu hausti. soffia@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.