Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 B 7 NATHAFNALÍF EITT helsta hagstjórnarvanda- mál í Bandaríkjunum í dag er verð- hjöðnun, en verðhjöðnun er það þeg- ar verðlag fer almennt lækkandi, öfugt við verðbólgu sem þýðir al- mennt hækkandi verðlag. Fólk dreg- ur úr fjárfestingum vegna þess að raunvextir hækka á markaðnum og kýs að halda að sér höndum vegna óvissu um framtíðina. Þetta vandamál er viðfangsefni doktorsritgerðar Gauta B. Eggerts- sonar, hagfræðings hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum í Washington, en Gauti nam hagfræði við Princeton- háskólann í Bandaríkjunum og vann að doktorsverkefni sínu þar undir handleiðslu prófessors Michael Woodfords, sem er að sögn Gauta einn helsti peningahagfræðingur heims. „Verkefnið fjallar um það til hvaða ráða stjórnvöld geta gripið þegar stýrivextir eru komnir niður í núll, en það hefur ekki gerst síðan í kreppunni miklu. Í dag eru vextir í Bandaríkjunum 1% og hafa ekki ver- ið lægri síðan árið 1958,“ segir Gauti. Gauti hefur meðal annars kynnt verkefni sitt fyrir bandaríska seðla- bankanum, sem hefur mikinn áhuga á hugmyndum um hvernig hægt sé að koma hjólum atvinnulífsins af stað á ný. Í Japan hafa menn glímt við verð- hjöðnun í nokkur misseri en þar eru vextir 0% auk þess sem atvinnuleysi er í sögulegu hámarki. Gauti segir að forsætisráðherra Japans hafi boðið Michael Woodford, leiðbeinanda sín- um, til Japans í haust til að vera til ráðgjafar í verðhjöðnunarvandamál- inu og segist Gauti hugsanlega verða sjálfur með í för. „Það sem við Michael bendum á er að þegar Seðlabankinn getur ekki lækkað vexti frekar, getur hann í staðinn haft áhrif á væntingar fólks um þróun framtíðarvaxta og það get- ur haft áhrif á eftirspurn. Ein leið til þess að gera það er að stjórnvöld setji sér ákveðin markmið varðandi þróun framtíðarverðlags og atvinnu- stigs og komi þeim skilaboðum út í samfélagið.“ Gauti segir að seðlabankar geti t.d. lýst yfir ákveðnum verðlags- markmiðum og sagt að þeir stefni t.d. að því að hækka verðlag að ákveðnu marki eftir nokkur ár, þann- ig að jafnvel þó þeir geti ekki lækkað vexti í dag, þá segjast þeir munu nota þá í framtíðinni til að hækka verðlag. Gauti segir að verkefnið hafi eng- an sérstakan snertiflöt við Ísland, enda eru aðstæður á Íslandi ólíkar þeim sem við blasa í Bandaríkjunum. Á Íslandi hefur yfirleitt verið við of háa verðbólgu að etja en ekki of lága. Íslendingur með ráð gegn verðhjöðnun sækja á og voru t.d. mun fleiri stelpur sem hófu nám síðasta haust en árið á undan og þar áður. Þó svo að við séum færri látum við nú heyra í okkur.“ Nafnið Hagfræðistofnun gefur ekki endilega til kynna að vinnu- staðurinn sé sérlega skemmti- legur…en er það kannski misskiln- ingur? „Já, þetta er mikill misskil- iningur, því þetta er í raun draumavinnustaðurinn minn. Ég fæ að takast á við mjög áhugaverð verkefni og nýta það sem ég hef lært í hagfræðinni sem er að mínu mati mjög góð reynsla fyrir nýút- skrifaðan hagfræðing. Enda hef ég mikinn áhuga á rannsóknarstörfum og stefni á frekara nám á því sviði. Svo fæ ég náttúrulega að vinna með fremstu hagfræðingum þjóð- arinnar, það er ekki slæmt og ég læri mikið af því.“ Hvað gerirðu þegar þú ert ekki að vinna og ekki að spá í hagfræði? „Ég kenni djassballet og sæki tíma sjálf. Hef verið meira og minna í djassballet síðan ég var sjö ára. Einnig hef ég gaman af lestri góðra bóka, er núna að lesa Harry Potter and the Order of Phoenix sem er mjög skemmtileg bók. Svo nýt ég þess að eyða tíma með kær- astanum, fjölskyldunni og vinum.“ Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér, hyggurðu á frekara nám í hag- fræði? „Já, ég stefni á masterinn eftir ár. Helst vil ég læra í Bretlandi, mekka hagfræðinnar. En ég hef áhuga á að mennta mig frekar í þjóðhagfræði og hagrannsóknum. Langtímaáform eru síðan, eins og staðan er í dag, að klára dokt- orsgráðuna og starfa við rann- sóknir og kennslu,“ segir Þóra. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á hagfræði? „Það má segja að hann hafi vaknað í 6. bekk í Versló í þjóð- hagfræðitímum hjá Valdimari Her- geirssyni. Það var kosningaár og mér fannst mjög áhugavert að geta tengt það sem ég var að læra í þjóðhagfræðinni við umræðuna fyr- ir kosningar, varðandi þenslu, verð- bólgu og slíka hluti.“ Og ertu enn jafnheilluð af hag- fræðinni núna? „Já, sem betur fer og áhuginn hefur aukist ef eitthvað er. Ég hef til dæmis mikinn áhuga á alþjóða- og þróunarhagfræði sem heyra undir þjóðhagfræði en þar liggur áhugasviðið mitt.“ Hvernig eru kynjahlutföll í hag- fræðiskor?Eru ekki fleiri strákar en stelpur í þessu námi? „Við erum reyndar ennþá í minnihluta, u.þ.b. 30%, en erum að Morgunblaðið/Arnaldur Þóra Helgadóttir útskrifaðist með BS í hagfræði úr HÍ með einkunnina 9,0. Dansandi hagfræðidúx Þóra Helgadóttir er fædd árið 1979. Þóra er Reykvíkingur en ný- flutt í Hafnarfjörðinn. Hún varð stúdent frá Verzlunarskóla Íslands 1999. Að því loknu vann hún sem uppeldisfulltrúi í Hofstaðaskóla í Garðabæ í einn vetur áður en hún hóf nám í hagfræði við Háskóla Ís- lands. Þóra útskrifaðist með BS próf í hagfræði frá HÍ síðastliðið vor og hlaut hæstu einkunn yfir viðskipta- og hagfræðideild, ágæt- iseinkunnina 9,0. Þóra hefur starf- að í Landsbankanum á sumrin en starfar nú á Hagfræðistofnun Há- skóla Íslands. Hún er í sambúð með Birni Halldórssyni, slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanni. ÚRSKURÐUR Heimsviðskipta- stofnunarinnar (WTO) þess efnis að bandarískir verndartollar á stál, sem settir voru á í mars á síðasta ári, brjóti í bága við alþjóðlegar við- skiptareglur, gæti valdið vaxandi spennu í samskiptum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins, ESB. Nefnd á vegum WTO komst að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu í mars síðastliðnum að bandarísku verndar- tollarnir væru brot á samningum og hefur sú niðurstaða nú verið stað- fest. Rök Bandaríkjamanna á sínum tíma voru þau að tollarnir væru leyfi- legir þar sem um neyðarráðstöfun væri að ræða til að vernda banda- ríska stálframleiðandur gegn sam- keppni. Var meðal annars vísað til sterkrar stöðu dollarans og fjár- málakreppu í Asíu og Rússlandi í því sambandi. Þessir þættir hafi leitt til að ódýrt stál hafi flætt inn á Banda- ríkjamarkað og grafið undan sam- keppnishæfni bandarískra fyrir- tækja. Undanþágurnar óleyfilegar WTO telur að ekki hafi verið sýnt fram á hvernig þeir þættir eigi að réttlæta sérstaka verndartolla á inn- flutt stál. Þá hafi það jafnframt verið brot á reglum að veita undanþágu frá tollunum til framleiðenda í Ísr- ael, Mexíkó, Kanada og Jórdaníu. Verndartollarnir hafa frá upphafi sætt harðri gagnrýni, jafnt innan Bandaríkjanna sem utan. Bent hefur verið á að þeir gagnist fyrst og fremst framleiðendum í ríkjum þar sem George W. Bush Bandaríkjafor- seti þarf að styrkja stöðu sína fyrir næstu forsetakosningar, s.s. í Penn- sylvaníu og Vestur-Virginíu. Þá hafi þessi ákvörðun verið í hróplegu ósamræmi við þau mark- mið Bandaríkjastjórnar að auka frelsi í alþjóðaviðskiptum. Evrópusambandið, ásamt sjö öðr- um ríkjum, kærði verndartollana til Heimsviðskiptastofnunarinnar. Evrópusambandið hefur þegar hafið undirbúning að því að leggja refsitolla á bandarískar vörur. Sam- kvæmt reglum Heimsviðskiptastofn- unarinnar er ESB heimilt að leggja refsitolla er nema allt að 2,2 millj- örðum dollara á bandarískar vörur til að vega upp þau áhrif sem banda- rísku verndartollarnir hafa haft. Þeir refsitollar verða hins vegar ekki lagðir á bandarískan stálútflutning heldur er ESB í sjálfsvald sett á hvaða vörum tollarnir lenda. Má búast við því að valdar verði vörur sem eru viðkvæmar fyrir toll- um og jafnvel framleiddar á svæðum þar sem Bush má illa við því að tapa fylgi. Hafa íþróttavörur, grænmeti, ávextir og ýmsar vefnaðarvörur ver- ið nefndar sem dæmi um vörur er líklegt að tollar verði lagðar á. Þetta er sama aðferð og Bandarík- in beittu er aðgerðir ESB gegn inn- flutningi á hormónabættu kjöti voru dæmdar ólögmætar af WTO. Ekki mun þó koma strax til þess að refsitollarnir verði lagðir á. Bandaríkin hafa þegar lýst því yfir að þau muni áfrýja niðurstöðu WTO. Fáir búast þó við því að niðurstaðan verði önnur. Þar með munu refsitoll- arnir jafnvel koma til framkvæmda í lok þessa árs eða byrjun næsta árs, sem er kosningaár í Bandaríkjunum. Deilt um fleiri mál Þessi deila er einungis einn angi af þeirri togstreitu sem nú á sér stað milli Bandaríkjanna og ESB á við- skiptasviðinu. Einnig er tekist á um skattaafslátt handa bandarískum út- flytjendum, erfðabreytt matvæli og viðskipti með landbúnaðarvörur svo nokkur dæmi séu nefnd. Úrskurður WTO kemur á sama tíma og mikil óvissa ríkir um fram- hald þeirra samningaviðræðna sem hófust í Doha í lok ársins 2001 um næstu skref til að auka frelsi í al- þjóðaviðskiptum. Lítið hefur miðað áleiðis í viðræðum um landbúnaðar- mál en rík áhersla er lögð á þau í þessari samningalotu. Fulltrúar að- ildarríkja WTO eiga að hittast á fundi í Cancun í Mexíkó í september og gætir vaxandi svartsýni fyrir þann fund. Supachai Panitschpakdi, framkvæmdastjóri WTO, sagði í vik- unni að í raun hefðu samningavið- ræður ekki hafist. Þá hafa margir áhyggjur af því að draga muni úr áhuga Bandaríkjanna á að ná árangri í fjölþjóðlegum við- ræðum um alþjóðaviðskipti þar sem þau hafi orðið undir í hverju málinu á fætur öðru að undanförnu. Úrskurð- ur WTO í stálmálinu er einungis eitt af nokkrum málum þar sem það ger- ist. Á síðasta ári komst úrskurðar- nefnd á vegum WTO að þeirri nið- urstöðu að útflutningsbætur til bandarískra fyrirtækja væru ólög- legar og var ESB heimilað að leggja allt að 4 milljarða dollara í refsitolla á í kjölfarið. „Einangrun“ Bandaríkjanna Í fréttaskýringu í kanadíska við- skiptablaðinu Financial Post segir að andstaða við Íraksstríðið hafi gert það að verkum að Bandaríkin telji sig vera að einangrast pólitískt og að þau eigi enga vini á alþjóðavettvangi að Bretum undanskildum. Það sama sé nú að gerast á sviði viðskiptamála. Slæm staða efnahagslífsins geri að verkum að margir líti svo á, þrátt fyrir hina veiku stöðu dollarsins, að önnu ríki noti Bandaríkin til að rétta við eigin efnahag með því að dæla þangað ódýrum vörum. Því vaxi þeirri skoðun ásmegin að önnur ríki (hvað þá embættismen í Genf) eigi ekki að geta sagt Bandaríkjunum fyrir verkum. Þeirri skoðun hefur verið haldið á lofti jafnt af áhrifamiklum stjórn- málamönnum, s.s. öldungadeildar- þingmanninum Robert Byrd, sem fulltrúum stéttarfélaga í stáliðnaði. Þar sem forsetakosningar eru framundan er talin hætta á að al- þjóðlegu viðskiptamálin geti orðið að kosningamáli, ef úrskurður WTO kemur fyrir kosningar, og þá myndu frambjóðendur leggja sig í líma við að sýna fram á að þeir tækju hags- muni Bandaríkjanna fram yfir hags- muni annarra ríkja. Í leiðara í dagblaðinu Wall Street Journal í vikunni er Bush Banda- ríkjaforset hins vegar hvattur til að fella tollana úr gildi áður en WTO fellir endanlegan úrskurð um lög- mæti þeirra. Segir að málið geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir forset- ann í næstu kosningum. Stáldeila veldur spennu milli Bandaríkjanna og ESB Evrópusambandið getur lagt þunga refsitolla á bandarískar vörur ef tollar til verndar banda- ríska stáliðnaðinum verða dæmdir ólögmætir. Þetta er eitt margra mála sem veldur spennu í viðskiptasamskiptum ESB og Bandaríkjanna. AP Bandaríkin hafa reynt að draga úr inn- flutningi á stáli til að vernda eigin iðn- að. Úrskurðarnefnd á vegum WTO hefur komist að þeirri niðurstöðu að það brjóti í bága við alþjóðlegar viðskipta- reglur. Hér má sjá stálrúllur í stálveri fyrirtækisins Thyssenkrupp í Duisburg í Þýskalandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.