Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 1
17. júlí 2003 Byggðakvóti og línuívilnun, sægreifi sem selur fisk, slæm staða á úthafs- karfa og mikill samdráttur í mjölinu. Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu AÐEINS eitt íslenskt skip er að rækjuveið- um á Flæmingjagrunni um þessar mundir. Veiðarnar ganga vel en einn galli er á gjöf Njarðar, verðið er í lágmarki á mörkuðum. Annað skip sem stundaði veiðarnar er bundið við bryggju og mun ekki hefja veiðarnar að nýju fyrr en úr rætist með verðið. „Þær hafa bara gengið vel. Það hefur ekki oft verið betra nema hvað verðið er lágt,“ segir Pétur Stefánsson, útgerðarmaður frystitogar- ans Péturs Jónssonar RE 69, um gang veið- anna. Rækjukvóti íslenskra fiskiskipa á Flæm- ingjagrunni í ár er 13.500 tonn. 1.860 tonnum hefur verið landað úr Pétri Jónssyni það sem af er vertíðinni, að sögn Péturs, sem er hand- hafi um 30% kvótans, rúmlega 3.800 tonn. Færeyingar, Norðmenn og skip frá Eystra- saltslöndunum eru að veiðum þarna að auki. Talsvert er um að skip séu skráð í Eystrasalts- löndunum en í eigu annarra en þarlendra, t.d. Íslendinga. Þið berið ykkur bara vel. „Við berum okkur bara vel, já, já. Það er þá hægt að bæta sér upp verðið með því að fiska bara meira,“ segir Pétur sem vonar að verðið sé komið í botn þó að engin teikn séu um að það hækki á næstunni. Sunna SI 67, frystitogari í eigu Þormóðs ramma-Sæbergs, var á veiðum á Flæmingja- grunni fram til miðs júní en þá var veiðunum hætt vegna lágs verðs, að sögn Ólafs Marteins- sonar, framkvæmdastjóra Þormóðs ramma- Sæbergs. Ekki stendur til að hefja veiðarnar á ný fyrr en úr rætist með verðið. Veiðar ganga vel á Flæmingjagrunni Morgunblaðið/Snorri Snorrason Pétur Jónsson RE 69 er eina íslenska skipið á rækjuveiðum á Flæmingjagrunni. SKIPVERJAR á Birtu VE landa afla sínum í Eyjum og ísa hann á bryggjunni. Það sem af er ári hefur tæpum 120.000 tonnum verið land- að í Eyjum, mest loðnu. Á sama tíma í fyrra hafði verið landað 140.000 tonnum í Eyjum og liggur munurinn nær allur í meiri loðnu- löndun þá. Morgunblaðið/Sigurgeir Landað í Vestmannaeyjum AFLI grásleppubáta hefur verið með ágæt- um á vertíðinni sem fer senn að ljúka, gert er ráð fyrir 16% aukningu afla og að aflaverð- mætið aukist um 34% frá síðasta ári. Grásleppuvertíðinni er ekki að fullu lokið því enn eru menn að í Breiðafirði, frá Stykk- ishólmi, Reykhólum og víðar. Áætlað er að veiðin endi í 12.000 tunnum á móti 10.300 tunnum í fyrra, sem er 16% aukning frá fyrra ári. Aflaverðmæti upp úr sjó mun losa 900 milljónir króna, sem er 34% aukning. Að sögn Arnar Pálssonar, framkvæmda- stjóra Landssambands smábátasjómanna, má gera ráð fyrir að arður grásleppukarlanna verði meiri vegna þess að netatjón var með allra minnsta móti á vertíðinni. Veiðin var best á vestanverðum Skjálfanda og í Eyjafirði og einnig veiddist ágætlega hjá bátum sem gerðu út frá Arnarstapa á Snæfellsnesi. Á norðaust- urhorninu var veiðin í meðallagi. „Vertíðin hófst 20. mars með góðu verði, við gáfum út viðmiðunarverð sem var í kringum 70.000 krónur og framleiðendur lýstu yfir að þeim litist ekki illa á það. Þess vegna kom það mönnum mjög á óvart að 28. apríl tilkynntu nokkrir framleiðendur að verðið skyldi lækka í 60.000 krónur og báru fyrir sig mikla veiði í öðrum löndum og lækkað verð. Við komumst nú að því að það var ekki rétt og síðan hefur verð farið upp aftur og nú er verið að selja tunnuna á upp undir 80.000 krónur.“ Ekki útlit fyrir offramboð Búist er við að heildarveiðin í heiminum í ár verði um 32.000 tunnur, segir Örn. Gert er ráð fyrir að Nýfundnalendingar veiði um 3.500 tunnur, sem er þriðja árið í röð sem veiði bregst hjá þeim. Þeir hafa veitt um 12.000 tunnur árlega en árið 2001 fór veiðin í 6.500 tunnur og 1.200 tunnur árið 2002. Norðmenn ættu að veiða í um 6.500 tunnur. Grænlend- ingar hafa verið í sókn undanfarin ár og ráð- gerðu að veiða í um 10.000 tunnur í ár en veið- in þar varð um 8.000 tunnur og í Danmörku var veitt í um 1.800 tunnur. Örn vill meina að útlitið fyrir vertíðina 2004 sé mjög gott. „Veiði upp á 32.000 tunnur í ár ætti að metta mark- aðina en ekki skapa offramboð sem sést best á hve verð hefur hækkað í lok vertíðarinnar núna.“ – Eru þá allir sáttir? „Já, en auðvitað voru karlarnir ósáttir við hvernig verðið lækkaði á miðri vertíðinni og menn eru enn að reyna að ná rétti sínum hjá framleiðendum sem lækkuðu verðið aftur í tímann. Ég vona að þeir bregðist nú þannig við að þeir greiði mönnum sjötíu þúsund króna verð til og með 28. apríl af því að markaðs- verðið var sannanlega 70.000 krónur alveg til þess tíma.“ Örn segir að Landssambandið muni aðstoða menn við að ná fram rétti sínum í því máli, þetta hafi verið rætt í stjórn sambandsins sem samþykkti eftirfarandi ályktun: „Stjórn Landssambands smábátaeigenda átelur harðlega framkomu framleiðenda á grá- sleppuvertíðinni um að dreifa ósönnum full- yrðingum um verð og veiði annarra þjóða til að réttlæta verðlækkun á miðri vertíð.“ Góðri grásleppuvertíð að ljúka Útlitið gott fyrir næstu vertíð Morgunblaðið/Áki Guðmundsson Góðri grásleppuvertíð er við það að ljúka og horfur góðar fyrir næstu vertíð. FISKISTOFA svipti 19 báta veiðileyfi í júnímánuði. Bátarnir voru allir sviptir leyfinu vegna afla umfram heimildir. Eftirtaldir bátar voru sviptir leyfinu: Haukur EA, Þorri VE, Gústi í Papey SF, Stokks- ey ÁR, Gjafar VE, Sigurbjörg SH, Sæberg BA, Leifur Halldórsson ÁR, Gæfa SH, Jón Gunnlaugs GK, Eydís ÁR, Gullfaxi II GK, Elín GK, Aldan ÍS, Clinton GK, Guðný Anna ÍS, Monika GK, Stapavík AK og Jakob Valgeir ÍS. 19 sviptir KANADÍSKA sjávarútvegsfyr- irtækið Clearwater Seafood hefur gert samkomulag um kaup á 10% hlut í dótturfyrirtæki sínu í Argent- ínu, Glaciar Pequera. Með þessum kaupum eykur Cle- arwater hlut sinn í arg- entínska fyrirtækinu úr 70 í 80%. Glaciar stundar veið- ar og vinnslu á hörpu- diski í Argentínu og á tvö af fjórum leyfum til slíkra veiða. Félagið gerir út tvö veiðiskip sem vinna aflann um borð og frysta hörpuskelina þar. Mest af afla skipanna er selt beint til kaupenda í Evrópu. Þessi kaup kosta Clearwater um 10,4 milljónir Kanadadollara, um 582 milljónir íslenzkra króna. Greitt verður með hlutum í Clearwater Seafood Income Fund. „Þessi viðskipti eiga sér stað á þeim tíma sem fiskveiðar við Arg- entínu halda áfram að sýna stöðug batamerki og góða stöðu fiski- stofna. Þau gefa okkur tækifæri til að treysta enn frekar samband okkar við hina argentínsku starfs- bræður okkar og koma báðum að- ilum til góða,“ segir Colin MacDon- ald, einn framkvæmdastjóra Clearwater. Clearwater er afar umsvifamikið og ræður yfir mestum kvóta í skel- fiski við Kanada. Clearwater eykur umsvifin í Argentínu SPÆNSK stjórnvöld hvetja nú þegna sína til að auka fiskát. Ráðuneyti landbúnaðar og sjávarútvegs stendur nú að baki herferð til að auka fiskneyzlu og er varið til hennar ríf- lega 300 milljónum króna. Einkum er lögð áherzla á hollustu fiskáts. Sett hefur verið upp heimasíða á Netinu, sérstök neytendasímalína og gefinn út bæklingur með upplýsingum um soðninguna. Meginþema herferðarinnar er fiskur er hollur og fiskát kemur sér einnig vel fyrir sjávarútveginn, verzlanir og veitingahús. Þá er því beint til sjávarútvegsins að nauðsynlegt sé að tryggja vöxt og viðang fiskistofna, svo kynslóðir framtíðarinnar geti notið sömu fjölbreytni í neyzlu sjávarafurða og nú er. Neytendum verður á hinn bóginn gerð grein fyrir hættunni á því að veiða og nýta smáfisk, en það geti stefnt fiskistofnunum í voða. Þeim er sýnt hvernig hæfilega stór fiskur er og sagt hvenær ársins er bezt að borða hverja tegund. Spánverjar borða árlega um 40 kíló af fiski hvert mannsbarn að með- altali. Það er tvöfalt meira en meðaltals neyzla innan EB og reyndar eru Spánverjar taldir þriðja mesta fiskneyzluþjóð í veröldinni. Hvattir til fiskáts

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.