Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÚR VERINU VERÐLAGNING fisks til neyt- enda hefur verið til umræðu síðustu vikur. Þar sýnist sitt hverjum. Fisk- salar eru ekki á einu máli um verð- lagninguna, einn sagði t.d. í viðtali við Morgunblaðið fyrir nokkru að hann væri að bæta sér mögur ár. Aðrir undrast slík ummæli. „Ég er sjómaður … ég var sjó- maður … sennilega er ég hættur,“ segir Kjartan Halldórsson, fisk- verkandi og fisksali í Sægreifanum, Verbúð 8 við Reykjavíkurhöfn. Hann er ekki alveg viss – „kannski er ég hættur.“ Kjartan hóf rekst- urinn sl. vetur og selur m.a. reyktan rauðmaga og ýsu, sjósiginn fisk, signa grásleppu, gellur, útvatnaðan saltfisk, ýsuhakk, roðdregna lóð- skötu, skötusel og humar. Hann var kokkur um árabil, síð- ast á Unu SU hjá Grétari Mar Jóns- syni, skipstjóra og fyrrverandi for- seta Farmanna- og fiskimannasambands Íslands. Verð út úr búð alltof hátt Talið barst fljótlega að verðlagn- ingu fisks. „Ég tel mig vera ódýrari en allir aðrir, ég vil meina að það sé ekki spurning, kílóið af þorskflökunum er t.d. á 700 krónur, ég get alveg staðið við það. Ýsuflökin eru á svip- uðu verði, sjósiginn þorsk er ég með á 750 kr. og reykta ýsan er á 700 kr. kílóið.“ – Stenst þessi verðlagning þín? „Já, auðvitað, það er ekki spurn- ing. Þú sérð það að ýsan hefur farið svoleiðis niður úr öllu valdi síðast- liðinn vetur og í sumar.“ Kjartani blöskrar verðlagningin á fiski. „Og þeir [fisksalar] eru vælandi yfir því að fólk komi ekki og kaupi fisk. En af hverju gerist það? Fólk horfir í peninginn þegar það kemur út í fiskbúð og sér kílóið af ýsu á þúsund krónur. Það er fullt af ungu fólki í dag sem hefur varla smakkað fisk,“ segir Kjartan sem hefur hækkað róminn. „Af hverju er það?“ spyr hann og svarið kemur strax: „Það er vegna þess hvað hann er dýr, ha.“ Það hefur verið of rólegt á stund- um, segir Kjartan, en þá hefur hann farið upp í sveit og selt á bæina. „Það eru góð viðbrögð hjá sveita- manninum.“ Kjartan fer þá með fiskinn í kælikössum og afhendir vöruna frysta og innpakkaða. „Þetta er nú smátt í sniðum hjá mér, blessaður vertu. Ég er með svokallað grásleppuleyfi og hef ver- ið að þurrka hana og reykja rauð- maga. Ég reyki sjálfur,“ segir Kjartan og bendir á hvítan plast- brúsa með vökva í. – Ekki reykirðu í þessu? „Jú, þetta er danskur reyklögur og það tekur bara örfáar mínútur að reykja fiskinn. Síðan þurrka ég hann, legg hann á grindur og set hann hér inn,“ segir Kjartan og opnar klefa með grindum inni í. „Hér get ég þurrkað helling af fiski með þessum blæstri hér.“ Hann stingur hitablásara í samband máli sínu til sönnunar. Hann segir að þessi aðferð sé mikið notuð í Dan- mörku og Þýskalandi. „Ef maður reykir t.d. ýsuna við eld verður hún hörð og verpist og getur orðið alltof römm en ekki með þessari aðferð.“ Álaveiði og -verkun Kjartan, sem er Vestur-Skaftfell- ingur, úr Meðallandinu, er vanur álaveiðimaður þaðan og hefur mik- inn áhuga á að fara meira út í slíkan veiðiskap. „Ég mundi síðan reykja hann hér. Ég hef veitt dálítið af hon- um austur í Ölfusi, það er markaður fyrir hann hérna, það er ekki spurn- ing. Ég seldi hann ferskan fyrir nokkrum árum til veitingahúsa en mig langar að reykja hann.“ Kjartan sýnir blaðamanni vöru- úrvalið. Það sem hann reykir ekki verkar hann, pakkar inn í plastöskj- ur sem hann lokar með plastfilmu og frystir síðan. „Þetta er nú svona, vinur minn.“ Kjartan er ánægður með það sem hann sýnir gestinum sem átti í hálf- gerðu basli með að finna karlinn. „Ég þarf að merkja húsnæðið bet- ur, ha, það er alveg satt, en ég verð að fara varlega. Þú veist hvernig þetta er, ha.“ Hann vill ekki styggja nágrannana. „Fólk hefur verið í vandræðum að finna hvar ég er, það er alveg rétt. Það heldur að ég sé úti á Granda,“ segir Kjartan. Það skal tekið fram að Kjartan og Sægreifinn fundust í einni af gömlu verbúðunum á milli Slippsins og Hafnarbúða fyrir ofan smábáta- höfnina. Morgunblaðið/Golli Vanur maður. Kjartan sægreifi ber sig fagmannlega að. Sægreifi sem selur ódýrari fisk                                     !"  #    $    %         &      $     #  '    (     )   *     *   +,   -.     !     (     (!  *#       /        0           &!  1  1      /#    -                 * #      2 *  #     3  #  0                                               !!                         "#  " $   !# " "     %& ' (            )         *+,   - )    .  -                                                    !   "       S KERÐING aflaheimilda í al- menna kerfinu á þessu fisk- veiðiári nemur ríflega 9.000 tonnum í þorski, 2.300 tonnum í ýsu, 1.200 tonnum af ufsa og tæplega 1.400 tonnum af stein- bít. Þessum aflaheimildum var úthlutað sérstaklega sam- kvæmt ýmsum lagaheimildum eins og í Byggðakvóta. Inni í þessum tölum er einnig áætlaður afla dagabáta, um 1.800 tonn, en raunin er sú að afli þeirra er margfalt meiri. Komi til þess að sömu heimildir til sérstakrar úthlutunar verði nýttar á næsta ári og til komi línuívilnun að auki skerðist hlutur almenna kerfisins enn meir. Ígildi 3.500 tonna af þorski Leyfilegur heildarafli af þorski á þessu fisk- veiðiári er 179.000 tonn. Tæplega 170.000 tonn- um var úthlutað í almenna kerfinu. Þar fyrir utan var hlutur dagabátanna ætlaður 1.800 tonn, eða 1%. 3.000 tonnum af þorski var út- hlutað til jöfnunar, Byggðastofnun úthlutaði 1.164 tonnum af þorski, 358 af ýsu, 241 af ufsa og 104 af steinbít, ígildi 1.500 tonna af þorski. Loks úthlutaði sjávarútvegsráðuneytið 3.176 tonnum af þorski, tæpum 2.000 tonnum af ýsu, nær 1.000 tonnum af ufsa og 1.300 tonnum af steinbít, samkvæmt sérstökum lagaheimildum. Það voru bætur til krókaaflamarksbáta, bætur vegna aflabrests í rækju og skel og loks 1.500 þorskígildistonn til sjávarbyggða sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Reyndar var úthlutað ígildi 2.000 tonna, þar sem 500 tonn voru ónýtt frá árinu áður. Allt að 12.000 tonn Lagaheimildir þessar felast í lögum um stjórn fiskveiða, greinum 9 og 9a, en þær eru svo hljóðandi: 9. gr. Á hverju fiskveiðiári skal ráðherra hafa til ráðstöfunar aflaheimildir er nema allt að 12.000 lestum af óslægðum botnfiski í þorskígildum talið til að mæta áföllum sem fyr- irsjáanleg eru vegna verulegra breytinga í aflamarki einstakra tegunda. Af þeim 12.000 lestum sem ráðherra hefur til ráðstöf- unar skv. 1. málsl. er ráðherra heimilt, að höfðu samráði við Byggðastofnun, að ráðstafa allt að 1.500 lestum af óslægðum botnfiski í þorskígildum talið til stuðnings byggðarlögum sem hafa lent í vanda vegna samdráttar í sjávar- útvegi. Ráðherra skal í reglugerð kveða á um ráðstöfun aflaheimilda skv. 1. mgr. og kveða þar á um hvaða botnfiskteg- undir komi til úthlutunar. Á hverju fiskveiðiári er sjáv- arútvegsráðherra heimilt að úthluta til árs í senn samtals allt að 1.000 lestum af ýsu, 1.000 lestum af steinbít og 300 lestum af ufsa miðað við óslægðan fisk til krókaaflamarksbáta sem gerðir eru út frá sjávarbyggðum sem að verulegu leyti eru háðar veiðum krókaafla- marksbáta. Ráðherra setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis. Getur ráðherra þar á meðal ákveðið skilyrði fyrir framsali aflamarks sem úthlutað er á grundvelli þessa ákvæðis og um ráðstöfun afla sem svarar til þess sem úthlutað er samkvæmt því. 3.000 tonna jöfnun 9. gr. a. Á hverju fiskveiðiári skal úthluta ár- lega 3.000 lestum af þorski. Þessum aflaheim- ildum skal úthlutað til báta sem höfðu afla- hlutdeild 1. desember 1998 og voru þann dag minni en 200 brúttótonn, enda hafi þeir landað þorskafla á fiskveiðiárinu 1996/1997 eða 1997/ 1998. Aflaheimildir þessar miðast við óslægðan fisk og skulu þær dregnar frá leyfðum heildar- afla þorsks áður en honum er skipt á grund- velli aflahlutdeildar. Úthlutun til einstakra báta skal miðast við heildaraflamark þeirra í þorskígildum talið. Við útreikning þennan skal miða við afla- hlutdeildarstöðu þeirra 1. desember 1998, út- hlutað heildaraflamark fiskveiðiársins 1998/ 1999 og verðmætastuðla á því fiskveiðiári, þó þannig að enginn bátur fái meira en 100% aukningu á þorskaflamarki og enginn hærri úthlutun en 10 lestir miðað við óslægðan fisk. Aldrei skal þó úthlutun samkvæmt þessari grein leiða til þess að heildaraflaheimildir ein- stakra skipa verði meiri en 450 þorskígild- islestir samtals. Verði breytingar á skipakosti útgerðar er henni heimilt að flytja rétt til út- hlutunar samkvæmt þessari grein yfir á annan bát í sinni eign. Jafnframt skal sjávarútvegs- ráðherra heimilt að úthluta samkvæmt reglum þessarar greinar viðbótaraflaheimildum til báta sem hafa komið í stað annarra á tíma- bilinu frá 1. september 1997 til 17. mars 1999, enda hafi allar aflaheimildir verið fluttar yfir á hinn nýja bát af þeim sem endurnýjaður var og skerðir slík út- hlutun ekki rétt annarra samkvæmt greininni. Pottur Byggðastofnunar Byggðastofnun úthlutaði sínum potti til ákveðinna staða í ljósi þeirrar skerð- ingar sem þeir höfðu orðið fyrir og að teknu tilliti til fjölmargra þátta í þróun byggðar á síðustu árum. Heimildunum var úthlutað til 5 ára með ákvæði um end- urskoðun árlega, en engu hefur verið breytt frá upphaflegu úthlutuninni. Út- hlutunin var í samráði við sveitarstjórnir á hverjum stað, sem úthlutuðu hver sínum hlut með mismunandi h Byggðastofnun. Sem dæ nefna að öllum kvóta sem úthlutað var safnað sam Þingeyri, alls 387 tonn. samvinnu við Vísi hf. í G kvótann og leggja á mót unnið væri á Þingeyri og Nýliðapottur Kvóta Borgarfjarðar ey hins vegar úthlutað til tr tonn í hlut hvers, en þrið var ætlaður nýliðum, se byrja í útgerð. Sjávarútvegsráðuney niður á byggðirnar eftir mála hafði verið hjá þeim eftir umsóknum um afla Þeim var svo úthlutað a fjölda matsatriða og rök umsóknum. Mestu var ú sjávarbyggða við Húnaf tonni og 305 tonnum til hluta Vestfjarða. Það er misjafnt hvernig staðið málum og hvaða útgerð Hlutur eins ver inn nema teki Ríflega 9.000 tonnum af þorski úthlutað til hliðar Ljóst er að sérstök línuíviln- un verður tekin upp til hags- bóta fyrir smærri báta á næsta fiskveiðiári. Ekki ligg- ur fyrir hve mikil hún verð- ur, hvorki í tonnum talið né hvert hlutfall hennar verður. Hjörtur Gíslason skoðaði þessi mál með hliðsjón af því að hugmyndir hafa komið fram um að fella byggðakvóta nið- ur í staðinn. Verði byggða- kvótinn áfram við lýði óskertur og línuívilnun komi til að auki hlýtur það að skerða úthlutun í almenna kerfinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.