Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BLÓÐBANKINN þarfnast um 70 blóðgjafa daglega og til þess þarf dugmikið starfsfólk bankans að ávallt séu til nægar birgðir af blóði. Í sumar hefur bankinn kynnt hóp- um ungmenna starfsemi sína, nán- ar tiltekið samtals 100 starfs- mönnum Kirkjugarða Reykjavíkur, hjá ÍTR og hjá Orkuveitunni. Að sögn Marínar Þórsdóttur hjá Blóð- bankanum hefur tekist vel að ræða málin við ungmennin og af því til- efni var boðið til grillveislu í garð- inum við Blóðbankann í gær, með dyggum stuðningi ýmissa fyrir- tækja. „Við vinnum stöðugt að því að fá fleiri til liðs við okkur og ákváðum að ráðast í þetta verkefni með unga fólkinu til þess að kynna því starf- semina. Við lögðum fyrir þau könn- un um skoðanir þeirra á starfi bankans og niðurstöður hennar hjálpa okkur við að sníða betur starfsemina að þessum aldurshóp.“ Blóðsöfnun bankans gengur vel þrátt fyrir sumarfrí blóðgjafa og önnur forföll yfir sumartímann. „Við hringjum út á hverjum morgni, og þurfum til þess góðan lista blóðgjafa. Að sjálfsögðu eru einhverjir vant við látnir en áhersla er lögð á að hafa stóran hóp að leita til ef á þarf að halda,“ segir hún. Marín segir Blóðbankann sífellt vonast eftir nýjum blóðgjöfum og flestir komi í fyrsta sinn í fylgd vin- ar sem þegar hefur komist á mála hjá bankanum. „Einnig komum við í heimsókn á vinnustaði með blóð- söfnunarbílinn okkar. Í kjölfar heimsóknar koma margir nýir á skrá hjá okkur. Okkar raun er sú, að allir séu til í að gefa blóð, en hafi ekki hugsað út í það fyrr,“ útskýrir Marín. Á nýrri heimasíðu bankans, www.blodbankinn.is, má nálgast allar frekari upplýsingar um starf- semi og hvenær bankinn er opinn. Blóðbankinn kynnir í sumar starfsemi sína fyrir hópi ungs fólks Viljum alltaf fá fleiri til liðs við okkur Morgunblaðið/Árni Sæberg Gestir Blóðbankans við Barónsstíg undu sér hið besta í bakgarðinum í góða veðrinu í gær. TEKIST hafa samningar milli ríkisins og Hallgríms Hróð- marssonar, fyrrum kennara við Menntaskólann á Laugarvatni, en Hæstiréttur dæmdi á þessu ári að starfslokasamningur ML við Hallgrím væri ekki skuld- bindandi fyrir ríkissjóð. Kvað dómurinn jafnframt upp úr með að þau úrslit þýddu ekki að Hallgrímur kynni ekki að eiga rétt til greiðslu úr ríkissjóði vegna starfsloka sinna við skól- ann. Að sögn Ragnars H. Hall, lögmanns Hallgríms, fær um- bjóðandi hans samkvæmt samningnum bætur sem reikn- ast sem 15 mánaða laun auk dráttarvaxta og kostnaðar. Fær hann 3,5 milljónir króna að teknu tilliti til frádráttar vegna tekna sem hann hafði annars staðar á umræddu 15 mánaða tímabili. Samið um starfslok fyrrum kennara GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir eðlilegt að Árni Magnússon fé- lagsmálaráðherra geri tillögur um það hvernig bregðast skuli við mál- efnum Fæðingarorlofssjóðs. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu er mikill hallli á rekstri sjóðsins og stefnir í, að óbreyttu, að eigið fé hans, sem nam um 2,5 millj- örðum í upphafi þessa árs, verði upp- urið innan tveggja ára að því gefnu að taka orlofs aukist ekki enn frekar en orðið er. Skýringin á hallarekstr- inum er sú að útgjöld sjóðsins hafa stigmagnast en tekjurnar hans hafa aftur á móti að mestu staðið í stað. Fjármálaráðherra segir að bregð- ast þurfi við þessari stöðu sjóðsins á næstu tveimur árum „en það er eðli- legt að félagsmálaráðherra geri til- lögur um það“. Fæðingarorlofssjóður Félagsmála- ráðherra geri tillögur EKKI verður skipað í embætti prests Íslendinga í London fyrr en tryggt hefur verið fé til reksturs embættisins, samkvæmt tilmælum frá dóms- og kirkjumálaráðherra til biskups Íslands, en deilur standa nú yfir um hver eigi að greiða kostnað vegna embættisins. Setning þjónandi prests í London rennur út í byrjun september, og hafa tveir sótt um embættið. Deilur hafa að undanförnu staðið um þátt Tryggingastofnunar ríkisins í kostn- aði við embættið í London. Í skýrslu starfshóps um framtíðarfyrirkomu- lag prestsþjónustu við Íslendinga er- lendis, sem lögð var fyrir ríkisstjórn í febrúar, kemur fram að Trygginga- stofnun eigi að greiða einn þriðja af kostnaði við embættið, á móti þjóð- kirkju og utanríkisráðuneyti. Þessu hafa heilbrigðisyfirvöld mótmælt og er málið því í hnút. Þar til lausn á þessu máli er í höfn hefur Björn Bjarnason, dóms- og kirkju- málaráðherra beint þeim tilmælum til biskups Íslands að hann fresti veitingu embættisins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Biskups- stofu. um hvað þarf að koma til til að emb- ætti prests í öðru landi sé stofnað, og ekki síður hvað þarf til að það verði lagt niður. Þar segir einnig að þjóð- kirkjan ætti að taka til skoðunar að stofna sérstaka deild sem beri ábyrgð á störfum presta erlendis, og sjái sú deild um að semja við aðra að- ila um skiptingu kostnaðar við emb- ættin. Tvisvar reynt að leggja niður Ragnhildur Benediktsdóttir, skrifstofustjóri Biskupsstofu, segir að ekki hafi verið settar fram neinar viðmiðunarreglur um hvenær á að stofna embætti erlendis og hvenær eigi að leggja þau niður. Hún segir að í flestum tilvikum hafi embættin verið stofnuð þegar íslenskir sjúk- lingar fóru í miklum mæli til aðgerða erlendis, í þeim borgum þar sem Tryggingastofnun ríkisins samdi við sjúkrahús um þjónustu, og að ekki standi til að stofna fleiri embætti er- lendis. Hún segir að tvisvar hafi ver- ið reynt að leggja niður stöður er- lendis, í Gautaborg og London, en að hætt hafi verið við sökum ákafra mótmæla safnaðarmeðlima. Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytis- stjóri í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, segir að skýrsla starfshópsins, sem í voru aðstoðar- menn heilbrigðis-, dóms-, fjármála- og utanríkisráðherra, sé byggð á þeim upplýsingum sem lágu fyrir á þeim tíma, en þær hafi reynst úrelt- ar: „Forsendurnar fyrir útreikning- um skýrsluhöfunda eru í raun brostnar. Þegar skýrslan var skrifuð fóru mun fleiri sjúklingar til London, en nú fara flestir til Kaupmanna- hafnar eða Boston.“ Davíð segir að endurskoða þurfi þessar hugmyndir. Málið var tekið upp á ríkisstjórnarfundi í vikunni þar sem ákveðið var starfshópurinn fari aftur yfir skýrsluna og skoði þetta mál frekar. Niðurstaðna úr þessari endurskoðun á skýrslunni er að vænta með haustinu, segir Davíð. Hann segir að aðalatriðið sé að þjóð- kirkjan sé enn ekki búin að meta kostnað við hvern þátt prestsþjón- ustunnar og þess vegna sé erfitt að vita hversu stóran hluta kostnaðar einstakir aðilar eigi að greiða. Í skýrslu starfshópsins kemur fram að það skorti viðmiðunarreglur Deilur um kostnað vegna prestsembættis í London Ráðherra biður biskup að fresta skipun í embættið EINN íslenskur prestur ætti að geta sinnt Íslendingum í bæði Svíþjóð og Noregi, en í dag eru prestar í bæði Gautaborg og Osló. Þetta er mat starfshóps um framtíðarfyrirkomu- lag prestþjónustu við Íslendinga er- lendis. Í skýrslunni er bent á að prests- embætti í Gautaborg, London og Kaupmannahöfn hafi öll verið stofn- uð í tengslum sjúklinga sem þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu, svo sem líffæraflutninga og hjartaaðgerðir, á sjúkrahús erlendis. Nú fer hins veg- ar langmestur hluti aðgerða á vegum Tryggingastofnunar ríkisins fram í Kaupmannahöfn og sjaldgæft er að sjúklingar séu sendir annað. Tekið er fram að embættið í Osló sé styrkt af norsku þjóðkirkjunni, og því gildi önnur lögmál um það embætti en embættin í London, Gautaborg og Kaupmannahöfn. Það hefur ekki komið til tals á Biskupsstofu að fækka embættum presta í Svíþjóð og Noregi niður í eitt, segir Ragnhildur Benedikts- dóttir, skrifstofustjóri á Biskups- stofu. „Skýrslan kom í byrjun ársins og kirkjuþing hefur ekki fjallað um hana. Það hefur sýnt sig að það er full þörf á þessum prestum, það er allavega yfirdrifið nóg að gera hjá þeim.“ Íslendingafélög ósátt „Ég tel að það sé full þörf fyrir báðar þessar stöður,“ segir Jórunn Finnsdóttir, formaður Íslendinga- félagsins í Noregi. Hún segir að það sé mikill fjöldi Íslendinga í Noregi, sennilega um 4.000 manns sem presturinn þjónar. „Starf prestsins hérna krefst mikilla ferðalaga, presturinn fer um allan Noreg.“ Svavar Hauksson, ritari Íslend- ingafélagsins í Gautaborg, tekur í sama streng. Hann bendir á að í Gautaborg séu menn ekki ókunnugir því ástandi að fá presta langt að, enda þjónaði prestsembættið í Kaupmannahöfn þeim fram til ársins 1994. Hann segir að eftir að þeir fengu eigin prest hafi sóknarstarfið aukist verulega. Svavar bendir á að þar sem presturinn í Noregi sé alfar- ið kostaður af norsku kirkjunni sé ekki víst að hann geti sinnt Svíþjóð líka, enda yrðu Norðmenn eflaust ekki sáttir við að borga fyrir það. Skýrsla um prestþjónustu erlendis Hægt að leggja niður embætti Í YFIRLÝSINGU sem sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi sendi frá sér í gær um mál bandaríska varn- arliðsmannsins sem sakaður er um að hafa stungið mann með hnífi í miðborg Reykjavíkur segir að það valdi sendiráðinu miklum áhyggjum að ríkisstjórn Íslands hafi ekki formlega svarað skriflegri beiðni Bandaríkjanna um lögsögu í málinu í samræmi við varnarsamninginn frá 1951 og viðaukum hans. „Bandaríska sendiráðið heldur áfram að fylgjast með máli varnarliðsmannsins af athygli. Það veldur okkur miklum áhyggjum að ríkisstjórn Íslands hef- ur ekki formlega svarað skriflegri beiðni Banda- ríkjanna um lögsögu í samræmi við varnarsamn- inginn frá 1951 og viðaukum hans. Sem fyrr, hvetjum við ríkisstjórn Íslands til þess að leysa málið með því að standa fyllilega við skuldbind- ingar sínar samkvæmt varnarsamningnum. Með tilliti til flutnings varnarliðsmannsins settu íslensk stjórnvöld eftirfarandi skilyrði fyrir af- hendingu hans til varnarliðsins. 1. Að honum myndi ekki vera leyft að yfirgefa Ís- land. 2. Að hann yrði tiltækur ef návistar hans yrði óskað við réttarhöld á Íslandi. 3. Að íslensk stjórnvöld hefðu aðgang að vitnum á varnarsvæðinu ef þess yrði óskað. Ríkisstjórn Bandaríkjanna samþykkti þessi skil- yrði fyrir afhendingu hans, og hefur farið eftir þeim. Með tilliti til þess hver hefur lögsögu í málinu, þá gerir varnarsamningurinn frá 1951 íslenskum stjórnvöldum skylt að taka til vinsamlegrar athug- unar beiðni bandarískra stjórnvalda um lögsögu í málum þar sem Ísland hefur forrétt til lögsögu. Bandarískir embættismenn hafa ítrekað óskað þess, í skriflegum beiðnum og fjölmörgum sam- tölum við íslensk stjórnvöld, að þau gefi eftir lög- sögu í málinu og uppfylli skuldbindingar sínar sam- kvæmt varnarsamningnum.“ Yfirlýsing frá sendiráði Bandaríkjanna um mál varnarliðsmannsins Ríkisstjórnin hefur ekki enn svarað beiðni um lögsögu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.