Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Jim Smart Eiríkur Auðunn Auðunsson verslunarstjóri og Eyjólfur Júlíus Pálsson, sölustjóri í Fiskversluninni Vör, bjóða framandi fisktegundir til sölu. TÚNFISKSTEIKUR, skelflett taí- lensk risarækja og sverðfiskur frá Indónesíu eru nú á boðstólum í Fiskbúðinni Vör, en Kristján Berg, eigandi verslunarinnar, tók á móti þremur frystigámum með níu fá- séðum fisktegundum í vikunni. Gámarnir koma frá Danmörku og er fiskurinn keyptur af þarlendum miðlara, að sögn Kristjáns. Þá kaupir hann íslenska rækju í Danmörku og flytur aftur hingað heim. „Það er ódýrara fyrir mig að kaupa íslenska rækju í Danmörku en af framleiðendum hér. Ég borga 200–250 krónum minna fyrir kílóið með því að kaupa hana úti. Ef flutn- ingskostnaður til baka er tekinn með í reikninginn er munurinn 150–200 krónur á kíló,“ segir hann. Gedduborri og smjörfiskur Kristján hefur starfað í fisk- verslun í Árósum síðastliðin tvö ár, í því skyni að kynna sér nýjungar í fiskverslun, að eigin sögn, og hefur meðal annars fengist við sushi- gerð. Auk tegundanna sem fyrr er get- ið flytur hann inn roðfletta rauð- sprettu með raspi og gedduborra, sem veiddur er á norðlægum slóð- um, smjörfisk frá Indónesíu, risa- hörpuskel frá Kanada, risarækjur frá Bangladesh og Nílarkarfa sem veiddur er í Viktoríuvatni í Úg- anda, svo fleira sé nefnt. „Þessar tegundir eru valdar með tilliti til þess hversu vel þær henta á grill, að rauðsprettunni undanskil- inni, en hún er ýmist steikt eða djúpsteikt og höfð á danskt smur- brauð, sem Íslendingar þekkja vel. Það er hægt að gera ýmislegt fleira við fisk en að sjóða hann og eftir að hafa dvalið í Danmörku langar mig að kynna danska fiskbúðamenn- ingu hérlendis,“ segir hann. Gámarnir eru þrír, sem fyrr seg- ir, og magnið um 1,5 tonn. Kristján segir danska miðlarann í fyrstu ekki hafa verið ýkja spenntan fyrir að senda hráefnið alla leið til Ís- lands en að hann hafi þó látið undan gegn staðgreiðslu farmsins. Taílensk risarækja og Nílarkarfi frá Úganda FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2003 11 Sigurjóns og Kvikmyndasjóðs um bætur. Þá kemur fram að menntun Sigurjóns sé sértæk en hann er með BA-próf frá Háskóla Íslands og MA- próf í sjónrænni mannfræði frá bandarískum háskóla. Eftir brott- reksturinn fékk Sigurjón tímabundið afleysingastarf sem skólastjóri Kvik- myndaskóla Íslands. Hann reyndi án árangurs að fá vinnu við sitt hæfi og þáði því atvinnuleysisbætur. Sigurjón fór fram á 250.000 krónur í miskabætur þar sem aðgerðir fram- kvæmdastjóra hafi helgast af ómál- efnalegum ástæðum og augljóst sé að aðfinnslur hans í garð Sigurjóns, sem hafðar voru uppi á þeim tíma er Ríkis- endurskoðun fór yfir fjármál sjóðsins, hafi verið í þeim tilgangi einum að finna blóraböggul fyrir óreiðu í fjár- málum sem í raun hafi verið á ábyrgð framkvæmdastjórans sjálfs. Dómur- inn féllst ekki á þetta og í dómsorðum segir að ekki séu efni til ákvörðunar miskabóta samhliða niðurstöðunni. ÍSLENSKA ríkið hefur í Héraðs- dómi Reykjavíkur verið dæmt til að greiða fyrrverandi skrifstofustjóra Kvikmyndasjóðs, Sigurjóni Baldri Hafsteinssyni, 2,7 milljónir króna vegna ólögmætrar uppsagnar og tjóns af völdum hennar. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að sértæk þekk- ing Sigurjóns Baldurs sem og umtal og umfjöllun m.a. í fjölmiðlum virðist hafa haft neikvæð áhrif á möguleika Sigurjóns til að fá starf við sitt hæfi. Í dómnum kemur fram að Sigur- jóni hafi verið sagt upp störfum 4. desember 2001, daginn eftir að hann fékk bréf frá framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs þar sem fundið var að fjárútlátum Sigurjóns sem safn- stjóra, en það var starfsheiti hans einnig. Sigurjón kærði uppsögnina til menntamálaráðuneytisins sem úr- skurðaði uppsögnina ólögmæta. Lagt var fyrir framkvæmdastjóra að semja um tilhlýðilegar bætur vegna starfs- lokanna. Samningar náðust ekki milli Fær 2,7 milljónir vegna ólöglegr- ar uppsagnar Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 DILBERT mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.