Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ YFIRVÖLD í Kaliforníu rannsökuðu í gær hvers vegna 86 ára gamall mað- ur ók á miklum hraða á hóp manna á útimarkaði í Santa Monica í fyrradag og varð níu manns að bana, auk þess sem allt að 45 slösuðust. Ennfremur var rannsakað hvort maðurinn hefði verið óhæfur til að aka bíl sökum ald- urs og slysið hefur kynt undir margra ára deilu í Bandaríkjunum um hvort herða eigi reglur um akstur aldraðra. Lögreglan í Santa Monica sagði að ökumaðurinn, Russell Weller, hefði sagt við yfirheyrslu að hann kynni að hafa stigið á bensíngjöfina þegar hann ætlaði að hemla. „Weller og fjölskylda hans vilja votta fórnarlömbunum og fjölskyld- um þeirra djúpa samúð sína vegna þessa hörmulega slyss,“ sagði lög- fræðingur ökumannsins. Átta manns, þeirra á meðal þriggja ára stúlka, létust samstundis og sá ní- undi dó síðar á sjúkrahúsi. Fjórtán aðrir særðust alvarlega og um 20–30 minna. Hugsanlega ákærður Weller var ekki handtekinn en yfir- völd sögðust vera að íhuga að ákæra hann fyrir „manndráp af einhverju tagi“ og rannsaka hvort hann hefði verið hæfur til að aka bíl. Lögreglumenn leituðu að lyfjum á heimili mannsins og vísbendingum um ökuhæfni hans. Þeir komust að því að hann hafði tvisvar sinnum ekið á bílskúrinn sinn nýlega. Weller sagði lögreglunni að hann hefði verið á leiðinni frá nálægri lög- reglustöð þegar slysið varð og ekki áttað sig fyrr en of seint á því að gatan að útimarkaðnum var lokuð. Hann fór í blóðrannsókn á sjúkrahúsi eftir slys- ið og fyrstu niðurstöður hennar bentu til þess að hann hefði hvorki neytt áfengis né tekið inn geðvirk lyf, svo sem geðdeyfðarlyf eða ofskynjunar- efni. Lögreglan kvaðst ekki hafa áætlað hraðann á bílnum en sjónar- vottur sagði að hann hefði verið um 100 km á klst. Slysið hefur vakið mikla umræðu í Bandaríkjunum um hvort herða eigi reglur um akstur aldraða, líkt og árið 1998 þegar 96 ára gamall maður ók bíl á fimmtán ára stúlku og varð henni að bana. Bandarískur þingmaður beitti sér þá fyrir lögum um að 75 ára öku- menn og eldri yrðu að gangast undir ökupróf en samtök aldraðra Banda- ríkjamanna lögðust gegn því og náði tillagan ekki fram að ganga. 86 ára gamall maður ekur bíl á miklum hraða á útimarkað Níu manns létu lífið og um 45 slösuðust Reuters Lögreglumenn standa við bíl sem ekið var á hóp manna á útimarkaði í Santa Monica í Kaliforníu í fyrradag. Santa Monica. AP, Los Angeles Times. Talið að ökumað- urinn hafi stigið á bensíngjöfina þegar hann ætl- aði að hemla FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins (ESB) hefur hafið umfangsmikla rannsókn á meintri spillingu innan stofnana sinna og hefur Neil Kinnock, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, skipað æðstu embættismönnum hennar að svara spurningalista um fjársvik til að reyna að meta hversu umfangs- mikill vandinn er. Ástæða rannsókn- arinnar er vaxandi ótti um að sú spilling sem talin er hafa átt sér stað innan Eurostat, tölfræðistofnunar ESB, kunni að finnast innan fleiri stofnana sambandsins. Þetta kom fram í breska blaðinu Financial Tim- es í gær. Evrópuþingið lýsti í fyrradag yfir áhyggjum sínum vegna fyrrnefndra grunsemda og boðaði Romano Prodi, forseta framkvæmdastjórnarinnar, á sinn fund í september nk. til að svara spurningum þar að lútandi. Þá sökuðu þingmenn Evrópuþingsins Kinnock og Pedro Solbes, sem fer með efnahagsmál í framkvæmda- stjórn ESB, um að hafa látið hjá líða að sinna aðvörunum um að spilling kynni að viðgangast innan stofnana framkvæmdastjórnarinnar. Sumir þingmannanna kröfðust afsagnar Solbes en hann segist ekki hafa vitað um meint misferli fyrr en í maí sl. er hann las umfjöllun dagblaða um mál- ið. Prodi var gerður að forseta fram- kvæmdastjórnar ESB í kjölfar þess að Jaques Santer, þáverandi forseti, og öll framkvæmdastjórnin sagði af sér árið 1999 eftir að uppvíst varð um spillingu innan hennar. Misferlið heldur áfram OLAF, sérstök nefnd á vegum framkvæmdastjórnarinnar, hefur rannsakað meint misferli síðan 11. júní sl. og samkvæmt skýrslu sem dreift var til þingmanna Evrópu- þingsins í fyrradag er spillingin um- fangsmeiri en áður var talið. Kinnock staðfesti þetta og sagði rannsóknina afhjúpa „ólögmætt og óviðunandi“ athæfi fram til ársins 1999 en sagði jafnframt vísbending- ar vera um að þetta „vítaverða fram- ferði“ héldi áfram. Á miðvikudag hratt framkvæmda- stjórnin af stað rannsókn á meintu fjársvikamáli innan Eurostat og beindist rannsóknin sérstaklega að fyrrum forstjóra stofnunarinnar, Yves Franchet, og staðgenglum hans, Daniel Byk og Photius Nanop- oulos. Meðan á rannsókninni stend- ur hafa mennirnir allir verið fluttir til í starfi og nýr fostjóri Eurostat verið skipaður, Michel Vanden Abeele. Rannsóknin varðar grun- semdir um að mennirnir hafi flutt 900.000 evrur, rúmar 78 milljónir kr., úr opinberum sjóðum inn á banka- reikninga í Lúxemborg. AP Neil Kinnock (t. h.), varaforseti framkvæmdastjórnar ESB, á fundi nefndar sem fer með fjármálastjórn framkvæmdastjórnarinnar í fyrradag. Prodi svari spurning- um um meint misferli Meiri vandi innan ýmissa stofnana ESB en áður var talið Brussel. AFP. TUNG Chee-hwa, æðsti embættismaður Hong Kong sem starfar sem eins kon- ar ríkisstjóri í umboði stjórnvalda í Peking, viðurkenndi fyrir borgurum fyrrverandi brezku nýlendunnar að sér hefðu orðið á mistök og bað um að fá annað tækifæri til að sanna sig. Hét hann því að hlusta betur á almenna borgara Hong Kong um áhyggjur þeirra af umdeildum áform- um um herta löggjöf gegn undir- róðri. Gagnrýnisraddir voru fljótar til að lýsa efasemdum um að Tung gæti nokkurn tímann unnið sér traust borgaranna. Nýjar tölur sem birtar voru í gær um stóraukið atvinnuleysi bættu gráu ofan á svart í kreppu þess stjórnarfyrir- komulags sem komið var á eftir að yfirráð Hong Kong voru færð und- ir Kínastjórn fyrir sex árum. Tilkynnt var á miðvikudag um afsögn tveggja ráðherra í stjórn Hong Kong. Afsagnir öryggis- og fjármálaráðherra stjórnarinnar komu í kjölfar fjöl- mennra mótmæla lýð- ræðissinna, en mót- mælaaðgerðirnar urðu í þessum mánuði víð- tækari en nokkru sinni fyrr. Tung tilkynnti á miðvikudag fyrst um afsögn Reginu Ip úr embætti öryggismála- ráðherra, en hún hafði farið fyrir tilraun stjórnvalda til að lög- leiða hin umdeildu lög gegn undirróðri, sem margir Hong Kong-bú- ar óttuðust að myndu grafa undan pólitísku frelsi sínu. Lögleiðingu frumvarpsins hefur nú verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Síðar um daginn tilkynnti Antony Leung, sem fór með fjár- mál í stjórninni, afsögn sína. Kínastjórn fól Tung 1. júlí í fyrra að gegna embætti sínu í fimm ár til viðbótar, þvert á fyrir- heit um að Hong Kong-búar fengju árið 2007 að velja sér stjórnendur með fullkomlega lýðræðislegum hætti. Tung heldur á morgun til Peking til að eiga viðræður við ráðamenn þar um þróun mála í Hong Kong. Hriktir í Hong Kong-stjórn Tung Chee-hwa viðurkennir mistök og biður borgarana um að gefa sér nýtt tækifæri til að sanna sig Hong Kong. AP. Tung Chee-hwa FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins (ESB) vill setja strang- ari reglur um fullyrðingar matvæla- framleiðenda um hollustu þeirrar vöru sem þeir auglýsa. Þannig leggur David Byrne, sem fer fyrir neytenda- málum sambandsins, til að ESB setji skýrari reglur um orðalag í auglýs- ingum þannig að framleiðendur hugsi sig tvisvar um áður en þeir reyna að lokka neytendur til að kaupa matvörur á þeim forsendum að þær séu hollar eða grennandi. Að sögn Byrne myndu nýju reglurnar útrýma óljósum og misvísandi full- yrðingum um að vörur innihaldi „litla fitu“ eða „mikið magn af trefjum“. Evrópskir auglýsendur brugðust illa við tillögum Byrnes og að því er fram kemur á fréttavef JyllandsPost- en lýsa þeir útspili framkvæmda- stjórnarinnar sem arfleifð af „sósíal- ískum þankagangi“. Þá hafa framleiðendur morgunkorns sagt að reglugerðin myndi setja markaðs- setningu matvöru þeirra allt of þröngar skorður. Evrópskir neytendur eru á hinn bóginn afar ánægðir með tillöguna og segja að með tilkomu nýrra reglna yrðu staðhæfingar auglýsinga um hollustugildi matvöru mun trúverð- ugri. Dönsku neytendasamtökin vör- uðu þó við því að hægt væri að fara í kringum slíka reglugerð. „Framleið- endur geta til að mynda bætt C-vít- amíni í súkkulaði og sagt það vítam- ínríkt,“ sagði Villy Dyhr meðlimur í dönsku neytendasamtökunum. Þrátt fyrir að núgildandi reglur ESB banni að notað sé misvísandi orðalag í auglýsingum vill Byrne herða þau enn frekar með nýju reglu- gerðinni. Hann segir það vera lið í áformum sambandsins um að berjast gegn sjúkdómum sem tengjast neyslu matar, s.s. offitu, sem er vax- andi vandamál meðal ungs fólks í Evrópu. ESB tekur á misvísandi matvæla- auglýsingum Brussel. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.