Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2003 19 Algjör bylting gegn aukakílóunum! Sló öll sölumet í Bandaríkjunum árið 2002 thermo complete Ný vara frá Herbalife Nú geta ALLIR sem þurfa losað sig við aukakílóin - hvað sem þau eru mörg Nánari upplýsingar í síma 515 8899 Geymið auglýsinguna ÞAÐ verður mikið um að vera næstu laugardaga í miðborg Reykjavíkur. Fjölbreytt dagskrá hefur verið skipulögð og gengur hún undir nafninu Mögnuð mið- borg. Herlegheitin hefjast á morg- un með markaðsdegi. Að sögn Eddu Jónsdóttur, verk- efnastjóra Magnaðrar miðborgar og ráðgjafa hjá AP-almannatengslum, verður listrænn laugardagur 26. júlí næstkomandi. Þá verður laugardag- urinn 23. ágúst með alþjóðlegu þema og síðan verður sumarið kvatt með haustfagnaði í borginni laugar- daginn 30. ágúst. Engin dagskrá er skipulögð um verslunarmannahelg- ina og næstu helgar á eftir verður Gay pride-hátíðin og Menningar- nótt Reykjavíkur, sem haldin er á vegum Höfuðborgarstofu. Kaupmenn fari með borð og slár út á götur Edda segir að á morgun sé ætl- unin að skapa karnivalstemningu í bænum og verða fjölmörg skemmti- atriði í boði. „Við hvetjum kaup- menn til að fara með borð og slár út á götur og skapa þannig markaðs- stemningu. Ef það verður gott veð- ur hafa veitingahúsin líka mörg hver borð úti á gangstétt fyrir fram- an hjá sér. Síðan ætlar listmálari að mála andlitsmyndir af fólki fyrir framan Café París og það eykur á þessa markaðsstemningu,“ lýsir hún og bætir við að kaupmenn hafi tekið mjög vel í þessa hugmynd. Að Magnaðri miðborg standa Markaðsnefnd miðborgarinnar, Þróunarfélag miðborgarinnar og aðilar í fyrirtækjum og þjónustu á svæðinu. Styrktaraðilar eru Morg- unblaðið, Kaupþing Búnaðarbanki og Höfuðborgarstofa. Dagskráin nær yfir alla miðborgina, allt frá Laugavegi og Skólavörðustíg að Kvosinni. „Mögnuð miðborg er haldin í annað skipti í ár og vonumst við til að þetta megi verða árlegur viðburður,“ segir Edda. Hún segir að á listrænum laug- ardegi verði opið hjá listafólki og veit hún til þess að sumir hverjir ætli að gefa fólki kost á að fylgjast með þeim við vinnuna. „Síðan verð- ur auðvitað opið í galleríum og við höfum hvatt gullsmiði til að hafa op- ið hjá sér. Birna Þórðardóttir mun fara í göngu um miðborgina og sýna fylgdarfólki sínu hliðar miðborgar- innar sem fáir þekkja. Ganga henn- ar hefur hlotið nafnið „Menningar- fylgd Birnu“. Edda bendir jafnframt á að Borgarbókasafn Reykjavíkur hafi nýverið gefið út bókmenntagöngukort og hyggjast tveir bókmenntafræðingar ganga þær leiðir með borgarbúum. Á list- rænum laugardegi messar Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprest- ur undir berum himni og slíkt hið sama gerir Hjálpræðisherinn á al- þjóðlegum laugardegi. Hún segir að alþjóðalaugardagurinn verði í sam- starfi við Alþjóðahúsið. Meðal dag- skrárliða verður stuttmyndasýning frá öllum heimshornum og Gospel- kór Reykjavíkur gengur um Lauga- veginn og syngur. „Með þessum þemadögum erum við að sýna sérkenni miðborgarinn- ar og fá fólk niður í bæ. Við erum að draga jákvæðar hliðar miðborgar- innar fram í dagsljósið,“ segir Edda. Dagskrá magnaðrar mið- borgar hefst á laugardag Miðborg SKÓGAR- og útivistardagur fjöl- skyldunnar verður haldinn nk. laug- ardag við Hvaleyrarvatn en í boði er fjölbreytt skemmti- og fræðsludag- skrá allan daginn. Dagskráin hefst kl. 13 við Sörla- staði á ávarpi forseta bæjarstjórnar, Jónu Dóru Karlsdóttur. Að ávarpi loknu er gengið út í Gráhelluhraun þar sem séra Gunnþór Ingason verð- ur með helgistund. Að lokinni helgi- stund verður afhjúpaður minnisvarði um Guðmund Þórarinsson kennara. Þá verður m.a. gengið frá Gráhellu- hrauni að Kethelli og Kershelli. Fríar bátsferðir og veiðileyfi Milli kl. 13 og 17 verður Upplýs- ingamiðstöð Hafnarfjarðar með kynningu á ratleik og nýju götu- og þjónustukorti fyrir Hafnarfjörð. Milli kl. 14 og 17 munu skátar í Hraunbúum kynna starfsemi sína við Skátalund (Skátaskálann). Milli 15 og 17 verður grillað vestan við vatnið hjá bæjarskálanum. Heitt verður í kolunum og hverjum og ein- um frjálst að koma með eitthvað á grillið. Listahópur Vinnuskólans verður með gjörning og m.a. verður boðið upp á ókeypis bátsferðir og veiðileyfi í Hvaleyrarvatni. Útivistardag- ur við Hval- eyrarvatn Hafnarfjörður www.nowfoods.comATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.