Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2003 23 FÓLK ferðast á ýmiss konar farar- tækjum þegar það fer í sumarleyfi. Þó eru ekki margir sem ferðast um á tveggja manna hjóli með aftaní- vagni eins og hjónin Elín Árnadótt- ir, kennari við Öskjuhlíðarskóla, og Arnþór Helgason. framkvæmda- stjóri Öryrkjabandalagsins. Þau eru nú á hjólreiðaferð um Snæfells- nes, sem hófst við Dalsmynni í Eyjahreppi þar sem bílnum var lagt og hjólið tekið fram. Leiðinni skipta þau niður í 35–50 km langar dagleiðir. Fyrsti áfangastaðurinn var Gistihúsið Langaholt í Stað- arsveit, næsta Gistiheimilið Brekkubær á Hellnum, svo Hótel Ólafsvík í Ólafsvík, því næst Set- berg við Grundarfjörð og stefnt er á að ljúka dvölinni í Hótel Stykkis- hólmi áður en þau hjónin fara um Vatnaleið að Dalsmynni á ný. Þau Elín og Arnþór telja þennan fararmáta einhern þann vistvæn- asta sem völ er á og segja að með því að ferðast um á hjóli geti þau notið landslagsins enn betur, hlust- að á fuglasöng og numið ilminn frá gróðrinum. Að auki fara þau hæg- ar yfir hvert svæði fyrir sig og ná að kynnast því betur. Vindstrekk- ingur undanfarinna daga hefur að- eins haft áhrif á ferðaáætlun þeirra hjóna, en þau leggja samt Snæfellsnes hægt og bítandi undir Orminum bláa, en það nafn gaf barnabarn þeirra hjólinu sem þau ferðast á. Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann Elín og Arnþór að leggja upp í dagleið á hjólreiðaferð sinni um Snæfellsnes. Á Orminum bláa um Snæfellsnes Hellnum AÐSTANDENDUR veitingahúss- ins Café Riis og Braggans á Hólma- vík vinna þessa dagana hörðum höndum að skipulagningu tónlistar- veislu á Hólmavík dagana 15.–17. ágúst. Það verður Ríó tríó sem ríður á vaðið með tónleikum í Bragganum á föstudagskvöldið og sama kvöld verður dansleikur með hinum lands- þekktu Hljómum. Á laugardeginum stíga svo KK og Magnús Eiríksson á stokk í Bragganum, en ekki er ljóst hvaða listamenn fylgja þá í kjölfarið. Dagskránni mun svo ljúka með tónleikum Ólafs Kjartans Sig- urðssonar tenórs við undirleik Jón- asar Ingimundarsonar. Verða þeir í Hólmavíkurkirkju eftir hádegi á sunnudeginum. Að sögn Sigrúnar Hörpu Magnúsdóttur, sem sér um rekstur Café Riis yfir sumartímann, er búist við fjölmenni. „Vonandi verður fullur bær af fólki.“ Einnig kvaðst hún vona að þarna væri kominn vísir að einhvers konar bæjarhátíð. Verið er að athuga með að bjóða upp á fleiri viðburði og af- þreyingu þessa helgi í samvinnu við aðra ferðaþjónustuaðila á staðnum. Viðtökur hafa verið ágætar síðan Bragginn var opnaður eftir gagn- gerar endurbætur í fyrra. Þá hafði hann ekki verið notaður í allmörg ár, en hann gegndi um áratuga skeið hlutverki félagsheimilis á staðnum og víst er að heimamenn hafa taugar til þessa húss. Böllin með hinni hólmvísku hljómsveit Þyrlaflokknum, sem kom saman á ný í tilefni af opnun Braggans, og tónleikar Gunnars Þórðarsonar í fyrrasumar, voru mjög vel sótt en böllin það sem af er þessu sumri hafa verið frekar róleg, að sögn Sig- rúnar Hörpu. Í vor sýndi leikfélag Hólmavíkur fimm sýningar á gamanleiknum Sex í sveit í Bragganum, sem allar voru vel sóttar. Einnig hefur verið nokk- uð um tónleikahald síðastliðið ár, enda er Bragginn rómaður fyrir frábæran hljómburð. Þegar er farið að taka við borða- pöntunum á Café Riis umrædda helgi, svo og miðapöntunum á tón- listarviðburðina og sagði Sigrún Harpa að það hefði komið skemmti- lega á óvart hve fljótt fólk brást við eftir að fyrstu auglýsingum var dreift á rafrænu formi. Tónlistar- veisla á Hólmavík um miðjan ágúst Hólmavík Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Bragginn á Hólmavík.  Steypusögun  Vegg- og gólfsögun  Múrbrot  Vikursögun  Malbikssögun  Kjarnaborun  Loftræsi- og lagnagöt  Hreinlæti og snyrtimennska í umgengni BT-sögun Sími 567 7544 Gsm 892 7544
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.