Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 26
LISTIR 26 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er ánægjulegt að sjá leiksýn- ingu eins og sýningu Ferðaleikhúss- ins á Light Nights ganga í endurnýj- un lífdaga. Síðustu tvö árin var hún langt undir meðallagi, bestu atriðin stytt og stýfð enda Kristín ein eða bara við annan mann. Það þarf að fara aftur til ársins 1996 til að finna betri uppfærslu af sýningunni, en þá var mörgu nýju aukið við hana og ungir og áhugasamir leikarar settu sinn svip á leikinn. Upphafsatriðið setur nýjan tón þegar ungur maður í þjóðdansafé- lagsútgáfunni af íslenska búningnum dansar um með grímu af einni stærstu poppstjörnu síðustu áratuga liðinnar aldar á höfðinu. Það er greinilegt að Kristín G. Magnús hefur nú fengið til liðs við sig ungt fólk sem sér nýjan og spaugilegri flöt á efniviðnum og nálg- ast hann laust við alla skinhelgi. Sýningin er enn söm við sig að mörgu leyti en súrrealísku atriðin um óhreinu börnin hennar Evu eru víðs fjarri, hvað þá geimverur og mar- bendlar. Það eina sem eimir eftir af þessu gamla, skrýtna efni er tröllið gríðarstóra sem sækir mannfólkið heim. Það sem eftir stendur aukið nýju efni er fjölbreytilegt safn atriða sem fjalla um Ísland allt frá víkingaöld til nútímans. Nú er lögð áhersla á dans, glímuatriðið er tekið upp aftur aukið og endurbætt og rímur heyrast kveðnar. Flest eru atriðin gamal- kunn og stór hluti skyggnumynda- sýningarinnar er enn til staðar. Há- punktar sýningarinnar eru enn sem fyrr lokaatriði þáttanna beggja, sag- an um djáknann á Myrká og móður mína í kví, kví – tvær íslenskar þjóð- sögur sem eiga það sameiginlegt að vera óhugnanlegar í einfaldleika sín- um. Mest nýnæmi er að tveimur stutt- um þáttum sem gerast í miðbæ Reykjavíkur. Eldri þátturinn er eftir Halldór Snorrason, eiginmann Krist- ínar, en hún hefur aukið við nýrra efni í samvinnu við Pál S. Pálsson. Þau bregða upp einfaldri svipmynd af stúlku og dreng sem rekast hvort á annað á bekk við Tjörnina með u.þ.b. sex áratuga millibili. Þarna er kímnin í fyrirrúmi, annarsvegar er leikkona á sjötugsaldri að leika smástelpu og frú á efri árum og hinsvegar leikari um þrítugt að leika rúm tuttugu ár niðurfyrir og fjörutíu ár uppfyrir sig. Báðum tekst ágætlega upp og þau ná góðu jafnvægi milli hins ljúfsára anda textans og kómíkinni sem að- stæðurnar bjóða upp á. Og þá er komið að meginatriðinu sem situr eftir að sýningu lokinni: Kristín er í góðu formi. Eftir að hafa fylgst með hvernig hefur dregið af henni jafnt sem sýningunni hægt og rólega í tímans rás er eitthvað nýtt uppi á teningnum: Hnignunartíma- bilinu er lokið og aftur leikið af fullum krafti. Ef til vill sækir Kristín end- urnýjaðan kraft í samstarfið við ungt og fjörugt fólk? Það er greinilegt að aðstandendur sýningarinnar skemmta sér vel í leik og dansi. Páll S. Pálsson hefur starfað að mestu í Englandi þó honum hafi brugðið fyrir á sviði hér á landi með nokkurra ára millibili. Hann lék t.d. í enskri uppfærslu á Sjálfstæðu fólki sem kom hingað 2000 og var eftir- minnilegur sem dælustjórinn í Sköll- óttu söngkonunni eftir Ionesco 1996. Honum hefur að vonum farið mikið fram á þessu árabili, enda býr hann að því að hafa mjög skemmtilega sviðsnærveru. Þorleifur Einarsson er alvörugefinn spaugari og kraft- mikill stuðbolti eins og upphafsatrið- ið gaf til kynna. Katla Þórarinsdóttir ljáði þeim persónum sem hún lék virðingu og festu, auk þess sem dans hennar var fallega stílfærður. Þór- unn Bjarnardóttir var auðvitað eftir- minnilegust sem Guðrún/Garún sem var svo innilega óheppin í ástum. Annað sem helst í hendur við kraftinn og endurnýjunina er tækni- stjórn, ljósahönnun og keyrsla tækniatriða í sýningu. Allt gekk þetta algerlega snurðulaust sem er afrek á jafn fjölbreyttri sýningu. Það er léttara yfir sýningunni en nokkru sinni áður og greinilegt að það hefur verið farið í gegnum hana og allt það tekið út sem hindraði eðli- legt flæði til að rýma fyrir nýjum at- riðum eða viðaukum við eldra efni. Kristín G. Magnús hefur á fjórða ára- tug staðið fyrir þessum mjög svo sér- staka þætti íslensks leiklistarlífs með það fyrir sjónum að kynna landið er- lendum ferðamönnum. Það er að vona að henni endist aldur og elja til að halda þessu starfi áfram um ókom- in ár. LEIKLIST Ferðaleikhúsið Höfundar eða þýðendur leikins og lesins efnis: Halldór Snorrason, Kristín G. Magnús, Magnús S. Halldórsson, Martin Regal, Molly Kennedy og Páll S. Pálsson. Leikstjóri og leikmyndarhönnuður: Krist- ín G. Magnús. Hönnuðir skyggnumynda- sýningar: John Pulver og Magnús S. Hall- dórsson. Höfundar tónlistar: Hilmar Örn Hilmarsson, Jón Leifs, Leó G. Torfason, Ragnar Björnsson og fleiri. Dansahöf- undar: Elín Eggertsdóttir, Katla Þórarins- dóttir og Michael Jackson. Glímuþjálfari: Hörður Gunnarsson. Búningar: Dóróthea Sigurfinnsdóttir. Grímur: Jón Páll Björnsson og Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Tæknistjóri: Jón Ív- arsson. Ljósahönnuður: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tæknimaður: Caroline Dalton. Raddir af segulbandi: Kristín G. Magnús, Martin Regal og Robert Berm- an. Leikarar og dansarar: Katla Þórarins- dóttir, Kristín G. Magnús, Páll S. Páls- son, Þorleifur Einarsson og Þórunn Bjarnardóttir. Mánudagur 7. júlí. LIGHT NIGHTS Endurnýjun lífdaga Sveinn Haraldsson Kristín G. Magnús og Þorleifur Einarsson í Light Nights. UNDANFARIN misseri hafa staðið yfir miklar endurbætur á gamla Her- húsinu á Siglufirði í þeim tilgangi að koma þar upp gestavinnustofu og dvalarstað fyrir innlenda og erlenda listamenn. Nú í vor lauk viðgerðum á húsinu að utanverðu og eru endur- bætur innanhúss þegar hafnar. Ráð- gert er að vígja Herhúsið fyrir nýja notkun síðsumars á næsta ári. Að sögn Brynju Baldursdóttur, for- manns Herhúsfélagsins, var Herhús- ið byggt af Hjálpræðishernum árið 1914 og um áratuga skeið voru þarf haldnar samkomur Guði til dýrðar. Verulega hafði þó dregið úr starfsem- inni síðari hluta aldarinnar. „Við vorum nokkrir áhugamenn um listir sem vildum koma upp gesta- vinnustofu hér og vorum á höttunum eftir húsi. Vorið 1999 bauðst okkur Herhúsið nánast gefins undir þessa starfsemi og var þá ákveðið að stofna formlega Herhúsfélagið. Öllum sem áhuga hafa á þessu verkefni er vel- komið að gerast félagar. Nú þegar eru félagsmenn orðnir um 300 talsins alls staðar að af landinu,“ segir Brynja sem sjálf er myndlistarmaður og býr og starfar á Siglufirði. „Það er mikið um menningarvið- burði hér á Siglufirði en okkur fannst hins vegar vanta það að listamenn- irnir stöldruðu eitthvað við til lengri tíma. Okkur fannst tilvalið að koma upp vinnustofu hérna á Siglufirði því staðurinn hefur upp á svo mikla nátt- úrufegurð og ríka menningarsögu að bjóða. Auk þess er það ekki amalegt til innblástrar að hafa fjöllin á þrjá vegu og hafið á þann fjórða. Í flestum tilfellum þar sem listamenn dvelja í svona vinnustofum fá þeir algeran frið til að vinna. Við ætlum hins vegar ekki alveg að gefa þeim frið því við viljum að bæjarbúar hér verði varið við að komið sé nýtt blóð í bæinn. Listamaðurinn mun dvelja í húsinu sér að kostnaðarlausu, en þarf einn dag í mánuði annaðhvort að opna hús- ið fyrir bæjarbúum og hafa vinnu- stofusýningu eða standa fyrir ein- hvers konar uppákomu að eigin vali. Okkur langar til að festa í sessi einn ákveðinn dag í mánuði þannig að bæj- arbúar geti alltaf gengið að honum vísum. Þetta er ekki það mikið mál fyrir listamanninn, bara einn dagur, en alveg frábært fyrir bæjarbúa,“ segir Brynja. Ráðgert er að gera sögunni góð skil í húsinu þegar endurbyggingunni er lokið. „Í anddyri hússins munum við sýna mikinn fjölda mynda og muna sem tengjast veru Hjálpræðishersins í húsinu,“ segir Brynja, en Hjálpræð- ishernum hefur verið boðið húsið til afnota í eina viku sumar hvert. Að sögn Brynju eru framkvæmd- irnar mjög kostnaðarsamar, en marg- ir hafa verið reiðubúnir að leggja verkefninu lið. Þannig hefur fjöldi bú- settra og brottfluttra Siglfirðinga styrkt verkefnið á síðustu þremur ár- um og má þar nefna fremstan í flokki Arnold Bjarnason sem gaf allt báru- járn utan á húsið. Að auki hefur endurbyggingin not- ið styrkja frá húsfriðunarnefnd, menntamálaráðuneytinu, Siglufjarð- arkaupstað, Bási og myndlistarmönn- um víða um land. Endurbygging Herhússins langt á veg komin Ljósmynd/Brynja Baldursdóttir Herhúsið á Siglufirði. Viðgerðum utanhúss lauk nú í sumar. SKYLDU skáld nútímans fyrst og fremst eiga erindi við sig sjálf? Sú hugsun læðist að manni þegar ný ljóðabók Harðar Gunnarssonar er lesin, Týndur á meðal orða. Tvennt veldur því einkum. Höfundurinn full- yrðir það í einu ljóða sinna að þeir séu hvort sem er svo fáir sem nenni að lesa og að hann eigi fyrst og fremst erindi við sjálfan sig. Þess ut- an verður ekki sagt að ljóðheimur Harðar sé mjög aðgengilegur mönn- um. Mikið er um persónulegt tákn- mál og sérviskulega orðafimleika. Ljóðin eru innhverf og ljóðheimur- inn fremur óljós og splundraður. Tættar myndir, líkastar dagbókar- brotum eða hugleiðingum, textinn prósakenndur og hverfist oft í ljóð í lausu máli. Lesanda dettur í hug hugflæði og jafnvel ósjálfráð skrift en kvæðin eru kannski fullmikið unnin til að standa undir þeim hug- myndum. Á bak við orðin er sjálfið týnt ef marka má titil bókarinnar og þessu ljóðsjálfi, ljóðsegjanda sem oftast er einn á ferð, fylgir lesandinn í gegn- um ljóðabókina um æskuminningar, sjúkdómslýsingar og batalýsingu auk ótal hugleiðinga um hin marg- víslegustu mál. Yfir öllu hvílir ein- hver melankólía og framandleiki: Ég er týndur á meðal orða og einhver sagði mér að það væri skáldskapur samt upplifi ég einhverskonar harm í raun Maður er svo sjaldan maður sjálfur, eins er með þá sem maður býr með og húsið sem hefur sál Þú þykist þekkja það af langri nærveru. Síðan koma dagar Allir verða einhverntímann framandi meira að segja foreldrar manns Styrkur þessa skáldskapar er innsæi og sterk túlkun firringar og einsemdar og á stundum kryfjandi sjálfskoðun. Miklu veikari eru til- raunir höfundar til að túlka hvers- dagsleikann á upphöfnu máli. Þrátt fyrir miklar orðasmíðar, myndsköp- un og nákvæma notkun litaorða eða kannski vegna þessa alls hættir höf- undi til ofhlæðis. Sum orðasmíðin er endurtekin aftur og aftur, lesþung bók, ritþung hönd, bládrengur, ís- blár o.s.frv. svo að þau verða ein- hvers konar leiðarminni sem þó tengja ekkert saman. Myndmál virð- ist sömuleiðis stundum vera í lausu lofti líkt og það sé einvörðungu til skrauts. Ég held að ég verði segja að bók Harðar sé fremur orðmörg ljóðabók. Sumt í myndsköpuninni verður þó þrátt fyrir tilhneigingu til ofskreyt- ingar að þokkalegum skáldskap. Dæmi um þetta er þessi upptendr- aða mynd af samfléttun trúar og tón- listar en tónlist gegnir veigamiklu hlutverki í ljóðaheimi Harðar: Hljóðbylgjur slá hugargrasið ljósbaugum, lýsa upp fyrirframgerðan viljann einsog fyrirboða. Í vissri birtu sér maður eitthvað sem minnir á syndandi svif í augnhimnunni Ég játa það að mér finnst margt í trúnni ægifagurt þessi brimgarður á haffletinum sem búinn er að rísa og falla svo lengi sem sjórinn hefur verið til Lengra eða öllu heldur nær kemst hugurinn ekki eilífðinni. Ég hygg að margt í kveðskap Harð- ar bendi til þess að hann sé liðtækt skáld. Einlæg sýn hans, innsæi og sterk túlkun firringar og framand- leika bendir til þess. Hins vegar hygg ég að einfaldari nálgun efnisins henti skáldinu betur. Ég er nefnilega þeirrar skoðunar andstætt höfundi að skáld eigi erindi við aðra menn ekki síður en við sjálf sig og þá sakar ekki að yrkja ljósar en hér er gert. BÆKUR Ljóðabók eftir Hörð Gunnarsson, Pjaxi ehf, 2003 – 96 bls. TÝNDUR Á MEÐAL ORÐA Að týnast í orðum Skafti Þ. Halldórsson Á DÖGUNUM var opnuð samsýning húsvískra myndlistarmanna í Galleri 10 á Húsavík. Á sýningunni, sem stendur til 25. þessa mán- aðar, kennir ýmissa grasa í myndlistinni, þar sýna alþýðulistamenn,grafískir hönnuðir og myndlistarnemar m.a. málverk, útskurð, mynd- vefnað og ljósmyndir. Galleri 10 er til húsa í verbúðarbyggingunni við höfnina. Það er Sunna Guðmundsdóttir sem rekur galleríið og er þar jafnframt með vinnu- stofu. Hún stundar nú myndlistarnám í Listahá- skóla Íslands. Samsýning í Galleri 10 Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Alþýðulistamaðurinn Ragnar Hermannsson við eitt verka sinna á sýningunni ásamt Sunnu Guð- mundsdóttur myndlistarnema og galleríeiganda. Húsavík. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.