Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S AMKEPPNISRÁÐ tel- ur Icelandair vera í einstakri yfirburða- stöðu á samkeppnis- markaði sem nær yfir áætlunarflug frá Keflavík til London og Kaupmannahafnar. Þetta er lykilatriðið í úrskurði ráðsins frá því í fyrradag. Vegna þess kemst samkeppnisráð að þeirri niðurstöðu að Icelandair hafi brotið gegn 11. gr. sam- keppnislaga þegar félagið bauð og kynnti sértilboð á flugi til Kaupmannahafnar og London. Metur ráðið þessar aðgerðir og verðlagningu þannig að þær séu framkvæmdar í því skyni að koma í veg fyrir að Iceland Ex- press nái fótfestu á sama markaði og flokkist sem skaðleg undir- verðlagning. „Gögn málsins stað- festa þetta mat,“ segir í úrskurði samkeppnisráðs. Valgerður Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, segist ekki sjá á niðurstöðu samkeppn- isráðs að tilefni sé til að breyta samkeppnislögum. Löggjöfin sé í samræmi við það sem gildi á Evr- ópska efnahagssvæðinu. Hún minnir á að samkvæmt samkeppnislögum gildi mjög strangar reglur um markaðsráð- andi fyrirtæki eins og um sé að ræða í þessu tilfelli. „Það gefur auga leið að eðlileg samkeppni getur ekki átt sér stað við þær aðstæður að eitt fyrirtæki ráði markaðnum. Það fyrirkomulag sem almennt ríkir á markaði á hinu Evrópska efnahagssvæði er frelsi í viðskiptum án þess að lög- gjafinn hafi áhrif á verðlag. Það er síðan verkefni eftirlitsstofnana að reyna að sjá til þess að við- skiptahættir séu heilbrigðir.“ Valgerður segir að til lengri tíma litið skipti mestu máli fyrir neytendur að það ríki samkeppni á markaðnum. Pétur Blöndal, formaður efna- hags- og viðskiptanefndar Al- þingis, vill ekki tjá sig sérstak- lega um úrskurð samkeppnisráðs í máli Icelandair og Iceland Ex- press þar sem búið er að áfrýja málinu. Hann segir nauðsynlegt að hafa ákvæði í samkeppnislögum sem heimili yfirvöldum að grípa til aðgerða telji þau hegðun fyr- irtækja á markaði fara gegn heil- brigðri samkeppni. Þó undirverð- lagning gagnist neytendum til skamms tíma skaðar það þá til langs tíma. Þó samkeppnislög þurfi sífellt að vera til endurskoðunar vegna breyttra aðstæðna er ekki þörf á því í kjölfar úrskurðar samkeppn- isráðs að mati Péturs. Séu fyrir- tæki ósátt við niðurstöðu sam- keppnisyfirvalda hafi þau heimild til að áfrýja henni til áfrýjunar- nefndar og eftir efni og ástæðum dómstóla. „Til þess þyrftu dómstólar að vera sneggri að fá niðurstöðu því mörg þessara ágreiningsmála daga fljótt uppi. Í máli Icelandair og Iceland Express hefur enga þýðingu að koma með úrskurð eftir einhver ár,“ segir Pétur. Það sé því athugandi að reyna að hraða málsmeðferð hjá dómsstól- um sé ágreiningi skotið þangað. Ágreiningur um markaðsráðandi stöðu Í máli flugfélaganna var ágreiningur milli Icelandair og Iceland Express um hvort fyrr- nefnda félagið hefði markaðsráð- andi stöðu. Samkeppnisráð rök- styður það álit að Icelandair sé með markaðsráðandi stöðu enda verður það að gilda svo hegðun fyrirtækisins falli undir 11. grein samkeppnislaga. Í úrskurðinum kemur fram að Icelandair hafi um áratugaskeið haft yfirburðahlutdeild í áætlun- arflugi milli Íslands og Evrópu. Markaðshlutdeild sé einn veiga- mesti mælikvarði á markaðsstöðu fyrirtækis. Sé litið til framboð- inna sæta á flugleiðum frá Kefla- vík til Kaupmannahafnar á sl. ári sé hlutdeild félagsins 82% og 70% framboðinna sæta til London. Sé miðað við sætaframboð og forsendur í úrskurði samkeppn- isráðs flytur Icelandair um 33.500 farþega til og frá Kaupmanna- höfn í viku hverri yfir sumarmán- uðina en Iceland Express aðeins 2.072. Icelandair flytur 10.360 farþegar flugleiðina til og frá London í hverri viku en Iceland Express sama fjölda og til Kaup- mannahafnar eða 2.072. Verðlækkun markaðsráðandi fyrirtækja ekki bönnuð Samkeppnisráð segir í úrskurði sínum að við mat á ásökunum Iceland Express um skaðlega undirverðlagningu verði að hafa í huga að samkeppnislög banni ekki markaðsráðandi fyrirtækj- um að bregðast við samkeppni með því að lækka verð. Sú ákvörðun verði samt að byggjast á hlutlægum og málefnalegum sjónarmiðum. Þvert á móti sé það í samræmi við markmið sam- keppnislaga og hagstætt neyt- endum að markaðsráðandi fyr- irtæki taki með virkum hætti þátt í heilbrigðri verðsamkeppni eða bæti og auki vöru- eða þjónustu- framboð. Á hinn bóginn segir samkeppn- isráð að það verði að líta til þess að vel þekkt sé í samkeppnisrétti að markaðsráðandi fyrirtæki geti á grundvelli styrks síns gripið til verðlækkana eða annarra að- gerða sem miði að því að koma keppinautum út af marka eða hindra að nýr keppin geti haslað sér völl. Þá geti keppnishamlandi aðgerðir m aðsráðandi fyrirtækis leit þess að nýr aðili skirrist v hefja samkeppni á marka þar sem hún yrði of kostn söm og reksturinn því óarðb Skaðleg undirverðlagn Samkeppnisráð vísar í sænska markaðsdómstólsin 1998 sem bendi til þess að geti verið að gera strangari ur til verðlækkana fyrirtæ yfirburðastöðu. Icelandair h því fram að hvað sem öðru l fyrirtækinu ávallt heimil mæta samkeppni, jafnvel þó ist sé að þeirri niðurstöðu a gjöld væru að öðrum kosti fela í sér skaðlega undirverð ingu. Þetta fær ekki staðist að samkeppnisráðs. Í úrskurð segir ljóst að markaðsrá fyrirtæki er almennt ekki h að selja vöru undir kostn verði þó verið sé að mæta t frá keppinauti. Þegar teki tillit til áhrifa af vildarpun Icelandair voru umrædd s tilboð á flugi til Kaupmanna ar og London undir staðfæ kostnaði að mati samkeppni Icelandair lækkaði einnig v viðskiptafargjöldum um al 41-43% á þessum flugleiðum aðeins á sömu brottfarart og falla að flugi Iceland Exp Samkeppnisráð segir þetta lega undirverðlagningu ósamræmi við þá ríku skyldu hvílir á fyrirtæki í markað Viðskiptaráðherra telur ekki tilefni ti Flugleiðir yfirburðas Flugvélar Flugleiða fljúga yf Samkeppnislög banna ekki markaðs- ráðandi fyrirtækjum að bregðast við sam- keppni með því að lækka verð. Í yfirferð Björgvins Guðmundssonar yfir úrskurð samkeppnisráðs, um misnotkun Ice- landair á markaðsráðandi stöðu, kemur hins vegar fram að miði verðlækkunin að því að koma keppinautum út af mark- aðnum sé það brot á samkeppnislögum. FRAMTÍÐ FÆÐINGARORLOFSSJÓÐS Að öllu óbreyttu stefnir í að eigiðfé Fæðingarorlofssjóðs verði aðfullu uppurið árið 2005. Áætl- anir gera ráð fyrir að halli á rekstri sjóðsins muni nema einum milljarði á þessu ári en í ársbyrjun var eigið fé hans 2,5 milljarðar. Útgjöld sjóðsins hafa nær tvöfaldast frá fyrsta starfsári hans en tekjur einungis aukist um 10%. Án aukinna tekna gengur því hratt á sjóðinn. Sú breyting sem gerð var á lögum um fæðingarorlof og tók gildi í ársbyrj- un 2001 var gífurlegt framfaraskref og líklega eitt stærsta skref sem tekið hefur verið í jafnréttismálum hér á landi. Lokaáfanginn tók gildi um síð- ustu áramót en þá varð fæðingarorlof níu mánuðir, þrír mánuðir ætlaðir móð- urinni, þrír mánuðir ætlaðir föðurnum og þrír mánuðir sem foreldrarnir geta skipt á milli sín að vild. Mánuðirnir þrír sem hvort foreldri á fyrir sig eru óframseljanlegir. Með breytingunni var því sjálfstæð- ur réttur feðra til fæðingarorlofs tryggður án þess að skerða rétt mæðra. Reynslan af hinum nýju lögum hefur verið framar björtustu vonum. Þorri feðra nýtir sér rétt sinn til orlofs. Það hversu margir nýta sér þessi rétt- indi er meginástæða þess að eins hratt gengur nú á eigið fé sjóðsins og raun ber vitni. Árni Magnússon, félagsmálaráð- herra segir í Morgunblaðinu, í gær að enn hafi engar umræður farið fram um framtíð Fæðingarorlofssjóðs. „En það eru ekki nema tvær leiðir, annaðhvort að auka innstreymið í hann eða minnka útstreymið og það verður ekki gert nema að skerða réttindin. Ég sé þó ekki fyrir mér að við gerum það, að minnsta kosti ekki hin almennu rétt- indi,“ segir félagsmálaráðherra. Það væri stórslys ef tekin yrði ákvörðun um skerðingu fæðingaror- lofsins sem slíks. Því verður vart trúað að nokkur vilji hverfa frá því að réttur feðra og mæðra til orlofs sé jafn. Í lok ársins 2001 áttu sér stað miklar um- ræður um hvort fresta bæri gildistöku ákvæða um sjálfstæðan rétt feðra. Nið- urstaðan var sú að slíkt væri ekki rétt- lætanlegt. Í nýafstaðinni kosningabar- áttu var breyttu fæðingarorlofi réttilega hampað sem einhverju mesta framfaramáli er náðist í gegn á síðasta kjörtímabili. Hins vegar gæti komið til greina að setja tiltekið þak á greiðslur úr Fæð- ingarorlofssjóði, eins og gert er sums staðar á Norðurlöndum. Sumir hafa séð ofsjónum yfir því að fólk með mjög háar tekjur fái greidd 80% launa sinna í fæðingarorlofi. Hættan er hins vegar sú að ef slíkt þak yrði sett á myndi það verða til þess að draga úr hvatningu karla, sem enn hafa alla jafna hærri tekjur en konur, til að verja dýrmætum tíma heima með börnum sínum. Ef þakið yrði nógu hátt til að útiloka að- eins hið raunverulega hátekjufólk myndi það skila litlum sparnaði fyrir Fæðingarorlofssjóð. Ef það ætti hins vegar að skila sparnaði, sem um mun- aði, er hætta á að það færi með það eins og ýmsar aðrar tekjutengingar; að það bitnaði á millitekjufólki og færi að vinna gegn tilgangi fæðingarorlofs- laganna. Breytingar á fæðingarorlofi voru á sínum tíma ákveðnar með samráði stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Það hlýtur að verða eitt af forgangs- verkefnum næstu missera að tryggja samstöðu um það hvernig fjármagna beri framtíð Fæðingarorlofssjóðs þannig að viðhalda megi þeim mikla ár- angri sem nú þegar hefur náðst. MIKILVÆGT AÐHALD Það aðhald, sem Fjármálaeftirlitiðog Kauphöll Íslands veita fjár- málamarkaðnum og viðskiptalífinu á Íslandi er mikilvægt. Hlutabréfamark- aðurinn hér, sem framan af einkenndist af lögmálum frumskógarins er smátt og smátt að taka á sig mynd þróaðs markaðar, sem lýtur ákveðnum lögmál- um. Vakni efasemdir um að þeim lögum og reglum sé fylgt tekur Fjármálaeft- irlitið og eftir atvikum Kauphöll Ís- lands slík tilvik til skoðunar. Hinn 3. júlí sl. skýrði Morgunblaðið frá því, að Fjármálaeftirlitið væri að afla upplýsinga um viðskipti með hluta- bréf í Skeljungi hf., sem fram höfðu far- ið nokkrum dögum áður eða 30. júní sl. Athugun þessara aðila beinist ann- ars vegar að tilkynningaskyldu Skelj- ungs en hins vegar að viðskiptum með hlutabréf í Skeljungi þennan tiltekna dag, þar sem bankarnir þrír komu við sögu. Í samtali við Morgunblaðið hinn 3. júlí sl. sagði Þórður Friðjónsson, for- stjóri Kauphallar Íslands m.a.: „…við vissum að það var eitthvað að gerast, en höfðum ekki upplýsingar um hvað það væri. Tilkynningin berst síðan mjög seint og að mörgu leyti hefði verið æskilegt eftir á séð að fréttatilkynning- in hefði birzt strax um morguninn og þá um leið hefði verið lokað fyrir viðskipt- in í örstuttan tíma eins og við erum van- ir að gera við sambærilegar aðstæð- ur…“ Í Morgunblaðinu í gær skýrir Bene- dikt Jóhannesson, stjórnarformaður Skeljungs hf., þá töf sem varð á form- legri tilkynningu eftir að félagið hafði haft samband við Kauphöllina fyrr um morguninn á þann veg, að bankayfir- færzla gjaldeyris hafi tekið hátt í þrjá klukkutíma eða miklu lengri tíma en hann hafi gert sér í hugarlund. Sala bæði Landsbanka og Íslands- banka á hlutabréfum í Skeljungi þenn- an dag hefur vakið athygli og spurn- ingar. Svo og mikil kaup Kaupþings Búnaðarbanka á bréfum í Skeljungi frá því að markaðurinn opnaði að morgni mánudags. Í því sambandi verður þó að gæta þess, að Kaupþing og síðar Kaup- þing Búnaðarbanki hafa jafnt og þétt aukið hlut sinn í félaginu undanfarna mánuði. Aðalatriði málsins er að athugun fer fram á þessum viðskiptum þar sem spurningar hafa vaknað. Það sýnir að eftirlitskerfið með fjármálamarkaðn- um virkar og tekur við sér, þegar tilefni er til. Fengin reynsla frá öðrum löndum sýnir, að það er mjög brýnt að sterkt aðhald sé með viðskiptum af þessu tagi. Margt bendir til að nauðsynlegt sé að efla þetta eftirlit hér enn verulega eins og Morgunblaðið hefur áður bent á. Eftirlitsstofnanir þurfa að hafa bæði mannskap og fjármuni til þess að sinna þessu mikilvæga hlutverki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.