Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Bói bróðir hefur kvatt öllum að óvörum og allt of snemma. Minningar streyma fram og blandast treganum sem hef- ur fyllt hugann undanfarna tíu daga. Minningar um góðan dreng sem lífið lék ekki alltaf við. Bói bróðir elskaði fjölskylduna sína og systkini og sýndi það bæði í orði og verki. En segja má að á lífsleiðinni hafi hann oft verið sjálfum sér verstur. Hann var óska- barn mömmu. Hún hafði lengi þráð að eignast son en fyrir átti hún Gunnu og Möggu, Huldu sem var tvíburi á móti dreng sem lést tveggja daga gamall og Bíbí. Seinna bættust Helga, ég og Gunnbjörn í hópinn. Bróðir okkar var góðum kostum gæddur, greindur og góður náms- maður. Hann lauk gagnfræðaprófi fjórtán ára og tók Sjómannaskólann liðlega tvítugur á einum vetri með glæsibrag. Þá þegar hafði þessi góði bróðir gerst vinfenginn við Bakkus. Hann kom stoltur heim eftir góðan árangur í Sjómannaskólanum og hafði notið dvalarinnar í Reykjavík. Þann vetur féll það fræ sem segja má að síðar hafi leitt hann saman við lífs- förunaut sinn, Þórhöllu Þórhallsdótt- ur. Aðeins fimmtán ára að aldri fór hann til sjós og sótti sjóinn bæði á línubátum og togurum, aðallega heima á Ísafirði en líka fyrir sunnan þegar á leið. Við skynjuðum að mamma var ekkert of hrifin af að Bói fetaði í fótspor pabba með sjó- mennskuna og þegar sonurinn ungi kom í land eftir lengri útilegur var há- tíð í bæ. Þegar mamma dó frá átta börnum aðeins 51 árs gömul var Bói á Grænlandsmiðum og fékk harma- fréttina langt frá sinni kæru fjöl- skyldu. Pabbi og stóri systkinahóp- urinn urðu fyrir alvarlegu áfalli og þótt allir reyndu að hlúa hver að öðr- um má álykta að dulur unglingurinn hafi þarna farið í gegnum lífsreynslu sem seint var unnið úr. Æskuárin okkar á Ísafirði voru JÓNAS ÞÓR GUÐMUNDSSON ✝ Jónas Þór Guð-mundsson fædd- ist á Ísafirði 6. nóv- ember 1934. Hann lést á sjúkrahúsi í Dobrich í Búlgaríu 5. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grafarvogs- kirkju 17. júlí. mikil hamingjuár og Ísafjörður var einstak- ur bær að vaxa úr grasi í. Miklir kærleikar voru með pabba og mömmu, uppvaxtarskilyrði okk- ar voru góð á þeirra tíma mælikvarða og við bjuggum við aga og ást- ríki. Foreldrar okkar settu sér þau markmið að börnin þeirra skyldu öll ljúka gagnfræða- prófi og að gefa þeim gott veganesti út í lífið. Það var oft líf og fjör í Brunngötunni, gestkvæmt á heimilinu, vinir og fjöl- skylda litu nær daglega inn og fólkið úr sveitinni var aufúsugestir. Bói var í sveit á sumrum á Sléttu hjá afa og ömmu eins og eldri systkinin. Við yngri systkinin áttum oft skemmti- legar stundir með þessum glaðværa bróður sem gat verið bæði uppfinn- ingasamur og stríðinn. Seinna kom hann með spennandi gripi úr sigling- um og sérstaklega er minnisstætt þegar hann kom með forláta segul- bandstæki sem ekki þekktust á Ísa- firði þess tíma. Rokktímabilið var að hefja sitt skeið og við dönsuðum í stofunni heima sem varð miðstöð í vinahópnum. Eftir að mamma dó og pabbi flutti suður áttum við yngri systkinin skjól á heimili Huldu systur og Konna sem voru einstaklega umhyggjusöm við okkur öll. En fljótlega tvístraðist hóp- urinn og m.a. flutti Bói suður. Þar var hann til sjós næstu árin og hitti þá á ný Þórhöllu barnsmóður sína og hóf með henni sambúð. Þau eignuðust saman Auði Sigurjónu og Jónas Þór. Fyrir átti Þórhalla Lárus, Óskar og Beggu og velferð þeirra var bróður okkar ávallt mjög hugleikin. Son höfðu þau Þórhalla eignast árum áður en hann verið ættleidddur og það olli bróður okkar oft hugarangri að hafa misst af samneyti við þetta elsta barn sitt. Bói bróðir tók einarða afstöðu með mönnum og málefnum. Hann átti til að láta fólk vita að honum líkaði skoð- un þess eða frásögn sem hann las eða hlustaði á í ljósvakamiðlunum, hann þoldi ekki fólk sem talaði niður til annarra en mat mikils að mæta hlýju og vinsemd í almennum samskiptum fólks í dagsins önn. Frásagnargleði og ríkt skopskyn var honum eðlislægt og framkallaði oft mikla kátínu á sam- verustundum okkar systkinanna. Það var mjög ánægjulegt hve bræður okkar urðu samrýmdir og hve náið samband þeirra varð eftir að þeir urðu einir. Við Sverrir vorum þátttakendur í ótal viðburðum í lífi Bóa, hann var sterktengdur börnunum okkar og þau hænd að honum. Það skipti mig máli hversu gott var milli Sverris og bróður míns og að heimilið okkar var honum jafnan opið hvernig sem á stóð. Oft féllu orð mikillar speki af vörum Bóa. Mér er t.d. minnisstætt þegar hann sagðist hafa velt fyrir sér þessari margumtöluðu hamingju og nú væri honum loksins ljóst að ham- ingjan væri einfaldlega það að vera ekki óhamingjusamur. Eftir að hann hætti til sjós gerðist hann sendibíl- stjóri en var sestur í helgan stein fyrir nokkrum árum. Hann dreymdi um heilt sumar í Búlgaríu þar sem hann hafði átt ánægjulegt frí fyrir nokkr- um árum með Gunnbirni yngri bróð- ur okkar og ákvað að láta drauminn rætast. Dvölin varð stutt og hann átti ekki afturkvæmt. Á nýjum stað hafa ástvinir beðið hans og tekið honum í mót. Okkur systkinunum er mikil eftir- sjá í þessum góða bróður en efst í huga okkar er þökk fyrir kærleiks- ríka samfylgd. Fjölskylda mín biður guð að styrkja þau sem voru honum kærust af öllum, Auði, Jónas og barnabörnin. Far þú í friði, kæri bróðir, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Rannveig, Sverrir og börn. Ber er hver að baki nema sér bróð- ur eigi, segir máltækið. Það á vel við Jónas bróður minn, sem líka var einn af mínum bestu vinum.Við töluðum saman í síma, eða hittumst næstum á hverjum einasta degi undanfarin ár. Það er varla að maður sé búinn að átta sig á því að Jónas er ekki meðal okkar lengur. Það munar engu að ég gangi að símanum til að hringja í hann, slíkur er máttur vanans. Það verður erfitt að venjast því að það er ekki lengur hægt. Jónas var alla tíð góður bróðir. Ég minnist þess að þegar ég var lítill strákur, fannst mér alltaf spennandi að fá afmælis- og jólagjafir frá Jónasi bróður, því hans gjafir voru dálítið öðruvísi, hann vissi nokkuð hvað litla bróður langaði í. Mig langar að minn- ast á ferðalag, sem við bræðurnir fór- um saman í sumarið 1981. Þá vorum við báðir giftir menn, með lítil börn, en konur okkar gáfu okkur leyfi til að fara saman í 12 daga öræfaferð með Úlfari Jacobsen. Jónas bróðir bauð mér í þessa ferð, og hún var stórkost- leg. Það var víða komið við og gist í tjöldum. Ferðast var um Suðurland, Austurland og Norðurland og komið við á fallegustu stöðum landsins, al- gjörum perlum, sem of langt mál yrði að telja upp. Ferðin endaði á því að keyrt var suður yfir Sprengisand og á hálendi Íslands voru eftirminnilegir staðir skoðaðir. Þetta var mjög eftir- minnileg ferð fyrir okkur bræðurna, og ég man hvað Jónas bróðir, sem var að mestu leyti búinn að vera viðriðinn sjóinn öll þessi ár og lítið getað skoð- að landið sitt, naut þess innilega að skoða þessa fallegu staði sem hann marga hverja hafði ekki séð áður. Það var gaman að sjá hvað hann naut þess, og hann þurfti að spyrja leið- sögumanninn í ferðinni margs, því að hann var í eðli sínu svo fróðleiksfús. Hann fékk þarna nýja sýn á landið sitt, sem hann hafði svo oft séð frá sjó, en lítið ferðast um. Jónas var hjálpsamur maður í eðli sínu, og þegar hann starfaði sem sendibílstjóri hin síðari ár var hann alltaf tilbúinn að hjálpa systkinum, systkinabörnum og vinum við flutn- inga. Aldrei vildi hann taka neitt fyrir slíkan greiða. Jónas var vel gefinn og talnaglöggur. Honum reyndist létt að leysa snúnar reikningsþrautir og gát- ur. Hann fylgdist vel með landsmál- unum, og því sem var efst á baugi hverju sinni, hvort heldur var í pólitík eða öðrum sviðum þjóðlífsins. Það verður gott að ylja sér við hlýjar minningar nú þegar góður bróðir er allur. Þakka þér fyrir samfylgdina kæri bróðir. Þórhöllu, börnum, mökum og barnabörnum sendum við börnin mín samúðarkveðjur. Gunnbjörn. Jónas móðurbróðir minn er látinn. Í símaskránni var hann löngum titl- aður Jónas Þór Guðmundsson, stýri- maður, en ég kynntist honum og þekkti hann einfaldlega sem Bóa frænda. Ég varð ekki mikið var við Bóa framan af ævinni. Hann átti það til að koma í heimsókn á æskuheimili mitt, þegar þannig lá við og nauðsyn- legt að bera sig upp við stóru systur vegna ýmissa aðsteðjandi mála og þiggja góð ráð. Í minningunni var hann hrjúfur og hávær og þótt hann sýndi mér ævinlega hlýlegt og vina- legt viðmót, gaukaði oft að mér ein- hverju lítilræði og vekti hjá mér for- vitni, þá stóð mér sannast sagna hálfgerður stuggur af þessum vind- og sæbarða manni og ég lagði mig ekkert sérstaklega eftir að kynnast honum. Að endingu fór það þó svo, að leiðir okkar lágu saman. Fyrir tæplega tuttugu árum, löngu eftir að Bói var kominn í land, gerðist ég framkvæmdastjóri lítils innflutn- ingsfyrirtækis og þurfti á þjónustu áreiðanlegs sendibílstjóra að halda. Bói hafði þá um nokkurt skeið starfað sem slíkur og ég setti mig í samband við hann og spurði, hvort hann væri ekki til í að keyra út vörur fyrir fyrir- tækið. Bóa vantaði aukin verkefni og því var þetta auðsótt mál og upphófst þar með samvinna, sem entist allt þar til Bói lagði bílnum og settist í helgan stein. Hann aðstoðaði líka mig og fjöl- skyldu mína við fjölmarga búferla- flutninga og ýmislegt snatt vegna heimilisins, sem krafðist stórtækari bíls en heimilisbílsins og þannig kynntust krakkarnir mínir honum og ég get ekki annað en brosað, er ég hugsa til þess að þegar þau voru yngri virtust þau upplifa ,,Bófa’’ frænda með svipuðum hætti og ég hafði sjálfur gert í æsku. Á þessum árum hittumst við Bói oft, stundum nánast daglega, og þótt vinnan hefði forgang, gafst oft tími til að pústa, fá sér kaffisopa og vindil og ræða um landsins gagn og nauðsynj- ar. Bói var fróðleiksfús og forvitinn og hóf oft samræður okkar með því að ✝ Sigurþór Júníus-son fæddist í Keflavík hinn 1. ágúst 1927. Hann lést á hjartadeild Landspít- alans við Hringbraut hinn 11. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Júníus Ólafsson sjómaður, f. 10. júní 1897, d. 29. nóv. 1959, og María Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. júlí 1898, d. 16. júní 1958, en þau voru bæði Ár- nesingar að ætt og uppruna. Þeim Maríu og Júníusi varð fimm barna auðið, og var Sig- urþór miðbarn þeirra hjóna. Eldri voru þau Óskar, f. 12. sept. 1922, d. 10. ágúst 2001, og Fjóla, f. 15. jan. 1926, d. 19. mars 1984, en yngri þau miklu leyti bróðurdóttur Mörtu, Pálínu Jónu Guðmundsdóttur, f. 10. sept. 1955, hún er gift Ómari C. Einarssyni, skipstjóra í Keflavík, f. 5. apríl 1948. Sonur Pálínu er Sig- urþór Marteinn viðskiptastjóri, f. 29. okt. 1971, kvæntur Guðrúnu Fríði Hansdóttur flugfreyju, f. 24. október 1975. Sigurþór fór ungur til sjós og stundaði sjósókn um árabil framan af starfsævi. Hann lauk svokölluðu „mótoristaprófi“, sem veitti vél- stjórnarréttindi á minni fiskibáta, og starfaði við vélstjórn á bátum eftir það. Hann var á síldveiðum, auk þess sem hann var á miklum aflabátum eins og Helgu frá Reykjavík og Aðalbjörginni. Um það leyti sem hann kvæntist kom hann í land og starfaði eftir það sem byggingaverkamaður, lengst af sjálfstætt við járnabindingar. Síðustu 32 árin stóð heimili hans í Grenilundi 8 í Garðabæ. Útför Sigurþórs verður gerð frá Garðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jóhanna Bjarney Rice, f. 17. feb. 1930, d. 23. maí 1973, og Ingvar Diðrik, f. 21. nóv. 1933. Hinn 1. desember 1956 gekk Sigurþór að eiga eftirlifandi eigin- konu sína, Guðrúnu Mörtu Jónsdóttur frá Ytri-Húsum í Dýra- firði, f. 5. júlí 1927. Kjörsonur þeirra er Kristinn Jens, sóknar- prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, f. 16. apríl 1961, kvæntur Hjördísi Stefánsdóttur, lögfræðingi og sýslufulltrúa í Borgarnesi, f. 2. sept. 1962. Dætur þeirra eru Marta Mirjam, f. 21. des. 1987, og Hrafn- hildur, f. 2. ágúst 1992. Einnig ólu þau Sigurþór og Marta upp að Í ljóðinu „Þú bíður“, sem er að finna í ljóðabók sr. Rögnvaldar Finnbogasonar „Hvar er land drauma“, yrkir höfundurinn um dauðann, sem hann óumflýjanlega finnur nálgast. Þar segir höfundur- inn: Ég veit þú bíður mín handan við dyrnar hljóður og þungbúinn en ég er að hlusta á söng sumargesta minna úr tjarnarsefinu. Þeir spegla sig í lygnunni engin vindhviða gárar vatnið og sólin gengur seint til viðar, rauðhöfðaönd og álft óðinshani og lómur og duggöndin fagra segja mér drauma sína. Hví skyldi ég haska mér um dyr þínar? Ég veit að haustið kemur með myrkur í fanginu en þangað til hlusta ég á sönginn á nið árinnar, tala við sólina og hafið um tímann og það sem er handan við dyrnar. Pabbi vissi að dauðinn er hverjum manni óumflýjanlegur. Hann vissi hins vegar jafnframt að dauðinn er ekkert til að óttast, því í hjarta sínu bjó hann yfir sannfæringu sem sagði honum að það væri óþarft, því hann hafði þegar komist í snertingu við það, „sem er handan við dyrnar“. Þegar hann var ungur drengur hafði hann orðið fyrir sterkri reynslu úti í náttúrunni. Hann hafði verið einn við leik og athuganir, og hafði sest niður til að hvíla sig sem snöggvast, þegar allt í einu og í ör- skotsstund var honum gefin ein- hverskonar æðri skynjun. Allt í einu var sem allar gátur lífsins væru leystar og hinn kærleiksríki kjarni tilverunnar stóð honum ljóslifandi fyrir sjónum og umvafði allt. Um þessa reynslu talaði hann hins vegar nær aldrei því hún og allt sem hún miðlaði var handan orða og þess sem hægt er að fjalla um á mannlegan hátt. Með því að rifja þessa reynslu hans upp langar mig samt til að kveðja hann og þakka honum um leið fyrir allt það góða sem hann gaf mér og allar skemmtilegu sögurnar sem hann sagði mér þegar ég var lítill. Almáttugur Guð blessi þig og varðveiti, elsku pabbi minn, og meg- ir þú hvíla í eilífum friði hans. Kristinn Jens. Í dag verður til moldar borinn tengdafaðir minn, Sigurþór Júníus- son, eða Siggi eins og hann var jafn- an kallaður. Upp í hugann koma minningar um traustan mann og góðan, sem allt sitt líf hafði að leiðarljósi heiðarleika og trúmennsku, og sem hafði tamið sér vinnusemi, dugnað og ósérhlífni. Mann sem vissi ávallt hvert stefna bar og lét aldrei glepjast af táli eða draumum. Við fyrstu kynni virtist hann hrjúfur en þegar betur var að gáð bjó hann yfir stóru og blíðu hjarta sem dætur mínar ávallt höfðu aðgang að. Mér er í fersku minni þegar fund- um okkar bar saman í fyrsta skipti fyrir nærri 20 árum síðan. Ég kom í Grenilundinn með Kristni og var varla komin inn úr dyrunum þegar Marta birtist til þess að bjóða mig velkomna. Að baki henni stóð Siggi, sem lét lítið fyrir sér fara en sýndi mér samt á sinn hógværa og hlé- dræga hátt að ég væri innilega vel- komin. Í raun voru þessi fyrstu kynni mín af Sigga nokkuð lýsandi fyrir líf hans. Hann var ávallt í bak- grunni, rólegur og yfirvegaður, traustur að baki Mörtu, og sá bak- hjarl sem ávallt var hægt að reiða sig á. Lífsgöngu Sigga er lokið. Í stuttri sjúkralegu sinni sýndi hann sannan styrk og þrótt, og kvaddi sáttur. Ég bið almáttugan Guð um að geyma hann og blessa alla þá sem hann var tengdur ástúðarböndum. Hjördís Stefánsdóttir. Hann afi Siggi er farinn. Ekki datt mér í hug, þegar ég kvaddi hann í Grenilundinum í vor og hélt til Noregs, að í sumar ætti ég eftir að setjast niður og skrifa minn- ingarorð um hann. Upp rifjast minn- ingar og erfitt er að hugsa til þess að allir þessir litlu og sjálfsögðu hlutir í SIGURÞÓR JÚNÍUSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.