Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Inn í miðju kyrrð- arinnar leita orðin, létt eins og fjöll borin af vindum. (Bo Carpelan, þýð. Njörður P. Njarðvík.) Yfir Jakobi var hljóðlát, heimspeki- leg ró og hlýleg alvörugefni, hann var grandvar, nærgætinn og bar virðingu fyrir tilfinningum annarra. Gegnum- kúltiverað prúðmenni af gamla skól- anum. Jafnframt bjó hann yfir mjög skarpri, gagnrýninni hugsun í já- kvæðum skilningi þess hugtaks, sem gæddi tjáningu hans frumleika og sjarma. Aldrei var hann klisjukennd- ur eða fyrirsjáanlegur eins og nú er farið að segja, en markviss og tillögu- góður, álit hans skipti máli. Í faglegri nálgun sinni var Jakob pragmatískur: Allt sem hjálpaði sjúklingunum var af hinu góða. En sterkastur var hann á hinu klíníska, mannlega sviði: að hlusta á sjúklinginn og meta vanda hans, hjálpa honum til innsæis og skilnings á innri átökum sínum og til að losna úr viðjum neikvæðra varna og sálrænna hindrana í lífinu. JAKOB V. JÓNASSON ✝ Jakob ValdemarJónasson geð- læknir fæddist á Geirastöðum í Þingi 28. október 1920. Hann lést á Landspít- ala Landakoti 8. júlí síðastliðinn og var út- för hans gerð frá Há- teigskirkju 17. júlí. Jakob var þaulkunn- ugur kenningum Freuds um öfl hins ómeðvitaða sálarlífs og áhrifamátt undirvit- undarinnar, sem ná þyrfti til. Þetta átti ef- laust þátt í áhuga hans og mikilli þekkingu á dáleiðslu og var hann frumkvöðull í notkun þessa vandasama með- ferðarforms hérlendis. – Jafnframt fylgdist hann snemma með þró- un atferlishyggju og námskenninga í sálar- fræði. Hann léði mér forðum eina af fyrstu bókum Alberts Ellis, snjallt rit. Þetta var allt löngu áður en hug- myndir þessa höfundar og stefnan var „vúlgaríseruð“ og markaðssett sem einföld allsherjarlausn. Jakob las ýmsa framúrstefnuhöf- unda í faginu sem meðal annars settu spurningarmerki við ýmis heilög vé fræðanna, svo sem sjálft sjúkdóms- hugtakið. Nefna má Thomas Szasz sem hann kynnti sér, bæði til skemmtunar og andlegrar örvunar, án þess að innbyrða boðskapinn í heilu lagi. Jakob benti mér á greinar eftir Ronald Laing, löngu áður en hann náði heimsathygli með svo rót- tækum og athyglisverðum sjónarmið- um að sumir kollegarnir hafa naum- ast fyrirgefið honum enn í dag, en það er önnur saga. En uppáhaldshöfund- ur og psykoterapeut hans, hér á ár- unum, hugsa ég að hafi verið hin stór- merka Frieda Fromm-Reichmann. Jakob var mjög hneigður fyrir tungumál og bókmenntir. Þar hefði hann getað látið til sín taka. Eitt sinn hélt hann snjallt erindi um málfar á læknafundi á Kleppsspítalanum. Slíkt verður sennilega aldrei endurtekið. Ekki síst lagði hann áherslu á góðan framburð. Hann las heimsbókmennt- irnar með gagnrýnum augum geð- læknisins, kvaðst finna þar dýpri og lærdómsríkari lýsingar á geðsjúk- dómum og sálarlífi almennt en í fræðilegum kennslubókum, sem von- legt var. Hann beitti geð- og sálfræði- þekkingu sinni til skilnings og túlk- unar á sumum merkari persónum Íslendingasagna, meðal annars í Eg- ilssögu og Njálu. Yfirdrifnar hetjulýs- ingar margra sagnanna taldi Jakob að vel gætu bent til þess að höfund- arnir hefðu í mörgum tilvikum líklega verið friðsamir og lærðir munkar, sem hefði ofboðið frekja og yfirgang- ur þeirra „höfðingja“ sem riðu um landið og efndu til átaka, manndrápa og rána. Hið innra virtust kempur þessar oft taugaveiklaðar og óörugg- ar með sig. Ofurafl þeirra og „afrek“ endurspegluðu háð og ádeilu, sem af skiljanlegum ástæðum varð að setja fram á þverstæðukenndan máta sem um leið varð kómískur, en það heitir víst „úrdráttur“ á fræðimáli. Grunar mig að Jakob hafi langað til að sökkva sér niður í þessi efni og skrifa um þau, þótt ekki gæti af því orðið. Í þeim rit- gerðum sem eftir hann liggja er fljót- séð að ritfærni skorti ekki. Það minnir mig að Helga Kress prófessor hafi síðar sett fram skemmtilegar hug- myndir á skyldum nótum, svo Jakob er þarna í góðum félagsskap. Eitt sinn er ég sem oftar impraði á nauðsyn þess að vitrir menn létu ekki alla sína andagift líða til lofts í við- tölum einum, heldur festu slíkt á blað framtíðinni til þroska, þá sagðist hann raunar líta svo á að hugir og sálir mannanna þyrftu alls ekki að vera síðri til skrásetningar og varðveislu hugsana og tilfinninga en pappír og bókfell, þær gætu ekki síður haft þar varanleg áhrif og átt langt líf fyrir höndum með þeim hætti. Ég átti því láni að fagna að vera nemandi Jakobs og samstarfsmaður í þremur lotum með nokkurra ára millibili. Sérstaklega er mér minnis- stætt frá hinu fyrsta skeiði, er maður var algjör byrjandi og Jakob gaf sér tíma til að stíga niður af stallinum og ræða málin í rólegheitum, veita inn- sýn í fræðin og viðra áhugaverðar skoðanir sínar. Hæfileikar hans til kennslu, handleiðslu og frásagna voru miklir. Hann hækkaði alls staðar „standardinn“ þar sem hann kom. Á síðasta ári og í vetur heimsóttum við Sigurjón B. Stefánsson Jakob nokkrar helgar, og var erindið að afla fróðleiks um ævi hans og störf. Þessu tók hann ljúfmannlega, eins og hans var von og vísa - og eru skemmtileg endurminningabrot hans nú í vinnslu. Lágvær en djúp rödd er nú hljóðn- uð en andblær þekkingar hans lifir áfram í hugarfylgsnum þeirra sem honum kynntust og veitir þar vega- nesti og hvatningu. Eiginkonu hans og börnum er vottuð innileg samúð. Magnús Skúlason. Mætur maður, Jakob V. Jónasson, geðlæknir, er látinn á 83. aldursári. Jakob var einn af fremstu geðlækn- um sinnar samtíðar og einn af örfáum heiðursfélögum Geðlæknafélags Ís- lands. Jakob fékk snemma áhuga á með- ferð þeirra sjúklinga sem taldir voru minna veikir; sem nú á dögum grein- ast líklega oftast með þunglyndi og/ eða kvíða og eru gjarnan sárþjáðir langtímum saman þótt margir hverjir beri ekki veikindin utan á sér. Á þeim árum sem Jakob var að hefja störf hér á landi voru fá meðferðarúrræði fyrir þennan hóp sjúklinga, lyfjameð- ferð var enn á frumstigi og sárafáir sinntu viðtalsmeðferð. Jakob var vel að sér í kenningum sálgreiningar og sálgreinandi viðtalsmeðferð. Færni hans og þekking í sállækningum urðu fljótlega til þess að hann varð óhemju vinsæll læknir. Sem dæmi um það var haft eftir föður mínum, Ólafi Sigurðs- syni, lyflækni á Akureyri, að það væri „skrýtið með hann Jakob, hann send- ir aldrei læknabréf og ómögulegt að vita hvað hann gerir í viðtölunum, en mestu málir skiptir að sjúklingunum batnar“. Jakob gerði sér jafnframt grein fyrir takmörkunum sállækninga, hann var fordómalaus fræðimaður og sér vel meðvitaður um flóknar orsakir geðsjúkdóma, líffræðilegar, sálrænar og félagslegar. Hann setti fljótlega fyrir sig hversu tímafrekar hefð- bundnar sállækingar voru og leitaði leiða til þess að bæta meðferðarár- angur og stytta meðferðartímann. Hann lærði snemma á starfsferli sín- um dáleiðslu og fór að nota hana til að auka gagnsemi viðtalanna og flýta fyrir bata. Hann var frábær dáleið- andi, og hefur efalaust komið til hvoru tveggja; meðfæddir hæfileikar og þrotlaus þjálfun og endurmenntun á þessu sviði. Seinna þróaði hann upp sínar eigin meðferðar- og dáleiðsluað- ferðir og var þar langt á undan sínum samtíðarmönnum. Hann hefði ef til vill orðið þekktur fræðimaður á þessu sviði ef hann hefði starfað erlendis og komið hugmyndum sínum og aðferða- fræði á framfæri í stærra samfélagi. Á seinustu starfsárunum kenndi hann aðferðir sínar fagfólki á Landspítal- anum, m.a. undirritaðri og var af- burðakennari á þessu sviði. Jakob var ákaflega hógvær maður, rólegur í fasi, hlýlegur og talaði lágt en athugull með afbrigðum og hafði góða kímnigáfu. Allt framapot var honum víðs fjarri, allur hans metn- aður lá í störfum hans með sjúkling- um og á seinni árum við að leiðbeina og kenna fagfólki í geðlækningum sál- lækningar og dáleiðslu. Ég minnist hans með virðingu og þakklæti og færi jafnframt eftirlifandi eiginkonu, börnum og öðrum nákomnum samúð- arkveðjur. Halldóra Ólafsdóttir. Mig langar til að minnast góðs vin- ar og fyrrverandi samstarfsmanns, Jakobs Jónassonar, með nokkrum orðum. Kynni okkar hófust fyrir rúm- um tveimur áratugum á Kleppsspít- ala, þegar hann kom sem geðlæknir í Víðihlíð, þar sem undirrituð var hjúkrunardeildarstjóri. Þegar ég heyrði um nýja sérfræðinginn urðu fyrstu viðbrögð mín að honum þætti ég örugglega hálfgerður krakkakjáni og myndi vilja fá ráðsettan eldri hjúkrunarfræðing í starfið. En þegar við Jakob höfðum rætt hvernig við gætum best unnið saman og um vænt- anlegar áherslur deildarinnar var þegar lagður grunnur að góðu sam- starfi sem átti eftir að verða mér ómæld hvatning í starfi allt fram á þennan dag. Jakobi var einstaklega annt um sjúklinga sína og gaf þeim góðan tíma, sem var í takt við hans fræðilega bak- grunn í sállækningum. Hann var hæglátur maður, en í raun ákveðinn og fylginn sér. Hann var góður hlust- andi alla tíð og hafði einstaklega þægilega nærveru. Hann var skarp- greindur og mjög glöggur á undir- liggjandi vanda í mannlegum sam- skiptum og ekki síst að hugsa út frá lausnum fremur en vandamálum. Hann var alla tíð opinn fyrir nýjung- um og bætti sífellt við þekkingu sína. Hann lagði ríka áherslu á samstarf við aðstandendur sjúklinga sinna, sem ekki var sjálfgefið á þeim tíma. Hann taldi aðstandendur geta tekið virkan þátt í bata sjúklingsins, sem þannig ætti greiðari aðgang út í samfélagið aftur. Hann gerði sér líka fulla grein fyrir því að lækningamáttur deildar- innar fælist að miklu leyti í starfsfólki hennar og í samræmi við það viðhorf sinnti hann samstarfsfólki vel með fræðslu og hvatningu hvers konar. Þegar kynni okkar Jakobs hófust fannst mér hann um margt sérstakur. Hann hafði lært dáleiðslu, sem var fá- títt á þeim tíma og sveipaði persónu hans dulúðugum blæ. Hann ræddi af ástríðu um möguleika dáleiðslunnar og hvernig mætti nota þessa aðferð til að styrkja sjálfsmynd einstaklinga, bæta innsæi, minnka kvíða o.fl. Það var auðvelt fyrir mig að heillast af þessari meðferðarnálgun. Með tíman- um leiddi hann mig inn í þennan ódá- insheim á mjög gefandi hátt, bæði með beinni kennslu og leiðbeiningum í hinum ýmsu aðferðum dáleiðslunn- ar. Hann lagði þá grunn að áhuga mínum á þessu sviði sem enn lifir. Dáleiðsla átti ekki auðvelt upp- dráttar sem haldbært meðferðarform framan af, þótt breyting yrði á með tímanum. Persóna Jakobs og hans einlæga trú á möguleikum dáleiðslu hefur án efa átt ríkan þátt í því að fag- fólk laðaðist að honum og þyrsti í að fá hlutdeild í þekkingu hans og reynslu. Hann hélt mörg námskeið um notkun dáleiðslu í meðferðarskyni og var mjög í mun að vönduð vinnubrögð væru höfð í heiðri. Síðustu námskeið- in voru haldin þegar hann var kominn fast að áttræðu. Þeir eru ófáir sem hafa notið tilsagnar hans í lengri eða skemmri tíma. Hann hvatti nemendur sína stöðugt til að leita sér frekari menntunar og fylgdist sjálfur ávallt með nýjungum. Dáleiðslufélag Íslands er félag heil- brigðisstétta sem var lengi í burðar- liðnum og hafði Jakob mikinn metnað til að það yrði að veruleika. Hann var heiðursfélagi þess og mun ávallt vera minnst sem frumkvöðuls, sem var boðinn og búinn til að gefa af sér og þekkingu sinni. Ekki er hægt að láta hjá líða að nefna áhuga Jakobs á Íslendingasög- unum. Hann hafði mikinn áhuga á persónuleika söguhetjanna og gaf þeim þá gjarnan greiningar út frá sjónarhóli geðlæknisfræðinnar. Þetta varð oft uppspretta skemmtilegra samræðna bæði í starfsfólks- og sjúk- lingahópi. Mig langar að lokum til þess að kveðja góðan vin og læriföður með eftirfarandi ljóðlínum úr Hávamálum. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Ég votta fjölskyldu Jakobs innilega samúð mína. Salbjörg Bjarnadóttir. Elsku amma mín. Eftir 15 ára bið kom sá dagur sem þín heit- asta ósk var uppfyllt. Þegar síminn hringdi vorum við pabbi, mamma, Unnur og krakkarnir öll saman fyr- ir vestan, og þar upplifði ég eina af mínum langerfiðustu stundum, þar sem mér var tilkynnt að þú hefðir fengið hvíldina langþráðu. Þrátt fyrir mikinn söknuð, ríkti örlítil gleði innst inni í hjarta mínu þar sem ég vissi að núna værir þú ánægð í faðmi afa. Þær minningar sem vakna á ferðalagi mínu í huganum aftur í tímann eru óteljandi. Öll aðfanga- dagskvöldin sem þú áttir með okk- ur í Þingásnum og alltaf komu bestu gjafirnar frá þér, vettlingar, húfur, hosur og treflar, sem þú gerðir alltaf sjálf. En varst nú aldr- ei nógu ánægð yfir því að gefa þetta sem jólagjafir, en amma, þessar gjafir reyndust alltaf vel og munu gera áfram. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því að ég muni aldrei koma í heimsókn til þín inn á Dalbraut og horfa á þig sitja í stólnum þínum með pokann með garninu hangandi á öðrum stólarminum og með prjóna eða heklunál í hendi. Því svoleiðis varst þú öllum stundum. Og ekki skorti þig hugmyndaflugið því þú prjónaðir og heklaðir allt sem þér datt í hug, allt frá litlum sætum kettlingum upp í stóran bangsa, sem allflest langömmu- börnin þín hafa nagað og leikið sér með, og svo auðvitað vettlingarnir þínir góðu og stóru hekluðu rúm- teppin. Handavinnan var það sem þér fannst skemmtilegast og við fjölskyldan nutum góðs af. En það JÓNÍNA KRISTÍN ALEXANDERSDÓTTIR ✝ Jónína KristínAlexandersdóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 2. apríl 1915. Hún lést á heimili sínu á Dal- braut 27 5. júlí síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 17. júlí. sem er fyrir mestu er að þú ert rosalega ánægð núna, þó svo að þú hafir verið það líka meðal okkar, þá ert þú komin til afa og sitjið þið kát saman og horfið niður til okkar með verndar- augum. Söknuðurinn í brjósti mér er mjög mikill og auðvitað hjá allri fjölskyldunni, og við munum geyma minninguna um þig vel um ókomna tíð. Ég vil nota tækifærið og þakka starfsfólkinu á Dalbrautinni fyrir frábær störf og vil ég leyfa ykkur að vita að amma talaði mikið og vel um ykkur öll því ykkur tókst að láta henni líða vel. Elsku amma. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Þín sonardóttir, Sigurbjörg Þórunn. Elsku amma, okkur langar að þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum með þér. Við vorum svo heppin að fá að kynnast þér mjög vel og vinna með þér í bak- aríinu hjá pabba. Það var líka allt- af svo gott að koma til þín og afa, t.d. á jólunum þegar við vorum yngri, þá varst þú tilbúin með heitt súkkulaði og tertur. Þú varst líka alltaf að prjóna eitthvað fallegt handa okkur og börnum okkar því ekkert jafnast á við sokkana þína og vettlingana, hvort sem er í göngu eða hesta- ferð. Þú fylgdist líka svo vel með öllum börnunum þó að þau væru orðin mjög mörg. Heimilið þitt bar þess líka merki. Þar var allt fullt af myndum af öllum börnunum þínum auk allra myndanna sem þú saumaðir svo listavel út. Við vitum að þú misstir mikið þegar afi dó fyrir fimmtán árum og saknaðir hans sárt en núna ertu komin til hans og við vitum að hann hefur tekið þér fagnandi. Við þökkum fyrir allar góðu minningarnar sem þú skildir eftir hjá okkur. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu, halt mér fast í spori þínu að þú farir aldrei frá mér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. (H. J. H.) Þín barnabörn, Jón Örn, Gunnar Örn, Björk, Aðalbjörg, Björn, Arngrímur og Kristín. Elsku amma, nú er stundin runnin upp sem þú hafðir beðið eftir, þið afi eruð sameinuð á ný. Margs er að minnast þegar við systurnar sitjum saman og rifjum upp liðnar stundir. Sú minning sem stendur þó upp úr er möndlu- kakan sem alltaf var á boðstólum þegar við heimsóttum ykkur afa. Þú horfðir alltaf fram hjá því þeg- ar við nöguðum kremið af og skild- um sjálfa kökuna eftir. Þú bauðst okkur bara aðra sneið með nógu af kremi á. Síðan þegar heimsókninni var að ljúka vorum við alltaf leyst- ar út með gjöfum, lopasokkum eða ullarvettlingum sem þú hafðir prjónað sjálf. Þú varst alltaf mjög myndarleg hannyrðakona og varst prjónandi fram á síðasta dag. Það er örugglega ekki sá einstaklingur sem fæðst hefur í fjölskyldunni sem ekki hefur notið góðs af handavinnu þinni og þú skildir nóg eftir fyrir ófædda afkomendur. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Við biðjum algóðan Guð að styrkja pabba og okkur öll sem söknum þín. Blessuð sé minningin um elsku ömmu okkar. Guð geymi þig. Margrét, Guðrún Berta og Anna María.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.