Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 41
GÓÐ aðsókn hefur verið að tívolíinu við Smáralind. Í fréttatilkynningu frá Fun Land, sem rekur tívolíið, hefur aðsókn farið fram úr björtustu vonum. Tívolíið við Smáralind er stærsta og viðamesta tívolí sem starfrækt hefur verið á Íslandi. Tív- olíið verður starfrækt til 27. júlí næstkomandi er opnunartíminn 13– 23 alla daga. Góð aðsókn að tívolíinu FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2003 41 BRAGI Þorfinnsson (2.373) sigr- aði rússneska alþjóðlega meistar- ann Alexander Krapivin (2.339) í elleftu og síð- ustu umferð First Saturday- mótsins í Ung- verjalandi. Þessi sigur var afar þýðingarmikill þar sem Bragi hefur með hon- um uppfyllt öll skilyrði til þess að hljóta titilinn alþjóðlegur meistari. Bragi hækkar um 26,55 stig fyrir frammistöðu sína á mótinu og hefur því náð 2.399,55 stigum. Tæpara mátti það ekki standa, þar sem Bragi nær stiga- lágmarkinu, 2.400 stigum, eftir ná- mundun en alþjóðlegu stigin eru gefin út í heilum tölum. Þessi stigamörk voru síðasta hindrunin í útnefningu Braga. Enginn vafi er á að Bragi er vel að því kominn að hljóta þennan titil. Eins og fram kom í síðasta skákþætti hefur hann fjórum sinnum sýnt fram á nægan styrkleika með því að ná áfanga að alþjóðlegum meistara- titli, en einungis er gerð krafa um þrjá áfanga. Arnar E. Gunnarsson (2.348) og Jón Viktor Gunnarsson (2.411) gerðu jafntefli í innbyrðis viður- eign sinni í lokaumferð mótsins. Bragi hlaut alls 6½ vinning, Arnar 6 vinninga og Jón Viktor 5 vinn- inga. Arnar hækkar um 24 stig og vantar því 28 stig til að fá sinn al- þjóðlega meistaratitil. Nú þegar Bragi hefur náð markinu lætur Arnar varla bíða lengi eftir sér. Jón Viktor lækkar um 4 stig. Næsta viðfangsefni íslenskra skákmanna á erlendri grund er opna tékkneska meistaramótið sem hefst á föstudaginn. Þeir félagar tefldu oft skemmti- lega á mótinu eins og sést hefur í skákþættinum að undanförnu. Arnar Gunnarsson hafði snör handtök við að afgreiða ungverska stórmeistarann Attila Jakab (2.442) í næstsíðustu umferð móts- ins. Hvítt: Attila Jakab Svart: Arnar E. Gunnarsson Slavnesk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 c6 3. Rc3 d5 4. cxd5 cxd5 5. Bf4 e6 6. e3 Be7 7. Bd3 a6 8. Rge2 – Nýr leikur, sem er liður í vafa- samri áætlun. Hvíti riddarinn hef- ur hingað til verið talinn eiga heima á f3 í stöðum sem þessari. 8. . b5 9. 0–0 Bb7 10. f3 Rc6 11. Hc1 Hc8 12. g4 h6 13. Bg3 g5!? 14. h4? – Hvítur bauð jafntefli í þessari stöðu! Sjá stöðumynd 1 Arnar hafnaði boðinu og lék... 14. … gxh4! 15. Bxh4 Hg8 16. Rg3 – Það er mjög erfitt að benda á góðan leik fyrir hvít í stöðunni, t.d. 16. Kh1 Rxg4 17. Bxe7 Dxe7 18. fxg4 Dh4+ 19. Kg2 Dxg4+ 20. Kf2 Dh4+ 21. Kf3 e5! 22. Rxd5 Rb4 23. Hg1 Hxg1 24. Hxc8+ Bxc8 25. Dxg1 (25. Rxg1 Dg4+ 26. Kf2 Dxd1) 25. – Dh5+26. Kf2 ( 26. Ke4 Df5+ mát; 26. Kg3 Dh3+ 27. Kf2 Rxd3+ mát) 26. – Rxd3+ 27. Kf1 Bh3+ 28. Dg2 Df3+ 29. Kg1 Dxg2+ mát. 16. … Rxg4! 17. Bxe7 Dc7!! Þennan bráðsnjalla leik sá Ung- verjinn ekki fyrir. Nú eru honum allar bjargir bannaðar. 18. Bh4 – Eða 18. De1 Rxe3 19. f4 Rxf1 20. Bxf1 (20. Rxd5 Hxg3+ 21. Kxf1 Hf3+ 22. Kg2 Db8 23. Kxf3 (23. Be4 exd5 24. Bxf3 Rxe7) 23. … Rxe7 24. Hxc8+ Dxc8 25. Kg3 Bxd5) 20. … Dxf4 21. Rce2 (21. Kh2 Rxd4 22. Bg2 Kxe7) 21. …De3+ 22. Df2 Dxf2+ 23. Kxf2 Kxe7 og svartur vinnur. 18. … Rxe3 19. De1 Df4 og hvítur gafst upp. Lokin hefðu getað orðið 20. Rxd5 (20. Rce2 Dxh4 21. Df2 Rxd4 22. Hxc8+ Bxc8 23. Dxe3 Rxe2+ 24. Dxe2 (24. Kf2 Rxg3 25. Hg1 Rf5+ 26. Ke2 Dh2+ 27. Df2 Dxg1) 24. … Hxg3+ 25. Kf2 Hh3+ 26. Ke3 d4+ 27. Kd2 Hh2) 20. … Rxd5 21. De4 Hxg3+ 22. Bxg3 Dxg3+ 23. Kh1 Rf4 24. Hc2 Rd8 25. Hg1 (25. De3 Hxc2 26. Bxc2 Dg2+ mát) 25. – Dh3+ 26. Hh2 Dxf3+ 27. Dxf3 Bxf3+ 28. Hhg2 Bxg2+ 29. Hxg2 Rxg2 30. Kxg2 Rc6 og svatur vinn- ur auðveldlega. Skákhátíðin í Saint-Lô Ágúst Bragi Björnsson (1.640) og Svanberg Már Pálsson (1.485) sigruðu báðir í sjöundu umferð barna- og unglingaflokks skákhá- tíðarinnar í Saint-Lô. Ágúst sigr- aði Anis Chougar (1.930) en Svan- berg sigraði Pierre Tranvouez (1.230). Ágúst er nú með 4½ vinn- ing og er í 25.–48. sæti, en Svan- berg hefur fengið 4 vinninga og er í 49.–94. sæti. Páll Sigurðsson (1.790) gerði jafntefli við Philippe Mancel (1.800) í opnum flokki. Hann hefur fengið 4 vinninga og er í 10.–18. sæti. Bragi Þorfinnsson alþjóðlegur meistari SKÁK Búdapest FIRST SATURDAY 5.–15. júlí 2003 Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson dadi@vks.is Bragi Þorfinnsson skákmaður. Stöðumynd 1 Hallgrímskirkja. Á morgun, laugardag, eru hádegistónleikar kl. 12. David M. Patrick frá Englandi leikur á orgel. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkom- ur alla laugardaga kl. 11:00. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20:00. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. Fríkirkjan Kefas: Lautarferð – Á morgun, laugardaginn 19. júlí, ætlum við að koma saman að Geirlandi við Suðurlandsveg (rétt fyrir austan Gunnarshólma) kl. 14.00 með nesti og nýja skó og njóta saman úti- veru í náttúrunni. Hver og einn kemur með nesti fyrir sig. Allir eru hjartanlega vel- komnir og takið endilega með ykkur gesti. Kirkja sjöunda dags aðventista. Samkomur laugardag: Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19. Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Biblíufræðsla/guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Brynjar Ólafsson. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi. Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Guðný Krist- jánsdóttir. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum. Biblíufræðsla/ Guðsþjón- usta kl. 10.30. Ræðumaður Styrmir Geir Ólafsson. Safnaðarstarf ÞRIÐJA og síðasta ferðakortið í nýrri kortaröð Landmælinga Ís- lands er komið út. Er það af Aust- urlandi og nær allt milli Skeiðarár- sands, Austfjarða og Skjálfanda- flóa. Ferðakortin þrjú koma í stað níu korta af landinu áður og eru þau í mælikvarðanum 1:250.000. Meðal nýjunga eru þjónustutákn við helstu ferðamannastaði landsins svo sem gistingu, golfvelli, sundlaugar og annað auk hefðbundinna stað- fræðiupplýsinga. Skýringar eru á ensku, frönsku, þýsku og íslensku. „Kortablaðið er stórt og í þægi- legu broti. Aðeins er prentað öðrum megin á blaðið sem gerir alla með- ferð kortsins auðvelda og þægi- lega,“ segir m.a. í frétt frá Land- mælingum. Þar segir einnig: „Kortið byggist á stafrænum gögn- um sem gerir endurnýjun kortanna auðveldari. Stefnt er að því að ferðakortin komi út á tveggja ára fresti framvegis, til að upplýsingar um þjónustu séu sem ábyggileg- astar.“ Nýtt ferðakort af Austurlandi FYRIR skömmu afhenti Merkúr hf. Eykt ehf. þrjár stórar Tsurumi- dælur af gerðinni KRS-1022. Dæl- urnar eru fyrir 10 þumlunga barka og eru knúnar 22 kw rafmótorum, afköst hverrar dælu eru 11.000 lítr- ar á mínútu við 5 m lyftihæð. Dæl- urnar eru nú komnar í Kolgrafar- fjörð sem er á norðanverðu Snæfellsnesi, en Eykt er að byrja þar brúarsmíði. Kemur brúin til með að stytta vegalengdina á milli Stykkishólms og Grundarfjarðar talsvert. Dælunum er ætlað það hlutverk að dæla sjó upp úr 5 m djúpum holum sem gera þarf til að koma undirstöðum brúarinnar fyrir. Til hægri á myndinni er Magnús Jónsson frá Eykt ehf. að taka við dælunum af Jóhanni Ólafi Ársælssyni hjá Merkúr hf. Nýjar dælur notaðar við brúarsmíði Hafnardagar á Sauðárkróki hefj- ast á morgun, laugardag. Kl. 14 hefst markaðsdagur. Efnt verður til Íslandsmóts í skutlukasti. Kaffi Krókur, Ólafshús, Sport-Barinn og Hótel Tindastóll verða með útiveit- ingar. Minjasafnið verður opið. Milli kl. 15–17 verður dorgveiðikeppni við höfnina. Efnt verður til aldursskipts kapphlaups við höfnina. Kl. 16 kynn- ir Fiskiðjan Skagfirðingur starfsemi sína. Kl. 17 verður farið í skemmti- siglingu með Eyjaskipum um Skagafjörð. Um kvöldið verður grill- að við höfnina og hljómsveitin Six- ties stendur fyrir bryggjuballi. Murneyrarmótið Um helgina verð- ur haldið hið árlega hestaþing Sleipnis og Smára í Árnessýslu. Mótið fer fram laugardag og sunnu- dag á Murneyri. Að vanda verða gæðingakeppni og kappreiðar og á laugardagskvöldið verður töltkeppni o.fl. Á Murneyri er aðstaða fyrir tjöld og hjólhýsi. Á MORGUN hve lítið var um leiktæki til dægra- dvalar. Hún heillaðist þó að því hve börnin voru lífsglöð og dugleg að leika sér og hét því við heimkomuna að stuðla að söfnun fyrir börnin í at- hvarfinu m.a. íþróttaleiktækja og annarra hluta sem efla hreyfiþroska barna. Valý, sem er starfsmaður Ævin- týralands, og vinkona hennar, Ellen Margrethe Jensdóttir, hafa fengið að- stöðu til söfnunar í Ævintýralandinu. Þar eru hægt að nálgast þær stöllur ÞESSA dagana stendur yfir söfnun- arátak í Kringlunni Ævintýralandi til stuðnings börnum í Gvatemala. Safna á tækjum og tólum til íþróttaiðkana sem síðan verða send skólabörnum í Gvatemalaborg. Kveikjan að söfnun þessari er að Valý Þórsteinsdóttir dvaldi um hríð við sjálfboðastörf í skólaathvarfi barna í Gvatemalaborg sem bjuggu við sára fátækt. Heimili þeirra og aðal leiksvæði var við rusla- hauga höfuðborgarinnar. Valý sárn- aði hvernig búið var að börnunum og og aðrar upplýsingar um söfnunar- átakið. Börn og fullorðnir eru hvattir til að koma í Ævintýraland með íþróttadót sem gæti glatt fátæku börnin í athvarfinu hennar Valýjar. Það sem er sérstaklega verið að sækj- ast eftir eru t.d. hjólabretti, boltar, badmintonspaðar, sippubönd, „frisbí- diskar“, hjálmar og hlífar af öllu tagi og allt það sem stuðlar að eflingu hreyfiþroska barna. Söfnunin stendur fram yfir versl- unarmannahelgina. Söfnun til stuðnings börnum í Gvatemala Handtekinn í Norðurfirði Í frétt blaðsins í gær um handtöku á manni sem hefur verið eftirlýstur af lögreglunni í Keflavík var ranglega sagt að handtakan hafi átt sér stað í Norðfirði. Hið rétta er að maðurinn var handtekinn í Norðurfirði. Leið- réttist þetta hér með. Rangt nafn Rangt er farið með nöfn þeirra sem stjórna rannsóknum við Haukadals- vatn, en frétt um þær birtist í Morg- unblaðinu í gær. Það eru Áslaug Geirsdóttir prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands og Grifford Miller frá Háskólanum í Colorado sem stjórna rannsóknunum. Hrafnhildur Hannesdóttir sem minnst er á í grein- inni er nemandi Áslaugar. LEIÐRÉTTING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.