Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 45
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2003 45 KRISTJÁN Finnbogason, mark- vörður KR, sem átti stórleik og varði vítaspyrnu í Evrópuleik KR gegn Pyunik í Aremníu, fær frá- bæra dóma fyrir leik sinn í erlend- um fjölmiðlum. Sagt var að Pyunik hefði ráðið gangi leiksins, en Kristj- án hefði séð til þess að þeir skoruðu aðeins eitt mark. Willum Þór Þórs- son, þjálfari KR, sagði að Kristján hefði leikið einn sinn besta leik á keppnisferli sínum. Pyinik tefldi fram mörgum ung- um leikmönnum og er miðjumað- urinn Pachajyan sem skoraði sig- urmarkið, 1:0, aðeins 19 ára og leikmaðurinn Carl Lombe sem sendi knöttinn til hans, er aðeins 17 ára. Kristján fékk góða dóma Framarar byrjuðu leikinn beturen norðanmenn og virtust vera líklegri til að skora mark. Þeir stjórnuðu leiknum og komust yfir á 11. mínútu þegar Krist- ján Brooks skoraði með skalla en þetta var fyrsta marktilraun Framara í leiknum. KA-menn voru ekki lengi að jafna sig á því að lenda undir og á 23. mínútu skoraði Steinar Tenden eft- ir frábæra sendingu frá Örlygi Helgasyni. Fram að markinu höfðu gestirnir ekki verið líklegir til að skora og mark Steinars kom eftir fyrstu almennilegu sókn norðan- manna. Eftir jöfnunarmarkið héldu Framarar áfram að stjórna leiknum og leika knettinum rólega á milli sín. KA-menn sátu til baka og áttu ekki í miklum erfiðleikum með að brjóta á bak aftur sóknarlotur heimamanna. Þegar gestirnir náðu boltanum af Fram reyndu þeir að sækja hratt upp kantana og senda knöttinn fyrir markið á þá Hrein Hringsson og Steinar Tenden sem ollu varnarmönnum Fram erfiðleik- um með líkamlegum styrk sínum. Á 32. mínútu var Sören Byskov, markvörður KA, heppinn að Kristj- án Brooks náði ekki til knattarins eftir að Sören hafði misst boltann eftir hornspyrnu en varnarmenn KA björguðu Sören fyrir horn. Tíu mínútum síðar náði KA góðri sókn sem endaði með því að Steinar Tenden gerði annað mark sitt með skalla. Síðari hálfleikur byrjaði rólega og KA sat til baka og varðist vel á meðan Framarar léku knettinum óþarflega lengi á milli sín, oft í öft- ustu varnarlínu. KA-mönnum leidd- ist það ekkert en um leið og Fram- arar byrjuðu að sækja framar voru gestirnir fastir fyrir. Steinar Tenden hefði getað skor- að þriðja mark sitt á 56. mínútu; þá komst hann einn inn fyrir vörn Fram en renndi knettinum framhjá markinu. Fyrsta alvörufæri heima- manna í síðari hálfleik kom á 69. mínútu en það fékk Andri Fannar Ottósson. Hann komst í gott skot- færi en hitti boltann mjög illa og gestirnir sluppu með skrekkinn. Fram gekk illa að skapa sér færi gegn öflugri vörn norðanmanna og jöfnunarmark liðsins kom upp úr nánast engu. Baldur Bjarnason átti langa sendingu fram völlinn sem virtist í fyrstu ekki vera hættuleg, en þá gerði Ronnie Hartvig slæm mistök sem urðu til þess að Kristj- án Brooks skoraði. Allt leit nú út fyrir að leiknum myndi ljúka með jafntefli en Þorvaldur Örlygsson var ekki á þeim buxunum. Hann fór fyrir sínum mönnum og skoraði fal- legt mark á 83. mínútu og gerði út um vonir heimamanna um að fá eitt stig út úr leiknum. Fram náði ekki að ógna marki KA eftir mark Þor- valds og í leikslok fögnuðu KA- menn mikilvægum sigri en Fram- arar gengu vonsviknir af leikvelli. Framarar náðu sér ekki sér á strik í gær og sóknarleikur liðsins var oft á tíðum mjög bitlaus. Þeir sendu boltann allt of mikið rólega á milli sín á sínum vallarhelmingi í stað þess að reyna að sækja hratt upp kantana. KA-liðið lék mjög skynsamlega eftir að það komst yfir. Leikmenn liðsins eru mjög góðir í að loka svæðum á vallarhelmingi sínum og ef þeir ná forystunni eru þeir erf- iðir viðureignar. Morgunblaðið/Sverrir Steinar Tenden fagnar öðru marki sínu ásamt fyrirliðanum Steini Viðari Gunnarssyni og Örlygur Helgason kemur fagnandi. Þorvaldur Örlygsson tryggði KA sigurinn ÞORVALDUR Örlygsson, þjálfari KA, tryggði liðinu sigurinn gegn Fram í gærkvöldi í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Hann gerði sigurmarkið á 83. mínútu en Framarar höfðu náð að jafna metin að- eins tveimur mínútum áður. Með sigrinum er KA komið upp í fimmta sæti deildarinnar með 14 stig og hefur komið sér í burtu frá mesta hættusvæðinu. Framarar eru í mjög slæmum málum á botni deild- arinnar með 8 stig, þremur stigum á eftir ÍA sem er í 9. sæti. Atli Sævarsson- skrifar Mikill fögnuður braust út í bún-ingsherbergi KA-manna eftir sigurinn á Fram Eftir jöfnunarmark Framara tíu mínút- um fyrir leikslok, 2:2, var það þjálfari KA-manna, Þorvald- ur Örlygsson, sem fór fyrir sínum mönnum og skoraði glæsilegt sigurmark aðeins tveimur mínútum síðar. Hann var að vonum kampakátur í leikslok og bjartsýnn á framhaldið. „Ég er mjög ánægður með baráttuna í mínum mönnum því við vorum lengi í gang og áttum erf- itt með að stilla okkar strengi fram- an af. Það er mjög erfitt að kort- leggja Fram-liðið því mikið hefur verið um breytingar hjá þeim eftir að Steinar kom. Við renndum því blint í sjóinn og komumst ekki alveg í takt við þá, en þeir létu boltann rúlla mjög vel. Eftir því sem leið á urðum við öruggari og komumst betur inni í leikinn og ég var mjög ánægður með að vera kominn með undirtökin strax í fyrri hálfleik. Síðan svona í seinni hálfleik duttum við kannski heldur of aftarlega, misstum þá tökin og gáf- um þeim óþarflega mörg marktæki- færi í stað þess að setja það þriðja – og gera út um leikinn. Þá fengum við að sjálfsögðu á okkur jöfnunarmark- ið, við vissum þó alveg hvað gera þurfti – héldum haus og kláruðum einfaldega dæmið. Að vonum var það gríðarlega ánægjulegt að hafa stolið sigrinum sjálfur og hefði ég aðeins getað beðið um að hafa skorað fyrr. En ég gef öllum leikmönnum hrós, þeir eru virkilega vel stemmdir og gefa sig alltaf alla í leikinn og það er ekki hægt að biðja um meira. Við uppiskárum eins og sáð var.“ Rothögg Steinar Þór Guðgeirsson, þjálfari Framara, var ekki eins ánægður. „Ég veit ekki hvað skal segja, þetta hlýtur að vera einbeitingarleysi í mönnum eða eitthvað því við erum hvað eftir annað að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum Mér fannst við vera sterkari aðilinn í þessum leik en varnarleikurinn hefur verið hausverkur í sumar og hann virðist ekki vera að hverfa. Leikurinn var nákvæmlega eins og við áttum von á, KA-liðið gerði ekki neitt meira en við gerðum ráð fyrir og við vissum að Steinar [Tenden] yrði erfiður enda lögðum við upp með að gæta hans vel – það hins vegar klikkaði. Ég er alls ekki á því að við höfum spilað svo illa, heldur höfum fengið á okkur slæm mörk á slæmum tímum. Ég hefði vel getað unað við jafntefli en sigur- markið kom eins og rothögg.“ Eftir Andra Karl Fram 2:3 KA Leikskipulag: 4-4-2 Gunnar Sigurðsson Andrés Jónsson Gunnar Þór Gunnarsson Bjarni Hólm Aðalsteinsson (Guðmundur Steinarsson 60.) Baldur Þór Bjarnason Ingvar Ólason Ómar Hákonarson (Kristinn Tómasson 82.) Freyr Karlsson (Daði Guðmundsson 72.) Viðar Guðjónsson M Andri Fannar Ottósson Kristján Brooks M Landsbankadeildin, 6. umferð Laugardalsvöllur Fimmtudaginn 17. júlí 2003 Aðstæður: Mjög góðar, sól og logn, völl- urinn mjög góður Áhorfendur: 491 Dómari: Ólafur Ragnarsson, Hamar, 5 Aðstoðardómarar: Ólafur Guðfinnsson, Einar Guðmundsson Skot á mark: 10(4) - 12(4) Hornspyrnur: 6 - 2 Rangstöður: 1 - 4 Leikskipulag: 4-4-2 Sören Byskov Örlygur Þór Helgason M Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson Ronnie Hartvig Slobodan Milisic M Steinn V. Gunnarsson Jóhann Helgason (Elmar Dan Sigþórsson 82.) Þorvaldur Örlygsson M Dean Martin M Steinar Tenden M (Steingrímur Örn Eiðsson 75.) Hreinn Hringsson (Pálmi Rafn Pálmason 86.) 1:0 (11.) Kristján Brooks skallaði boltann í netið frá markteig eftir að Freyr Karlsson hafði skotið að marki KA. 1:1 (23.) Örlygur Þór Helgason átti frábæra sendingu frá hægri beint á kollinn á Steinari Tenden sem skallaði knöttinn örugglega í netið. 1:2 (42.) Steinar Tenden skoraði af stuttu færi með skalla eftir að Steinar Viðar hafði lagt boltann á hann eftir fallega sókn KA-manna. 2:2 (81.) Baldur Þór Bjarnason átti langa sendingu fram völlinn og þar náði Kristján Brooks að komast fram hjá Ronnie Hartvig og sendi boltann í netið fram hjá Søren Byskov. 2:3 (83.) Þorvaldur Örlygsson skaut frábæru skoti rétt fyrir innan vítateiginn eftir að varnarmenn Fram höfðu ekki náð að koma boltanum í burtu eftir hornspyrnu. Þorvaldur spyrnti knettinum efst í markhornið, óverj- andi fyrir Gunnar Sigurðsson. Gul spjöld: Guðmundur Steinarsson, Fram (90.), fyrir brot. Rauð spjöld: Engin Frábært að skora sigur- markið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.