Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6.  SV MBL  ÓHT RÁS 2  HK DV  X-IÐ 97.7 Sýnd kl. 8 og 10.10. YFIR 25.000 GESTIR! Sýnd kl. 5.50, 8, 10 og Powersýning kl. 12.20. B.i. 14 ára. Stríðið er hafið! FRUMSÝNING POWE R SÝNIN G KL. 12 .20. . HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 4. Ísl. tal. 500 kr. Sýnd kl. 8, 10 og 12. B.i. 14  X-IÐ 97.7  SV MBL  ÓHT RÁS 2  HK DV Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 4, 5.40, 8, 10.20 og 12.50. Sýnd kl. 5.30, 8, 10.30 og Powersýning kl. 12.50. B.i. 14 ára. kl. 6, 8.30 og 11. YFIR 25.000 GESTIR! Stríðið er hafið! FRUMSÝNING POWE R SÝNIN G KL. 12 .50. . POWE R SÝNIN G KL. 12 .50. . Súlumót frá formaco ● úr pappa ● einföld og þægileg í notkun ● fæst í mörgum lengdum og breiddum Gylfaflöt 24-30 • 112 Reykjavík Sími 577 2050 • Fax 577 2055 formaco@formaco.is • www.formaco.is                             Café Kulture/Jómfrúin Hin unga og efnilega söngkona Ragnheiður Gröndal verður með þrenna tónleika um helgina ásamt hljómsveit. Í kjölfariðverður svo far- ið í hljóðver og tekin upp plata en lögin sem leikin verða eru sígild djasslög. Tónleikarnir verða á Café Kulture í kvöld og annað kvöld og hefjast þeir kl. 22.30. Einnig verður leikið á Jómfrúnni á morgun á milli kl. 16.00 og 18.00. Sveit Ragnheiðar er skipuð þeim Hauki Gröndal, Jóni Páli Bjarnasyni og Morten Lundsby. Hitt húsið Föstudagsbræðingur Hins húss- ins. 13.00–13.30: Danshópurinn Fús- ion á Austurvelli og Lækjartorgi. 14.00–16.00: Opin æfing á leikrit- inu Líknarinn eftir Brian Friel í kjallara á Nýlendugötu 15 – Reyk- víska listaleikhúsinu. 15.00–16.30: Dr. Linda og stefnu- mótaþjónusta á vegum Ofleiks á Laugavegi. 15.00: Lúðrasveit lýðsins spilar frumsamin þjóðlög frá Írak í kántrí- útsetningu á Austurvelli. 24.00: Miðnætursýning á leikrit- inu Aðfarir að lífi hennar í Tjarnar- bíói. Leikhópurinn Lifandi leikhús flyt- ur. Auk alls þessa verður Ljóðaleikur og Götuleikhúsið á ferð og flugi um miðbæinn. Morgunblaðið/Ásdís Ragnheiður Gröndal verður með þrenna tónleika um helgina. Í DAG TVEIR jötnar í íslensku tónlistarlífi sem á árum áður voru í harðri sam- keppni hafa nú sameinast og munu halda ærlegt sveitaball í kvöld í fé- lagsheimilinu Árnesi, Árnessýslu. Þó böndin tvö hafi í gegnum tíðina stundum lent saman á tónlistar- hátíðum þá hafa þau aldrei samein- ast um eitt ball og lofa þeir Helgi Björnsson og Guðmundur Jónsson miklu stuði. „Ég held þessi hugmynd hafi vaknað í haust,“ segir Guðmundur, gítarleikari Sálarinnar hans Jóns míns. Helgi bætir við: „Ég held það hafi verið á hlustendaverðlaunum FM 957 að við vorum í djúpum pæl- ingum við barinn.“ Þeir hlæja báðir dátt. Guðmundur bætir við: „Böndin tvö eru bæði komin með ný lög í spil- un og það kom upp þessi hugmynd, – því ekki að slá upp balli? Það er líka orðið erfitt að fylla þessi gömlu fé- lagsheimili, fólk fæst erfiðlega til þess lengur.“ Helgi: „Við erum auð- vitað vanir því, frá því þegar við vor- um mest að túra, að fara til dæmis í Njálsbúð þar sem hæglega mættu þúsund manns. En í dag þykir gott að ná þrjú hundruð, sem varla dugar fyrir kostnaði. Þannig að við ákváðum að slá saman þessum tveimur túrbínum og sjá hvort ekki væri hægt að ræsa Kröflu aðeins og fá almennilegan fíling. Kynna þess- um krökkum hvernig þetta var hérna „in the old days“.“ Fengu vítamínsprautu á Stones-tónleikum Þeir Helgi og Guðmundur iða augljóslega báðir í skinninu og gera um leið grín að sjálfum sér og hlæja dátt: „Við erum líka að skapa sögu- legt augnablik. Ég meina, Bítlarnir og Stones spiluðu aldrei saman!“ Þeim finnst líka alltaf jafngaman að spila. „Þetta er ógeðslega gam- an,“ segir Helgi. „Svo fær maður svona vítamínsprautu öðru hvoru, eins og þegar við sáum Rolling Ston- es í Parken á dögunum. Það var svo djöfulli flott og þegar maður sér eitt- hvað slíkt þá klæjar mann í lófana að fara að rokka aftur.“ Þeir jánka því báðir að þeir ætli að fara að fordæmi Jaggers og halda áfram fram undir sextugt. Guðmundur segir: „Eftir að hafa verið í bransanum í 15 ár held ég að það sé ljóst að það eru ekki pening- arnir sem hafa haldið okkur í þessu.“ Helgi tekur undir það og Gummi heldur áfram: „Þegar maður var á fermingaraldri að byrja að spila í hljómsveit, 4–5 strákar sem fundu að þeir gátu spilað eitthvert lag saman, sú tilfinning hverfur aldrei, og ég tala ekki um ef þú ert að spila eitthvert lag sem þú ert bú- inn að semja, og það fyrir framan hundruð manna sem syngja með. Þetta orkuflæði sem kemur þarna á milli, ég hef aldrei kynnst öðru eins, hvorki fyrr né síðar.“ Helgi: „Maður fær alveg frá- hvarfseinkenni þegar líður langur tími á milli tónleika. Mann vantar skammtinn og er eins og „kaldur kalkúnn“ þangað til maður kemst á svið og getur byrjað aftur: „Je,! Je! Je! Eru ekki allir í stuði!““ SSSól og Sálin hans Jóns míns, gamlir keppinautar, Sálin og Sólin sameinast Morgunblaðið/Sverrir Ætla að skapa þessa gömlu góðu sér-íslensku sveitaballastemningu. Helgi Björnsson úr Sólinni og Guðmundur Jónsson úr Sálinni. Sveitaball SSSólar og Sálar- innar hans Jóns míns verða haldnir í Árnesi í kvöld, föstudag- inn 18. júlí. Sætaferðir verða á vegum Guðmundar Tyrfings- sonar ehf. spila saman á sveitaballi í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.