Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 8 . J Ú L Í 2 0 0 3 B L A Ð B  MJÖG VINSÆLL LOKAÐUR KLÚBBUR /2  GOLF FATLAÐRA: VIÐ LEGGJUM ALLT UNDIR /3  KÓNGARNIR Á JAÐRINUM /4  ILLGRESI ER AUGNAYNDI /5  BRIMBRJÓTAR HINNA NÝJU LANDNEMA /6  ÞETTA voru dagar víns ogrósa,“ segjum við stund-um þegar við lýsum sælu-tímabilum úr lífinu ljúfa. Góð vín í munni vekja jú munúð og flauelsmýkt rósablaða er annáluð. Síðastliðið vor var stofnaður hér á landi rósaklúbbur á vegum Garð- yrkjufélags Íslands og eru félagar nú á sjötta tug. Samson Bjarnar Harðarson er formaður klúbbsins og segir félaga vera jafnt leika sem lærða, á öllum aldri og af báð- um kynjum. Hann segir klúbbinn vera vettvang til fræðslu og gleði fyr- ir áhugafólk um rósir, en að- almarkmiðið er að auka ræktun og þekkingu á rósum. „Við höfum ver- ið að safna saman þeirri reynslu sem fyrir er í ræktun rósa hér- lendis og félagsmenn hafa ver- ið iðnir við að flytja inn afbrigði rósa sem ekki hafa sést hér á landi áður. Ætli við séum ekki búin að bæta fimmtíu afbrigðum við flór- una frá því klúbburinn tók til starfa. Við höfum líka komið okkur í sambönd við rósafélög í ná- grannalöndunum. Eins hefur klúbburinn staðið fyrir rósaskoð- unarferðum fyrir félaga og al- menning og svo höldum við fræðslufundi og fyrir- lestra. Síðast en ekki síst þá beitum við okkur fyr- ir því að efla alla þá menningu sem vegsamar rósir á einn eða annan hátt,“ segir Samson sem er mikill aðdáandi rósa og er með fjölda þeirra í garðinum. Hann er eins og aðrir rósaklúbbsfélagar, spenntur í byrjun sumars að sjá hvenær fyrsta rósin springur út. „Lengi vel komu mörg þau rósayrki sem ræktuð voru hér á landi ekki í blóma fyrr en í ágúst. Klúbburinn hefur beitt sér fyrir innflutningi á rósum sem byrja að blómstra fyrr og standa allt fram í frost að hausti. Þetta er mikill ávinn- ingur því fólk vill auðvitað njóta rósanna sem lengst, enda eru þær sannkallað augna- yndi og mikil garðaprýði.“ Hann segir þrjár rósir eiga vinning- inn í sumar, þær ’Rósu Äicha’, Þyrnirósina ’Katr- ínu Viðar’ og Páfa- rósina, sem opnuðu allar sín fyrstu blóm um 20. júní. þeirra.“ Rósaklúbburinn leitar að- allega eftir rósum í Kanada, Nor- egi, Svíþjóð og Finnlandi því þar er að finna harðgerðar tegundir sem henta Íslandi. „Skáldarósin er gott dæmi um antikrós sem lengi hefur verið ræktuð í Norður-Skandinav- íu, en hún er mjög harðgerð og elstu skráðu heimildir sem til eru um hana eru frá 1583. Hún hefur verið í ræktun hér á Íslandi allt frá miðri síðustu öld og farnast vel.“ Hann segir margra ára starf að komast að því hvort það sé þess virði að rækta einstök afbrigði rósa. „Jóhann Pálsson grasafræð- ingur og fyrrverandi garð- yrkjustjóri Reykjavíkurborgar hef- ur einna mesta reynslu í ræktun rósa og er manna fróðastur í rósa- fræðum. Að hans frumkvæði liggur mikið starf í rósarækt í Grasagarð- inum í Laugardal og hann hefur staðið sig vel í að miðla af reynslu sinni til okkar nýgræðinganna í rósaklúbbnum. Steinunn Ólafs- dóttir er einnig með langa reynslu og hún er einn af stofnendum klúbbsins. Hún ræktar helst ekki aðrar rósir en þær sem ilma vel.“ Myndirnar voru allar teknar í heimagarði Jóhanns Pálssonar. Rósirnar herða sig Meyjarós ber æt aldin á haustin. Morgunblaðið/Arnaldur Rósin ’Katrín Viðar’ ber fjölda blóma og ilmar sérlega vel. Rósaklúbbur Garðyrkjufélags Íslands Samson segir áhuga fyrir svo- kölluðum antikrósum hafa aukist mikið á síðustu tíu til fimmtán ár- um, en það eru afbrigði sem hafa verið ræktuð í hundrað ár eða meira. „Yngri rósir ruddu þeim úr vegi á sínum tíma og þær gömlu duttu úr tísku, en nú er þetta mikið að breytast enda margar þessar gömlu rósa einstaklega fallegar og mikill ilmur einkennir margar  ’Nova’ stend- ur í blóma fram í september. Íslenskt afkvæmi ígulrósar og skáldarósar. Þyrnirósir, ígul- rósir, einfaldar eða offylltar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.