Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF 2 B FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er sólríkur júnímorgunog ég á stefnumót við hópmanna. Ég hef fengið leyfitil að taka við þá viðtal um býsna sérstakan klúbb sem þeir til- heyra, Pabbaklúbb Eyrarsunds- garðs á Amákri í Höfn. Þetta eru ís- lenskir feður sem hittast á sunnudagsmorgnum ásamt börnum sínum og leggjast í flakk. Þegar ég loksins finn fundarstað, náttúruleiksvæði sem er umlukið trjám á alla vegu, þarf ég að þræða mjóan göngustíg djúpt inn á svæðið til að hitta viðmælendur mína. Allt í einu hleypur hópur barna framhjá mér, hrópandi og kallandi á íslensku, og ég þykist vita að ég er á réttri leið. Við borð undir tré rétt hjá sitja feður þeirra ásamt yngsta barninu sem er með í dag, dreng sem er rétt að verða eins árs. Þeir bjóða kaffi og kökur og leika á als oddi, enda búnir að vera úti að leika síðan klukkan níu. Eftir stutt spjall og kaffibolla sest ég niður með Bjarka Þór Har- aldssyni formanni, ásamt þeim Hall- grími J. Ámundasyni og Eggert Steinsen. Hinir síðarnefndu eru óbreyttir félagar í klúbbnum. – Hver er tilurð pabbaklúbbsins? Hallgrímur: Ætli sé ekki rétt að Bjarki svari því. Bjarki: Já, þetta byrjaði held ég í fyrra. Við hittumst alltaf úti á róló á sunnudagsmorgnum, þá var okkur nefnilega alltaf hent út með börnin hvort eð var! Nei, við hittumst bara oft á róluvellinum á stúdentagarðin- um, en það var ekki fyrr en síðasta haust að við fórum að gera eitthvað úr þessu. Varst þú eitthvað með í fyrra, Hallgrímur? Hallgrímur: Nei, það var ekki fyrr en ég frétti af einhverri koníaksflösku að ég fór að vera með. – Varð þetta ekki að klúbbi fyrr en koníak kom til sögunn- ar? Eggert: Já, þá fyrst varð þetta klúbbur. Hallgrímur: Eða þetta byrjaði bara sem flótti frá róluvelli stúdentagarðsins og hefur svo þróast. – En af hverju endilega klúbbur, af hverju ekki bara hittast? Hallgrímur: Það byrjaði bara þannig að við fórum að fara, tveir kannski, í garð með börnin, svo urðum við þrír og fjórir. Bjarki: Það er líka meiri stíll yfir því að hafa klúbb. Þá getur maður útilokað fólk ... þannig séð. Við vorum rétt að tala um þetta um daginn, við erum sko tíu í klúbbn- um og ákváðum að halda þeirri tölu. Eggert: Þegar allir mæta erum við tuttugu og fimm með börnum. – Þannig að það er engin nýliðun? Bjarki: Nei, það eru ekki teknir inn nýir félagar nema einhver hætti. Það lítur út fyrir að það losni tvö pláss í haust. Hallgrímur: Já, og það er þegar kominn biðlisti. Eggert: Þetta er svo vinsæll klúbbur. – Eigið þið von á að hann lifi ykk- ur? Bjarki: Já, það væri skemmtilegt, mun koma í ljós á næstu tveim árum. Hallgrímur: Og Bjarki verður alltaf heiðursfélagi. – Haldið þið að það sé mikil þörf fyrir svona pabbaklúbba almennt? Hallgrímur: Nja ... ég held alla vega að þetta myndi ekki virka á Ís- landi. Þar er alltaf svo mikið að gera, fermingarveislur og svona. Bjarki: Já, þar hefur fólk fjöl- skyldu, sem er allt öðruvísi. Eggert: Við erum kannski að reyna að bæta það svolítið upp. Hallgrímur: Þetta er svolítið eins og sunnudagaskóli án kristins boð- skapar. Hér hittast krakkarnir og leika saman á íslensku. Þau leika alla vikuna á dönsku og því er kærkomið fyrir þau að hittast og leika sér á ís- lensku. Bjarki: Svo er líka svo gaman fyrir okkur sjálfa að hittast. – Myndi mömmuklúbbur virka eins vel? Hallgrímur (hlær): Nei, mæður og börn fara aldrei saman! Eggert: Mmm, það held ég ekki. Hallgrímur: Þess vegna eru til saumaklúbbar. Mömmuklúbbur myndi ekki ganga því konur geta ekki leyst deilur. Ef eitt- hvert missætti kemur upp þá splundrast bara hópurinn. Þær finna ekkert út úr hlutunum. Kallarnir fá sér bara koníaks- staup og þá er málið leyst! Bjarki: Einmitt. – En hvað gerið þið svo á þessum sunnudagsmorgn- um, hvert farið þið? Eggert: Við komum hing- að á Naturlegepladsen og oft förum við í Remisepark- en. Hallgrímur: Svo höfum við farið til Svíþjóðar í sund. Bjarki: Og út í Christi- anshavn. Hallgrímur: Við hitt- umst úti við róló og leggjum í hann, formað- urinn ræður oftast för. Bjarki: Já, það var einu sinni látið í hendur óbreytts meðlims að ákveða hvert skyldi far- ið og það endaði með því að farið var í dýragarð- inn og mömmum var boðið með. Hallgrímur: Í vetur höfðum við líka aðstöðu til að hittast inni á stúdenta- garði, barnaherbergið og íþróttasalinn. Bjarki: Þar skipulögð- um við leiki og svoleiðis fyrir börnin. Hallgrímur: Reyndum að örva hreyfiþroska þeirra. – Hvers vegna eruð þið ekki bara heima hjá ykk- ur, er ekki morgunsjón- varp á sunnudögum? Hallgrímur: Við viljum bara taka virkan þátt í uppeldi barna okkar. – Eruð þið ekkert að gera þetta af tillitssemi við mæður barnanna? Hallgrímur: Nei, við erum að gera þetta fyrir börnin og okkur. Bjarki: Meira okkur, kannski! Þetta er orðin svo sterk heild að við höfum mjög gaman af þessu. Eggert: Við erum líka farnir að hittast á öðrum tímum. Bjarki: Já, höfum haldið árshátíð og svona. Á hverjum sunnudagsmorgni berast íslensk hlátrasköll um nátt- úruleiksvæði nokkurt í Kaupmannahöfn. Þar eru á ferð íslenskir pabbar, búsettir á Eyrarsundsgarði á Amager, ásamt börnum sín- um. Heiðrún Ólafsdóttir vatt sér á fund hins virðulega klúbbs. Á fundum taka klúbbfélagar lífinu með ró á milli leikja. Arnaldur sunnudag sprins Mjög vinsæll lokaður klúbbur Feðginin Hallgrímur og Una Feðgarnir Bjarki og Tómas Ljósmyndir/Ólafur Rafnar Ólafsson Meirihluti pabbaklúbbsins undir danskri sól. Á LEIKSVÆÐINU verða á veg- inum þrír krakkar sem eru að renna sér niður moldarbing. Þetta eru þau Þorbjörg Salka Sigurðar- dóttir og Auður og Arnór Ingvars- börn. Eftir nokkrar fortölur fallast þau á að sitja fyrir svörum eitt augnablik. – Er gaman í pabbaklúbbnum? Öll: Jáááááá. – Hvað er skemmtilegast? Auður: Að renna. Arnór: Borða kex. – Vilduð þið ekki hafa mömmurn- ar með? Öll: Júúúúúú. Arnór: Mamma mín er heima. – En væri þetta þá pabbaklúbbur? Arnór: Ha! Þorbjörg: Þá væri þetta bara pabba- og mömmuklúbbur! – Farið þið stundum í Remise- parken, eru ekki dýr þar? Auður: Það er skemmtilegast í Þorbjörg, Auður og Arnór. Þá gefum við geitunum mat

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.