Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 4
DAGLEGT LÍF 4 B FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÓGRYNNI kvikmynda eruframleidd í heimi vorumen aðeins brot af þeimkemur í kvikmyndahús mörlandans. Þær myndir sem rata í bíóin eru reyndar nokkuð einsleitar því þessar „vinsælu að westan“ eru þar í yfirgnæfandi meirihluta. Fyrir þá sem fýsir að sjá eitthvað allt ann- að er myndbandaleigan á Dalbraut- inni eins og vin í eyðimörkinni. Nán- ast er sama hvaða undarlegu eða ófrægu mynd er beðið um í Laugar- ásvídeói, hún er til. Gamlar sígildar myndir eru þar í löngum röðum og þeir sem aðhyllast fantasíur, geim- myndir, hrollvekjur og aðrar myndir sem fjalla um annað en gráan hvers- dagsleika, koma ekki að tómum kof- unum hjá þeim Leó og Gunnari. Sama er að segja um þáttaraðir, þar eru þeir á heimavelli. Evrópskar myndir og asískar eiga þeir í úrvali og þeir sérhæfa sig líka í einstökum leikstjórum og leikurum. Einnig sinna þeir landanum og hafa viðað að sér íslenskum „költ“ stutt- myndum sem allar eiga það sameig- inlegt að vera mjög ódýrarar í fram- leiðslu. Vaxandi áhugi á sértæku efni Einn af hverjum þremur sem leggur leið sína í Laugarásvídeó til að ná sér í andlegt fóður, hefur ekið framhjá mörgum myndbandaleigum á leið sinni þangað og sumir koma jafnvel úr öðrum byggðarlögum. Þessi staðreynd segir allt sem segja þarf um sérstakt úrval mynda hjá þeim Leó og Gunnari. „Áhugi fyrir sértækum myndum kemur í bylgjum og nú er einmitt mikil vakning. Við finnum verulega fyrir vaxandi áhuga hjá ungu kyn- slóðinni sem vill fara einhverjar aðr- ar leiðir. Þeim fer fjölgandi sem nenna ekki að horfa eingöngu á fjöldaframleiddar myndir þar sem formúlan er allsráðandi og sama tuggan látin ganga aftur og aftur. Þeir sem vilja eitthvað annað voru í svelti áður en við fórum af stað með sérsvið okkar,“ segir Leó og bætir við að til þeirra komi fólk á öllum aldri. „Sumir eru vissulega nörda- kyns en hingað kemur líka ofur venjulegt fólk, læknar og lögfræð- ingar sem horfa á samskonar efni og hinir sérvitringarnir.“ Gamlir popparar sem kynntust í Hljómbæ Áhuga eigendanna sjálfra á sér- tæku efni má rekja allt aftur til barnæsku en Leó segist alla tíð hafa haft gríðarlegan áhuga á vísinda- skáldsögum og að hann hafi legið í hasarblöðum með ofurhetjum þegar hann var strákur. Þeir Leó og Gunnar hafa átt og rekið saman myndbandaleiguna Laugarásvídeó undanfarin 16 ár, fyrst á Laugarásveginum en síðan á Dalbrautinni. Þeir hafa báðir unnið við eitthvað tengt kvikmyndum í meira en tuttugu ár. „Ég stofnaði mína fyrstu myndbandaleigu á Siglufirði árið 1981 og setti upp leigu í vesturbænum þegar ég flutti seinna suður,“ segir Leó. Gunnar var forsprakki kvikmyndahússins Bíóbæs í Kópavogi árið 1984 og þar sýndi hann meðal annars þrívíddar- myndir. Eitt dæmi um skrýtnar myndir sem Gunnar sýndi þar er kvikmyndin Polyester eftir hinn mjög svo súra leikstjóra John Wa- ters. Leó og Gunnar eru gamlir popp- arar og leiðir þeirra lágu einmitt fyrst saman á þeim vettvangi í versl- uninni Hljómbæ þar sem Gunnar seldi notuð hljóðfæri. Leó átti erindi í verslunina en hann hefur spilað á hljómborð frá því hann var um ferm- ingu. „Ég spilaði m.a í Miðalda- mönnum sem urðu þónokkuð númer á Eyjafjarðarsvæðinu á sínum tíma og ennþá er ég eitthvað að gutla og undanfarin ár hef ég verið að spila með Vönum mönnum.“ Gunnar er aftur á móti trommari og spilaði m.a í Tjáningu, Akrópólis og Systur Söru sem tók við af Flow- ers sem húshljómsveit í Silfurtungl- inu þegar það var og hét og Gunnar spilaði þar hverja einustu helgi í fjögur ár. „Þar sem við erum gamlir hljómsveitarfuglar erum við sérlega Kóngarnir Þeir Leó Reynir Ólason og Gunnar Jósefsson leggja sig eftir því að bjóða upp á kvikmyndir, aðrar en þær vinsælustu. Kristín Heiða Kristinsdóttir heimsótti þá félaga í Laugarásvídeói og kíkti inn í nokkra nördaheima. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Lyktar- spjald fylgdi bíómiðum á Polyester, mynd John Waters. Þeg- ar ákveðið númer kom fram á hvíta tjaldinu þá klóruðu bíó- gestir ofan af sam- svarandi númeri á spjaldinu og báru upp að nösum sínum og fengu þá að njóta réttu lyktarinnar á réttum augnablikum í mynd- inni. Gunnar og Leó fyrir framan höllina sína. á jaðrinum NJÓLI er fallegur. Rabarbari erskrautjurt. Melgresi er draumilíkast. Hundasúrur gleðja góm- inn. Svo fullyrðir Ásdís Sigurðardóttir, sem ekki fer út í búð og kaupir rándýrar borðskreytingar þegar hún býður til veislu, heldur trítlar hún í tvílitum gúmmístígvélum á vit villtrar náttúru, vopnuð góðum klippum. „Við erum alltaf að dásama stórbrotna náttúru landsins okkar en gleymum að horfa á smáu hlutina og kannski sér- staklega þær náttúruperlur sem hingað til hafa verið flokkaðar sem illgresi. Þessi flokkun gerir það að verkum að við horfum út frá fyri myndum og verðu segir Ásdís, sem e blómaskreytingak sér að skreyta sal brúðarvendi. „Við þurfum að hornauganu sem v það getur nýst ok til dæmis sem kry ur verið horft mei náttúru undanfari kryddjurtir og óve dæmis frábærir í s og bragðlaukana. Ólafssúrur eru lík Illgresier augnayndi Sumar í lofti og allur gróður í fullum blóma. Þá er rétti tíminn til að nýta og njóta þess sem náttúran gefur. Nigella norðursins, Ásdís Sigurðardóttir, fór á njólaveiðar og bar í hús fullt fang villtra jurta sem fengu nýtt hlutverk. Bra eins arb Kaka að hætti breska sjónvarps- kokksins Nigellu Lawson sómir sér vel með hávöxnum njóla og stráum. Morgunblaðið/Sverrir Rautt og grænt er ekki aðeins litur jólanna. Sumarið er grænt og ástin rauð. Expressó- kaffibollar úr versluninni Te og kaffi á tekkbakka með reyniberjum og baldursbrá. Sóleyjar leggja til gula litinn. Geitaskegg og rifsber skreyta matardisk sem hvílir á rabarbarablaði. Morgunblaðið/Sverrir Ásdís, hin íslenska Nigella, kemur inn með njóla og melgresi í fanginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.