Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 5
stoltir af tónlistarsafninu okkar hér á myndbandaleigunni. Þar er að finna tónleikamyndbönd, dans og söngvamyndir, gullaldar-rokkara, Bítlana og heilmikið af gömlum jazz- og blúshundum. Og við skiljum ekk- ert útundan því við erum líka með sí- gildar óperur eins og Töfraflautuna og Carmen svo eitthvað sé nefnt.“ Nördahornið góða Myndbandaleiga þeirra Leós og Gunnars er nokkuð víðfeðm og efnið skipulega flokkað. Heill veggur er lagður undir Hong Kong-myndir þar sem sparkíþróttin er í hávegum höfð. Annar veggur er undirlagður af japönskum fantasíuteiknimynd- um sem fráleitt eru barnamyndir því þær eru sumar hverjar bannaðar fyrir yngri en 18 ára. Í nördahorninu svokallaða má sjá kunnuglegar þáttaraðir úr sjónvarpinu en myndir sem gerast úti í himingeimnum taka þó mest pláss. Þar má finna um 400 spólur með Star Trek þáttum fyrir utan bíómyndirnar. Þættirnir um Babylon 5 eru á sama sviði en þær ku vera með heimspekilegu ívafi. Gullmolar leynast innanum og þeir Leó og Gunnar draga fram úr pússi sínu elstu science fiction-mynd sem þeir eiga: Metropolis sem er frá 1926. Hún er þó eins og hver annar unglingur við hlið Legends of the Ring, sem er heimildarmynd um hnefaleika en á henni eru upptökur frá þar síðustu öld, eða árinu 1893 þar sem James J. Corbett berst gegn Tommy Burns. Aðrir sem þar koma við sögu allt til 1951 eru m.a Joe Louis og Rocky Marciano. „Þessi mynd er í hópi svokallaðra íþróttamynda hjá okkur sem er ein þeirra greina kvikmynda sem við höfum dottið í.“ Einhverju sinni duttu þeir félagar í svartar myndir, sem er ákveðinn kafli í kvikmyndasögunni, þegar svartir fóru að gera kvikmyndir með svörtum, fyrir svarta. „Í mörgum þessara mynda eru Fred William- son, Jim Brown og hin magnaða eð- algella Pam Grier sem var lengi van- metin leikkona. Við höfum dottið í ótal aðrar greinar og má þar nefna stríðsmyndir, hetju- og hasarmyndir og vestra.“ Öllum myndum einstakra leik- stjóra hafa þeir viðað að sér og eru sumir þeirra ekki af verri endanum eins og Fellini, Hitchcock og Kurus- awa. Einstakir leikarar fá einnig sitt pláss; Peter Sellers tekur nokkra hillusentimetra sem og Schwarze- negger og Clint Eastwood og allar myndir sem gerðar hafa verið eftir sögum Stephen King. „Fyrir þá sem sækjast eftir ljúf- sárri fortíðarþrá erum við með gamlar sjónvarpsþáttaraðir eins og Húsbændur og hjú, Gæfa og gjörvi- leiki, Rætur og Onedin-skipafélag- ið,“ segja kóngarnir í Laugarásví- deói sem eru síður en svo fastir í gamla tímanum því þeir fylgjast vel með öllum nýjungum og óhætt að fullyrða að hjá þeim sé að finna eitt stærsta DVD-myndbandasafn á Ís- landi, sem skartar hvorki meira né minna en 3.787 titlum. Súrar myndir Svokallaðar B- og C-myndir eiga sinn rekka meðal myndbanda á Dal- brautinni og þar í flokki eru m.a margar fyrstu myndir frægra leik- ara. „Góðir leikarar hafa ekki allir byrjað vel og margar þessara mynda eru skelfilega vondar eins og fyrsta mynd hjartaknúsarans George Clooney, Return of the Killer Tom- atos sem er afburðavond. Fyrsta mynd Steve McQueen, The Blob frá 1958, þykir hafa til að bera meira skemmtanagildi en gæði og er löngu orðin sígild í B-mynda flokknum. Bad Taste er fyrsta mynd hins skemmtilega klikkaða leikstjóra Peter Jackson en hún er ein merki- legasta B-mynd allra tíma. Hún kostaði næstum því ekkert í fram- leiðslu, leikarar voru vinir og vanda- menn og hún var tekin á mjög löngum tíma eða þegar Peter og fé- lagar áttu fyrir filmubút. Sennilega hefur enginn leikstjóri nokkurn tíma gert jafnmikið af skemmtilegu efni fyrir jafnlítið fé. Við eigum allar myndir sem hann hefur gert og þar á meðal eru hrikalega súrar splatt- er-myndir sem eru mjög fyndnar. En hann hefur í seinni tíð slegið í gegn sem leikstjóri myndanna um Hringadróttinssögu eins og allir vita. Við eigum líka allflestar myndir John Waters, en hann hefur gert margar rosalega ruglaðar myndir eins og Pink Flamingos og Ha- irspray.“ Af nógu er að taka í flokki ofur- vondra mynda og að sjálfsögðu eru þar á meðal allar myndir versta leik- stjóra allra tíma, sjálfs Ed Wood. Skammt undan eru gömlu, létt erótísku og frekar vondu rúm- stokksmyndirnar sem sumir taka á leigu til að rifja upp dönskuna. Og ekki má gleyma ítalska leikstjóran- um og furðufuglinum Tinto Brass sem hefur gert nokkrar erótískar myndir sem allar eiga það sameig- inlegt að vera ótrúlega fyndnar. Viðskiptavinirnir koma í kaffispjall Jaðarmyndirnar sem þeir félagar bjóða upp á passa ágætlega inn í landslagið því myndbandaleigan stendur eiginlega á jaðri Langholts og Laugarness. Þeim Leó og Gunn- ari þykir vænt um hverfið sitt og bjóða því upp á eitthvað fyrir alla. „Að sjálfsögðu erum við líka með „venjulegar“ myndir bæði fyrir full- orðna og börn, því við viljum sinna okkar hverfi. Íbúarnir eldast með okkur og við höfum fylgst með börn- unum vaxa úr grasi. Hingað koma ráðsettir foreldrar sem við munum eftir frá því þeir rétt náðu með nefið upp fyrir afgreiðsluborðið.“ Þeir segja viðskiptavini sína sam- anstanda af hverfisbúum og föstum kúnnum sem eru dreifðir allt til Keflavíkur og Akraness. „Margir þeirra sem hafa verið viðskiptavinir okkar í áraraðir eru orðnir góðir vin- ir okkar og koma inn í eldhús og fá sér kaffi og ræða málin áður en verslað er.“ Að lokum er ekki úr vegi að spyrja um eina starfsmann myndbandaleig- unnar sem stendur fyrir innan af- greiðsluborðið og spilar á lúftgítar. Er hann þessa heims? „Já þetta er snillingurinn Hörður Steinar Tóm- asson sem spilar ekki síður vel á áþreifanlegan gítar en hann er gang- andi alfræðiorðabók um kvikmyndir. Hann slær okkur út enda er hann yngri og ferskari. Hann veit allt um leikstjóra, leikara og jafnvel leik- myndateiknara og fjölskyldur þeirra langt aftur í ættir. Við pikkuðum hann úr nördahópnum til að fá hann í vinnu hérna hjá okkur,“ segja kóngarnir á jaðrinum að lokum.  Örlítið sýnishorn af úrvalinu, allt frá Sid og Nancy og Last Tango in Paris til gömlu góðu Casablanca og Á hverfanda hveli. khk@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Eini starfsmaður myndbandaleigunnar, Hörður, í sveiflu með lúftgítarinn góða.  The Blob. Hin súra fyrsta mynd Steve McQueen. irfram gefnum hug- um blind á fegurðina,“ er sjálfmenntuð kona og hefur tekið að i fyrir veislur og búa til ð venja okkur af við gefum illgresi, því kur á svo margan hátt, ydd. Sem betur fer hef- ira til villtrar íslenskrar ið í sambandi við elkomnir fíflar eru til salat, bæði fyrir augað Hundasúrur og ka mjög góðar bæði sem krydd og meðlæti.“ Ásdís segir margar þeirra jurta sem við horfum á með van- þóknun úti í náttúrunni vera frábærar til skreytinga. „Þær öðlast nýtt líf þegar þær hafa verið settar í vasa eða nýttar sem diskamottur. Njólinn er til dæmis stór og tignarlegur og blöðin hans eru oft með fallegum ryðrauðum blettum. Eins er rabarbari ekki aðeins góður til matargerðar heldur er hann líka mjög skemmtilegt borðskraut og blöðin af hon- um eru sérstaklega formfögur. Og ef við horfum í kringum okkur þá er úrval hvers konar berja mikið, bæði á trjám og runnum, og þau þurfa ekkert endilega að vera æt þótt þau séu nýtt á veisluborð,“ segir Ásdís. Hún ber inn í hús kerfil sem er hataður af mörgum en henni finnst lakkríslyktin af þeirri jurt færa náttúruna inn á heimilið. „Nýslegið gras gefur líka dásamlegan ilm og því má dreifa milli diska eða hvar sem er. Þegar við skoðum erlend blöð þá sjáum við sólblóm og rósir á borðum, sem kosta sitt hér á landi. En við eigum ekkert að vera að horfa öfundaraugum til útlanda og það er algjör óþarfi að vera alltaf að apa eftir hinum úti í heimi. Við eigum að nota það sem við höfum og fagna því. Búa til okkar eigið íslenska samhengi. Hlaupa út í garð og klippa næturfjólur til að setja í vasa, setja baldursbrá á und- irskálar og fylla húsin af gulum sól- eyjum. Við þurfum líka að kunna að sleppa fram af okkur beislinu og verða dálítið villt og frjálsleg þegar kemur að matar- boðum. Villtar og dálítið groddalegar skreytingar geta verið liður í því. Við eigum að leyfa ímyndunaraflinu að ráða og ekki útiloka neitt fyrirfram. Að slaka á er grundvallaratriði í góðu matarboði og fáir fúlsa við því að narta í borð- skrautið að lokinni máltíð eða á meðan á borðhaldi stendur,“ segir náttúrustúlkan að lokum. Fyrir augað og ástríðuna má bjóða upp á litríka saft og skreyta með rifsberjum og hundasúrum. agðlaukarnir taka kipp þegar augað rekst á staklega girnilegt marmelaði gert úr rab- ara og engifer frá versluninni Te og Kaffi. Montinn rabarbari í stað blóma í vasa. Hann má einnig nýta sem blævæng þegar sumar- hitinn verður kæfandi. Ummm! Formfögur hind- ber baða sig í rjóma ofan á Nigelluköku. khk@mbl.is DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2003 B 5 Acidophilus H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Fyrir meltingu og maga. Ertu á leið í fríið? FRÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.