Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 6
DAGLEGT LÍF 6 B FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kringlunni, sími 588 1680. Seltjarnanesi, sími 5611680. iðunn tískuverslun ÚTSALA 20-90% afsláttur H VERNIG skyldi standa á því að asískar konur hafa börn sín styttra á brjósti en ís- lenskar? Menningar- tengdur munur? Kannski, þar til í ljós kemur sú staðreynd að brjóstagjöfin er stöðugri og lengri þegar þær ala börn sín á heimaslóð. Og af hverju skyldi lakari tann- heilsa asískra ungbarna stafa? Er veikleikinn arfbundinn? Þola þau ekki íslenska mjólk? Eru rotvarnarefni í vestrænum barnamat of sterk? Ýmsar spurningar vakna þegar tekið er til við samanburð á börnum ólíkra menningarhópa. Sumt má skýra með líffræðilegum mismun, annað með menningartengdum hug- myndum um heilsu og heilbrigði, enn annað með aðlögun, loftslagi, fé- lagslegum aðstæðum, hefðum – jafn- vel samskiptum. Valgerður Katrín Jónsdóttir hefur áhuga á öllum þessum þáttum og fleirum til. Hún er þjóðfélagsfræðing- ur að mennt en hefur nú nýlokið meistaraprófi í uppeldis- og mennt- unarfræðum frá Háskóla Íslands. Heiti lokaritgerðarinnar er „Asískar konur og íslensk heilbrigðisþjón- usta“, en ritgerðin er rík að innihaldi eftir fjögurra ára efnisöflun og und- irbúning höfundarins, meðfram öðr- um störfum. Manneskjur eru ekki prósentur Valgerður fékk áhuga á málefnum innflytjenda þegar hún var við nám í Svíþjóð 1996-7 og gerðist þá „innflytj- andi sjálf, í fyrsta sinn á ævinni.“ Þar kynntist hún konum frá Kína og Kór- eu sem leiddi til frekari kynna af as- ískri menningu, auk þess sem málefni og réttarstaða kvenna hafa fléttast inn í feril hennar með ýmsum hætti, m.a. með ritstjórn ársritsins 19. júní og setu í vinnuhópi heilbrigðisráðu- neytis um heilsufar kvenna á Íslandi. Valgerður er nú ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga og það var við bræðing allra þessara sviða sem hug- myndin að ritgerðinni tók á sig mynd. „Þegar ég var í námi í þjóðfélags- fræði á sínum tíma, á áttunda ára- tugnum, var mikið verið að reyna að líkja eftir aðferðum raunvísinda í rannsóknum innan félagsfræðinnar. Notaðar voru megindlegar rannsókn- araðferðir og áhersla lögð á prósentur og súlurit. Mér fannst ekki áhugavert að setja slíkar mælistikur á mannlegt atferli og gat ekki hugsað mér að halda áfram náminu. Í staðinn fór ég í blaðamennsku og hef starfað á þeim vettvangi í meira og minna tuttugu ár. Á meðan varð mikil breyting á að- ferðafræðinni í félagsvísindum. Svo- kölluð eigindleg rannsóknaraðferð, sem var fyrst notuð innan mannfræð- innar til að rannsaka framandi sam- félög, hefur á undanförnum árum ver- ið notuð í auknum mæli til að rannsaka ýmsa þætti vestrænna sam- félaga. Þessi nálgun hentar mun bet- ur að mínu viti, en aðferðin felst í því að viðtöl eru tekin upp á segulband, síðan greind vandlega og skráðar ná- kvæmar lýsingar af umhverfi og at- burðum.“ Þetta var sú aðferð sem Valgerður beitti í meistararitgerðinni, hún tók svonefnd opin viðtöl við fjórtán inn- flytjendakonur og þrjá hjúkrunar- fræðinga á Miðstöð heilsuverndar barna á Heilsuverndarstöð við Bar- ónsstíg í því skyni að afla upplýsinga um hvernig þörfum þessa hóps er sinnt og hvað má betur fara. Að auki var farið með hjúkrunarfræðingum í heimavitjanir, fylgst með skoðun ung- barna á miðstöðinni, sótt nýársveisla hjá Víetnömum og víðar farið. Leið- beinandi við rannsóknina var dr. Rannveig Traustadóttir. Hvernig má tryggja jafnan rétt? „Ég einbeitti mér að Miðstöð heilsuverndar barna, en gera þyrfti rannsóknir víðar til þess að sjá hvern- ig heilbrigðisþjónustan kemur al- mennt til móts við þarfir innflytjenda frá Asíu. Miðstöðina valdi ég vegna þess að þar er hægt að vinna svo mik- ið forvarnarstarf. Þar er lagður grunnur að lífinu í nýju landi; uppeldi, aðlögun, skólagöngu barnanna og allri framtíð fjölskyldunnar,“ segir Valgerður. „Í ritgerðinni nota ég skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar á heilsu og heilbrigði, en hún er sú að heilbrigði merki ekki einungis það að vera laus við sjúkdóma, heldur full- komin líkamleg, andleg og félagsleg velferð. Ef réttur er brotinn á fólki getur það haft áhrif á heilsu og vellíð- an, svo dæmi sé tekið. Félagslegar að- stæður hafa líka áhrif en margar þessara kvenna vinna erfiðisvinnu, vaktavinnu eða líkamlega vinnu, og finna fyrir álagseinkennum.“ Valgerði þótti rík ástæða til þess að rannsaka aðstöðu hinna aðfluttu svo nota megi niðurstöðurnar til þess að bæta úr. „Yfirvöld verða að gera sér grein fyrir því að hingað er flutt fjöl- margt fólk með ólíkan bakgrunn. Ís- land er að breytast mjög hratt í átt að fjölmenningarsamfélagi. Fyrir 20-30 árum vorum við ein af einsleitustu þjóðum heims – raunar varla þjóð heldur í besta falli ættbálkur því við erum nánast öll skyld,“ bendir hún á og vísar til Íslendingabókar hinnar nýju sem sýni fram á hið þéttriðna sifjanet. „Segja má að við séum hepp- in að ganga í gegnum þessar breyt- ingar núna, tiltölulega seint miðað við nágrannalöndin, því það gefur okkur færi á að nýta það besta úr reynslu annarra. Svíar hafa til dæmis gert margt gott í málefnum innflytjenda, en líka margt sem ekki hefur gengið eins vel. Af því má læra.“ Meðal umdeildra sænskra lausna nefnir hún þá ákvörðun yfirvalda í Stokkhólmi að búa til sérstakt hverfi innflytjenda, Rynkeby, þar sem ýms- um þjóðarbrotum var „safnað saman“ á sínum tíma. Þar hafa börnin nú búið til sérstaka mállýsku úr ótal tungu- málum, svokallaða „rynkebísku“. Þá nefnir hún ólík viðhorf til sam- búðar hópa af ólíkum uppruna. „Í fyrstu var víða, svo sem á hinum Norðurlöndunum, lögð áhersla á að innflytjendur skyldu aðlagast nýja samfélaginu, þeir áttu að samlagast. Nú er meira rætt um svonefnda sam- þættingu, að innflytjendur fái að halda sinni menningu og auðgi þannig umhverfið um leið og þeir læri að lifa í því. En í fjölþjóðlegu samfélagi er spurningin alltaf þessi: Hvernig er hægt að tryggja að allir hafi sama rétt og fái sömu þjónustu? Svarið er að minnihlutahóparnir þurfa oft að fá sérþjónustu svo að útkoman verði sambærileg fyrir alla,“ segir Valgerður og á þar við að sérþjónustan bæti upp mismuninn sem skapast vegna tungumálaörðugleika, vanþekkingar á kerfinu o.s.frv. Erfið lífsreynsla í farangrinum Á öllu þessu grundvallast hugmyndin að baki ritgerð- inni, en hvers vegna skyldi Valgerður hafa valið asískar konur úr hópi þeirra erlendu kvenna sem hingað hafa flutt? „Það er alltaf erfitt að flytja á milli landa, hvað þá þegar flutt er milli heimsálfa og gjörólíkra menningar- svæða. Konur sem flytja frá Asíu þurfa að takast á við ólíkt loftslag, menningu og hugmyndafræði og allt þetta hefur áhrif á heilsufar og vel- líðan. Asískum konum hefur fjölgað mjög hér á landi á síð- ustu tveimur áratugum og mér fannst forvitnilegt að skoða hvernig þeim vegnar.“ Í sumum tilfellum hafa konurnar upplifað komuna til nýja landsins nánast sem áfall, að sögn Valgerðar, til dæmis þær sem hingað hafa komið að vetri til í myrkri og kulda. Í ritgerðinni kemur ennfremur fram að sumir þátttakendur – svo sem flóttakonurnar – vissu ekki að tungumálið íslenska væri til, fyrr en við komuna til landsins. Að byrja á því að glíma við nýtt og gjörólíkt tungu- mál eykur óneitanlega á erfiðleikana við að byrja nýtt líf í nýju landi. Tvær kvennanna í rannsókninni komu hingað sem bátaflóttamenn frá Víetnam og gengu í gegnum ýmsa erfiðleika á leið til Íslands. Önnur þeirra ól barn í flóttamannabúðum þar sem heilsugæsla var nær engin og bæði hún og barnið voru í lífshættu um tíma. Í ritgerðinni bendir Valgerður á mikla aukningu flóttamanna í heim- inum en í byrjun árs 2002 voru þeir 19,8 milljónir eða einn af hverjum 300 á jörðinni. „Sumir hafa gengið í gegn- um mjög erfiða lífsreynslu í heima- landinu, jafnvel verið pyndaðir, og það hefur áhrif á heilsufar þeirra. Starfsfólk heilbrigðisþjónustu í þeim löndum sem þeir flytja til þarf til dæmis að gera sér grein fyrir þessu.“ Almennar rannsóknir á innflytj- endum sýna að karlmenn flytja gjarn- an milli landa í atvinnuleit, en ástæð- ur kvenna eru oft aðrar. „Ástæður kvennanna eru ekki eingöngu fjár- hagslegar heldur vilja þær líka sam- einast fjölskyldum, flýja frá hjúskap- arörðugleikum og öðlast aukið félagslegt sjálfstæði. Konur hafa einnig yfirgefið heimalönd sín til að flýja styrjaldir og stjórnmálalegt of- beldi,“ segir í ritgerðinni. „Hér á landi eru innflytjendur frá Filippseyjum og Taílandi mestmegn- is konur. Á síðustu tólf árum hefur fjöldi taílenskra kvenna hér rúmlega fimmfaldast, svo dæmi sé tekið. Sum- ar þeirra asísku kvenna sem búa nú á Asískar konur hérlendis hafa börn sín skemur á brjósti en íslenskar, leita síður að- stoðar utan reglulegs eftirlits og líða fyrir skort á fjöltyngdu fræðsluefni. Börn þeirra eru þó jafnvel í betra andlegu jafnvægi en mörg íslensk börn. Sigurbjörg Þrastardótt- ir ræddi stöðu asískra innflytjendakvenna við Valgerði K. Jónsdóttur sem nýlega lauk meistararitgerð með þessum niðurstöðum. Morgunblaðið/Golli „Þessar konur sem hér um ræðir eru í raun í tvöföldum minnihlutahópi því þær eru ekki bara innflytjendur heldur líka konur,“ segir Valgerður Katrín Jónsdóttir. Brimbrjótar hinn Asískar innflytjendakonur og íslensk heilbrigðisþjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.