Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐEFNI TALIÐ er að rúmlega sex þúsund manns hafi notið sólarinnar á yl-ströndinni í Nauthólsvík í fyrradag og er það met. Á góðum sólardegi eru venjulega um 2.000 til 2.500 manns á yl-ströndinni í Nauthólsvík. Sólin lék við landsmenn á miðvikudag. Hitinn í Reykjavík var um 19 gráður. Er það heitasti dagur sumarsins í höfuðborginni fram til þessa. Spáð er góðu veðri áfram hér á landi í dag og á morgun. Aldrei fleiri á yl- ströndinni Morgunblaðið/Ómar Talið er að meira en 6.000 manns hafi verið í steikjandi hita í Nauthólsvík í fyrradag. Netfang: auefni@mbl.is SPENNAN vegna kjarnorku-áætlana ríkis-stjórnar Norður-Kóreu hefur farið vaxandi að undanförnu. En talið er að Norður-Kóreumenn ráði nú þegar yfir 1–2 kjarnorku-sprengjum. Þá hafa Norður-Kóreumenn sagst hafa látið endurvinna eldsneytis-stangir og eigi því nú plúton í sex sprengjur til viðbótar. Kínverjar eru helstu bandamenn Norður-Kóreumanna. Margt bendir þó til að þeir séu að missa þolinmæðina með þessum nágrönnum sínum. Þeir telja þó að Norður-Kóreu-stjórn muni fallast á fjöl-þjóðlegar viðræður að lokum. Hingað til hefur stjórnin krafist beinna viðræðna við Bandaríkja-menn. Hermenn Norður- og Suður-Kóreu skiptust á skotum við vopnahlés-línuna á Kóreu-skaga á fimmtudag. Stóð skothríðin yfir í mínútu. Eru Norður-Kóreu-menn sagðir hafa hafið skothríðina. Talið er hugsanlegt að skotið hafi verið fyrir einhver mistök. Ekki er talið að atburðurinn auki á spennuna. Í Bandaríkjunum hefur verið rætt um að auka þrýstinginn á stjórn Norður-Kóreu með ýmsu móti. Hefur meðal annars verið rætt um að taka við fjölda norður-kóreskra flóttamanna. Vaxandi spenna út af Norður- Kóreu BYRJAÐ er að skrá keppendur í söngvara-keppni sem haldin verður á Stöð 2 í vetur. Keppnin heitir Stjörnu-leit. Hafa svipaðar keppnir verið haldnar í sjónvarpi víða um heim við miklar vinsældir. Þeir sem skrá sig í keppnina geta mætt í áheyrnar-prufur sem haldnar verða bæði á Akureyri og í Reykjavík. Þar fá þeir að syngja lag að eigin vali. Dómnefndin er skipuð tónlistar-mönnunum Þorvaldi Þorvaldssyni, Bubba Morthens og Siggu Beinteins. Velur hún 80 bestu söngvarana úr hópnum og fá þeir að keppa áfram. Verða söng-atriði þeirra sýnd í sjónvarpinu. Af þessum 80 komast 32 áfram í fyrstu umferð og síðan 9 í þriðju umferð. Þeir sem þá standa eftir fá að syngja í nokkrum þáttum þar sem sjónvarps-áhorfendur velja hverjir falla úr keppni. Á endanum stendur einn sigurvegari eftir og fær hann meðal annars að búa til sinn eigin tónlistar-disk. Dómararnir í Stjörnuleit: Þorvaldur, Bubbi og Sigga. Leita að söngstjörnu SUNDMEISTARA-MÓT Íslands utan-húss fór fram í Hveragerði um síðustu helgi. Hápunktur mótsins var er Kristín Rós Hákonardóttir bætti eigið heimsmet í sínum flokki, sem er 50 metra baksund fatlaðra. Hún synti á 42,44 sekúndum, sem er tæplega einni sekúndu betri tími en heimsmet hennar í greininni. Þá vakti athygli sigur Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar í 50 metra baksundi. En Eðvarð Þór, sem er 36 ára, er þjálfari sund-manna í Reykjanesbæ. Hann var á árum áður besti sund-maður þjóðarinnar. Tólf ár eru liðin síðan Eðvarð Þór vann síðast til gull-verðlauna. Að þessu sinni stóðst hann ekki freistinguna og skráði sig til leiks í greininni. Hann gerði sér líka lítið fyrir og skaut yngri sund-mönnum ref fyrir rass með sigri sínum. Sund-menn úr Reykjanesbæ voru sigur-sælir á mótinu. En alls unnu þeir til 23 gullverðlauna. Sundfélag Hafnarfjarðar kom næst með 6 gull og fjórum sinnum áttu Óðins-menn sigurvegara á mótinu. Heimsmet Kristínar Rósar hápunkturinn Morgunblaðið/Sigurður Jökull Kristín Rós Hákonardóttir, Sundfélagi fatlaðra, setti heimsmet í Hveragerði. HEILDARAFLI íslenskra skipa var 180.788 tonn í nýliðnum júní-mánuði. Það er rúmlega 29 þúsund tonnum meiri afli en í júní-mánuði 2002. En þá veiddust 151.356 tonn. Botnfisk-afli var 41.362 tonn samanborið við 37.888 tonn í júní-mánuði 2002. Er það tæplega 3.500 þúsund tonna aukning á milli ára. Þorsk-afli var rúm 12 þúsund tonn og nemur samdráttur þorsk-aflans 2 þúsund tonnum. Ýsu-afli jókst um rúm 200 tonn á milli ára. Karfa-afli dróst saman um rúm 100 tonn. En aflinn af úthafskarfa jókst um 5.800 tonn. Af flatfiski bárust 3.866 tonn á land. Í júní-mánuði 2002 var aflinn hins vegar 3.398 tonn og því jókst flatfisk-aflinn um tæp 500 tonn á milli ára. Sem fyrr var mest veitt af grálúðu eða tæp 2.700 tonn. Af skarkola veiddust 450 tonn og tæp 300 tonn af sandkola. Af síld veiddust 50.600 tonn, en í júní-mánuði 2002 var síldveiðin rúm 82 þúsund tonn. Samdrátturinn nemur því tæpum 32 þúsund tonnum. Kolmunna-afli var 55 þúsund tonn. Nemur aukningun um 39 þúsund tonnum milli ára. Skel- og krabbadýra-afli var tæp 5 þúsund tonn, sem er nær sami afli og í fyrra. Rækju-aflinn nam tæpum 2.900 tonnum og af kúfiski veiddust tæp 1.400 tonn. Á fyrri helmingi ársins 2003 nemur heildarafli íslenskra skipa alls 1.130 þúsund tonnum. Er það 277 þúsund tonnum minni afli miðað við sama tímabil ársins 2002. Meiri afli íslenskra skipa en í fyrra Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson Íslensk skip öfluðu vel í nýliðnum mánuði og betur en á sama tíma í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.