Morgunblaðið - 19.07.2003, Page 1

Morgunblaðið - 19.07.2003, Page 1
STOFNAÐ 1913 193. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Stærsta útsalan Opið kl. 10.00 - 18.00 Nýtt kortatímabil Hetjan og vélmennið Tveir ungir aðalleikarar í Tortím- andanum III í viðtali Fólk 52/53 Brúður með frjálsan vilja Rauðu skórnir á fjalirnar í haust Lesbók 16 Fimm bíó í bænum Guðmundur Kristinsson á Selfossi man tímana tvenna Árborg 24 BRESKA varnarmálaráðuneytið staðfesti í gær að þarlend stjórnvöld myndu efna til óháðrar dómsrannsóknar ef lík, er fannst vestur af London í gær, reyndist vera af dr. Dav- id Kelly, ráðgjafa bresku stjórnarinnar varðandi vopnaeign Íraka. Sagði fulltrúi ráðuneytisins að úrskurðar um hvort líkið væri af Kelly væri að vænta í dag. Reyndist svo vera yrði hafin rann- sókn á því hvernig dauða hans hefði borið að. Í gær var haft eftir lögreglu að útlit væri fyrir að líkið væri af Kelly. Kelly hafði verið nefndur sem mögulegur heimildarmaður fyrir umdeildri frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, í maí um að breska forsætisráðuneytið hefði fyrirskipað að skýrsla um meinta gereyðingarvopnaeign Íraka yrði „gerð meira æsandi“ til að rétt- læta herförina gegn Írökum. Kellys var saknað á fimmtudaginn, tveim dögum eftir að hann kom fyrir þingnefnd er rannsakar hvort stjórnin hafi gerst sek um blekkingar. Neitaði Kelly því að hann væri aðalheimildarmaður BBC fyrir fréttinni. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fékk fregnirnar um líkfundinn er hann var á leið í opinbera heimsókn til Japans. Talsmað- ur hans sagði að hann hefði „að sjálfsögðu miklar áhyggjur vegna fjölskyldu [Kellys]“. Náinn vinur Kellys hafði í gær eftir eig- inkonu hans að hann hefði verið ákaflega reiður og ósáttur vegna framvindu mála og þess sem gerst hefði er hann kom fyrir þing- nefndina. Hann hefði „ekki kært sig um að koma nálægt svona málum“. Óháð rannsókn fari fram David Kelly  Hafði verið/19 FERÐAMAÐUR á gangi í skóglendi skammt frá tjaldstæði í Saint Aygulf í Suður-Frakklandi í gær þar sem eldur eyddi alls um 9.000 hekturum skóglendis á tveim stöð- um. Engan sakaði, fyrir utan slökkviliðsmann er brenndist lítil- lega, en um níu þúsund manns, flestir ferðamenn, urðu að flýja eld- inn. Í gærmorgun voru björgunar- menn vongóðir um að tekist hefði að ná tökum á eldinum. Reuters Skógareldar í Frakklandi SAMKEPPNISSTOFNUN telur að olíufélögin þrjú, Olíufélagið hf. (Esso), Skeljungur og Olís, hafi á fundi í september árið 1996 annaðhvort náð heildarsamkomulagi um að hafa með sér samstarf í tengslum við öll útboð fyrirtækja og stofnana á kaupum á olíuvörum eða þá tryggt enn frekar í sessi slíkt fyrirkomulag. Stofnunin telur þetta brjóta í bága við 10. grein sam- keppnislaga, sem tóku gildi 1. marz 1993. Þetta kemur fram í frumathugunarskýrslu Samkeppnisstofnunar um olíufélögin. „Hér verður í fyrsta lagi að horfa til þess að forstjóri OHF [Esso] hefur upplýst að á for- stjórafundum [olíufélaganna] hafi verið rætt al- mennt um að hafa samráð í útboðum og að for- stjórarnir þrír hefðu haustið 1996 ákveðið að ræða saman um öll útboð. Í öðru lagi verður að líta til þess að á skjalið frá forstjóra Skeljungs sem lagt var fyrir fundinn 16. september 1996 er eftirfarandi handskrifað: „Skl. um að ræða saman um öll útboð“,“ segir í skýrslunni. Samkeppnisstofnun telur að „olíufélögin hafi með þessu heildarsamkomulagi verið að bregð- ast við aukinni tíðni útboða sem þau hafi óttast að myndu minnka framlegð þeirra af viðskipt- um með olíuvörur. Olíufélögin hafi því ákveðið að vinna saman til framtíðar gegn tilraunum viðskiptavina þeirra til að fá aukinn afslátt með útboðum og reyna með þeim hætti að halda uppi verði á olíuvörum.“ Of lengi að laga sig að breytingum Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, segir í viðtali í blaðinu í dag að „það hafi verið stærsti ljóðurinn á starfsemi olíufélaganna að félögin hafi verið of lengi að laga sig að breyttu lagaum- hverfi eftir að samkeppnislögin tóku gildi. Mikil samvinna hafði verið á milli félaganna og því miður gengu menn tæplega nægilega hratt fram í að breyta gömlum siðum, eða ósiðum.“ Kristinn tekur fram að vinnubrögð olíufélag- anna í dag séu langan veg frá því sem gerzt hafi í kringum setningu samkeppnislaga. Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Kers, eign- arhaldsfélags Olíufélagsins Esso, segir að félag- ið vilji ekki ræða málið efnislega en hafi ákveðið að vinna með Samkeppnisstofnun að rannsókn- inni. „Ástæða þess að farið var í samstarf var m.a. sú að innanhússrannsókn í Keri benti til að hluti af starfseminni, að minnsta kosti fyrr á ár- um, hefði að einhverju leyti verið í andstöðu við ákvæði samkeppnislaga. Sú rannsókn sem nú er í gangi hefur staðfest að sumu leyti þessar grunsemdir, en að öðru leyti felur hún í sér ásakanir á hendur Keri og hinum félögunum um ólögmætt samráð sem Ker telur að eigi ekki við rök að styðjast,“ segir Kristinn. Einar Benediktsson, forstjóri Olís, segir í við- tali við blaðið að þótt ýmislegt sé rétt í skýrsl- unni sé í öðrum tilfellum um rangar fullyrðingar að ræða og dregnar rangar og of víðtækar ályktanir. Hann vísar á bug að félögin hafi gert heildarsamkomulag um samráð vegna útboða. Mörg dæmi um samráð Samkeppnisstofnun rekur fjölda dæma um að olíufélögin hafi að hennar mati haft með sér samráð og skipzt á upplýsingum varðandi tilboð í viðskipti við stofnanir og fyrirtæki. „Gögn málsins virðast benda til þess að olíufélögin þrjú hafi haft með sér mjög yfirgripsmikið samráð á tímabilinu 1993–2001,“ segir stofnunin. Fram kemur að forstjórar olíufélaganna hafi hitzt alloft á fundum og hafi þar, að áliti Sam- keppnisstofnunar, m.a. rætt um væntanleg út- boð. Þar hafi jafnframt verið teknar ákvarðanir um hvernig framlegð af viðskiptum yrði skipt á milli félaganna, þannig að það félag, sem fengi viðskipti, greiddi hinum fyrirtækjunum sam- kvæmt ákveðnu skiptahlutfalli. Skýrsla Samkeppnisstofnunar um meint ólögmætt samráð olíufélaganna Sömdu um samstarf vegna allra útboða Forstjóri Olís vísar því á bug að félögin hafi gert heildarsamkomulag Morgunblaðið/Júlíus  Samkeppnisstofnun og olíufélögin/10–17/28–29 BANDARÍKJAMENN hafa frestað herréttarhöldum yfir breskum og áströlskum ríkis- borgurum sem eru í haldi í bandarísku herstöðinni við Gu- antanamo-flóa á Kúbu uns farið hefur verið yfir lögformleg at- riði varðandi örlög fanganna, að því er bandaríska forseta- embættið tilkynnti í gær. Bandarískir og breskir lög- fræðingar munu hittast í næstu viku „til þess að ræða ýmsa möguleika á hvað gert verður við bresku fangana“, sagði tals- maður Bandaríkjaforseta. Einnig munu bandarískir lagasérfræðingar hitta ástr- alska lögmenn í næstu viku til hliðstæðra viðræðna um örlög áströlsku fanganna. Mennirnir sem eru í haldi á Kúbu eru grunaðir um aðild að hryðju- verkum. Herrétti frestað Washington. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.