Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ • Baðinnréttingar • Eldhúsinnréttingar • Fataskápar • Innihurðir I n n r é t t i n g a r Borgartúni 28 • Sími 562 5000 • www.bjorninn.is MJÖG góð veiði hefur verið víða um land síðustu daga, t.d. þrátt fyrir hita og sólfar. T.d. má nefna Rangárnar báðar, Sogið, árnar í Vopnafirði og Þistilfirði og á Suðvestur- og Vest- urlandi, en á síðastnefndu slóðunum er þó vatn með minnsta móti og veiði væri væntanlega meiri ef skilyrði væru betri. Það kroppast líka upp úr ám á Norðurlandi, en þar sem og í Dölunum kemur vatnsleysið hvað verst við menn um þessar mundir. Fín veiði hefur verið í Rangánum síðustu daga og stígandi í veiðinni. Hafa verið 40 til 50 laxa dagar, t.d. í Eystri-Rangá og vaxandi aflabrögð í Ytri-Rangá og menn hafa séð stórar göngur neðarlega á svæðinu, t.d. í Djúpósi. Talsvert er af tveggja ára fiski í Rangánum í sumar, t.d. veidd- ist í vikulokin rúmlega 19 punda hængur á rauða Frances í Djúpósi. Reynir Friðriksson veiddi laxinn sem var nýgenginn 98 cm hængur. Þá veiddist 16 punda Maríulax í Ytri- Rangá í vikunni. Góð holl í Þistilfirði Hópur útlendinga veiddi 30 laxa í Svalbarðsá á sex dögum og fjórir Bandaríkjamenn fengu 20 laxa í Hafralónsá á tveimur dögum, en þessi holl komu í kjölfarið á flóðrign- ingu og vatnavöxtum á þessum slóð- um um miðja síðustu viku. Þegar sjatnaði í ánum tók laxinn vel. Þetta var meira og minna stórfiskur, upp í tæp 20 pund í Hafralónsá og 16 pund í Svalbarðsá. Í Svalbarðsá veiddust allir laxarnir á smáar gárutúpur. Heyrst hefur ennfremur að Hölkná og Sandá hafi gefið vel á Þistilfjarð- armælikvarða. Alls eru komnir 63 laxar úr Svalbarðsá og milli 40 og 50 í Hafralónsá. Stefnir í gott sumar á þessum slóðum. Sogið lifnar rækilega Hópur sem var í Soginu, Bíldsfelli einn dag og svo Ásgarði þann næsta, veiddi 9 laxa og jafnmargar bleikjur. Laxarnir voru allir grálúsugir smá- laxar, utan einn sem var 18 punda 97 cm hængur sem tók rauða Frances túpu í Bátalóni. Bleikjurnar voru frá 3 og upp í 7 pund. Þessi fína veiði var tekin þrátt fyrir að hitamælar stæðu í 26 gráðum. Rauð Frances gaf flesta laxana, en svartur Mobuto með kúlu- haus var aðalbleikjuflugan. Um 40 laxar eru nú komnir af svæðum SVFR í Soginu, flestir, eða 24 úr Ás- garði. Síðasta vika gaf 130 laxa í Grímsá og Norðurárhollin taka um og yfir 100 laxa nú um stundir og þykir það gott miðað við að skilyrði eru erfið og hafa verið nær allan veiðitímann. Þverá/Kjarrá gefa einnig vel og ný- verið voru komnir nærri 600 laxar úr ánum. Hollin fá 10 til 20 laxa í Hítará og lax að ganga, mest vænn smálax. Þá er kominn á annan tug laxa úr Fá- skrúð og fyrstu laxarnir hafa verið dregnir úr Krossá. Vatnsleysi herjar þó illa á Breiðafjarðarár og stendur meiri veiði fyrir þrifum. Þá er Hrútafjarðará farin að gefa, kominn á annan tug laxa á land, flestir stórir, og bleikjuveiði neðst í ánni lífleg í bland. Á þriðja tug laxa er kominn úr Breiðdalsá og er veiði að glæðast, t.d. veiddust sex laxar sl. þriðjudag. Smálaxar sýna sig nú, en fyrstu lax- arnir voru allir stórir, m.a. 18 og 19 punda fiskar. Sjóbleikjuveiðin hefur verið afburðagóð og fiskar vænir, margir 3–4 pund í bland við smærri. Reynir Friðriksson með rúmlega 19 punda hæng, 98 cm úr Djúpósi. Veiði er víða góð ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? stjórans benti á fyrir héraðsdómi að maðurinn hefði átt að fá að bæta ráð sitt, og hljóta áminningu, áður en til uppsagnar kæmi. Sömuleiðis hefðu aðstæður verið sérstakar á vinnustað, flutningur safnsins stað- ið yfir og til dæmis aukinn kostn- aður við nýtt geymsluhúsnæði sett áætlanir úr skorðum. Stefnandi kveður ákvarðanir hafa verið tekn- ar af þjóðminjaverði, þjóðminjaráði og bygginganefnd safnsins á tíma- bilinu frá því að stefnandi hafi tek- ið til starfa og þar til flutningar safnsins hafi verið afstaðnir, sem reynst hafi safninu afar kostnaðar- samir. Stefndi, íslenska ríkið, mótmælti þessu, og benti á að það væri skýrt að gerð fjárhagsáætlana fyrir safn- ið hefði verið á hendi fjármálastjór- ans, og hefði í áætlun ársins 1999 skeikað umtalsverðu. Þótt þjóð- minjavörður hafi borið ábyrgð á fjárreiðum Þjóðminjasafnsins, hafi hann hlotið að leggja traust sitt á stefnanda sem verið hafi fjármála- stjóri safnsins. Vandræði í leit að nýju starfi Þá krafði fjármálastjórinn fyrr- verandi ríkið um miskabætur, m.a. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til þess að greiða fyrrverandi fjármála- stjóra Þjóðminjasafnsins 2,7 millj- ónir í miskabætur fyrir skyndilega uppsögn hans úr starfi í ársbyrjun árið 2000. Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari kvað upp dóminn. Málsatvik eru þau að maðurinn var ráðinn fjármálastjóri safnsins frá 1. október 1998, og gilti samningur út febrúar 2001. Rúmu ári áður en samningstíma lauk sendi þjóð- minjavörður manninum bréf, þar sem honum var sagt upp störfum og var ástæða uppsagnarinnar sögð vera sú að fjármálastjórn Þjóð- minjasafnsins hefði ekki verið við- unandi og útgjöld safnsins hefðu ekki staðist áætlanagerð. Í kjölfar þessa leitaði maðurinn og stéttarfélag hans, BHM, álits menntamálaráðherra, og síðar fjár- málaráðherra, á lögmæti uppsagn- arinnar. Sömuleiðis var krafist frekari rökstuðnings af hálfu þjóð- minjavarðar. Í lok mars árið 2000 úrskurðaði fjármálaráðherra að uppsögnin hefði verið ólögmæt, og leitaði maðurinn að lokum til dóm- stóla til að fá bót mála sinna. Lögmaður fyrrverandi fjármála- á þeirri forsendu að starfslokin hjá Þjóðminjasafninu hefðu valdið sér erfiðleikum við að fá nýtt starf, en tilraunir til þess hefðu gengið illa. Eftir að launagreiðslum frá ríkinu lauk hafði hann ekki notið neinna tekna, en síðar eða um haustið 2000 hafði hann sinnt tímabundnum verkefnum fyrir annað fyrirtæki. Héraðsdómur féllst á það með manninum að það hvernig að upp- sögn hans var staðið hefði verið til þess fallið að skaða stöðu hans við leit að nýju starfi og að ríkið yrði að bera bótaábyrgð á tjóni, sem af því hefði hlotist. Var ríkið ekki talið hafa sérstakar málsbætur, er gætu leitt til lækkunar á bótafjárhæð. Ákvað héraðsdómur að dæma manninum bætur vegna hinnar ólögmætu uppsagnar og miskabæt- ur í einu lagi, samtals 2,7 milljónir auk dráttarvaxta. Héraðsdómur miðar bæturnar við það að mað- urinn hafi starfað hjá Þjóðminja- safninu allan samningstímann, en dregnar voru frá launagreiðslur sem maðurinn hlaut hjá öðru fyrir- tæki sem hann réð sig tímabundið til. Þá var ríkið dæmt til að greiða manninum 500 þúsund krónur í málskostnað. Mál fyrrverandi fjármálastjóra Þjóðminjasafns Ríkið greiði 2,7 milljónir í bætur HANS Christian Dahl, skákmaður frá Grænlandi, er staddur á Íslandi en hann hlaut að launum ferð til Ís- lands fyrir bestan árangur Græn- lendinga á skákmóti Hróksins í Qaqortoq. Í gær tók hann við viðurkenn- ingu frá Máli og menningu og hlaut að gjöf skákbækur og taflborð. Hans Christian fer til baka til Grænlands í dag en hann er búinn að vera hér á landi í nokkra daga ásamt unnustu sinni, Katrine Bendtsen. Hann segist mjög ánægður með dvölina hér á landi og vonast til þess að skákáhugi á Grænlandi eigi eftir að aukast í kjölfar mótsins. „Ég lærði að tefla þegar ég var sex ára en byrjaði fyrir alvöru þegar ég var 15. Það var mjög gott fyrir mig að tefla við skákmeistara frá öðrum löndum og nú vona ég að ég eigi eftir að geta lært enn meira af þess- um bókum sem ég fékk í verðlaun,“ segir Hans Christian. Byrjaði að tefla fyrir alvöru 15 ára Morgunblaðið/Ómar Arndís Sigurgeirsdóttir hjá Máli og menningu afhendir Hans Christian Dahl gjafir. Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, fylgist með. BÚRHVAL rak á land fyrstu daga júlímánaðar í landi bæjarins Núpskötlu á norðvesturhorni Mel- rakkasléttu, rétt austan við Rauðanúp. Haraldur Sigurðsson, bóndi á bænum, fann hvalinn þann 6. júlí, og virtist hann þá nýlega rekinn á land. „Þetta er fullvaxinn búrhvalstarfur, tæpir sextán metrar að lengd,“ sagði Haraldur í samtali við Morgun- blaðið. Fýll og mávur sækja nú í hvalinn, en sagði Haraldur hann enn heillegan og ekki farinn að rotna mikið. Taldi hann líkur á að hræið ræki út á ný. Hvalreki á Melrakkasléttu Ljósmynd/Kári Kristjánsson Í GÆRMORGUN varð vatnslaust í vinnubúðunum á Teigsbjargi í Fljótsdal þar sem ítalska verk- takafyrirtækið Impregilo og und- irverktakar þess reisa nú vinnu- búðir fyrir um eitt hundrað manns. Heimildir Morgunblaðsins herma að nokkur óánægja sé með- al manna í búðunum vegna aðbún- aðar, en um millibilsástand er að ræða meðan uppsetningu búðanna verður lokið. Heilbrigðiseftirlit Austurlands var kallað til að taka út aðstæður í kjölfar vatnsleys- isins, en búið er að koma því máli til betri vegar. Þröngt mun vera um mannskap- inn á Teigsbjargi þar sem að ein- hverju leyti er búið að tvöfalda í herbergjum sem fyrir eru fremur lítil, en heilbrigðisyfirvöld hafa gefið undanþágu þar um í tiltekinn tíma. Hópur rúmenskra verka- manna vinnur nú að uppsetningu búðanna og fer gott orð af dugnaði þeirra. Vatnslaust í vinnubúðum á Teigsbjargi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.