Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 10
SAMKEPPNISSTOFNUN OG OLÍUFÉLÖGIN 10 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Gögn málsins benda til yfir- gripsmikils samráðs 1993–2001 Samkeppnisstofnun kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslu um frumathugun á meintu ólöglegu sam- ráði olíufélaganna að gögn málsins bendi til þess að félögin þrjú hafi haft með sér mjög yfirgrips- mikið samráð frá 1993–2001. Félögin hafi m.a. gert með sér heildarsamkomulag um gerð tilboða og haft samráð um verð og markaðsskiptingu í sölu á eldsneyti til flugvéla og til erlendra skipa. Morg- unblaðið birtir á næstu síðum hér á eftir frásagnir og orðrétta kafla úr skýrslunni. S AMKEPPNISSTOFNUN kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni að olíufélögin hafi haft með sér sam- vinnu við tilboðsgerð í útboðum Reykjavíkurborgar og Landhelgis- gæslunnar árið 1996. Ríkiskaup auglýstu eftir tilboðum í eldsneyti og smurolíu fyrir Land- helgisgæsluna og var tilboðsfrestur til 9. júlí 1996. Í útboði Reykjavíkurborgar var óskað eft- ir tilboðum í sölu á gasolíu, 95 okt. bensíni og steinolíu fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, Mal- bikunarstöð Reykjavíkur og Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar. Frestur til að skila til- boðum var til 3. ágúst 1996. Í skýrslunni segir að Esso hafi upplýst stofn- unina um að forstjóri Skeljungs hafi átt frum- kvæði að því að félögin hefðu með sér samráð vegna útboðanna tveggja. Þá hafi forstjóri Olís skýrt frá því að til tals hafi komið milli olíufé- laganna þriggja, að frumkvæði Skeljungs, að halda ætti áfram skiptisölu og niðurstaðan því orðið að félögin hefðu með sér samráð í því skyni vegna þessara útboða. Samstarf undirbúið 1995 „Forstjóri Skeljungs kveðst ekki geta fullyrt hver hafi haft frumkvæði að þessum aðgerðum. Gögn frá árunum 1995–1996 staðfesta hins veg- ar þennan framburð Olís og OHF [Esso],“ segir í skýrslunni. Þá segir að ljóst sé að Skeljungur hafi, strax á árinu 1995, byrjað að undirbúa samstarf fé- laganna vegna hugsanlegs útboðs Reykjavík- urborgar. Vitnað er í ódagsett minnisblað frá Olís, sem sagt er að væntanlega hafi verið ritað í júlí 1995, þar sem lýst sé efni símaviðræðna milli stjórnenda Olís og Esso: „Síðan ræddum við SD mál og fleira er tengist Shell og óform- legri beiðni Shell til Esso um að þeir láti Reykjavíkurborg í friði þegar/ef til næsta út- boðs kemur.“ Sagt er að viðræður olíufélaganna um útboð hafi átt sér stað í apríl/maí 1996. Einnig er sagt frá tölvupósti frá framkvæmdastjóra markaðs- sviðs Esso, Þórólfs Árnasonar, frá 23. maí 1996, þar sem greint hafi verið frá því að hann hafi setið ýmsa fundi með stjórnendum Skeljungs og Olís til að ræða málefni sem tengist SR- mjöli. Vitnað er í handskrifaða fundargerð sem fannst hjá Skeljungi og stofnunin telur að lýsi fundi félaganna á þessum tíma. Samkvæmt henni voru dagskrárliðirnir þessir: „1. SR 2. Opinber útboð 3. Bunkerþjónusta 4. Önnur mál.“ Framkvæmdastjóri markaðssviðs stór- viðskipta hjá Skeljungi, sem hafði fundargerð- ina í fórum sínum, kveðst ekki geta útskýrt bókun sína um opinber útboð í skjalinu. „Hann hefur hins vegar greint frá því að á þessum tíma hafi fulltrúar olíufélaganna rætt opinber útboð „óformlega“ á fundum sínum. Þegar þetta gagn Skeljungs er skoðað í samhengi við önnur gögn málsins verður að draga þá ályktun að á þessum fundi hafi félögin rætt almennt um opinber útboð og viðbrögð við þeim,“ segir í skýrslunni. Viðræður í júlí Samkeppnisstofnun segir að ljóst sé að frek- ari viðræður hafi átt sér stað milli olíufélag- anna, að frumkvæði Skeljungs, í júlí 1996 eftir að útboðin voru auglýst. Þetta megi sjá af tölvu- pósti framkvæmdastjóra markaðssviðs Esso, Þórólfs Árnasonar, til forstjóra: „Eftir þreifingar Skeljungsmanna um sam- eiginlega stefnu í útboðsmálum bað ég um til- lögu frá þeim, sem forstjórar geta rætt. Friðrik Stefánsson hjá Skeljungi er ekki tilbúinn með tillögu, hann ræddi við Kristin Björnsson sem vill að forstjórar hittist fyrst til að ræða hvort grundvöllur sé. Getur þú fundað með forstjór- unum nk. þriðjudag, 2. júlí? Mér skilst að bæði Einar og Kristinn geti þá.“ Forstjóri Esso, Geir Magnússon, svaraði tölvupóstinum og sagðist „taka við þessu héðan í frá.“ „Tölvupóstur þessi sýnir að OHF [Esso] hef- ur verið tilbúið að skoða þessar hugmyndir Skeljungs um samstarf í útboðunum. Málið hef- ur einnig verið rætt í framkvæmdastjórn OHF 2. júlí 1996 og er þar bókað að það verði að móta stefnu í útboðsmálum „þar sem málið er skoðað í heild sinni en ekki einblína eingöngu á þau út- boð sem nú eru í gangi þ.e. Strætisvagnar, Landhelgisgæslan og ÚA smurolía“,“ segir í skýrslunni. „Stinga djúpt“ Hinn 3. júlí 1996 hittust forstjórar félaganna þriggja. Samkeppnisstofnun segir að með hlið- sjón af fyrrnefndum tölvupósti verði að telja að þeir hafi þar rætt stefnuna í útboðsmálum. Ekki hafi náðst sameiginleg niðurstaða á þeim fundi. Í tölvupósti Þórólfs Árnasonar innan Esso frá 11. júlí hafi valkostir fyrirtækisins varðandi stefnu í útboðum verið dregnir saman: „Tvær leiðir: Stinga djúpt og ná viðskipt- unum, eiga þá á hættu að missa framlegð niður ef verð fréttist. Hin leiðin að skoða dæmið í samhengi. Ákveða þarf á næsta fundi verð- „Leggjum til að eftirfarandi verði boðið“ Samkeppnisstofnun telur að olíufélögin þrjú hafi brugðist við fjölgun útboða með því að hafa með sér samvinnu við tilboðsgerð í útboðum fjölmargra opinberra fyrirtækja. Þannig hafi þau leitast við að halda uppi verði á eldsneytisvörum. SAMKEPPNISSTOFNUN hóf í desem- ber árið 2001 rannsókn á hvort olíufé- lögin Olíufélagið hf. Olíuverzlun Íslands hf. og Skeljungur hf. hafi haft með sér ólögmætt samráð og brotið gegn 10. grein samkeppnislaga. Í byrjun þessa árs lá fyrir skýrsla um frumathugun á hluta hinna meintu brota, þ.e.a.s. varð- andi meint ólögmætt samráð olíu- félganna um gerð tilboða, um samráð við sölu eldsneytis á Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli og um samráð við sölu á eldsneyti til erlendra skipa í ís- lenskum höfnum. Stofnunin kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslunni að á þessu stigi bendi allt til þess að olíufélögin hafi haft með sér mjög yfirgripsmikið samráð á tímabilinu 1993–2001 sem kunni að brjóta í bága við 10. grein samkeppnislaga. Sú laga- grein er svohljóðandi: „Samningar og samþykktir, hvort heldur þær eru bindandi eða leiðbein- andi, og samstilltar aðgerðir milli fyr- irtækja á sama sölustigi eru bannaðar þegar þær lúta að eða er ætlað að hafa áhrif á: a, verð, afslætti eða álagningu b, skiptingu markaða eftir svæðum, eft- ir viðskiptvinum eða eftir sölu og magni, c, gerð tilboða. Samvinna á sama sölustigi um leiðsögn við útreikning á verði, afslætti og álagn- ingu er bönnuð.“ Frumathugunarskýrslan er rituð í þeim tilgangi að auðvelda aðilum máls- ins að nýta sér andmælarétt sinn skv. stjórnsýslulögum. Fram kemur í bréfi Samkeppnisstofn- unar til eins olíufélaganna, þar sem frumathugunin er kynnt, að gögn máls- ins virðist benda til þess að olíufélögin þrjú hafi haft með sér mjög yfirgrips- mikið samráð á tímabilinu 1993–2001. „Á þessu stigi málsins virðast hin meintu brot í meginatriðum hafa falist í þessu: 1. Samráð um gerð tilboða. 2. Markaðsskipting og verðsamráð í sölu á eldsneyti á Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli. 3. Verðsamráð og markaðsskipting í sölu á eldsneyti til erlendra skipa í ís- lenskum höfnum. 4. Almennt samráð um verðlagningu á m.a. eldsneyti og smurolíu og öðrum aðgerðum sem geta haft áhrif á verð þessara vara. Í aðalatriðum hefur samráðið falist í þessu:  Samráð um innkaup og verðlagningu á fljótandi eldsneyti.  Samráð um verðlagningu á smurolíu.  Samráð um verðlagningu á gasi.  Samráð um verðlagningu á frostlegi.  Samráð um verðlagningu á rúðu- vökva.  Samráð um veitingu afsláttar.  Samráð um að leggja gjöld á við- skiptavini.  Samráð um að draga úr framboði eða takmarka þjónustu. 5. Markaðsskipting og eftir atvikum verðsamráð vegna eftirfarandi sölu til stærri viðskiptavina eða á einstökum landsvæðum:  Samráð vegna sölu til Íslenska ál- félagsins hf.  Samráð vegna sölu til Flugleiða hf.  Samráð vegna sölu til Landhelgis- gæslunnar.  Samráð vegna sölu til Vestmanna- eyjabæjar.  Samráð vegna sölu til dómsmálaráðu- neytisins.  Samráð vegna sölu til Kísiliðjunnar hf.  Samráð vegna sölu til Reykjvíkur- borgar.  Samráð vegna sölu til SR mjöls hf.  Samráð vegna sölu til SBK hf.  Samráð vegna sölu til áhaldahúss Keflavíkur.  Samráð vegna sölu til Norðuráls hf.  Samráð vegna sölu til Íslenska járn- blendifélagsins hf.  Samráð vegna sölu á Raufarhöfn.  Samráð vegna sölu í Grindavík.  Samráð vegna sölu á Ísafirði.  Samráð vegna sölu í Stykkishólmi.  Samráð vegna sölu í Austur- Skaftafellssýslu.  Samráð vegna sölu á samreknum bensínstöðvum og skiptingu á sölu- svæðum.  Samkomulag um að reyna ekki að ná viðskiptum viðskiptavina sem samn- ingsbundir eru öðru olíufélagi. Samkeppnisstofnun telur hugsanlegt að fleiri atriði kunni að bætast við þennan lista. 6. Verðsamráð og markaðsskipting á vettvangi Gasfélagsins ehf. og Úthafs- olíu ehf. (O.W. Icebunker).“ Frumathugunarskýrslan nær yfir hluta rannsóknarinnar Fram kemur að rannsókn málsins er lengst komin varðandi fyrstu þrjá töluliðina hér að framan og nær frum- athugunarskýrslan eingöngu yfir þá þætti málsins. „Samkeppnisstofnun telur á þessu stigi að allt bendi til þess að olíufélögin þrjú hafi a.m.k. við gildistöku sam- keppnislaga ákveðið að hafa með sér margþætt samráð til að ná fram sam- eiginlegu markmiði eða áætlun. Samráð þetta birtist ýmist í samningum eða samstilltum aðgerðum í skilningi 10. gr. samkeppnislaga og þessar aðgerðir allar höfðu það að markmiði að draga úr samkeppni á milli olíufélaganna,“ segir í skýrslunni. Margþætt sam- ráð til að draga úr samkeppni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.