Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 16
SAMKEPPNISSTOFNUN OG OLÍUFÉLÖGIN 16 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ hálft ár síðan stjórn Kers tók þá ákvörðun að vinna með Sam- keppnisstofnun vegna þeirrar rannsóknar sem hún er með í gangi vegna meints ólögmæts samráðs olíufé- laganna og mark- miðið með þessari samvinnu er að upplýsa málavexti að fullu. Ástæða þess að farið var í samstarf var m.a. sú að innanhússrannsókn í Keri benti til að hluti af starfseminni, að INNANHÚSSRANNSÓKN íKeri hf. sem benti til þess aðhluti af starfseminni væri í and- stöðu við ákvæði samkeppnislaga, að minnsta kosti fyrr á árum, er m.a. ástæða þess að félagið tók þá ákvörðun fyrir einu og hálfu ári að vinna með Samkeppnisstofnun að því að upplýsa málið. Rannsóknin sem nú er í gangi hefur staðfest að sumu leyti þessar grunsemdir. Þetta segir Kristinn Hallgrímsson hrl., lögmaður Kers hf., í samtali við Morgunblaðið en segir að það sé op- inber stefna félagsins að ræða málið ekki efnislega á þessu stigi. „Um þessar mundir eru eitt og minnsta kosti fyrr á árum, hefði að einhverju leyti verið í andstöðu við ákvæði samkeppnislaga. Sú rann- sókn sem nú er í gangi hefur staðfest að sumu leyti þessar grunsemdir, en að öðru leyti felur hún í sér ásakanir á hendur Keri og hinum félögunum um ólögmætt samráð sem Ker telur að eigi ekki við rök að styðjast og beri frekar merki um frjótt ímynd- unarafl rannsóknarmannanna. Með- an málið er í þessum formlega far- vegi hefur stjórn Kers ákveðið að ræða ekki efnislega um þessa rann- sókn frekar,“ sagði Kristinn Hall- grímsson í samtali við Morgun- blaðið. Rannsóknin staðfestir grunsemdir Kers Kristinn Hallgrímsson S KÝRSLA Samkeppnis- stofnunar er fyrri hluti frumathugunar og ekki liggur fyrir niðurstaða eða úrskurður af hennar hálfu vegna rannsóknar á hvort olíu- félögin hafi haft með sér ólögmætt samráð og brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga. Forsvarsmenn Olís hafa ekki komið andmælum við frumathuguninni á framfæri við stofnunina og því er örðugleikum bundið á þessu stigi að svara ein- stökum efnisatriðum skýrslunnar í smáatriðum, að sögn Einars Bene- diktssonar, forstjóra Olís. „Það er ljóst að þó að ýmislegt sé rétt í þessari skýrslu þá er í öðrum tilfellum um rangar fullyrðingar að ræða og bæði eru dregnar rangar og allt of víðtækar ályktanir,“ segir Ein- ar. Náið samstarf um áratuga skeið – Samkeppnisstofnun telur í frum- athugun sinni að allt bendi til þess að olíufélögin þrjú hafi haft með sér yf- irgripsmikið samráð um verð og um markaðsskiptingu á tímabilinu 1993 til 2001. Hverju svarar þú þessu? „Í þessu þrönga umhverfi sem við störfum í hér á Íslandi, hafa olíufé- lögin um áratugaskeið átt með sér mjög náið samstarf um fjöldamörg atriði í rekstrinum, s.s. hvað varðar dreifingu til lands og sjávar, sam- rekstur birgðastöðva, samrekstur bensínstöðva, sameiginlegan inn- flutning og nánast flest það sem að rekstrinum lýtur. Um 40 ára skeið eða frá því upp úr 1950 og fram til 1992 var innflutningur eldsneytis til landsins allur á hendi viðskiptaráðu- neytisins og framseldur til olíufélag- anna. Öll innkaup voru á sama verði og verðmyndun var algerlega í hönd- um opinberra aðila, þ.e.a.s. Verð- lagsstofnunar. Félögin voru því bein- línis knúin til þess á þessum tíma að eiga náið samstarf um að sækja verð- myndunarhagsmuni sína til Verð- lagsstofnunar. Þessar aðstæður hafa ekki eingöngu orðið til þess að menn hafi átt náið samstarf, heldur að sjálfsögðu einnig orðið til þess að styrkja bönd á milli starfsmanna fé- laganna, sem hafa af mannlegum ástæðum verið í miklu meira sam- neyti en hefði kannski mátt telja eðli- legt. Þegar samkeppnislögin tóku gildi 1993 voru í forsvari fyrir þeirri stofn- un sömu menn og höfðu verið í for- svari fyrir Verðlagsstofnun og ef ein- hver aðili í íslenska stjórnkerfinu þekkti vel til starfsemi olíufélaganna þá voru það auðvitað starfsmenn Verðlagsstofnunar. Þeim var það allra manna best ljóst að það var mjög víðtækt og náið samstarf meðal félaganna og sterk kynni voru á með- al manna, sem þurftu að starfa sam- an að þessum hagsmunum félag- anna. Við höfum stundum bent á til samlíkingar, að það beri öðruvísi að hvernig kauphallarreglur og reglur fjármálaeftirlitsins voru kynntar samanborið við samkeppnisregl- urnar. Þó það hafi farið í taugarnar á ýmsum forystumönnum atvinnulífs- ins hvað kauphöllin og fjármáleftir- litið kynntu stíft sínar vinnureglur, þá varð það auðvitað til þess að menn fóru smátt og smátt að laga sig eftir þeim. Hið gagnstæða var upp á ten- ingnum hvað samkeppnislögin varð- ar. Segja má að innleiðing sam- keppnislaga hafi nánast aldrei farið fram og að af hendi Samkeppnis- stofnunar hafi aldrei verið gerð til- raun til að kynna þær fyrir fákeppn- ismarkaðinum. Máttu þeir þó vita fyrir að í olíuviðskiptunum var virki- lega þörf á að kynna þessar nýju reglur. Það verður einfaldlega að viður- kenna að menn gættu ekki nægilega að sér, og sumt í samstarfi félaganna lifði of lengi. Helstu málin sem við fáum ávirðingar fyrir eru þannig gömul mál frá fyrstu árunum eftir gildistöku laganna. Það er vissulega staðreynd að þó að menn hafi lagað ýmislegt í starfseminni að nýju um- hverfi þá verður að viðurkenna að eitt og annað sat eftir sem menn höfðu ekki náð að stilla af í tæka tíða eins og lögin kváðu á um,“ segir Ein- ar. – Ertu að segja að félögin hafi í raun og veru farið á svig við sam- keppnisreglur vegna þessrar for- sögu? „Ég tel að kúltúrinn í starfsemi fé- laganna og þetta nána samneyti um áratugaskeið á svo fjöldamörgum sviðum í starfseminni hafi einfald- lega orðið til þess að menn hafi sofið á verðinum og ekki gætt þess að kynna og innleiða nýjar starfsreglur í fyrirtækjunum í ljósi nýrrar lög- gjafar. Þetta er einfaldlega stað- reynd málsins.“ Réttmæt gagnrýni – Bent er á í skýrslunni að Sam- keppnisstofnun hafi birt tilkynningu í Lögbirtingablaðinu 1993 þar sem vakin er athygli á bannákvæðum samkeppnislaga við samkeppnis- hömlum og að hlutaðeigandi væri gefinn kostur á að sækja um und- anþágu frá þeim, telji þeir skilyrði þess fyrir hendi. Fram kemur að engin ósk barst um undanþágu frá olíufélögunum. Hvers vegna var það ekki gert? „Ég tel að þetta sé réttmæt gagn- rýni en bendi aftur á að menn hafa einfaldlega ekki verið nægilega með- vitaðir um það hvað lögin breyttu starfsumhverfinu gríðarlega mikið. En ég endurtek að hafi einhverjir átt að geta vakið athygli okkar á því að við þyrftum að lagfæra ýmislegt í okkar starfsemi þá voru það sömu menn og höfðu, sem starfsmenn Verðlagsstofnunar, haft eftirlit með olíufélögunum um áratuga skeið,“ svarar Einar, en tekur jafnframt fram að auðvitað sé ábyrgðin olíufé- laganna. Fram kemur í frumathugun Sam- keppnisstofnunar að meint ólöglegt samráð olíufélaganna hafi staðið yfir allt tímabilið frá 1993 til 2001. Spurð- ur hvort þetta hafi ekki verið óhóf- lega langur aðlögunartími fyrir fé- lögin að laga starfsemi sína að samkeppnisreglunum, segist Einar ekki staðfesta að þær fullyrðingar standist sem settar séu fram í skýrsl- unni um að þetta ástand hafi verið viðvarandi allt tímabilið. „Ég tel að koma muni fram í okkar andmælum fjöldi röksemda og mót- mæla við að ályktanir og fullyrðingar sem þarna eru settar fram standist, þó að vissulega verðum við því miður að sætta okkur við að ýmislegt eigi sér stoð í raunveruleikanum,“ segir hann. Einar tekur fram að þar sem rann- sókn Samkeppnisstofnunar er ekki lokið og félagið hafi ekki enn komið andmælum á framfæri vilji hann ekki á þessari stundu fara út í efn- islega umræðu um einstök tiltekin mál sem fjallað er um í skýrslunni. „Við verðum því miður að sætta okk- ur við að okkur hafi orðið á í ákveðnum málum, þar sem við mun- um sæta ávirðingum fyrir, en í öðr- um málum teljum við að allt of sterk- ar fullyrðingar séu hafðar uppi.“ – Hver eru „helstu málin“, sem þú orðar svo? „Það hefur komið fram opin- berlega að stofnunin telji sig hafa ávirðingar á hendur félögunum varð- andi viðskipti við opinber og hálf- opinber fyrirtæki. Í því sambandi er mikilvægt að hafa í huga að árið 1976 gerði Innkaupastofnun ríkisins fjór- hliða samning við öll olíufélögin um olíuviðskipti allra ríkisstofnana. Fram til haustsins 1994 var skylt samkvæmt lögum að selja sömu teg- und eldsneytis á sama verði hvar sem er á landinu án tillits til magns eða þjónustu. Þetta þýddi einfald- lega að það var bannað að gefa af- slætti af eldsneytisverði allt til sept- embermánaðar 1994. Í samningnum við Innkaupastofnun frá 1976 var beinlínis kveðið á um að umsjón við- skiptanna skuli skipt á milli olíufé- laganna. Allt frá þeim tíma höfðu ol- íufélögin umsjón með viðskiptum við tiltekin opinber fyrirtæki og skiptu með sér sölunni mánaðarlega, og það hefur aldrei hvílt leynd yfir því. Það sem er gagnrýnisvert í þessu er að þetta fyrirkomulag, eða þessi skipti- sala svokallaða, lifði lengur en æski- legt hefði verið, en hún á þessa for- sögu og umsjónin var beinlínis samningsatriði á milli kaupanda og seljanda.“ Einar segir að einnig hafi komið fram að olíufélögin muni fá ávirð- ingar vegna viðskipta við stórverk- smiðjur. „Mér er sagt að um það gildi hið sama, að í gegnum pólitísk afskipti hafi verið séð til þess að þessum viðskiptum væri skipt á milli olíufélaganna í ljósi þess að þau gátu ekki boðið mismunandi viðskipta- kjör. Þannig hafi viðskiptum við þessi félög verið skipt mánaðarlega á milli félaganna um áratugaskeið. Þetta er forsaga þess viðskiptaum- hverfis sem síðar tók við.“ Rangt að gert hafi verið heildarsamkomulag – Er það rétt sem haldið er fram í skýrslunni að olíufélögin hafi gert með sér heildarsamkomulag um að hafa samráð fyrir öll útboð á elds- neyti? „Það er rangt. Ein veigamesta at- hugasemdin sem ég hef við þessa skýrslu er að það var ekkert sam- komulag gert um að menn myndu ræða saman um hvert útboð, eins og fullyrt er í skýrslunni,“ svarar Einar. Í skýrslunni eru rakin fjölmörg dæmi um meint samráð félaganna við útboð m.a. í viðskiptum við Reykjavíkurborg, Langhelgisgæsl- una og við útboð Útgerðarfélags Ak- ureyringa hf. á smurolíum. Spurður um það segir Einar álitamálin fyrst og fremst vera um viðskipti við op- inber og hálfopinber fyrirtæki s.s. stóriðjuverksmiðjur allt frá sjöunda áratugnum. „Fullyrt hefur verið við okkur að vegna þess að menn gátu ekki boðið mismunandi viðskiptakjör á þeim tíma, þegar bannað var að gefa afslætti, þá hafi pólitíkin stuðlað að því að þessum viðskiptum yrði jafnað á milli olíufélaganna.“ Einar hafnar þeirri ályktun sem finna má í umfjöllun skýrslunnar að olíufélögin hafi átt með sér víðtækt samráð um verð og skiptingu mark- aða um hvert málið á fætur öðru. „Vegna náins samstarfs félag- anna um áratugaskeið á fjöldamörg- um sviðum, hittast starfsmenn félag- anna mjög oft,“ segir hann. „Auðvit- að getur það orðið til þess að menn ræði einhver mál með óskipulegum hætti sem ekki skyldi verið hafa. Ýmis gögn frá slíkum fundum hafa verið mistúlkuð af Samkeppnis- stofnun og þar hafa menn dregið ályktanir, sem eru einfaldlega rang- ar. Sem dæmi um það má nefna um- fjöllun um útboð ÚA.“ Ekkert gert með andmæli okkar Einar bendir einnig á að Olís hafi átt samvinnu við Samkeppnisstofn- un um rannsókn málsins. „Það kem- ur mér því á óvart hversu djarflega þeir leyfa sér að draga sterkar álykt- anir og setja fram fullyrðingar um einstök mál, sem þegar er búið að út- skýra fyrir þeim í ítarlegu máli í við- tölum, en þar töldum við okkur vera að vinna í samvinnu við þá sem byggðist á því að þeir tækju mark á skýringum okkar og sjónarmiðum. Við áttum ekki von á skýrslu sem væri eingöngu byggð á þeirra for- sendum þar sem fjöldi andmæla sem við komum fram með og liggja þegar fyrir í fundargerðum sem þeir hafa undir höndum er virt að vettugi. Það er bara ekkert gert með andmæli okkar,“ segir Einar. „Raunar verður að telja það með ólíkindum, hversu mikill tími og vinna hefur farið í málið hjá Sam- keppnisstofnun. Kostnaðurinn af þessari málsmeðferð er orðinn gíf- urlegur fyrir ríkið og verður tæpast réttlættur þegar það er haft í huga að öll félögin hafa gengið til sam- starfs við stofnunina og upplýst öll mál. Mér skilst að þegar fyrirtæki erlendis ganga til samstarfs við sam- keppnisyfirvöld, sé almennt reynt að Verður að viðurkenna að menn gættu ekki nægilega að sér Einar Benediktsson, forstjóri Olíuverzlunar Íslands hf., gagnrýnir frumathugun Samkeppnisstofnunar. Hann segir þó í viðtali við Ómar Friðriksson að ýmislegt sé rétt í skýrsl- unni en í öðrum tilfellum sé um rangar fullyrðingar að ræða og rangar og allt of víðtækar ályktanir dregnar. Einar Benediktsson forstjóri Olís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.