Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2003 17 ljúka málum með sátt til að spara kostnað og vinnu fyrir báða aðila. Ekki verður hjá því komist að gagn- rýna það að starfsmenn Samkeppnisstofnunar hafi undir höndum öll viðskiptagögn félaganna og geti grúskað í þeim að vild. Jafn- framt geta þeir grúskað í persónu- legum gögnum starfsmanna án nokkurs aðhalds og svo lengi sem þeir vilja. Ætli það hljóti ekki fleirum en mér að finnast eitthvað bogið við þetta.“ – Því er einnig haldið fram að olíu- félögin hafi samið um markaðsskipt- ingu og haft verðsamráð í sölu á elds- neyti á Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli. Er þetta rétt lýsing? „Sú lýsing er í veigamiklum atrið- um röng, og ályktanir, sem af þeirri lýsingu eru dregnar. Hins vegar er starfsemi á flugvöllunum dæmi um náið og eðlilegt samstarf, en þar reka félögin sameiginlega eldsneytis- afgreiðslu fyrir flug með hliðstæðum hætti og gert er nánast alls staðar í heiminum. Í öllum nálægum löndum reka stór olíufélög sameiginlega flugafgreiðslu þó að salan fari fram á vegum hvers fyrir sig,“ segir Einar. Því er einnig haldið fram í skýrsl- unni að félögin hafi haft samráð vegna útboðs Flugleiða og skipt framlegð af viðskiptunum á milli sín með þeim hætti, að Olíufélagið greiddi tiltekinn hluta af hverjum seldum lítra til Eldsneytisafgreiðsl- unnar á Keflavíkurflugvelli og þess- um fjármunum síðan verið skipt jafnt á milli félaganna. Einar segir að dregin sé röng ályktun um þetta í skýrslunni. „Ég kannast alls ekki við að farið hafi fram nein skipti á fram- legð af sölu til Flugleiða. Hins vegar reka félögin sameiginlega flugaf- greiðslustöð á Keflavíkurflugvelli og í einu tilfelli er ljóst að félögin tóku sameiginlega ákvörðun um að hækka afgreiðslugjald á Flugleiðum vegna þess að það var talið vera undir kostnaðarverði,“ – Tekið er dæmi í skýrslunni þar sem segir að fulltrúar Olís og Skelj- ungs hafi verið sammála um að eftir sameiningu afgreiðslustöðva væri hægt að innheimta mun hærra gjald af Flugleiðum en ef félagið færi í út- boð. Þessu vísar Einar á bug sem frá- leitri ályktun. „Sannleikurinn er sá að Flugleiðir buðu árlega út hluta af sinni eldsneytisþörf. Flugleiðir eru stærsti eldsneytisnotandi á landinu og álgagning var mjög lítil og vel þekkt. Eftir áralöng útboð var sá andi frekar ríkjandi í okkar félagi hvort við ættum yfirleitt að vera að eyða tíma í að bjóða í eldsneytis- þarfir Flugleiða, það væri ekkert út úr því að hafa.“ Ekki sýnt að meint samráð hafi skapað félögunum okurhagnað – Verði félögin fundin sek um að hafa gerst brotleg við samkeppnis- lög, áttu þá von á þungum viður- lögum og er einnig hugsanlegt að skaðabótaskylda skapist gagnvart viðskiptavinum? „Það hefur þegar komið fram að við hjá Olíuverslun Íslands höfum nánast ekkert tjáð okkur um þetta mál að öðru leyti en því að við teljum ljóst að við verðum fyrir ávirðingum í þessu máli og sektum,“ segir Einar. Að sögn hans líta forsvarsmenn fé- lagsins svo á að umræður um ofur- sektir vegna brota á samkeppnis- reglum með vísan til hámarksrefsi- heimildar sé algerlega slitin úr sam- hengi við þær réttarvenjur sem þekkjast í nágrannalöndunum. Ný- leg dæmi frá Norðurlöndunum stað- festi þessa skoðun. „Það er grund- vallaratriði í öllu þessu máli að þrátt fyrir að finna megi á okkur ávirð- ingar um samstarf á ýmsum sviðum verður ekki með neinum hætti sýnt fram á að meint samráð hafi skapað félögunum okurhagnað. Félögin hafa þvert á móti verið í þeirri stöðu á markaði að vera talin annars flokks fjárfestingarkostur vegna lélegrar arðsemi. Fullyrða má að þau kjör sem í boði voru í einstökum tilvikum voru algerlega í takt við þau við- skiptakjör sem boðin voru í öðrum tilvikum, sem sambærileg eru að um- fangi,“ segir Einar að lokum. omfr@mbl.is FRÉTTIR ÞAÐ var glatt á hjalla hjá yngstu krökkunum á Patreks- firði á föstudag. Alla vikuna höfðu þau sótt leikjanámskeið undir stjórn Brynjars Þórs Þorsteinssonar íþróttakenn- ara og skemmtu sér greini- lega vel saman. Verkefni dagsins voru fjölbreyttar fót- boltaæfingar og á eftir var dregin fram fallhlíf í öllum regnbogans litum. Ekki leidd- ist þeim að stökkva inn í hana miðja á meðan Brynjar og félagar hristu hana upp og niður. Guðmundur Hall- dórsson, fimm ára, tók þátt í fótboltaæfingunum en sagðist samt vera bestur í körfubolta. Hann var samt brattur með boltann þegar blaðamann Morgunblaðsins bar að garði og gaf þá skýringu að hann væri alltaf „góður til að byrja með“. Í dag á síðan að vera helj- arinnar grillveisla eftir að all- ir hafa komið saman og skemmt sér í sundi í lok vel heppnaðrar viku. Morgunblaðið/Björgvin Guðmundsson Frískir krakkar á Patreksfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.