Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 22
AKUREYRI 22 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fæst í Kirkjuhúsinu Laugavegi 31, Reykjavík, Shellstöðinni v/Hörgárbraut, Akureyri, Litla húsinu, Strandgötu 13B, Akureyri og í Radíovinnustofunni Kaupangi Akureyri. Verð kr. 200 FRJÁLS siglingadagur verður á vegum Siglingaklúbbsins Nökkva á Akureyri í dag, laugardaginn 19. júlí og stendur hann frá kl. 13 til 17. Fjöldi barna hefur í sumar sótt námskeið í siglingum hjá félaginu, en að sögn Rúnars Þórs Björns- sonar, formanns Nökkva, hefur starfið verið öflugt nú í sumar. „Því er þó ekki að leyna að samkeppnin um börnin er geysimikil og fram- boð af námskeiðum að ýmsu tagi fyrir þau fer vaxandi. Við myndum gjarnan vilja sjá fleiri börn hjá okkur, en þetta hefur samt verið al- veg ágætt í sumar,“ sagði Rúnar Þór. Námskeið verða fram í ágúst bæði fyrir og eftir hádegi. Félagið fékk nú nýlega liðsauka, þjálfarann Sofie de Fineligt sem danskur meistari í siglingum en hún verður hjá Nökkva í einn mán- uð og mun m.a. þjálfa æfingahópa félagsins. Á miðvikudagskvöldum býðst áhugasömum að líta við á fé- lagssvæðinu við Höepfner, kynna sér íþróttina og bregða sér í sigl- ingu með félagsmönnum. Á sama tíma eða kl. 19.30 á miðvikudags- kvöldum eru sjókajakmenn einnig við æfingar þannig að jafnan er líf- legt á Pollinum þessi kvöld. Á siglingadeginum í dag verður m.a. kajak- og siglingakeppni og foreldrum verður boðið í siglingu. Grill verður á staðnum og meðlæti en gestir mæta með matföngin. Frjáls siglingadagur Morgunblaðið/Rúnar ÞórMorgunblaðið/Rúnar Þór BÍLVELTA varð á Ólafsfjarðarvegi á sjötta tímanum í gærmorgun. Tvennt var í bílnum, karl og kona, og var ökumaður fluttur á slysa- deild til aðhlynningar, en meiðsli eru talin óveruleg, samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar á Akureyri. Slysið varð skammt frá Freyju- lundi, sem er á leiðinni milli Akur- eyrar og Dalvíkur. Fjarlægja þurfti bifreiðina af vettvangi með krana- bifreið. Bílvelta á Ólafs- fjarðarvegi BÖRNIN á Holtakoti fóru í göngu- ferð í gærmorgun og komu við niðri í Sandgerðisbót. Þar hittu þau fyrir trillukarl einn sem var svo vænn að sýna þeim bátinn sinn. „Er þetta hraðbátur?“ var spurning sem brann á vörum barnanna. Morgunblaðið/Margrét Þóra Hressir krakkar af leikskólanum Holtakoti voru að fara í siglingu með Plastbátnum Sigurjóni Friðrikssyni. Þau voru mjög spennt og spurðu hvort þetta væri ekki örugglega hraðbátur sem þau væru að fara að sigla með. Er þetta hraðbátur? LARS Frederiksen, orgelleikari frá Danmörku, leikur á þriðju Sumartón- leikum Akureyrarkirkju á sunnudag, 20. júlí, kl. 17. Lars Freder- iksen fæddist ár- ið 1964 í Óðins- véum í Danmörku. Hann hefur hald- ið tónleika í Dan- mörku og í Evr- ópu. Frá árinu 1998 hefur hann verið organisti í Frúarkirkjunni í Óðinsvéum. Lars Frederiksen mun leika verk eftir Buxtehude, Raasted, Langgaard og Reger. Í þessari Íslandsferð mun hann einnig leika í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði og á Sumarkvöldi við org- elið í Hallgrímskirkju. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir. Danskur orgelleikari Lars Frederiksen Sumartónleikar í Akureyrarkirkju LANDVINNSLU ÚA á Akureyri og Grenivík lauk í gær fyrir sumar- leyfi. Til að ná að vinna þann afla sem ísfisktogararnir báru nú síðast að landi hafa vinnudagarnir verið nokkuð langir að undanförnu. Þannig hófst vinna kl. fimm að morgni, bæði í fyrradag og í gær, en nú tekur við þriggja vikna sum- arleyfi. Vinnsla hefst aftur mánu- daginn 11. ágúst, en togarar félags- ins halda aftur til veiða um og eftir verslunarmannahelgi. Sumarleyfi hjá ÚA STARFSDAGUR verður í Laufási á sunnudag, 20. júlí, og verður þar margt um manninn og mikið umstang í Gamla bæn- um af því tilefni. Starfsdagurinn hefst með helgistund í kirkjunni klukkan 13.30. Síðan taka við hefðbund- in sveitastörf sem tilheyra há- annatíma í sveit. Húsbændur og hjú slá og raka í teignum fyrir framan Laufásbæinn en inni við verður fengist við hefð- bundna íslenska matargerð sem gestir geta fylgst með og smakkað á. Aðalviðfangsefni dagsins verður jurtalitun. Að loknum annasömum degi verð- ur svo nikkan þanin á hlaðinu. Félagar úr Laufáshópnum og fjölmargir aðrir leggja sitt af mörkum til að gera daginn ánægjulegan með því að sýna fólki verklag fyrri tíma. Gamli bærinn í Laufási er opinn alla daga í sumar frá kl. 10–18. Hægt er að kaupa þjóðlegar veitingar í Gamla prestshúsinu. Starfs- dagur í Laufási ♦ ♦ ♦ flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið alltaf á föstudögum SUÐURNES ÞESSI forvitnu mæðgin stilltu sér upp fyrir blaðamann þegar hann átti leið gegnum Grindavík á dögunum. Höfðu þau verið að njóta sólarinnar undir skemmu- vegg þegar hvíld þeirra var trufl- uð. Mæðginin héldu þó alltaf hæfi- legri fjarlægð, enda aldrei að vita hvaða bellibrögðum mannfólkið kann að brydda upp á. Samkvæmt heimildum er það ekki óalgeng sjón að sjá kindur vappandi um Grindavík, enda hafa sumir íbúar bæjarins upp- nefnt hana Kindavík. Morgunblaðið/Svavar Forvitnar sauðkindur Grindavík ÍBÚUM í Gerðahreppi fjölgar ört um þessar mundir, enda eru þar margar íbúðir í byggingu og hafa nú þegar margar verið afhentar. Mikil eftirspurn er eftir húsnæði og er hús- næðissamvinnufélagið Búmenn með- al annars að byggja íbúðir fyrir fólk yfir fimmtugu, sem þykir það vænn kostur að flytja í friðsælt og þægilegt samfélag, að sögn Sigurðar Jónsson- ar, sveitarstjóra í Gerðahreppi. „Suðurnesin eru eitt atvinnusvæði og stutt í allar áttir og í alla þjónustu. Við höfum lagt áherslu á að skapa hér fallegt og vinalegt umhverfi í sveitarfélaginu og það hefur orðið mikil breyting á fáum árum. Við höf- um þá stefnu að hafa frekar lág byggingarleyfisgjöld, svo hér er um ódýrara húsnæði að ræða heldur en til dæmis í Reykjanesbæ. Sam- kvæmt nýjustu tölum frá tímabilinu apríl til júní hefur fjölgað hér um þrjátíu og átta manns og við erum mjög ánægð með það og tökum fagn- andi á móti öllu góðu fólki. Í síðustu talningu bjuggu hér tólf hundruð þrjátíu og sjö manns, svo nú erum við farin að nálgast þrettán hundruð íbúa.“ Eðlileg þróun lífsins „Það er ekki einungis miðaldra fólk sem flytur hingað, heldur fólk á öllum aldri. Því það eru margir Garðbúar sem eru að flytja í Bú- mannaíbúðirnar og íbúðir aldraðra. Það fólk selur sín hús hér og þá er það yfirleitt yngra fólk með börn sem flytur í þau, eins og þetta á að vera.“ Fólksfjölgun og framkvæmdir í Garði Garður LÖGREGLUNNI í Keflavík hefur borist verðmætur liðsauki í baráttu sinni fyrir öryggi borgaranna. Er þar um að ræða glænýja Volvo S80 bifreið sem ekið var í hlað á dög- unum. Nýi bíllinn er búinn öllum helstu þægindum og fullkomnasta búnaði sem völ er á í fjarskiptum og radarmælingum. Í honum er 160 hestafla dísilvél sem skilar miklum krafti og ætti að tryggja skjót við- brögð lögregluliðs Keflavíkur þegar nauðsyn krefur. Jóhannes Jensson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn í Keflavík, segist ánægður með nýja fararskjótann. „Þetta er náttúrulega nýr gæðabíll og við væntum þess að hann reynist okkur vel. Við höfum mjög góða reynslu af Volvo og höfum haft marga slíka hér í gegnum tíðina og hafa þeir reynst okkur vel, enda eru þetta kraftmiklir og öruggir bílar og henta vel í svona notkun þar sem fjöldi manns er að nota þá.“ Um 20 manns aka lögreglubílunum í Kefla- vík á vöktum. „Veikbyggðari bílar þola ekki allir svona mikla notkun.“ Lögreglan í Keflavík Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Nýi lögreglubíllinn var strax kominn í gagnið þegar ljósmyndara bar að. Höfðu lögreglumenn ekið á vettvang umferðarslyss. Sem betur fer urðu lít- il meiðsl, en börnin horfðu forvitin á sjálfrennireiðina. Glænýr Volvo bæt- ist við bílaflotann Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.