Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 24
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÞAÐ má vel segja að Gumundur Þorvarðarson afi minn hafi stofnað fyrsta iðnfyrirtækið hérna í byggð- inni sem var rjómabúið sem hann kom á fót í LitluöSandvík. Þar var framleitt smjör fyrir Englands- markað. Hann keypti sér bíl og keyrði afurðir búsins til Reykjavík- ur og líka lax úr Ölfusá. Það var svo 1921 þegar Kristján X og drottning Alexandrine voru hér á ferð að þeim var haldin mikil veisla í salnum á annarri hæð Tryggva- skála. Það þótti rétt að bjóða það besta sem sveitin hafði að bjóða, lax úr Ölfusá og skyr og rjóma úr rjómabúinu í Litlu-Sandvík,“ segir Guðmundur Kristinsson, sagnarit- ari og fyrrum bankagjaldkeri í Landsbankanum á Selfossi. „Ég er fæddur í Litlu-Sandvík, í Sandvíkurhreppi hinum forna, á gamlárskvöld Alþingishátíðarárið 1930, undir fyrstu útvarpsmessu séra Bjarna Jónssonar og er fyrsta barnabarn Guðmundar Þorvarðar- sonar og Sigríðar Lýðsdóttur í Litlu-Sandvík sem þar bjuggu rausnarbúi.“ Guðmundur gjörþekkir umhverf- ið, sögu Selfoss og nágrennis og hefur yndi af því að ræða mál af öllu tagi. Hann hefur öll örnefni á hreinu og er sagnabrunnur þeirra sem vilja fara rétt með í þeim efn- um. „Þegar ég fæddist bjuggu 68 manns í Selfossbyggð, í 12–14 hús- um,“ sagði Guðmundur sem býr á Selfossi á Bankavegi 2 ásamt konu sinni Ásdísi Ingvarsdóttur frá Skipum. Vil vita hvað er að gerast Áhugi Guðmundar er greinilega samofinn uppruna hans og uppeldi en hann segist hafa hlustað mjög á orðtak fólks og Kristinn Vigfússon byggingarmeistari, faðir hans, hafði gaman af að segja frá og Guðmundur segist hafa drukkið í sig tungutakið. „Ég byrjaði á því að skrifa niður orð og þýðingu þeirra. Síðar gekk ég með eldri mönnum um þetta svæði hérna á Selfossi og það eru mér dýrmætar heimildir sem til dæmis Sæmundur Símonarson, sem fæddur var 1903 á Selfossi, sagði mér á göngu okk- ar. Svo hef ég alltaf verið dálítið forvitinn um umhverfi mitt og vil vita hvað er að gerast og hvers vegna.“ Sjálfsbjargarviðleitnin var ríkjandi „Þegar við fluttum á Selfoss var engin félagsleg þjónusta og menn urðu að hugsa um allt sjálfir svo sem að grafa sjálfir vatnsbrunna við hús sín og einn slíkur er enn til hérna í götunni við gamla húsið okkar. Man eftir því að sem dreng- ur þurfti maður að dæla vatni með handdælu. Svo kom vatnsveitan 1935 og rafmagn fengu húsin frá rafstöð Kaupfélagsins. Þá var slökkt á kvöldin en blikkað áður og það var merki um að maður ætti að fara í bólið. Stundum, ef veislur voru í þorpinu eða barnsfæðing, var mótorinn keyrður aðeins leng- ur. Á þessum tíma einkenndist at- hafnasemi fólksins af sjálfsbjargar- viðleitni en nú er öldin önnur og fólk vill fá allt fyrirhafnarlítið.“ Á stríðsárunum voru fimm bíó starfrækt á Selfossi „Við skemmtum okkur við það strákarnir á þessum árum að fara vesturúr, eins og það var kallað, til að hanga fyrir utan búðarborðið hjá KÁ og Höfn og gerðum það þar til okkur var hent út fyrir ólæti. Svo á veturna var ansi gaman að hanga aftan í mjólkurbílunum þeg- ar þeir keyrðu um götuna. Þetta var hættulaust enda engir aðrir bílar á ferð. Og taktu nú eftir, það voru fimm bíóhús starfrækt hérna á stríðsárunum. Bretinn var með frítt bíó, Bretabíó, í bragga við Addabúð hjá Ölfusárbrú þar sem Pylsuvagninn er núna og Kanabíó var í bragga utan ár. Svo var Nýja ferðabíó Eiríks á Bóli í Tryggva- skála og Georgsbíó var við Eyra- veg en Georg þessi Magnússon byggði Stjörnubíó í Reykjavík. Svo dreif Egill Thorarensen í því að byggja Selfossbíó ásamt fleiri stór- mennum því það þótti gróðavæn- legt. Það var svo opnað 13. maí 1944 með viðhöfn. Hver er svo staðan í dag, ekkert bíó, en á þess- um árum var óskaplega spennandi að fara í bíó. Það voru alltaf auka- myndir á undan aðalmyndinni, Disneymynd eða fréttamynd úr stríðinu. Svo voru alltaf gefin út prógrömm þar sem sagt var frá söguþræði myndarinnar því enginn kunni ensku. Þetta var annar heim- ur en nú er,“ segir Guðmundur. Samþjöppun er taktur nútímans Guðmundur hefur skarpar skoð- anir á þjóðmálum og málefni bænda eru honum hugleikin og hann segir frá ferð sinni um Evr- ópu á hjóli fyrir 50 árum. Hann dvaldi vetrarlangt á merkisbúi á Jótlandi og næsta sumar á þýskum bæ í Oldenburg-héraði vestan Wes- erfljóts á Merskilandinu. Á þýska bænum var venjulegt kúabú og sá sem tók við var fyrir fjórum árum með 800 þús lítra en núna er dótt- irin tekin við, rekur þar stórbú með 1,6 milljón lítra kvóta. Er með 200 kýr af Holstein-kyni á 140 hektara landi. Hjónin eru með einn ársmann í starfi og pólskan strák í léttavinnu. Guðmundur bendir á að sama þróun kúabúa sé í gangi hér á landi en þýsku hjónin segjast fá í kring- um 30 krónur (26,5 sent) fyrir lítr- ann en íslenski bóndinn fær 78 krónur. „Af þessu sést að innganga Íslands í ESB yrði bændum erfið nema undanþágur kæmu til,“ segir Guðmundur. Hann segir greinilegt að sam- þjöppun eigi sér stað á öllum svið- um þjóðlífsins, fyrirtækin stækki og fólkið sæki á þéttbýlustu stað- ina eins og Selfoss þar sem öll þjónusta er fyrir hendi. „Það er mjög eftirsóknarvert og gott að búa hér á Selfossi, við höfum alla hugsanlega þjónustu hér og njótum návistar við náttúruna og hið ró- lega og rómantíska umhverfi sem hér er, enda sækir fólk hingað,“ segir Guðmundur Kristinsson sagnaritari á Selfossi. Guðmundur Kristinsson man fimm bíóhús samtímis á Selfossi Var ansi gaman að hanga aftan í mjólkurbílunum Morgunblaðið/Sig. Jóns Guðmundur Kristinsson sagnaritari á Selfossi í garði þeirra hjóna að Bankavegi 2 hjá þýsku beykitré sem hann sáði til fyrir 50 árum. Selfoss HIN árlega Jónsmessuhátíð á Eyr- arbakka fór fram fyrir nokkru í mjög góðu veðri. Þessi hátíð hefur þegar unnið sér sess í hátíðahaldi sumarsins í Árborg og sífellt fleiri koma og taka þátt í henni. Á hátíð- inni eru það gestirnir sjálfir sem skapa stemmninguna þarna í fjör- unni. Að venju er flutt stutt ávarp á léttum nótum, síðan er stiginn viki- vakadans, hringdans að hætti for- feðranna, og sungið með við undir- leik Bakkabandsins. Þarna koma gamlir og ungir saman, brottfluttir og heimamenn, og leika við hvern sinn fingur. Morgunblaðið/Óskar Magnússon Að þessu sinni flutti bæjarstjóri Árborgar ávarpið. Að lokinni samkomunni í fjörunni var dansað í tjaldi við Rauða húsið fram undir morgun. Gestirnir sköpuðu stemninguna Eyrarbakki ÍSLENSKIR aðalverktakar og Heilsustofnun NLFÍ hafa gert með sér samning um byggingu allt að 100 þjónustuíbúða. Heilsustofnun leggur til land, að hluta er það leiguland NLFÍ og að hluta land Hveragerðis- bæjar sem fengist hefur vilyrði fyrir. Í íbúðunum verða öryggishnappar sem tengdir eru beint inn á hjúkr- unarvakt Heilsustofnunar. Þar geta íbúar fengið nauðsynlega læknisþjón- ustu og hjúkrun. Einnig mun íbúum standa til boða matur stofnunarinnar, heimsendur eða í borðsalnum og ýmis önnur þjónusta. Við nýja íbúðarhverfið er gert ráð fyrir öryggisgæslu daga og nætur. Ekki er gert ráð fyrir því að þeir sem ekki eiga erindi, fari inn á svæðið. Þetta verða séreignarhús, íbúar kaupa með ákveðnum skilyrðum og hafa fullt eignarhald á sínum eignum. Ekki er búið að reikna verð eignanna en samkvæmt teikningum verða íbúð- irnar 90, 102 og 111 fermetrar. Árni Gunnarsson framkvæmda- stjóri Heilsustofnunar NLFÍ er hug- myndasmiðurinn að þessari viða- miklu byggð. „Þetta er gamall draumur,“ segir Árni, „ætli hug- myndin sé ekki orðin sjö ára gömul. Ég lét gera þarfagreiningu með ítar- legum spurningum um það hvernig aldraðir vilji hafa húsnæðið sitt. Þar kom margt gott fram og á þessari könnun voru frumhugmyndir að íbúð- arhverfinu byggðar. Það var svo í byrjun þessa árs að þessi draumur varð að veruleika og voru samningar undirritaðir 3. apríl sl. Þessar íbúðir eru ekkert endilega bara ætlaðar öldruðum. Fólk sem er t.d. svo skyn- samt að hætta snemma að vinna gæti hæglega fengið sér íbúð þarna og not- ið allrar þjónustu sem það óskar sér.“ Einnig segir Árni: „Þessi samning- ur er mjög hagkvæmur fyrir HNLFÍ og koma ÍAV einnig að smíði nýrrar 28 herbergja álmu sem er að rísa austur af „kringlunni.“ Sú álma verð- ur tilbúin til notkunar nú um næstu áramót og mun leysa af hólmi elstu herbergi stofnunarinnar.“ Að sögn Árna verður aðstaðan í baðhúsinu ein sú besta sem þekkist. Þar verður sundlaug, gufubað, nudd- pottar, bæði úti og inni, víxlböð fyrir fætur, leirböð og svokölluð strekk- laug, þar sem strekkt er á hryggnum. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri HNLFÍ og hugmyndasmiður að nýrri íbúðabyggð, í nýja baðhúsinu sem brátt verður vígt. Þjónustuhús byggt við Heilsustofnun Hveragerði HIN árlega garðaskoðun okkar verður að þessu sinni í Árborg, sunnudaginn 20. júlí kl. 14–17. Fimm einkagarðar verða opnir fé- lagsmönnum til skoðunar. Fjórir eru á Selfossi og einn á Eyrarbakka. Garðarnir eru ólíkir að gerð og teg- undafjölda en eitt eiga þeir allir sam- eiginlegt; að vera í góðri rækt og bera eigendum sínum vitni um elju- semi. Eins og alltaf er margt að sjá og margar hugmyndir munu örugg- lega vakna, en í öllum þessum görð- um má finna ýmislegt sem gleður auga og yljar hjarta. Allir félagsmenn sem tækifæri hafa ættu að mæta í garðaskoðunina og sjálfsagt er að taka með sér gesti. Ekki skiptir máli hvar byrjað er að skoða en í hverjum garði verður til taks ljósrit af götukorti. Eftirtaldir garðar verða sýndir: Álfsstétt 5, 820 Eyrarbakka, eig- endur: Halldóra Haraldsdóttir og Hörður Stefánsson. Lágengi 2, 800 Selfossi, eigendur: Guðrún Guðna- dóttir og Jón Dagbjartsson. Lamb- hagi 20, 800 Selfossi, eigendur: Svan- hvít Kjartansdóttir og Þráinn Guðmundsson. Sigtún 9, 800 Sel- fossi. Eigendur: Magnea Bjarna- dóttir og Böðvar Guðmundsson. Sunnuvegur 16, 800 Selfossi, eigend- ur: Sigríður Tómasdóttir og Guð- mundur Halldórsson. Garðaskoð- un Garð- yrkjufélags Íslands Árborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.