Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2003 27 HEILSA ÞRIÐJA geðorðið fjallar um það að halda áfram að læra svo lengi sem við lifum. Fjórða geðorðið er um mikil- vægasta lærdóminn; það að læra af mistökunum. Það er mikilvægt að átta sig á því að enginn hefur lofað því að líf- ið verði auðvelt og alltaf sanngjarnt. Með því að gera ráð fyrir mótlæti er hægt að vinna sér inn smá forskot og láta það ekki koma sér á óvart þegar mótlæti eða erfiðleikar gera vart við sig. Eins er það með mistökin. Allir gera ein- hvern tímann mistök, það er eins gott að sætta sig við það strax. Enginn er fullkominn og það sem betra er: enginn getur ætlast til þess af okkur að við séum fullkomin. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir sem eru óham- ingjusamir þurfa ekki að hafa lent í fleiri áföllum eða gert fleiri mistök en þeir sem eru hamingjusamir. Munurinn á þeim sem ná að verða hamingjusamir og þeim sem ekki ná því er meðal annars hugarfarið og það hvernig þeir takast á við vandamál, erfiðleika og mistök. Þeir sem líta á erfiðleika sem eitthvað sem þeir geta sigrast á og að hægt sé að læra eitthvað af mistökum ná frekar að vinna úr þeim á jákvæðan hátt. Þeir sem líta á erfiðleika sem ógn og dæma sig harðlega þegar þeir gera mistök leyfa mistökunum að draga sig niður. Ef við bregðumst við mistökum með sjálfsvorkunn, neikvæðni og með því að líta á okkur sem fórnarlamb óblíðra örlaga þá höfum við tapað. Verum tilbúin til að horfast í augu við það að við gerum mistök – hugsum já- kvætt og reynum að finna hvað við getum lært af mistökum okkar. Ef okkur tekst það þá erum við á góðri leið og náum að gera gott úr mistökunum í stað þess að láta þau draga úr okkur kraftinn. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri Geðræktar.  Frá Landlæknisembættinu Heilsan í brennidepli 4. geðorð: Lærðu af mistökum þínum Allir gera ein- hvern tímann mistök, það er eins gott að sætta sig við það strax. SKÁLHOLTSKÓR heldur tónleika í Skálholtsdómkirkju í kvöld kl. 20.30, en það er Skálholtsstaður sem býður til tónleikanna í tilefni af afmælishátíð bæði kirkjunnar og kórsins. „Kirkjan var vígð fyrir fjörutíu árum, eða árið 1963. Skál- holtskór er jafngamall kirkjunni, en það var dr. Róbert Abraham Ottós- son sem stofnaði þennan frábæra kór á sínum tíma og stjórnaði hon- um í ein tíu ár. Hann ól söngfólkið hér afar vel upp og því er þetta mik- ill gæðakór,“ segir Hilmar Örn Agnarsson sem stjórnað hefur Skál- holtskór í rúm tíu ár. Að sögn Hilm- ars eru tæplega 40 manns í kórnum og koma meðlimirnir víða að. „Sem dæmi má nefna að sumir kórfélagar keyra allt upp undir fimmtíu kíló- metra til þess eins að komast á æf- ingu einu sinni til tvisvar í viku. Stærstur hluti hópsins hefur starfað með kórnum um áraraðir og einn tenór hefur sungið með frá stofnun. Svífandi rómantík Hilmar segir að efnisskrá tón- leikanna í kvöld sé samansett af uppáhaldslögum kórsins í gegnum tíðina. „Við völdum eftirlætis lögin okkar sem okkur þykir vænst um. Þeirra á meðal má nefna Hallelúja- kórinn úr Messíasi eftir Händel, Jes- ús sonur Maríu er besti bróðir minn eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Agnus Dei eftir Bizet sem er ofsalega magnað verk og Hear my prayer eftir Mendelsohn sem er tvímæla- laust stærsta verkið á efnisskránni. Okkur langaði til að flytja Ave ver- um corpus eftir Fauré og leituðum lengi árangurslaust að nótum og á endanum brugðum við á það ráð að fá tónlistarmanninn Skarphéðin Hjartarson til að skrifa verkið út fyrir okkur. Hann er með fullkomið tóneyra og því dugði honum að hlusta á upptöku af verkinu nokkr- um sinnum. Það er svo sannarlega mikið á sig leggjandi til þess að geta flutt þetta fallega verk. Að auki munum við flytja Laudate dominum eftir Mozart þar sem Sigrún Hjálm- týsdóttir syngur einsöng og Þorkell Jóelsson spilar á horn, “ segir Hilm- ar. Þess má geta að Vigdís og Salóme Þorkelsdætur og Jóhann Stefánsson spila á trompet á tónleikunum og Kári Þormar leikur með á orgel. Sungið á listahátíð í Slóveníu Snemma í ágúst leggur Skálholts- kór síðan land undir fót og heldur til Slóveníu til að taka þátt í stórri listahátíð þar. Spurður um tildrög ferðarinnar segir Hilmar að kona hans, sem starfi sem leiðsögumað- ur, hafi í ferð til Slóveníu fyrir þremur árum kynnst einum skipu- leggjanda listahátíðarinnar. „Okk- ur var boðið að koma út og síðast- liðin tvö ár höfum við svo verið að skipuleggja ferðina. Utanlands- ferðir eins og þessi eru ofsalega þýðingarmikill þáttur í kórstarfinu, því það er alltaf mikilvægt að hafa eitthvað til þess að stefna að. Auk þess þroska svona ferðir hópinn af- ar mikið. Við munum syngja þrenna tónleika í Slóveníu og byggjum þá að miklum hluta til á dagskránni sem flutt verður í kvöld, en líklega verður íslenska efnið þó aðeins fyr- irferðarmeira þarna úti,“ segir Hilmar. Á morgun, sunnudag, mun kórinn syngja við hátíðarmessu í Skálholts- dómkirkju kl. 14. „Við messuna munum við syngja tónlist sem flutt var við vígslu kirkjunnar 1963 og samin var og útsett af Róberti. Hann var mikill frumkvöðull í því að endurvekja íslenska söngarfinn og úsetti t.d. Gefðu að móðurmálið mitt sem fimmundarsöng. Hann á marg- ar flottar útsetningar sem kórar vítt og breitt um landið syngja án þess að gera sér grein fyrir að þær eru ættaðar héðan,“ segir Hilmar að lokum. Skálholtskórinn 40 ára Skálholtskór ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sópran og Kára Þormari org- anista (yst til hægri) og Þorkeli Jóelssyni trompetleikara og Hilmari Erni Agnarssyni stjórnanda kórsins (yst til vinstri). Menningarmiðstöð Skaftfell, Seyðisfirði Aðalheiður S. Eysteins- dóttir opnar sýningu. Hún er liður í verkinu „40 sýningar á 40 dögum“. Þrastarlundur í Grímsnesi Nú stendur yfir sýning á vatns- litamyndum Andrésar Sigmunds- son. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is REYNIR Jónas- son leikur á orgel Reykholtskirkju laugardag 19. júlí kl. 20.30 Reynir leikur verk eftir Jóns Ásgeirsson, J. Pachelbel og J.S. Bach. Reynir var organisti Neskirkju frá 1973–2002. Reynir Jónasson hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi, en hann vinnur nú að gerð hljóm- disks, Kveðjutónleikum, sem geyma verk þau er hann lék á samnefndum tónleikum í Neskirkju við starfslok þar. Þar er m.a. að finna verk eftir Jón Ásgeirsson sem hann samdi sér- staklega fyrir nýtt orgel Neskirkju sem vígt var árið 1999. Þetta verk leikur Reynir á laugardagskvöldið í Reykholtskirkju. Tónleikarnir eru til styrktar Org- el- og söngmálasjóði Bjarna Bjarna- sonar. Orgeltónleikar í Reykholti Reynir Jónasson SUMIR karlmenn á miðjum aldri kvarta undan hitaköstum, depurð og skorti á kynhvöt, sem svipar til þeirra einkenna sem konur í tíðahvörfum þurfa að þola og eru til komin vegna hormónabreytinga í líkamanum. Bandarískir vísindamenn fullyrða að kvarti karlmenn undan þess háttar einkennum sé jafnvel orsaka að leita í leti eða óheilbrigðum lífsvenjum svo sem þyngdaraukningu, reykingum og ofdrykkju. Rannsóknin var gerð á um 1700 karlmönnum og greint var frá henni nýlega á fréttavef BBC. Prófessor John McKinley við New Englands-rannsóknarsetrið í Water- town í Massachussets í Bandaríkjun- um, sem er í forsvari rannsóknarinn- ar, er þeirrar skoðunar að breytingaskeið karla sé aðeins goð- sögn og henni sé viðhaldið þar sem markaðurinn hagnist á því. „Lyfjafyr- irtæki vinna meðal annars að fram- leiðslu hormónalyfja fyrir karla sem hefur verið komið í skilning um að þeir þurfi á aukaskammti af hormón- um að halda. Karlhormónið testoster- ón minnkar smám saman með aldr- inum, um 1% á ári að meðaltali en ekkert bendir til þess að sú þróun hafi í för með sér sjúkdómseinkenni, segir dr. McKinley. Ýmsir hafa mótmælt skoðunum dr. McKinleys og félaga, meðal þeirra er dr. Malcolm Carruth- ers sem rekur læknastofu þar sem karlmönnum er boðin testósteron- meðferð. „Áróður sem þessi fæst ekki staðist því þar með er verið að hafna karl- mönnum sem þurfa nauðsynlega á testósteron-meðferð að halda.“ Breytingaskeið karla er goðsögn Morgunblaðið/Ómar Bandarískir rannsakendur segja að breytingaskeið karla sé aðeins mýta og að henni sé viðhaldið þar sem markaðurinn hagnist á því. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.