Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 28
Samkvæmt frumathugun Samkeppnisstofnunar um meint ól lagsins Esso, höfðu þau með sér margvíslega samvinnu og sa Meint ólögmætt samrá 28 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Í FRUMATHUGUN Sam-keppnisstofnunar kemur framað olíufélögin hafa haft meðsér margvíslega samvinnu varðandi sölu á eldsneyti til flug- félaga á Keflavíkurflugvelli um ára- bil. Auk þess hafa Olís og Skeljungur haft með sér sams konar samvinnu á Reykjavíkurflugvelli, en í þessu hef- ur falist samvinna um verðlagningu, markaðsskipting og samstarf við gerð tilboða. „Að mati Samkeppnis- stofnunar er ljóst að sameining af- greiðslustöðvanna á Keflavíkurflug- velli var gerð til þess að draga úr samkeppni og gefa olíufélögunum færi á að hækka verð í sölu á elds- neyti til erlendra flugrekenda.“ Flugstöð Leifs Eiríkssonar hóf starfsemi í apríl 1987 og segir í skýrslunni að í tengslum við breyt- ingarnar á Keflavíkurflugvelli hafi Skeljungur og Esso ákveðið að byggja og reka sameiginlega olíuaf- greiðslustöð á flugvellinum. Olís hafi síðan ákveðið að hefja rekstur eigin afgreiðslustöðvar á vellinum í sam- keppni við hin félögin. Mikil verð- samkeppni í eldsneytissölu til er- lendra flugrekenda, sem taka eldsneyti á flugvellinum, hafi hafist og ástandið varað í nokkur ár. „Draga úr samkeppni og hækka verð“ Á fundi með fulltrúum Skeljungs og Olís í ágúst 1990 hafi starfsmaður Texaco lýst yfir áhyggjum af ástand- inu og rúmu ári síðar nefndi forstjóri Olís á fundi forstjóra olíufélaganna þriggja „hvort hugsanlegt væri að ná samkomulagi um flugviðskipti, bæði í Keflavík og Reykjavík,“ eins og segir í skýrslunni. Þar kemur jafn- framt fram að ekki hafi náðst sam- komulag um hugmyndina 1991 og 1992 en málið komist á góðan rek- spöl 1993. „Núverandi forstjóri Olís [Einar Benediktsson]hóf störf í febr- úar 1993. Hann hefur upplýst Sam- keppnisstofnun um það að meðal sinna fyrstu verka hjá fyrirtækinu hafi verið að reyna að koma á sam- starfi olíufélaganna um hagkvæman rekstur á sviði eldsneytisafgreiðslu til flugrekenda.“ Vitnað er í skjal sem talið er að tekið hafi verið saman 1993 og fannst hjá Kristni Björns- syni, forstjóra Skeljungs, en þar kemur m.a. fram að núverandi að- stæður í sölu til erlendra skipa og flugvéla sé algerlega óviðunandi. „Spurning hvort hægt sé að ræða skiptingu aftur í skipunum og með einhverjum hætti taka á erlendu flugvélunum, t.d. með því að aðilar hafi í friði einhver tiltekin föst við- skipti þannig að hægt verði að ná betri verðum við endurnýjun samn- inga. Spurning einnig hvort áhuga- vert er að ræða sameiningu af- greiðslustöðva.“ Forstjórar félaganna undirrituðu samning um rekstrarfélag af- greiðslustöðvar á Keflavíkurflugvelli (EAK) 2. febrúar 1994. Umsjón með rekstri EAK hefur lengst af verið í höndum Esso, en „þegar aðdragandi þessa samnings er virtur telur Sam- keppnisstofnun að tilgangur samein- ingar afgreiðslustöðva olíufélaganna hafi augljóslega verið sá að draga úr samkeppni og hækka verð.“ Jöfn skipti og samræmt verð Samkeppnisstofnun segir að ljóst sé „að olíufélögin hafi frá upphafi ætlað að skipta með sér viðskiptum við þá flugrekendur sem ekki hafa skriflega viðskiptasamninga við eitt- hvert olíufélaganna“ og vitnað er í bréf frá því í janúar 1995 frá Olís til starfsmanns Esso sem gegndi for- mennsku í stjórn EAK en afrit af bréfinu var sent til Skeljungs. Þar segir m.a.: „Uppgjör vegna svokall- aðra ósamningsbundinna viðskipta. Þar á ég við, svo dæmi séu tekin kortaviðskipti, staðgreiðsluviðskipti og viðskipti þar sem greitt er með al- mennum kreditkortum. – Ég hef litið svo á að þarna eigi að vera skipting milli aðila.“ Fram kemur að þessi skipting hafi komist í fastar skorður síðar á árinu 1995. Í skýrslu Olís frá því í árslok 1995 eða ársbyrjun 1996 segir að fram- kvæmdin sé sú sama á Keflavíkur- flugvelli og á Reykjavíkurflugvelli, þ.e. „að sölu til erlendra ósamnings- bundinna viðskiptavina sem stað- greiði eða greiði með almennum greiðslukortum sé skipt að jöfnu milli olíufélaganna,“ eins og segir í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Þar kemur einnig fram að forstjóri Olís hafi staðfest þetta við sto sagt að þessi skipting e stað.“ Forstjóri Skeljung í sama streng. Fram kemur að Olís h að félögin hafi ákveðið „posted airport price“ ( ósamningsbundna viðsk það verð sé mun hærr sem gildi gagnvart samn um viðskiptavinum, en þ kvæmt alþjóðlegri fyrirm Samráð vegna ti Samkeppnisstofnun se sýni að ríkt hafi samkep laganna í tilboðum til er félaga 1995. Í tölvupós Halldórssyni, framkv markaðssviðs stórnoten til forstjóra, fjármálastjó aðsstjóra fyrirtækisins, kemur m.a. fram að Olís viðskipti við Canada 3 Esso. „Fleiri geta farið þ þetta verður að stöðva m um ráðum. Athuga verðu sé hægt að ná samkomula mál og í raun fáránlegt að sé komin upp gagnvart ú þ.e. að olíufélögin skuli v þetta niður eftir að sa samrekstur hefur tekist u greiðslu og allur kostna ur. Legg til að við hittum tækifæri í dag!“ Í skýrslu fram komi í tölvupósti fra stjóra stórnotendasviðs t stjóra Olís að Olís hafi ek stöðva þessa samkeppni náð viðskiptunum við Cargolux. „En þetta þarf forstjóralevel til að stöðv lausu undirboð,“ segir e tölvupóstinum. „Stöðva þessi vitlausu undirboð“ SAMKEPPNISSTOFNUN segir að olíufélöginhafi haft með sér náið samstarf um sölu á elds-neyti til erlendra skipa í íslenskum höfnum frámaí 1993 til ársloka 2001. Esso og Olís hafi stað- fest þetta. „Samstarfið fól meðal annars í sér að fyrir- tækin sammæltust um verð og skiptu með sér sölu til er- lendra skipa.“ Í frumathugun Samkeppnisstofnunar kemur fram að fyrir 1990 hafi ríkt nokkur samkeppni milli olíufélaganna í sölu eldsneytis til erlendra skipa í íslenskum höfnum, en 1990 hafi þessari samkeppni lokið tímabundið með sam- komulagi milli olíufélaganna til tveggja ára. Meðal annars var samið um að Esso (gjarnan nefnt OHF í skýrslu Sam- keppnistofnunar) fengi 44,33% af sölunni í sinn hlut, Olís 28,67% og Skeljungur 27%. „Ástæðan fyrir því að skiptaprósenta samkomulagsins var á þennan hátt var sú að OHF hafði fyrir gerð samkomulagsins haft mestan hluta þessara viðskipta,“ segir í skýrslunni og einnig er tekið fram að með samkomulaginu hafi jafnframt verið ætlað að samræma verð milli olíufélaganna. „Gefið var út verð í a.m.k. þremur erlendum myntum einu sinni í viku. Það myndaði svo verð fyrirtækjanna til viðskiptavina þeirra þá vikuna. Í framkvæmd þýddi þetta að erlend skip sem óskuðu eftir að taka eldsneyti í íslens um fengu uppgefið sama verðið hjá öllum olíuf Jafnframt voru greiðslukjör samræmd milli fé Samkomulag í kjölfar samkeppnis Eftir að samningurinn rann út hófst samkep minnisblaði sem fannst á skrifstofu Kristins Bj forstjóra Skeljungs, kemur fram að aðstæðurn erlendra skipa og flugvéla séu algerlega óviðun „spurning hvort hægt sé að ræða skiptingu aftu unum“ en nýr samningur til tveggja ára var un 30. júlí 1993 og var samkomulagið afturvirkt fr 1993. Í nýja samningnum fékk Esso 39% tekna til erlendra skipa, en Skeljungur og Olís hvort 30,5%. „Samkeppnislög tóku gildi 1. mars 1993 greindu er því upplýst að við gildistöku samkep ríkti samkeppni milli olíufélaganna í sölu til erl í íslenskum höfnum. Tveimur mánuðum síðar, 1993, tók samkomulag þeirra um ofangreinda s segir Samkeppnisstofnun. Fram kemur að drög að nýjum samningi ha skoðunar í apríl 1995 og telur Samkeppnisstof að þessi samningur hafi verið í gildi og eftir ho „Vinsamlegast eyðið ö SAMRÁÐ OG SAMKEPPNI MILLI OLÍUFÉLAGA Morgunblaðið birtir í dag ítar-lega frásögn af efni fyrrihluta frumskýrslu Sam- keppnisstofnunar um meint ólög- mætt samráð á milli olíufélaganna þriggja og þar með brot á 10. grein samkeppnislaga frá árinu 1993. Ástæða er til að undirstrika að hér er einungis um að ræða hluta frum- skýrslu. Olíufélögin eiga eftir að fá síðari hluta skýrslunnar og þau eiga eftir að koma á framfæri með form- legum og skriflegum hætti andmæl- um sínum. Það er því engin leið að fella nokkra dóma yfir félögunum þremur og forsvarsmönnum þeirra á grundvelli þess sem fram kemur í þessari skýrslu og frásögn Morgun- blaðsins af efni hennar. Það verður aldrei undirstrikað nægilega oft að einstaklingar eru saklausir af ásök- unum eins og þeim sem fram koma hjá Samkeppnisstofnun þar til þeir eru fundnir sekir. Jafnframt birtir Morgunblaðið í dag viðtöl við tvo af þremur forsvars- mönnum olíufélaganna á þessu tíma- bili, þá Kristin Björnsson, forstjóra Skeljungs og Einar Benediktsson, forstjóra OLÍS, þar sem þeir lýsa sjónarmiðum sínum varðandi þau álitaefni sem fram koma í frum- skýrslu Samkeppnisstofnunar. Að þessu sögðu er ljóst að margir munu hrökkva við við lestur frásagn- ar Morgunblaðsins af efni skýrslunn- ar. Þótt almannarómur hafi lengi ver- ið þeirrar skoðunar að samráð hafi verið á milli olíufélaganna fyrr á tíð munu vísbendingar í skýrslu Sam- keppnisstofnunar um að slíku sam- ráði hafi verið haldið áfram um nokk- urt skeið eftir að samkeppnislögin voru sett 1993 koma mörgum á óvart. Sú var tíðin að samráð olíufélag- anna var skipulagt af ríkisvaldinu. Upphaf eldsneytiskaupa frá Sovét- ríkjunum á vegum íslenzka ríkisins með aðild olíufélaganna þriggja má rekja til fyrstu ára sjötta áratugarins nokkrum árum eftir lýðveldisstofnun. Þegar Bretar settu löndunarbann á íslenzkan fisk vegna fyrstu útfærslu fiskveiðilögsögunnar fundu lands- menn markað fyrir fiskinn í Sovét- ríkjunum og keyptu m.a. eldsneyti á móti auk annars varnings. Næstu áratugi á eftir var samið um kaup á eldsneyti frá Sovétríkjunum með þeim hætti að fulltrúar frá ís- lenzka ríkinu og olíufélögunum sáu um þá samninga. Seljandinn var einn. Olíufélögin skiptu vörunni á milli sín og seldu á sama verði o.s.frv. Í kringum þessi viðskipti urðu til mikil hagsmunatengsl. Upp úr 1970 hóf Morgunblaðið að hvetja til þess að olíukaupum yrði beint frá Sovétríkj- unum til Noregs sem þá var orðið ol- íuframleiðsluland. Rök blaðsins voru m.a. þau að við gætum ekki vegna ör- yggishagsmuna okkar átt allt undir Sovétríkjunum vegna innflutnings á eldsneyti. Í hvert sinn sem forystu- grein birtist hér í blaðinu á áttunda áratugnum um þetta efni fékk rit- stjórn Morgunblaðsins heimsókn eða símhringingu frá fulltrúum sölusam- taka og/eða viðskiptaráðuneytis þar sem útskýrt var hvílík ógæfa mundi dynja yfir íslenzku þjóðina ef olía yrði keypt frá öðrum en Sovétríkjunum. Hagsmunatengslin á milli íslenzka viðskiptaráðuneytisins, fisksölusam- taka og olíufélaga voru ótrúlega sterk á þeim tíma. Jafnframt var augljóst að það var óhugsandi að eitt olíufélag- anna gengi gegn þessu fyrirkomulagi og keypti olíu annars staðar frá. Olíufélögin voru bundin við inn- kaupakerfi sem stjórnað var af ís- lenzka ríkinu. Og þar með var sam- keppni á markaðnum hér nánast óhugsandi á milli þeirra. Allt er þetta liðin tíð og þetta fyr- irkomulag brotnaði niður fyrir löngu. Komi í ljós að olíufélögin hafi í nokkur ár eða allmörg ár eftir að hið ríkisstýrða innkaupakerfi á olíu heyrði sögunni til haldið áfram því samráði um eldsneytismarkaðinn hér, sem var daglegt brauð á sínum tíma er það bæði alvarlegt mál og líka óskiljanlegt. Ákvæði samkeppnislaga eru býsna skýr. Þau banna viðskiptahætti af þessu tagi. Ef einungis er tekið mið af því sem forystumenn tveggja olíufé- laga af þremur segja í Morgunblaðinu í dag er ljóst að samráði í einhverri mynd hefur verið haldið áfram eftir gildistöku samkeppnislaganna. Það er hægt að skilja að það hafi tekið ol- íufélögin einhvern tíma að skera á gömul tengsl og gera upp sín í milli samvinnu á ýmsum sviðum, sem tíðk- ast hafði áratugum saman en varla hafa þau þurft nokkur ár til þess. Að sumu leyti má segja að íslenzka þjóðin hafi verið í klóm einokunar nánast alla tíð. Það hefur verið ótrú- lega erfitt að tryggja viðunandi sam- keppni í þessu landi neytendum til hagsbóta. Í hverju málinu á fætur öðru koma upp vísbendingar eða sannanir um að fyrirtæki taki hönd- um saman til þess að koma í veg fyrir að neytendur njóti góðs af frjálsri samkeppni. Oft eru það ekki sízt þeir sem hæst tala um gildi frjálsrar sam- keppni sem ganga harðast fram í því að hún skuli ekki fá að njóta sín. Raunar er Samkeppnisstofnun sjálf ekki hafin yfir gagnrýni í þess- um efnum. Sú stofnun hefur tekið ákvarðanir sem ekki verða skýrðar með nokkrum skynsamlegum rökum og á það ekki sízt við um lykilákvarð- anir sem snerta matvörumarkaðinn. Á þessu stigi málsins er ekkert hægt að fullyrða um hver niðurstaðan verður í rannsókn Samkeppnisstofn- unar á viðskiptaháttum olíufélag- anna. Hitt er alveg ljóst að sú rann- sókn er svo víðtæk og að henni hefur verið staðið með þeim hætti að fyr- irtæki í öðrum greinum hljóta að staldra við og hugsa sinn gang og hugsa sig um tvisvar áður en þau taka þátt í einhverjum athöfnum sem hægt væri að túlka sem viðleitni til þess að efna til samráðs í viðskiptalífinu neyt- endum í óhag. Það er tími til kominn að Íslend- ingar fái að njóta góðs af samkeppni í viðskiptalífinu. Það er tími til kominn að íslenzkir neytendur verði leiddir í öndvegi en ekki litið á þá sem fyr- irbæri sem hægt er að bjóða hvað sem er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.