Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 29
lögmætt samráð íslensku olíufélaganna þriggja, Olís, Skeljungs og Olíufé- amráð varðandi viðskipti við stórnotendur, s.s. flugfélög og skipafélög. áð olíufélaganna MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2003 29 ÉG er stundum spurður að því af samstarfsfólki mínu hvernig á því standi að þegar eitthvað bregður út af í starfsemi Flug- leiða/Icelandair þá sé það sam- stundis orðið að fréttamáli. Að allir fjölmiðlar séu galopnir þeg- ar einhver gagnrýnir okkur, meðan öðru máli gegni um önn- ur flugfélög og ferðaskrifstofur, að ekki sé minnst á fyrirtæki og stofnanir í öðrum greinum at- vinnulífsins. Þá bendi ég á að í þessu felist í raun mikill styrkur. Þetta sýni að fyrirtækið á óvenjulega sterk ítök meðal þjóðarinnar, að al- menningur hafi skoðun á okkur, geri til okkar miklar kröfur. Við séum mikilvægt fyrirtæki sem landsmenn allir eigi viðskipti við og stundar starfsemi sína fyrir opnum tjöldum. Að við höfum þegar til lengdar lætur gott af þessu kastljósi, það geri okkur öll snarpari og hæfari. Þetta sé jafnvel lykill að hinni miklu vel- gengni fyrirtækisins. Það kemur hins vegar fyrir að gagnrýni á starfsfólk Icelandair er afar ósanngjörn, og ummæli um nafngreinda starfsmenn og fyrirtækið beinlínis ósönn og rætin. Þá getur verið erfitt að sannfæra samstarfsmennina um að slík gagnrýni sé sett fram af góðum hug, okkur til vinsam- legrar ábendingar um að gera betur. En í þeim anda verð ég þó að líta á bréf frá Bylgju Björns- dóttur í Morgunblaðinu í fyrra- dag. Bréf hennar fjallaði um töf sem varð á flugi frá Faro í Portúgal 8. júlí sl. þegar vél var snúið við vegna reyks í farþega- rými. Á þeim dögum sem liðnir eru hafa Úrval-Útsýn og Ice- landair fengið jákvæð og glögg bréf frá farþegum um það hvernig staðið var að málum eft- ir atvikið, og fjölmiðlar hafa sömuleiðis birt viðtöl þar sem borið var lof á þá þjónustu og umhyggju sem látin var í té. Bréf Bylgju skýtur því skökku við. Þegar óvænt og óviðráðanleg breyting verður á flugáætlun eins og þarna varð, er viðbúið að það valdi öllum sem hlut eiga að máli óþægindum. Sérstaklega þegar töfin er af- leiðing atviks sem veldur ótta. Það gildir um farþegana sjálfa, aðstandendur þeirra, vinnuveit- endur og fleiri. Farþegar bregð- ast við með misjöfnum hætti. Langflestir taka hinu óvænta með jafnaðargeði, en í stórum hópi eru ávallt einstaklingar sem gera það ekki. Farþegar í umræddri ferð voru í hópferð á vegum Ferða- skrifstofunnar Úrvals-Útsýnar. Skömmu eftir að vélinni var snú- ið til baka voru fararstjórar frá Úrval-Útsýn mættir á flugvöll- inn og höfðu eftir það umsjón með farþegum sínum, allt þar til haldið var heim á leið. Hlutverk Icelandair var að annast fram- kvæmd flugsins, þar á meðal að þjónusta farþega um borð. En þegar út af bregður eins og í þessu tilviki, er ekki spurt um hver eigi að gera hvað – allir leggjast á eitt og gera sitt besta við að gera biðina sem bæri- legasta fyrir farþegana. Ég heyrði það á mörgum far- þegunum í þessari ferð að þau Jóhann Kristinsson flugstjóri og Greta Önundardóttir, yfirflug- freyja í fluginu, og aðrir í áhöfn- inni voru frábærir fulltrúar Ice- landair á staðnum. Þótt í mörg horn sé að líta hjá áhöfn eftir að snúið er inn til lendingar án fyr- irvara, eins og í Faro, þá héldu þau fund í flugstöðinni með öll- um farþegunum rúmlega hálfri klukkustund eftir lendingu og veittu allar þær upplýsingar sem unnt var að veita á þeim tíma. Þegar flugvél bilar og farþeg- ar verða strandaglópar fjarri heimahögum hefur tvennt for- gang. Annars vegar að komast að því hvað olli biluninni, gera viðeigandi ráðstafanir svo unnt sé að koma farþegunum á sinn áfangastað eins fljótt og auðið er. Hins vegar að þjónusta far- þegana eins vel og kostur er meðan á töfinni stendur. Ef óljóst er hvað veldur biluninni, eins og í þessu tilviki, standa stjórnendur flugrekstrar frammi fyrir ýmsum spurn- ingum, svo sem hversu lengi að bíða eftir að bilun finnist, hvar og hvenær önnur flugvél sé til taks, hvar önnur áhöfn sé til taks, og hvaða afleiðingar bil- unin hefur á aðra flugstarfsemi, á aðra farþega í öðrum flugum. Í Faro voru fyrst kallaðir til flugvirkjar á flugvellinum strax eftir lendingu á þriðjudeginum og þegar þeir höfðu ekki fundið bilunina eftir 2 klukkustundir og líða tók á daginn var ákveðið, m.a. með hliðsjón af vellíðan far- þeganna að fljúga ekki fyrr en morguninn eftir. Áður höfðu verið athugaðir möguleikar á að fá aðra vél til að fljúga heim, en þeir voru þá ekki fyrir hendi. Farþegarnir dvöldu á góðu hót- eli skammt frá flugvellinum. Ís- lenskir flugvirkjar, sem gjör- þekkja Boeing 757 þoturnar, voru staddir í norðurhluta Portúgal vegna annars verkefnis og þeir lögðu strax af stað ak- andi suður til Faro, voru komnir þangað upp úr miðnætti og hófu þegar störf. Nokkrum klukku- stundum síðar, um miðja nótt, leit út fyrir að vandinn væri að leysast. Þegar nær dró morgni dró úr bjartsýni flugvirkjanna. Það var ekki fyrr en búið var að ræsa farþega á miðvikudags- morgni og þeir komnir út á flug- völl að endanleg ákvörðun var tekin um að senda aðra flugvél til Faro. Sú ákvörðun var tekin eftir samtöl stjórnenda á Íslandi við marga farþega og starfs- menn ytra og með hliðsjón af ör- yggistilfinningu þeirra og vellíð- an. Farþegum var á ný boðin dvöl á sama hóteli og um kvöldið var síðan haldið heim. Ég fór sjálfur út með vélinni sem sótti farþegana í þeim til- gangi að hitta þá og biðja þá vel- virðingar á þeim óþægindum sem töfin olli þeim, sérstaklega að þeir þyrftu að óþörfu að fara af hótelinu snemma morguns vegna misvísandi upplýsinga. Það gerði ég tæpitungulaust og ítreka hér. Með mér í för var sál- fræðingur og hjúkrunarfræð- ingur úr áfallahjálparteymi Rauða krossins sem einnig kynnti sig fyrir hópnum og bauð fram aðstoð sína í heimferðinni og eftir hana. Á leiðinni heim hughreysti hún 6–8 farþega sem voru flughræddir og einn hefur leitað aðstoðar eftir að heim var komið. Ég vona að þessi yfirferð svari þeim spurningum sem Bylgja varpaði fram í bréfi sínu. Ég hef hinsvegar ekki trú á að svörin skipti hana máli. Þegar við kvöddumst á Keflavíkurflugvelli að loknu heimflugi hvatti ég hana til þess að hafa samband símleiðis eða með tölvupósti og sjálfsagt væri að hitta hana á fundi til að fara nákvæmlega yfir alla þessa atburðarás ef hún hefði áhuga á því. Hún valdi þann kost að skrifa í blöðin. Þegar allir farþegarnir voru sestir inn í vélina sem flutti þá heim á miðvikudagskvöldið, hélt Greta Önundardóttir flugfreyja stutta tölu, þakkaði þeim fyrir þolinmæðina og fyrir samveruna þennan tæplega eina og hálfa sól- arhring. Farþegarnir, lang- þreyttir og leiðir á töfinni, kvöddu hana og áhöfnina með dúndrandi lófataki. Það segir mér meira um frammistöðu félagsins í Faro en bréf Bylgju gerir. Töfin í Faro Eftir Guðjón Arngrímsson Höfundur er upplýsingafulltrúi Icelandair. ofnunina „og eigi sér enn gs hafi tekið hafi upplýst ð eitt verð, (PAP), fyrir kiptavini og ra en verðið ningsbundn- etta sé sam- mynd. ilboða egir að gögn ppni milli fé- rlendra flug- sti frá Jóni væmdastjóra nda hjá Olís óra og mark- í apríl 1995 sé að missa 3000 yfir til þessa leið og með einhverj- ur hvort ekki agi um þessi ð þessi staða útlendingum, vera að bjóða amkomulag/ um þessa af- ður sýnileg- mst við fyrsta unni segir að amkvæmda- til markaðs- kki tekist að og Esso hafi Canada og f að leysast á va þessi vit- ennfremur í Í skýrslu Samkeppnisstofnunar kemur fram að 1996 hafi náðst sam- komulag um að draga úr samkeppni í þessum viðskiptum. „Samkeppnis- stofnun telur að í þessu samkomu- lagi olíufélaganna hafi falist sam- starf um að hækka verð í þessum viðskiptum og skipta viðskiptavinum milli félaganna. Þetta fólst í sameig- inlegum skilningi á því að olíufélögin myndu vegna þessara útboða ekki reyna að ná viðskiptum við þau er- lend flugfélög sem voru „samnings- bundin“ tilteknu olíufélagi.“ Haft er eftir forstjóra Skeljungs „að vel gæti verið að fulltrúar olíufé- laganna hafi einhvern tíma rætt um tilboð til erlendra flugfélaga“ en framkvæmdastjóri markaðssviðs stórviðskipta hjá Skeljungi segir í skýrslu að hann kannist ekki við að menn hafi bundist samkomulagi um þessi viðskipti. Í skýrslu samkeppn- isstofnunar segir að Skeljungur hafi lýst því yfir „að hvert félag hafi boðið lægra verð í útboðum sinna við- skiptavina en hærra verð í útboðum viðskiptavina hinna félaganna. Þrátt fyrir að Skeljungur segi að ekkert samkomulag hafi náðst styður þessi framburður félagsins þá skoðun Samkeppnisstofnunar að olíufélögin hafi haft með sér samráð á þessu sviði. Samkeppnisstofnun telur að gögn málsins sýni að þetta sam- komulag hafi verið í gildi frá miðju ári 1996 til og með árinu 2001.“ Á árinu 1997 var kanadíska flug- félagið Canada 3000 komið í viðskipti við Skeljung. Í mars 2000 voru við- skiptin boðin út og samdi félagið við Esso í kjölfarið. Vegna málsins sendi framkvæmdastjóri hjá Skeljungi tölvupóst til m.a. forstjóra félagsins og aðstoðarforstjóra í apríl 2000, en þar segir m.a.: „Þann 1. maí lýkur út- boðsfresti á LTU með 1200 KL og Go Fly með 150 TA. Þegar hefur ver- ið boðið í þetta skv. gildandi fyrir- komulagi en þessi félög hafa bæði verið hjá Esso. Enn er tími til að senda inn lægra boð, en mín skoðun er sú að GM hafi ekki sagt rangt til varðandi Can 3000 og því eigi þar við að sitja. Ef við ætlum að bjóða í kúnna þeirra er skynsamlegt að bjóða í Cargolux sem býður 1800 TA út í maí. Eruð þið sammála?“ Í skýrslu Samkeppnisstofnunar segir að samræður félaganna hafi afstýrt nýrri styrjöld og friður ríki áfram. „Sökum þessa hafi Skeljungur boðið skv. „gildandi fyrirkomulagi“ vegna útboðs tveggja flugfélaga sem hafa verið í viðskiptum við OHF en tekið fram að enn væri unnt að bjóða lægra verð í þessi viðskipti. OHF hefur staðfest að að hugtakið „gild- andi fyrirkomulag“ í þessum útboð- um hefði haft skýra merkingu sem stjórnendur olíufélaganna skildu. Í þessu gildandi fyrirkomulagi fólst að bjóða ekki „óeðlilega“ lágt verð og reyna ekki með tilboðum að ná við- skiptum við erlend flugfélög sem voru „samningsbundin“ öðru olíufé- lagi.“ Greint er frá viðskiptum við nokk- ur önnur erlend flugfélög og kemur fram að Olís og Skeljungur hafi t.d. ákveðið að standa saman gegn til- raunum Íslandsflugs og European Air Transport til þess að fá hagstæð- ari kjör. 1997 hafi EAT verði samn- ingsbundið Skeljungi en Íslandsflug verið í viðskiptum við Olís, en Ís- landsflug hafi tekið að sér leiguflug fyrir EAT á þessum tíma. EAT hafi viljað komast inn í samning Olís og Íslandsflugs þar sem samningsverð Íslandsflugs við Olís hafi verið lægra en það sem EAT þurfti að borga hjá Skeljungi. Fulltrúar olíufélaganna hafi hins vegar verið sammála að ekki væri hægt að leyfa EAT og Ís- landsflugi að pína niður verðið með þessum hætti. Olíufélögin hafi ákveðið að flugnúmer eða gildandi viðskiptasamningar kæmu í veg fyr- ir að þau gerðu viðskiptavinum keppinautanna tilboð. „Slíkri ákvörðun olíufélaganna er bersýni- lega ætlað að vinna gegn tilraunum viðskiptavina til þess að fá lægra verð og festa í sessi markaðsskipt- ingu olíufélaganna.“ Franska flugfélagið Corsair bauð út kaup á eldsneyti hér á landi í júní 1998 og vegna tilboðs Olís dregur Samkeppnisstofnun þá ályktun að Esso (OHF) hafi upplýst Olís um að Corsair væri samningsbundið Esso. „Að mati Samkeppnisstofnunar bauð Olís hærra verð til þess að eiga ekki á hættu að taka þessi viðskipti af OHF og virti þar með samkomu- lag félaganna. Umræddur fram- kvæmdastjóri hjá Olís hefur staðfest að þetta mál sé í samræmi við sam- starf olíufélaganna um þessi flugvið- skipti.“ Sambærilegt samstarf í Reykjavík Skeljungur og Olís undirrituðu samning um stofnun rekstrarfélags vegna afgreiðslustöðvar á Reykja- víkurflugvelli (EAR) í mars 1995 en viljayfirlýsing þess efnis var undir- rituð tæplega ári fyrr. Samningurinn féll úr gildi í árslok 2001. Í skýrslu Samkeppnisstofnunar kemur fram að samkomulag hafi verið um jafna skiptingu milli félag- anna þegar ekki hafi verið um að ræða samningsbundin viðskipti og verð á eldsneyti til þessara við- skiptavina hafi verið samræmt milli félaganna, rétt eins og á Keflavík- urflugvelli. Í samkomulaginu frá 1994 segir m.a. um samning varðandi skiptingu viðskipta á Reykjavíkurflugvelli milli félaganna: „Með þeim samningi skal reynt að tryggja að það mynstur fastra viðskipta sem nú er á sölu flugeldsneytis á vellinum haldist áfram þar til annað verður ákveðið.“ Í skýrslunni kemur fram að þetta samkomulag hafi verið undirritað sama dag og tilboðsfrestur í útboði Flugleiða vegna eldsneytiskaupa á flugvellinum hafi runnið út en Skelj- ungur og Olís hafi haft með sér sam- starf um tilboðsgerð sína í útboðinu. „Samkeppnisstofnun telur að sam- komulag og samráðið vegna útboðs- ins hafi m.a. haft það að markmiði að tryggja að Skeljungur héldi viðskipt- unum við Flugleiðir. Umbun Olís var að Skeljungur tók upp samstarf við fyrirtækið í afgreiðslu á flugvellin- um.“ Morgunblaðið/Arnaldur skum höfn- félögunum. élaganna.“ slaga ppni á ný. Á jörnssonar, nar í sölu til nandi og ur í skip- ndirritaður rá 1. maí a vegna sölu um sig 3. Af ofan- ppnislaga lendra skipa þ.e. 1. maí sölu gildi,“ afi verið til fnun „ljóst onum farið frá 1. maí 1995 til og með 2001.“ Fulltrúar Esso hafi stað- fest þetta og Einar Benediktsson, forstjóri Olís, og fram- kvæmdastjóri markaðssviðs stórnotenda hafi staðfest að unnið hafi verið eftir samkomulaginu frá maí 1993 til maí 1995. Reynt hafi verið að ná samstöðu um endurnýjun samkomulagsins án árangurs en samt sem áður hafi fé- lögin haft með sér samstarf í anda samkomulagsins til ársloka 2001. Öll félögin hafi þó brotið samkomulagið að einhverju leyti, en í því fólst samkomulag um skiptingu á sölu, samræmingu á verði, greiðslukjörum og afslætti og miðlun upplýsinga þeirra á milli. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir samkomulag hafi olíufélögin deilt vegna sölu til erlendra skipa og eru nefnd dæmi og vitnað í tölvupóst starfsmanna fyrirtækj- anna því til staðfestingar á árunum 1994 til 2001. „Ég átti langar viðræður við norska útgerðarmenn í ferðinni til Noregs. Það þýðir ekkert að segja þeim að á Íslandi sé bara eitt verð hjá þremur félögum í samkeppni. Þetta eru engir kjánar,“ segir m.a. í tölvupósti innahúss hjá Esso í kjölfarið á ferð tveggja starfsmanna fyrirtækisins til Danmerkur og Noregs í mars 2000. Jafnframt er greint frá gögnum sem sýni fram á að olíufélögin hafi lent í vandræðum „og misst viðskipti vegna ákvæða sam- komulagsins að selja erlendum skipum á listaverði og banni við að gefa afslátt.“ Framkvæmd samkomulagsins var í höndum fram- kvæmdanefndar sem skipuð var einum fulltrúa frá hverju félagi. Samkeppnisstofnun segir að í byrjun apríl 2001 hafi nefndin talið ástæðu „til að huga að aðgerðum til að leyna samskiptum olíufélaganna varðandi m.a. sölu til er- lendra skipa. Þetta sést m.a. af eftirfarandi tölvupósti OHF til hinna félaganna: „Í framhaldi af þeirri fjölmiðlaumræðu sem verið hefur þá óska ég eftir að þið gerið eftirfarandi: Vinsamlegast eyðið öllum skeytum sem farið hafa á milli okkar varðandi erlenda sölu eða annað sem kann að flokkast sem samkeppnismál, þar á meðal þetta skeyti. 2. Hér eftir notum við ekki tölvupóst til að gefa upp er- lendu sölu heldur venjulegan póst. 3. Við gefum upp platts í gegnum síma, ekki með tölvu- pósti. Vinsamlegast staðfestið og eyðið.“ Olís svarar: „Sýnist að eyða verði eða geyma á sér- stakan hátt allan póst og gögn sem þetta mál varða. Stað- festið og eyðið.“ Í svari Skeljungs segir: „Staðfesti og eyði hér með.““ öllum skeytum“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.