Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristinn Rögn-valdsson fæddist á Siglufirði 21. júní 1945. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi 9. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar Kristins voru Rögnvaldur Sveins- son, verkstjóri á Siglufirði, f. 9. mars 1908, d. 11. janúar 1974, og kona hans, Margrét Jóhanns- dóttir, f. 19. október 1914, d. 9. júní 1978. Kristinn var næst- yngstur fjögurra systkina. Systur hans eru: Guðlaug Matthildur, f. 17. júní 1937, gift Bjarna Ásgeirs- syni og eiga þau tvo syni, Hafdís, f. 13. október 1941, gift Frank Bocchino, eiga þau eina dóttur, og Jóhanna, f. 10. október 1946, gift Páli Magnússyni og eiga þau tvo syni. Kristinn kvæntist hinn 24. júlí 1971 Víólu Pálsdótt- ur, f. 8. ágúst 1950, d. 11. september 1999. Foreldrar hennar eru Eivor Pálsson og Páll Gísli Jónsson, látinn. Börn þeirra eru: 1) Guðrún Sonja, f. 17. feb. 1969, maki Baldur Benónýsson, f. 12. jan. 1964, þeirra börn eru Arna Björk, f. 3. okt. 1986, Kristinn, f. 29. jan 1988, Margrét Ýr, f. 9. júlí 1995, og Bjarki, f. 28. feb. 1999; 2) Margrét Ragna, f. 25. feb. 1972, maki Sigurður Már Sigmars- son, f. 6. sept 1972, þeirra börn eru Hulda Karen, f. 12. maí 1995, og Telma Rut, f. 24. feb. 1998; 3) Katr- ín, f. 11. sept. 1981, sonur hennar er Viktor Máni, f. 2. des. 2001. Útför Kristins fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku afi þetta er svolítið skrítið, að þú sért ekki hérna lengur hjá okkur en núna ert þú kominn til ömmu Violu og mamma segir að nú séu þið ekki lengur lasin og að ykkur líði vel núna. Ég man þau skipti sem þú komst til okkar á Akranes, við fórum saman í gönguferðir niður í fjöru að skoða steina og skeljar og komum svo heim með alla vasa fulla. Þú kenndir mér og systur minni, henni Telmu Rut, að spila olsen ol- sen og virtist hafa endalausa þolin- mæði fyrir okkur. Svo á morgnana fórum við í bakaríið og á heimleið- inni fékk ég að koma við í sjoppunni og fá laugardagsnammið löngu fyrir hádegi. Jæja, elsku afi, takk fyrir að fá að kynnast þér. Þín afastelpa Hulda Karen Sigurðardóttir. Kristinn bróðir minn er annar til að kveðja af krökkunum átta sem ól- ust upp í Suðurgötu 51 á Siglufirði. Fyrstur var Bergsveinn sem lést í ágúst 2001, 65 ára gamall. Suðurgata 51 var fjölskylduhús sem bræðurnir Rögnvaldur og Sig- urður Sveinssynir byggðu saman. Röggi og Magga bjuggu uppi með okkur krakkana, Gullýju, Hafdísi, Kristin og Góu, niðri bjuggu Siggi og Lína með sín börn, Lillýju Jónu, Gunnhildi, Nönnu Björgu og Berg- svein sem var fóstursonur þeirra. Þeir bræður Röggi og Siggi voru báðir viðloðandi síldina á sumrin, voru þeir verkstjórar hvor á sínu síldarplaninu. Einkenndist heimilis- lífið því óneitanlega af þeirri miklu vinnu og lífi sem var í kringum síld- ina. Við börnin vorum öll á svipuðum aldri og því oft líf og fjör og átti Kristinn ekki síst þátt í prakkara- strikum af ýmsu tagi. Sorgin bankaði uppá í húsinu í desember 1949 þegar Siggi lést í hörmulegu bílslysi aðeins 39 ára gamall. En lífið hélt áfram og við börnin uxum úr grasi. Kristinn fór snemma að vinna við síldina eins og aðrir krakkar á Sigló. Þau börn sem ekki voru send í sveit fóru að vinna í ein- hvers konar handlangi á bryggjun- um. Þau voru sett í að velta tómum tunnum og önnur viðlíka störf. Kristinn þótti liðtækur í þessu strax sem smágutti og var einstaklega snar í snúningum. Á haustin þegar um hægðist var tími fyrir útileiki og á veturna voru það skíðin sem áttu hug okkar, enda nægur snjór frá hausti fram á vor. Kristinn var sá eini af okkur krökkunum í Suðurgötu 51 sem bjó alla tíð á Siglufirði. Við hin dreifð- umst um allar jarðir en alltaf var þó Sigló og er enn fasti punkturinn í til- verunni. Kristinn var góður íþróttamaður á yngri árum. Hann var slyngur skíða- maður og keppti í þeirri íþrótt, einn- ig var hann í fimleikaflokki sem Helgi Sveinsson íþróttakennari þjálfaði. Kristinn lærði húsasmíði og vann við smíðar framan af. Á hvítasunnu árið 1968 slasaðist hann lífshættu- lega á skíðum og náði aldrei fullri heilsu eftir það og gat þar af leiðandi ekki stundað vinnu eins og hann hefði viljað. Hann kynntist Víólu konu sinni á Siglufirði og gengu þau í hjónaband 24. júlí 1971 á einstakalega fallegum og björtum degi. Þau eignuðust tvær dætur, þær Margréti Rögnu og Katrínu, en fyrir átti Víóla Guðrúnu Sonju sem Kristinn ættleiddi. Mar- grét er búsett á Akranesi en þær Guðrún og Katrín búa á Siglufirði. Kristinn og Víóla áttu mörg góð ár saman og alltaf var jafngaman að koma til Sigló og heimsækja þau á notalega heimilið þeirra. Árið 1996 greindist Víóla með MND-sjúkdóm- inn og lést hún af völdum hans í sept- ember 1999. Það var lærdómsríkt fyrir okkur sem fylgdumst með sjúk- dómsstríði hennar að verða vitni að þeirri umhyggju, væntumþykju og æðruleysi sem Kristinn sýndi þessi þrjú ár sem baráttan stóð yfir. Hann annaðist hana heima fram á síðasta dag og veitti það Víólu mikið öryggi á þessum erfiða tíma. Þegar Kristinn var orðinn einn voru það barnabörnin sem áttu hug hans allan og var hann þeim kær- leiksríkur og góður afi. Sérstaklega var Margrét litla, dóttir Guðrúnar Sonju, mikið hjá afa sínum og voru þau miklir vinir. Kristinn var mikill Siglfirðingur og vildi hvergi annars staðar vera. Kallið kom mjög snöggt og nokk- uð óvænt því álitið var að hann væri á batavegi eftir hjartaáfall sem hann fékk 24. júní sl. Við fjölskyldan kveðjum Kristin með miklum söknuði og vottum dætrum hans, tengdasonum og barnabörnum innilega samúð okkar. Við huggum okkur við það að sorgin hverfur smám saman og eftir sitja góðar minningar um þau Kristin og Víólu. Blessuð veri minning þeirra. Jóhanna. Kristinn lauk skólagöngu hér í Siglufirði, en fór síðan í Iðnskólann hér og lauk þar prófi, fór síðan í trésmíðanám hjá Skúla Jónassyni, sem var með Trésmíðaverkstæði í Grundargötu 1. Hann lauk náminu á tilsettum tíma en 2. júní 1968 slasast hann á Skarðsmóti, sem Skíðafélag Siglufjarðar stóð fyrir í nokkur ár. Það má segja að eftir þetta slys náði hann ekki fullri heilsu, en vann mörg ár við trésmíðar. Hann var nýbúinn að ljúka trésmíðanámi, þegar hann lenti í slysinu og var farinn að vinna hjá Tréverki hf. Þegar hann gat far- ið að vinna aftur eftir slysið þá hélt hann áfram hjá Tréverki hf. Síðustu árin sem hann var á vinnumarkaðin- um vann hann hjá Húseiningum hf., sem lenti í gjaldþroti fyrir nokkrum árum síðan. Kristinn var prúður í allri fram- göngu, dulur í skapi, en trölltryggur vinum sínum og þeim sem hann batt vináttu við. Kristinn var félagi í Skíðafélagi Siglufjarðar, Skíðaborg, og nokkur ár í Kiwanisklúbbnum Skildi. Ekki get ég lokið þessum fá- tæklegu minningarorðum án þess að minnast á þá sérstöku tryggð og vin- áttu sem var á milli þeirra Þórleifs Haraldssonar og Kristins, því það liðu ekki margir morgnar þegar báð- ir voru í bænum að þeir hittust ekki og drukku kaffi saman. Nú hefur lífsbók Kristins verið lokað, þá sendi ég ættingjum öllum samúðarkveðjur. Sérstakar kveðjur til barna hans, tengdabarna, syst- kina hans og eiginmanna og barna- barna. Ég bið ykkur að sækja hugg- un og styrk í fagrar og góðar minningar um fölskvalausa ást og vináttu í gegnum árin. Þannig mun elskaðs föður, tengdaföður, bróður og afa best verða minnst. Hvíl í friðarfaðmi, frændi minn, með þökk fyrir trygga vináttu í gegnum árin. Beðið er fyrir þér og öllum sem þér voru kærir. Ólafur Jóhannsson. Siglufjörður skartar sínu fegursta þessar vikurnar. Gróður er í há- marki og á góðum dögum verður mannlífið í miðbænum einstakt. Séra Bjarni Þorsteinsson átti á sínum tíma stóran þátt í að móta skipulag Siglufjarðarbæjar. Hann var svo framsýnn að gera ráð fyrir miðbæ á eyrinni með tilheyrandi Ráðhús- torgi, sem er sannkallaður mið- punktur bæjarins. Verslanir, bæjar- skrifstofan og ýmis fyrirtæki eru með starfsemi í húsum við þessa miðju. Siglufjarðarkirkja stendur svo á háum stalli skammt frá og set- ur punktinn yfir i-ið. Þegar hugurinn leitar heim til Siglufjarðar verður manni oft hugs- að til þessarar einstöku umgjarðar sem séra Bjarni átti svo stóran hlut í að móta. Það er því vel við hæfi að klukkur Siglufjarðarkirkju spili Kirkjuhvol sr. Bjarna þegar degi er farið að halla. Á vissan hátt var Kristinn Rögn- valdsson, Kiddi, nokkurs konar miðja okkar hjóna á Siglufirði eftir að við fluttum þaðan til Akureyrar fyrir rúmum áratug. Þegar menn á besta aldri deyja verður manni orða vant. Þannig er það einmitt nú þegar Kiddi er fallinn frá í blóma lífsins. Sjálfsagt þótti að koma við á Hlíð- arveginum þegar komið var til bæj- arins og ekki var síður eðlilegt að kveðja þar þegar haldið var til baka heim á leið. Erfið veikindi Víólu og hvernig Kiddi annaðist hana til dauðadags segir allt um hvaða mann hann hafði að geyma. Traustur er líklega rétta orðið sem hæfir slíkum manni. Í mörg ár spiluðum við Kiddi Framsóknarvist á móti eiginkonum okkar. Oft fram á nótt og stigin voru samviskusamlega skráð í bók. Keppnisandinn sveif yfir spilaborð- inu en hvort við strákarnir höfðum betur en stelpurnar var svo sem ekki mikilvægast. Það sögðum við a.m.k. Auðvitað fannst okkur betra að vinna og það stórt. Þá var ástæða til að skála eða fá sér aðra tertusneið. Aðrar samverustundir voru fjöl- margar og aldrei bar skugga á vin- skapinn. Börnin okkar eru á svip- uðum aldri og þegar Margrét Ragna og Einar Már voru fermd þótti ekk- ert sjálfsagðara en að halda sameig- inlega veislu. Eftir að við fluttum frá Siglufirði urðu samverustundirnar eðlilega færri. Kiddi fylgdist þó vel með gangi mála, ekki síst hjá börnum og barnabörnum. Við hjónin þökkum fyrir að hafa kynnst góðum og afar traustum manni sem Kristinn Rögnvaldsson sannarlega var. Minningin um hann mun lifa um ókomin ár. Við sendum börnum, barnabörnum og öðrum að- standendum Kristins Rögnvaldsson- ar innilegustu samúðarkveðjur. „Dáinn, horfinn“ – harmafregn! hvílíkt orð mig dynur yfir! En eg veit að látinn lifir; það er huggun harmi gegn. Hvað væri annars guðleg gjöf, geimur heims og lífið þjóða, hvað væri sigur sonarins góða? Illur draumur, opin gröf. Efa, maður! ei það ráð. Eitt eg veit um alla vegu alheimsspeki dásamlegu, þeir eru einskær ást og náð. Felum drottins föðurhönd harma vora’ og hjartaþunga, hann á sjálfur gamla’ og unga, frjáls að leysa líknarhönd. Síst vil ég tala um svefn við þig. Þreyttum anda er þægt að blunda og þannig bíða sælli funda – það kemur ekki mál við mig. Flýt þér, vinur, í fegri heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson.) Karl Eskil Pálsson, Jóhanna Hlín Ragnarsdóttir. Þegar Góa hringdi á miðvikudags- morgni 9. júlí og tilkynnti okkur lát þitt kom það óvænt þó að ég vissi að þú værir búinn að vera mikið veikur á sjúkrahúsinu í Reykjavík og í gegnum hugann flugu minningar um góðan dreng og góðar stundir alveg frá því að við vorum litlir guttar að leika okkur saman. Þegar við vorum að tefla eða spila vist þá spiluðum við oft saman á móti fullorðna fólkinu og náðum oft mjög góðum árangri. Og þegar við vorum að spila við gömlu konurnar í kjallaranum heima hjá þér á Suðurgötu 51. Þegar við fórum saman til Reykjavíkur eftir sumar- vinnuna í síldinni. Ég 11 ára og þú 12 ára og ég var að fara í fyrsta skipti til borgarinnar. Við héldum til á Ásvall- argötunni hjá Gullý systur þinni og Bjarna. Þú baðst systur þína um að hafa beikon og egg í matinn á meðan við værum hjá henni. Þetta var nýtt fyrir mér, ég hafði aldrei smakkað beikon áður, en fannst það gott. Við vorum duglegir að stunda bíó- in og tívolíið í borginni. Manstu eftir öllum leikjunum hér heima? Slábolt, yfir, fallin spýta ofl. Við vorum líka mikið í þrautakóng, hjólum og á skíðum. Þín síðasta skíðaferð endaði illa og var mjög tvísýnt hvort þú lifðir það slys af og það breytti svo miklu í lífi þínu. Þó að þú bærir ekki þínar þján- ingar og þrautir á torg vissi ég að þú varst oft kvalinn og þjáður af völdum þessa slyss. Maður á oft erfitt með að skilja hvers vegna svo mikið er lagt á suma menn. Þú gekkst ekki bara í gegnum þetta mikla slys þitt og afleiðingar þess heldur veiktist síðar eiginkona þín, Viola Pálsdóttir, af erfiðum sjúkdómi sem leiddi hana yfir móðuna miklu fyrir tæpum fjór- um árum síðan. Nú þegar þú ert kominn yfir í fyr- irheitna landið og ert laus við allar þjáningar vil ég kveðja þig, frændi og vinur, og þakka þér fyrir allar stundirnar og bið Guð að blessa þig og votta dætrum og barnabörnum samúð mína. Skarphéðinn Guðmundsson. KRISTINN RÖGNVALDSSON Birgir Baldursson varð vinnufélagi minn um miðjan sjöunda áratuginn. Ég var þá einn af hægri handar puttum Ragnars S. Hall- dórssonar í verkfræðingadeild Bandaríkjaflota á Keflavíkurflug- BIRGIR BALDURSSON ✝ Birgir Baldurs-son fæddist á Vopnafirði 31. októ- ber 1940. Hann lést á Amtssjúkrahúsinu í Hróarskeldu í Dan- mörku 27. júní síð- astliðinn. Bálför hans fór fram í Dan- mörku 2. júlí en minningarathöfn var í Árbæjarkirkju 11. júlí. velli. Birgir varð mín hægri hönd, að mér fannst, og við unnum saman á næsta borði fram á níunda áratug- inn. Birgir vildi hafa verkefni, rótaði frá sér því sem hann fékk. Við teiknuðum margt, meðal annars flug- brautabúnað. Reiknuð voru og teiknuð ljósin, sem fullnægðu kröfum um leiðsögubúnað flug- valla, er lenda mætti á við verstu veðurskil- yrði. Við höfðum sam- eiginlegan áhuga á verkefninu. Þetta var gert jafnvel áður en fjár- veitinga- og yfirstjórnarvaldið hafði áttað sig á kröfunum, sem kæmu og reyndar komnar voru. Fengum við jafnvel skömm í hattinn fyrir fram- takið. Margt annað var hannað. Birgir teiknaði mikið sjálfur, og þurfti ekki teiknara til þess að ganga frá skammlausum verklýs- ingum. Þá liðu árin. Birgir fór til Am- eríku. Kom hann þó aftur á Mið- nesheiði, en ég var ekki þar þá stundina. Hinn látni hafði aðdáun- arverðan kraft. Hann fór til Dan- merkur. Ekki kom mér á óvart, að hann skyldi fá vinnu. Fékk hann aðra vinnu eftir þá, sem lokið var. Maðurinn var ekki í neinum smá- verkefnum. Hann fékkst við stór- hýsi í London, olíupalla og mann- virki á Kastrup-flugvelli og fleira. Þegar þessu var öllu komið í kring fór hann í það að byggja upp meiri háttar mannvirki í nágrenni Ís- landsbryggju. Þá fór hann í brúna yfir Eyrarsund og göngin þar. Mér þótti aðdáunarvert, hve hann klár- aði sig. Við vorum vakhugar, en það er ís- lenzka orðið um radíóamatöra. Kall- merkið var TF3BB, en OZ1LVD í Danmörku. Við töluðum saman allar stundir, í það minnsta á hádegi laug- ardaga og sunnudaga. Þá var Birgir í Danmörku hinn trausti félagi. Aðr- ir voru á Íslandi, Noregi, Englandi og Ameríku, eftir því sem skilyrði leyfðu. Byrjað var almennt að kalla í aðalmanninn, OZ1LVD. Nú er mað- urinn allur, en hann glímdi í mörg ár við þann illvíga sjúkdóm, sem fór um allan líkamann. Ég votta allri fjölskyldu Birgis innilega samúð mína, ekki sízt síðari konu hans Miu í Danmörku. Við, sem kynntumst Birgi, söknum hans og munum minnast alla ævi. Sveinn Guðmundsson. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem skrifað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, foreldra, systk- ini, maka og börn og hvaðan út- förin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.