Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2003 35 ✝ Jóna GuðrúnVilhjálmsdóttir fæddist á Siglufirði hinn 15. júlí 1918. Hún lést á heimili sínu, dvalarheim- ilinu Sæborg á Skagaströnd, 13. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Vilhjálmur Magnús Vilhjálmsson frá Húnakoti í Þykkva- bæ og Kristín Jóns- dóttir frá Minna- Holti í Fljótum. Jóna ólst upp til átta ára aldurs á Siglufirði en þá slitu for- eldrar hennar samvistum og var hún send í sveit að Ásbúðum á Skaga. Þar dvaldi hún á sumrin en gekk í skóla í Reykjavík á vet- urna en þangað fluttist móðir hennar með börnin sín fimm. Þau eru Þórður, Sigrún Margrét, lát- in, Bergur, látinn, og Sigríður Petra en Jóna Guðrún var þeirra elst. Hálfsystkin samfeðra eru Stella Rut, Ester og Halldór. Í Ásbúðum á Skaga kynntist Jóna eftirlifandi eru: Jóna Sveinbjörg, Elín Íris, Skafti Fanndal, Sigurður, Róbert Vignir og Jónas Ingi. 3) Vilhjálm- ur Kristinn, f. 9. apríl 1942, eig- inkona Salóme Jóna Þórarinsdótt- ir, búsett á Skagaströnd. Vilhjálmur á fjögur börn, þau eru: Sigrún Anna, Dagný Guðrún, Vilhjálmur Magnús og Sólveig Steinunn. 4) Anna Eygló, f. 12. júní 1944, sambýlismaður Gunn- þór Guðmundsson, hún á fjögur börn, þau eru: Valdís Edda, Haf- þór Hlynur, Laufey og Vilhjálmur Fannar. 5) Þorvaldur Hreinn, f. 6. júní 1949, eiginkona Erna Sigur- björnsdóttir, þau eiga þrjú börn, þau eru: Sigurbjörn Fanndal, lát- inn, Hafdís Eygló og Jónas Fann- dal. Uppeldisdóttir Jónu og Skafta er Valdís Edda Valdimars- dóttir, f. 20. október 1963, eig- inmaður hennar er Hlíðar Sæ- mundsson og á hún sex börn. Skafti og Jóna áttu heima í Dagsbrún til ársins 1958; þar bjuggu þau með kindur, kýr og hest eins og tíðkaðist á þessum árum og var lífsbaráttan oft hörð. Árið 1958 fluttust þau að Fells- braut 5, síðan í Lund, en í mörg ár hafa þau búið á dvalarheimili aldraðra, Sæborg á Skagaströnd. Útför Jónu Guðrúnar verður gerð frá Hólaneskirkju á Skaga- strönd í dag og hefst athöfnin klukkan 11. eiginmanni sínum, Skafta Fanndal Jón- assyni frá Fjalli, f. 25. maí 1915, syni hjónanna Jónasar Þorvaldssonar og Sig- urbjargar Jónasdótt- ur á Fjalli. Þau Skafti gengu í hjónaband í Ketukirkju 17. júní 1939 og hófu búskap á Fjalli en fluttu til Skagastrandar 1941, þá með tvö elstu börnin sín. Jóna og Skafti byggðu sér hús úr gömlum vega- vinnuskúr sem var fluttur frá Blönduósi og var hann stækkaður eftir því sem börnunum fjölgaði, þetta hús nefndu þau Dagsbrún. Jóna og Skafti eignuðust sjö börn en tvö yngstu fæddust and- vana. 1) Hjalti, f. 8. mars 1940, eiginkona Jónína Arndal, þau búa í Hafnarfirði. Hjalti á fimm börn, þau eru: Matthías Ingvar, Guð- laugur Örn, Óskar Þór, Valdimar Númi og Pálína Ósk. 2) Jónas, f. 26. febrúar 1941, búsettur á Blönduósi. Jónas á sex börn, þau Elsku mamma mín. Söngurinn þinn er þagnaður, við lesum ekki lengur saman ljóð og vísur eftir þig og pabba. Létt á fæti og létt í lund, það er góð lýsing á hvernig þú varst alltaf bjartsýn og brosandi þrátt fyrir áföll sem fylgja langri lífsferð. Það hefur mikið breyst síðan þú og pabbi eignuðust fyrstu tvo strákana ykkar í baðstofunni á Fjalli á Skaga og fluttuð með þá og eigur ykkar á hesti til Skagastrandar í Dagsbrún og þar eignuðust þið fimm börn til viðbótar. Þar áttum við góða æsku í litla húsinu okkar, það var sungið, spilað og sagðar sögur, við fengum gott veganesti hjá ykkur og hefur það reynst okkur vel. Hinn 17. júní komum við saman til að gleðjast með þér og pabba, þá voru 64 ár lið- in frá því þið giftuð ykkur og þú varst svo ánægð. Lífi þínu lauk heima hjá pabba tveimur dögum fyrir 85 ára afmælisdaginn þinn sem þú hlakkaðir svo mikið til, nú ert þú komin til litlu drengjanna þinna og elsku Bjössa þíns sem þú saknaðir svo sárt. Megir þú eiga góða heim- komu, elsku mamma mín, hafðu þökk fyrir allt. Elsku pabbi minn, nú ert þú eins og álftin í Skagaheiðinni þinni sem búin er að missa maka sinn en þú ert ekki einn, við höldum áfram að umvefja hvort annað ást og hlýju, mamma fylgist með okkur. Þín dóttir, Anna. Við kveðjum nú mömmu, tengda- mömmu, ömmu og langömmu og viljum þakka fyrir samfylgdina og allar góðu og dýrmætu stundirnar sem við börnin okkar og barnabörn áttum með þér. Þær voru ekki fáar veislurnar sem haldnar hafa verið með ykkur Skafta í gegnum tíðina. Á öllum stórafmælum ykkar hjónanna hafa verið haldnar hátíðir, stundum mannmargar, stundum bara þið og börn og tengdabörn en alltaf gaman og mikil gleði, söngur og dans. Þú varst alveg ótrúlega bjartsýn kona og vildir helst aldrei tala um neitt sem var á neikvæðum nótum. Þú vannst baráttuna við krabbamein 1983 þótt það hafi ekki verið auðvelt að takast á við lífið með handlegginn skemmdan eftir aðgerð. Alltaf var verið að sauma út, mála og gera hluti fyrir afkomend- urna, langflest eiga líka handavinnu eftir þig. Við héldum upp á 64 ára brúðkaupsafmælið ykkar Skafta með ykkur 17. júní með kaffisam- sæti í Skagabúð, þar hittist smá brot af afkomendum þínum, þá varstu ánægð. Við ætluðum að halda upp á átta- tíu og fimm ára afmælið þitt þriðju- daginn 15. júlí, þú lagðir ríka áherslu á að við mættum ekkert hafa fyrir því, aðaláherslan var líka hjá okkur að hittast og eiga saman góða stund eins og alltaf. Af ein- hverri ástæðu vorum við í fyrsta skiptið búin að koma til þín afmælis- gjöfunum og þú skildir ekkert í hvað við værum að flýta okkur. En þú fórst tveimur dögum fyrir afmælið. Við vitum að þú ert hjá guði sem þú trúðir svo statt og stöðugt á og við vitum að þú ert búin að hitta hann Bjössa okkar og litlu drengina þína sem þú saknaðir alltaf. Elsku pabbi, tengdapabbi, afi og langafi, guð gefi þér styrk. Við kveðjum með virðingu og söknuði. Þorvaldur, Erna, Hafdís, Jónas og fjölskyldur. Elsku amma mín og uppeldismóð- ir, nú er kallið komið, fyrr en okkur grunaði. Það fljúga hundruð minn- inga um huga mér er ég sit hér og skrifa nokkur orð um þig. Ég get ekki trúað því að þú sért horfin frá okkur, það er svo skrítið að geta ekki hringt í þig, eins og ég var vön að gera yfirleitt á hverjum morgni, bara til að athuga hvort þú og afi væruð ekki frísk og kát, alltaf varstu kát og hress og það var nóg að heyra í þér ef maður var leiður, þá hresst- ist maður við. Jákvæðari manneskju hef ég ekki kynnst, elsku amma mín. Já, árin okkar saman, amma, voru yndisleg, þið afi tókuð mér opnum örmum er ég kom inn á heimili ykk- ar sem ungabarn og þar var ég í ykkar hreiðri í mörg ár en þau voru rosalega góð og róleg. Elsku hjart- ans afi minn alltaf svo blíður og ljúf- ur, blíðari maður er ekki til, það er svo sárt að horfa á þig núna, það er eins og það sé slokknað ljós í fallegu blíðu augunum þínum, við munum halda áfram að hlúa að þér, eins og börnunum þínum er einum lagið, og þið amma gátuð vel státað af því hvað vel var hugsað um ykkur, það var einstakt, það eru ekki allir eins heppnir í lífinu. Elsku amma mín, 15. júlí hefði verið stór dagur í lífi þínu en þá hefðir þú orðið 85 ára. Þú vildir ekki mikið umstang í kringum þig og á sunnudaginn 13. júlí þegar kallið kom svo snöggt varstu nýbúin að tala við hana Elínu þína á Hvamms- tanga en þar ætluðuð þið afi að eyða afmælisdeginum ásamt börnum ykk- ar, barnabörnum og vinum. Já, það var mikil eftirvænting hjá okkur öll- um, en vegir Guðs eru órannsakan- legir, þú fékkst hægt andlát í faðmi elskulegs eiginmanns þíns. 17. júní var brúðkaupsdagur ykk- ar og í ár áttuð þið 64 ára brúð- kaupsafmæli. Þennan dag núna í ár eins og svo oft áður komu börnin ykkar norður og fóru með ykkur í kaffi í Skagabúð og þar áttu allir góða stund saman. Síðastliðinn sjómannadag komu barnabörnin ykkar norður og vorum við með frændsystkinamót. Þið afi voruð með okkur, þar sem við borð- uðum saman og áttum yndislega stund öll saman, en þið höfðuð bæði yndi og skemmtun af að koma saman með glöðu fólki og söngurinn var ykkar yndi enda mikið sungið þegar fjölskyldan kom saman. Elsku amma mín, nú vitum við að handleggurinn er ekki lengur að kvelja þig, hann var alltaf svo bólg- inn. Nú ert þú á fallegum stað þar sem drengirnir þínir tveir sem þú misstir í frumbernsku bíða þín og hann elsku Bjössi sem var tekinn svo fljótt frá okkur og þú saknaðir svo mikið, það hafa verið miklir fagnaðarfundir hjá ykkur. Góði Guð, gefðu afa mínum styrk í hans miklu sorg og okkur öllum. Ég kveð þig hinstu kveðju, amma mín, með þakklæti fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Þín uppeldisdóttir og barnabarn, Valdís. JÓNA GUÐRÚN VILHJÁLMSDÓTTIR ✝ Helga Friðgeirs-dóttir fæddist í Leirhöfn á Mel- rakkasléttu 13. mars 1927. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 13. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Friðgeir Sig- geirsson, f. 22.6. 1887, d. 5.1. 1957, og Valgerður Sig- urðardóttir, f. 17.12. 1892, d. 7.6. 1975, síðast búsett í Núps- kötlu á Melrakka- sléttu og á Raufarhöfn. Systkini Helgu eru Vilborg, f. 22.2.1919, d. 4.5. 1924, Guðmundur, f. 17.4. 1920, d. 7.6. 1924, Hólmfríður, f. 2.6. 1921, Þóra, f. 17.12. 1923, d. 13.5. 1924, Vilmundur Þór, f. 9.5. 1925, d. 23.11. 1928, og Birna, f. 20.4. 1928. Helga giftist 7.1.1959 Hilmari Ágústssyni frá Raufarhöfn, f. 8.3. 1931. Foreldrar hans voru Ágúst Magnússon og Kristbjörg Jóhannsdóttir. Börn Helgu og Hilmars eru: Þóra, f. 18.11. 1952, eiginmaður hennar er Ax- el Alan Jones og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. Guð- björg, f. 13.3. 1958, eiginmaður hennar er Smári Lindberg Ein- arsson og eiga þau þrjú börn. Krist- björg, f. 27.1. 1961, eiginmaður hennar er Ingólfur Sveins- son og eiga þau fjögur börn. Val- geir, f. 31.10. 1967, sambýliskona hans er Elín Högnadóttir og eiga þau tvær dætur. Helga ólst upp í Núpskötlu á Sléttu. Hún var á Héraðs- skólanum á Laug- um í Reykjadal og einnig á Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði. Eftir nám var Helga skipsþerna á Laxfossi, Lagarfossi og Gullfossi í nokkur ár. Helga og Hilmar byggðu húsið Herðubreið – Að- albraut 44, Raufarhöfn 1959 og bjuggu þar alla tíð. Helga var heimavinnandi lengst af, en tók að sér ræstingar á leikskólanum Krílabæ á Raufarhöfn frá 1983– 1997. Helga var virk í fé- lagsstörfum og var félagi bæði í kvenfélaginu Freyju og Slysa- varnadeild kvenna á Raufarhöfn í áratugi. Útför Helgu verður gerð frá Raufarhafnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langar að minnast Helgu móðursystur minnar með nokkrum orðum. Helga frænka, eins og ég og allt mitt fólk höfum kallað hana, hefur alltaf skipað stóran sess í lífi mínu allt frá því ég man fyrst eftir mér. Hún bjó hjá pabba og mömmu þegar ég var ungur og hef ég t.d. alltaf litið á Þóru, elstu dóttur Helgu, sem syst- ur mína. Alltaf hefur Helga frænka sýnt mér sérstaka hlýju og væntum- þykju. Þegar ég eignaðist konu og börn þá fengu þau líka að njóta þess- arar hlýju. Ég fór ungur að heiman frá Raufarhön og þegar ég kom heim í frí þá fannst mér ég aldrei vera raunverulega kominn til Raufar- hafnar fyrr en ég var búinn að fara út í Herðubreið og heilsa upp á Helgu frænku. Að sitja þar við eldhúsborðið, fá fréttir og segja fréttir af ættingjum og vinum var eitt af því sem gaf Raufarhafnarferðunum þá vigt sem þær hafa alltaf haft. Kristín, Gummi, Sóley og Jónas fundu strax að Helga frænka var eitthvað sérstakt og eiga þau ekki síður en ég eftir að sakna hennar. Allur sá velvilji og góðvild sem Helga frænka lét okkur í té hefur vonandi gert okkur að betri manneskjum. Hilmari og öðrum ættingjum sendi ég innilegar samúðarkveðjur og bið þau að muna það sem þau áttu í Helgu frænku. Valgeir Jónasson. HELGA FRIÐGEIRSDÓTTIR ✝ Rafn Sigurjóns-son fæddist í Hlíð í Hjaltadal 8. ágúst 1926. Hann lést á gjörgæsludeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri 12. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Þor- grímsdóttir og Sigur- jón Gíslason, sem skömmu eftir fæð- ingu Rafns fluttust að Teigum í Flókadal og eftir skamma við- dvöl þar að Steina- völlum. Rafn er næstelstur fimm barna þeirra Ingibjargar og Sig- urjóns, elst er Fjóla, en þá Sigríð- ur, Dúi og yngstur Benedikt sem lést á síðasta ári. María Jónsdóttir og Þórunn Sigurjónsdóttir eru hálfsystur Rafns, en uppeldis- bróðir hans var Bragi Óskarsson sem lést árið 1997. Þá ólust upp hjá Ingibjörgu og Sigurjóni dótturson- ur þeirra Þráinn Kristjánsson og Þor- grímur Bjarnason, sem eftir þeirra dag var í skjóli Rafns. Rafn starfaði alla tíð við búskap, utan að hann fór eina vertíð til Eyja og var í síld nokkra sumarparta á Siglufirði. Hann fluttist með foreldr- um sínum frá Steina- völlum að Illugastöð- um árið 1954 og hóf þar sjálfstæðan búskap en stopp- aði stutt við og fluttist í Neskot 1956. Þar bjó hann til ársins 1997 þegar hann hætti búskap og flutt- ist til Siglufjarðar, þar sem hann átti heima til dauðadags. Rafn verður jarðsunginn frá Barðskirkju í Fljótum í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Það er sunnudagur í Flókadaln- um. Strákarnir á Reykjabæjunum og Örn í Ökrum sjást birtast uppi á Leitinu. Í Neskoti er búið að gang- setja gömlu Fergusonvélina og krakkarnir farnir að raða sér í trakt- orinn. Svo fer hann krókana niður brekkurnar ofan á Helgustaðaeyr- arnar að ánni. Þeir eru nokkru hærri, bakkarnir Neskotsmegin, þegar farið er yfir vaðið og það má kannski furðu sæta að krakkaskar- inn tolli á hjólhlífunum, en þetta tekst samt alltaf klakklaust að kom- ast yfir á Austari-Hólseyrarnar. Strákarnir í Nesi eru líka að mæta og þeir koma neðan að Syðsta-Mós- menn, Jónas á Vestari-Hóli og Guð- jón eða Baldur frá Sigríðarstöðum. Stundum kemur Lúlli líka, en það er kannski betra að það hittist ekki þannig á að Soffi frændi hans mæti einnig, þá er eins gott að hafa dóm- ara tiltækan. Það er alltaf fótbolti á sunnudög- um yfir sumarið. Yfirleitt eru þeir ekki nema tveir fullorðnir í hópnum, frændurnir og uppeldisbræðurnir Rafn og Þráinn í Neskoti. Þeir eru sjaldnast heima, elstu Austari-Hóls- bræðurnir. Hinir eru allir unglingar eða börn, stelpurnar eru líka með og gefa strákunum lítið eftir. Það var alltaf líflegt á Eyrunum og leikgleðin í fyrirrúmi. Heyrði til al- gjörra undantekninga ef menn greindi á um leikreglur og ef það kom fyrir þá var það Rafn í Neskoti sem var hinn óskeikuli dómari og all- ir sættu sig við niðurstöðu hans. Og svo þegar heitt var í veðri var farið niður að ánni í leikhléinu og þorst- anum svalað. Venjulegast var það þessi sami hópur sem mætti á eyr- arnar, en stundum brá við að óvænt- ir gestir komu í heimsókn. Og það var yfirleitt bara einn áhorfandi sem fylgdist með: Þorbjörg heitin í Nesi sem birtist jafnan úti á stéttinni með kíkinn. Hún vildi fylgjast með hvern- ig sínum piltum gengi og stundum gat hún gefið lýsingar af leiknum. Það var oft mikið fjör hjá Eyrar- liðinu eins og við köllum okkur, Flók- dælingarnir. Leikirnir við Hofsós- ingana voru ógleymanlegir. Við treystum alltaf á sterkan varnarleik með þá frændur Neskotsmenn í hjarta varnarinnar og þeir brugðust aldrei. Nú er einn sterkur farinn úr vörninni og við strákarnir úr Eyrar- liðinu þökkum Rafni fyrir allar ánægjustundirnar sem við urðum aðnjótandi með honum. Við kölluð- um hann oft í gríni föður fótboltans í Fljótunum. Hann var einn eftir af gömlu kynslóðinni úr boltanum í dalnum, sem við kynntumst aldrei. Blessuð sé minning Rafns frá Nes- koti. Þórhallur Ásmundsson. RAFN SIGURJÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.