Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hann var sjö ára og ég fjórtán þegar við sáumst fyrst. Ég í minni fyrstu langferð út í heiminn í boði for- eldra hans, til að stunda nám í gagn- fræðaskólanum í Neskaupstað. Móðir hans var næstelsta systir mín, Halldóra, og faðir hans, Guð- röður Jónsson, kaupfélagsstjóri frá Miðbæ. Vera mín á heimili þeirra urðu heilir þrír vetur. Hann fór með mér heim á Borg- arfjörð að loknum prófum, og svo næstu tvö árin. Amma hans fann fljótt allt það góða sem í þessum dreng var og var óþreytandi að ýta undir það. Sem dæmi má nefna sannsögli og fullkominn heiðarleika í meðferð peninga. En síðast en ekki síst var hún óþreytandi að útskýra fyrir honum að ef hann særði ein- hvern með stríðni eða hrekk, jafnvel óviljandi, þá bæri honum að bæta fyrir það. Ég álít að þessi þrjú sum- ur á Borgarfirði hafi haft afgerandi áhrif á þroska hans og lífsviðhorf þegar hann var orðinn fullmótaður maður. Ég skal fúslega viðurkenna, að þegar við Friðjón kynntumst að nýju sem fullorðnir menn, þá þykir mér vænst um hann fyrir þessa þrjá eiginleika sem hann hafði þroskað með sér. Er þá af mörgu að taka, svo sem óborganlegri hnyttni og gam- ansemi, frásagnargáfu í hæsta gæðaflokki og ótal margt fleira. En ofar öðru ber þó ættrækni hans. Það var ekki aðeins ást hans og um- hyggja fyrir ömmu sinni til hins síð- asta, heldur einnig artarsemi við allt sitt fólk í móðurætt og væntanlega í föðurætt líka. Björn bróðir minn var svo hrifinn af kjarki og dugnaði stráksins, að þar eignaðist Friðjón vin sem gagn var í. Björn lét hann hlýða en var óspar á hrós þegar vel var gert. Þeir urðu ævivinir. En nú skildu leiðir okkar í bili. Ég fór á sjóinn en hann hélt áfram í skólum. Barnaskólinn, Eiðar, MA og að lokum Háskólinn. Þá var ég kom- inn með fjölskyldu á Selfossi og hann í Reykjavík. Og við tókum upp samband að nýju. Enn sem fyrr voru það hrossin sem heilluðu meir en nokkuð annað. Ég var svo lánsamur á þessum tíma, að eiga heldur góð hross og við áttum margar yndis- stundir, ýmist tveir saman eða með vinum okkar, þeim Jóni Bjarnasyni og Þór Guðmundssyni. Þá var fyrst og fremst riðið til bændanna í sveit- unum hér í kring. Allir tóku þeir okkur með fádæmum vel, enda sagði Friðjón alltaf, að bændafólk væri merkilegasti hluti þjóðarinnar. Þeir væru salt jarðar. Þegar ég sagði móður minni að Friðjón væri orðinn sýslumaður á Höfn í Hornafirði varð hún glöð við og sagði: Það er gott, hann verður góður þeim sem erfitt eiga. Friðjón flutti nú frá Höfn til Hvolsvallar og varð sýslumaður Rangæinga. Margt var það sem hann hafði mikinn áhuga fyrir. Ég ætla að nefna þrennt. Eftir komuna til Hafnar gerði hann sér far um að kynnast fólkinu. Hann mun hafa heimsótt hvern einasta bæ í sýslu- mannsumdæminu og suma oft. Í annan stað hafði hann mikinn áhuga á að koma upp dvalar- og sjúkra- heimilum fyrir aldraða. Hann ræddi þessi mál oft við okkur og við fund- um að þetta voru honum hjartans mál. En í þriðja lagi voru það söfnin. Minjasöfn af öllu tagi. Söfn sem geyma sögu þjóðarinnar, hvert með sínum hætti. Áhugamál Friðjóns voru ótal mörg þó ég nefni aðeins FRIÐJÓN GUÐRÖÐARSON ✝ Friðjón Guðröð-arson fæddist í Neskaupstað 1. ágúst 1936. Hann lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 10. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 17. júlí. þessi. Því var það, að hann hlakkaði ákaflega til að geta hætt störf- um sem sýslumaður og geta snúið sér að eigin hugðarefnum. En þá syrti snögglega í álinn. Hann greindist með gríðarlega stórt inn- vortis æxli og krabba í nýra. Og baráttan fyrir líf- inu hófst af fullum krafti. Ég ætla ekki að fara að tíunda þá sjúkrasögu, en nú er bardaganum lokið, með sigri þess sjúkdóms sem sjald- an lætur í minni pokann. Hitt er eft- irminnilegt, hvernig hann tókst á við sjúkdóminn. Hann var frá því fyrsta, staðráðinn í að berjast til síðasta blóðdropa. Og það gerði hann. Hann lét sem hann tryði því, eftir hverja stóraðgerðina af annarri, að nú hefði endanlega verið komist fyrir meinið. Hann hélt góðu skapi og ótrúlegu æðruleysi svo lengi sem hann hafði rænu og réði sér sjálfur. Í stuttu máli, þá sýndi hann slíkt æðruleysi og karlmennsku að fátítt er. Ég á engin orð til að lýsa hversu stoltur ég er af frænda. En þess ber að geta að hann stóð ekki einn. Hann var í frábæru hjónabandi þar sem Ingunn kona hans var honum allt. Það sagði hann mér sjálfur fyrir alllöngu. Og ekki má gleyma Ingileif og börnum hans af fyrra hjónabandi. En Ing- unn barðist með honum frá fyrstu veikindum til síðasta andartaks. Ég lít á hana sem hetju öngvu síður en hann. Það hafa margir misst mikið. Konan hans og börn og stórfjöl- skyldan öll. Hvað mig sjálfan áhrær- ir, þá finnst mér hafi opnast glufa í þann ástvinahóp sem í kringum mig er, glufa sem aldrei verður hægt að fylla. En hvað er það sem ég hef misst? Er það frændinn, vinurinn eða kannske yngri bróðirinn sem ég þráði? Ég veit það ekki. Kannske var hann allt þetta í vitundinni. Ég veit það eitt, að mér er horfið eitt- hvað óskaplega mikilvægt í lífinu. Við Iðunn sendum Ingunni og fjölskyldu Friðjóns allri, okkar dýpstu samúðarkveðjur með ósk um að þetta dauðsfall sundri okkur ekki, heldur sameini enn frekar. Snorri Sigfinnsson. Þegar Austur-Skaftafellssýsla varð formlega sérstakt lögsagnar- umdæmi, varð Friðjón fyrsti sýslu- maður í langan tíma með búsetu hér. Hann hafði áður gegnt starfi lög- reglustjóra á Höfn við almennar vin- sældir, sem jukust er árin liðu. Sem stjórnandi var hann ákveðinn en ljúfur og tók létt á smávægilegum yfirsjónum. Hann rækti starf sitt af alúð og kostgæfni. Ekki sáust óaf- greidd erindi á skrifborði hans. En hinn lífsglaði, kraftmikli mað- ur gat ekki fullnægt athafnaþrá sinni innan veggja skrifstofunnar. Hann vildi koma út til fólksins og vinna með því að framfaramálum héraðsins. Ekki skal hér tíundað allt það sem hann lagði hönd að og til farsældar horfði. Minnast skal á byggingu Skjólgarðs, friðun Gömlu- búðar, stofnun Byggðasafnsins, út- gáfu Skaftfellings og Eystrahorns og er þá fátt eitt nefnt. Friðjón var mikill náttúruunn- andi. Hafði áhuga á skógrækt, hestamaður var hann á tímabili og fuglaskoðun var honum til yndis- auka. Hann var unnandi lista, keypti málverk, sem hann hafði gott vit á. Áhugamál hans voru mörg og marg- vísleg. Hann var í stjórnmálum með heil- steyptar skoðanir. Var alla tíð ötull talsmaður Framsóknarflokksins, en vini átti hann í öllum flokkum. Ekki vissi ég til þess að hann ætti óvild- armenn. Hans var því sárt saknað, er hann flutti úr héraðinu á Hvols- völl. Ég kynntist Friðjóni fljótlega eft- ir að hann flutti hingað. Þau kynni þróuðust með árunum í ævilanga vináttu. Hann var ógleymanlegur fé- lagi, bæði í leik og starfi. Á seinni árum átti hann við erf- iðan sjúkdóm að stríða, sem nú hef- ur lagt hann að velli. Hann tók þessu öllu með fádæma æðruleysi og ótrú- legu sálarþreki. Hann talaði við okk- ur hjónin vikulega til síðustu stund- ar, sami Friðjón og alltaf áður. Spurði frétta, því héraðið og fólkið hér var honum alltaf hugleikið. Hann gat meira að segja spaugað og slegið á létta strengi, eins og í gamla daga. Sárt er að sjá á eftir félaga og vini hverfa ótímabært yfir móðuna miklu, en minningarnar um góðan vin og störf hans munu ylja mörgum hér á ókomnum árum. Með þessum fátæklegu línum kveðjum við hjónin Friðjón með söknuði og þökkum samveruna. Ingunni, Ingileifu og öðrum ást- vinum sendum við og Kristín okkar dýpstu samúðarkveðjur. Benedikt Stefánsson. Kveðja frá bekkjarfélögum í M.A. Hálfrar aldar samfylgd er lokið. Vinar er saknað. Auðvelt var að láta sér líka við Friðjón. Hann var glaður og reifur og fé- lagslyndur. Oft talsverður grallari. Sá grallaraskapur kom fram í orðum fremur en athöfnum. Vinir hans og kunningjar fengu viðurnefni, oft fyndin. Í skóla stundaði hann námið sæmilega og braut ekki skólareglur, en sneið verstu agnúana af fáeinum. Enda fannst okkur er við vorum í efri bekkjum illt að þurfa að hlíta sömu reglum og rollingarnir í 1. bekk. Eitt varð þó yfir alla að ganga. Að loknu stúdentsprófi lagði Frið- jón stund á lögfræði, sem varð hans ævistarf. Við ævilok eins, vakna minningar þeirra sem eftir lifa. Minningar mínar um Friðjón eru tengdar frítíma og ferðalögum. Sumarið 1958, þegar við höfðum stundað nám í Háskóla Íslands einn vetur, átti ég erindi austur á land. Þá var við hæfi að nota tækifærið og hitta félaga sinn og vin Friðjón heima hjá honum á Norðfirði. Guð- röður faðir hans var þar kaupfélags- stjóri. Guðröður var systursonur Sveinbjarnar Björnssonar, bónda í Þingnesi í Borgarfirði. Hjá Svein- birni hafði ég verið strákur í sveit í sex sumur. Töldum við til frænd- semi. Svo vildi til að ég kom þarna um helgi. Yfir sunnudagssteikinni hélt Guðröður yfir okkur alllanga tölu um ábyrgð þeirra, sem sendir væru í skóla, að standa sig og varast heimskupör. Okkur frændum var lítt skemmt undir ræðunni, en minntumst hennar oft síðan. Annað sem ég minnist frá þeirri ferð er gönguferð okkar Friðjóns um bæinn. Þá kom greinilega fram hjá honum ást hans á heimahögum og ánægjan yfir því hve Norðfirð- ingum vegnaði vel. Þessi ánægja hans yfir umhverfinu var honum töm alla ævi hans, hvar sem hann bjó, hvort var í Hornafirði eða á Hvolsvelli. Friðjón var áhugamaður um fé- lags- og menningarmál. Hann var samvinnumaður og hóf störf hjá Samvinnuhreyfingunni. Eftir að hann varð lögreglustjóri og svo sýslumaður í Austur-Skafta- fellssýslu, lét hann sig félagsmál miklu skipta. Í Hornafirði var hann í forustusveit þeirra sem reistu dval- arheimili aldraðra, komu upp byggðasafni og stofnuðu til útgáfu rits Austur-Skaftfellinga, Skaftfell- ings. Hann stóð fyrir því að merki- steinar voru reistir á mörkum sýsl- unnar að vestan og austan. Úlfljóti og lagasmíð hans lét hann reisa minnismerki í Lóni og lét setja við hringveginn, svo flestir gætu séð. Friðjón var einnig hvatamaður að lagningu þjóðvegarins um Hvals- nes- og Þvottárskriður, sem gerði landsmönnum kleift að ferðast um- hverfis landið á öllum árstímum, en Lónsheiði lokaðist alltaf snemma vegna fannfergis. Friðjón unni landinu og hafði ánægju af ferðalögum og útivist. Hann var áhugasamur um náttúru- vernd og ræktun lands. Fyrir fáum árum fórum við þrír félagar í ferð umhverfis landið í jan- úarbyrjun. Snjór huldi mest allt land, hægviðri var og frost. Sólar naut meðan hún var á lofti. Við fór- um austur um og áðum fyrst í Lóni. Næsta dag var haldið austur til Norðfjarðar. Þegar kom í Reyðar- fjörð var komið kvöld og sól sest. Logn var og talsvert frost. Í Odds- skarði voru upplýstar skíðabrekkur og fólk á skíðum. Það stirndi á snjó- inn af ljósum og tunglskini. Í Neskaupstað tók Sigríður systir Friðjóns á móti okkur með hlöðnu veisluborði. Síðar um kvöldið var svo haldið í Miðbæ til ættingja hans þar, sem juku á rausnarskapinn. Það var ekki að ástæðulausu að Friðjón var stoltur af ættingjum sín- um. Ekki var hann síður ánægður að geta sýnt okkur æskuslóðirnar í vetrardýrðinni. Í janúar síðastliðnum stóð Friðjón fyrir því að við bekkjarsystkinin hittumst einu sinni í mánuði, til að styrkja hópinn og endurnýja kynn- in. Sýndi það vel hug hans til gömlu bekkjarfélaganna. Nú er einn af björtu litunum horf- inn úr litastokknum, en hans verður leitað í minningunum. Við bekkjarsystkini Friðjóns og fjölskylda mín sendum börnum hans og Ingunni einlægar samúðarkveðj- ur. Grétar Guðbergsson. Fyrir tæplega tveimur áratugum tók Friðjón Guðröðarson við sýslu- mannsembættinu í Rangárvalla- sýslu. Það var ekki vandalaust verk því í embættinu höfðu setið vinsælir forverar og farsælir, en Friðjón setti fljótlega svip á bæinn með stjórn- unarstíl sínum, sem í fyrstu var framandi og öðruvísi, en fljótlega varð starfsfólki og héraðsbúum ljóst að austan frá Hornafirði var kominn velviljaður maður sem vildi láta gott af störfum sínum leiða. Kunnings- skapurinn við starfsfólkið þróaðist upp í vináttu, svo að hinn góði starfs- andi á sýsluskrifstofunni þar sem hönd styður hönd hélt áfram að blómstra. Héraðsmálin urðu hinum nýja sýslumanni fljótt hugleikin. Hann hafði verið formaður bygging- arnefndar byggðasafns Austur- Skaftfellinga og hann varð líka for- maður byggingarnefndar byggða- safnsins í Skógum, þegar vegleg viðbygging var tengd gamla byggðasafnshúsinu. Hann stóð fast við hlið hins landsþekkta og virta safnvarðar Þórðar Tómassonar, sem er svo einstaklega laginn við að koma hugsjónum sínum niður á jörðina með hljóðlátri stefnufestu. Sýslufundunum, sem haldnir voru í Skógum, stjórnaði Friðjón af nota- legum myndarskap og hafði gott lag á að skapa ánægjulegt andrúmsloft á þeim fundum, sem öðrum. Húm- orinn og orðheppnin var honum svo eðlislæg og hann virtist ekkert hafa fyrir að lyfta þunglamalegum og þreytandi fundum og veglegum veislum úr doða í dillandi hlátur með leiftrandi orðum og látbragði. Eng- an veit ég særðan af eftirnöfnum, sem stundum fylgdu með, grátbros- leg og frumleg. Alltént er undirrit- aður ánægður með sitt viðurnefni. Veit ég engan veislustjóra fremri Friðjóni, í það hlutverk var heiðurs- maðurinn eftirsóttur og svo sannar- lega í essinu sínu. Gamansemi er ekki afsal alvöru, en bregður birtu á daglega önn og tilveru. Ég hygg að leitun sé á starfi, sem gefur eins mikla innsýn í mannlegt samfélag og staða sýslumanns í ekki of stóru hér- aði. Velviljaðir menn í þeirri stöðu geta svo víða látið gott af störfum sínum leiða. Það hafa Rangæingar reynt fyrr og síðar. Í sólmánuði fyrir sex árum bauð Friðjón til skemmti- ferðar um Austurland. Ferðin var vandlega undirbúin af honum og í ferðina var starfsfólki sýsluskrif- stofunnar boðið, lögreglumönnum og mökum þeirra. Á Austfjörðunum var Friðjón á heimavelli, þaulkunnugur og fór á kostum. Hann lýsti fólki, fuglum og fögru landslagi á þann máta að ekki gleymist og að er búið. Við vissum svo sem að Friðjón var hrifnæmur náttúruunnandi, sem ferðaðist með opin augu, glöggur á menn og mál- efni. Alltaf voru Austfirðirnir efstir á blaði, þar hreif dýrð himins og jarðar hann mest. Á Austfjörðunum var allt best, Norðfjörður, æsku- stöðvarnar, átti hug og hjarta. Hann var meira fyrir að ferðast um landið okkar en liggja á sólarströndum eða sjá musterishallir stórborganna. Hugulsemin og tryggðin voru ríkjandi þættir í fari hans. Það reyndum við hjónin oft. Hann lét okkur njóta með sér og Ingunni góðra stunda á ferðalögum og þegar glaðst var í sumarbústaðnum inni í Fljótshlíð með skemmtilegu fólki. Ein ferð austur í Öræfasveit er mér ofarlega í huga, þar var verið að jarðsyngja aldinn bændahöfðingja, vin okkar. Haustblíðan var einstök þennan dag. Brekkurnar við Freys- nes og Skaftafell höfðu tekið lit- brigðum haustsins, listaverk náttúr- unnar skörtuðu í síðdegissólinni. Á heimleiðinni ókum við yfir Hrífunes- heiðina þar sem enn ein litadýrðin glóði á lyngi og kjarri. Tveir hrif- næmir á ferð, frjálsir eins og börn náttúrunnar. Annar kominn á efri ár og hinn á snörpu lífsskeiði. Við sett- umst þarna hvor á sína mosaþúfuna eins og smaladrengir. Allur klukku- sláttur fjarlægur. Á slíkum stundum þegar hlustað er á þögnina liggur engum á. Allt hefur sinn tíma og nú er ferðafélaginn minn lagður upp í ferðina miklu sem okkar allra bíður og allir fara einir en hann lifir svo sannarlega áfram litríkur í góðum minningum. Við Margrét og fólkið okkar sendum ástvinum öllum bless- unaróskir. Pálmi Eyjólfsson. Eftirminnilegur maður hefur kvatt þennan heim, langt um aldur fram. Við sem áfram dveljum tíma- bundið munum sakna Friðjóns Guð- röðarsonar. Hann hafði marga kosti og mörg sérkenni, sem gerðu hann að persónuleika sem ekki gleymist. Hann var ekki hræddur við að segja skoðanir sínar – og hann hafði mikl- ar skoðanir. Pólitískar skoðanir hans féllu vel að mínum, en þó var það ekki það sem leiddi okkur sam- an sem vini, heldur tengslin sem urðu þegar hann giftist náfrænku minni Ingunni Jensdóttur, leikkonu og leikstjóra. Það ríkti nokkur eftirvænting hjá okkur norðanmönnum þegar Ing- unn kynnti Friðjón fyrir okkur. Ing- unn er jú einkadóttir Gunnu frænku og við bárum öll hag hennar mjög fyrir brjósti. Það er óhætt að segja að Friðjón hafi staðist öll próf og smollið inn í móralinn í Lóma- tjarnarættinni með sinni skemmti- legu framkomu. Ég minnist langrar umræðu í suðurstofunni á Lóma- tjörn, á meðan pabbi var á lífi, þar sem víða var komið við og hlátra- sköllin dundu. Það er sárt að þau Ingunn og Friðjón skyldu ekki geta notið fleiri ára saman, eftir að um hægðist hjá Friðjóni og þau settust að í Reykja- vík. Þrátt fyrir að Friðjón væri ekki mikill borgarmaður gerði hann það fyrir hana Ingunni sína að flytja í bæinn, en hún er fædd og uppalin í Reykjavík. Það var gaman að fylgj- ast með því hvað hann studdi hana vel í því sem hún var að gera á sviði lista og menningar. Hann var með Ingunni í Hveragerði um páskana, þegar hún hélt myndlistarsýningar, og átti víst nokkurn þátt í nafngift myndanna. Þar naut hugmyndaflug- ið sín, sem var ríkulegt. Friðjón kom heilmikið við sögu í nýafstaðinni kosningabaráttu. Ein- hvern tímann þegar ég kom á skrif- stofu Framsóknarflokksins í Reykjavík varð Friðjón á vegi mín- um og var valdsmannslegur. Þegar ég spurði um erindi hans þangað, sem var náttúrulega kjánaleg spurning, sagði hann: „Nú, það verður að koma honum Dóra á þing.“ Og ég veit að hann dró ekki af sér í þeirri baráttu. Ég frétti af honum í afmælum og á fleiri samkomum þar sem hann var ófeiminn við að leiðbeina fólki. Hann kom svo sannarlega „Dóra á þing“ og gott betur. Friðjón leit mjög vel út á vordög-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.