Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Úlfhildur Kristjáns- dóttir – Úlla frænka er látin. Langri og giftu- samri ævi merkrar konu er lokið. Minn- ingar henni tengdar hrannast upp alveg frá bernsku minni. Hún var svo nátengd fjölskyldu minni. Faðir Úllu missti heilsuna ungur frá stórum barnahópi. Þá tóku móður- systkini hennar hluta af barnahópn- um í fóstur. Amma tók Úllu og varð hún því í raun fóstursystir pabba. Á þessum tíma var Úlla veikbyggt barn og amma talaði oft um það hve þakklát hún var Guði fyrir að Úlla fékk að lifa og varð hraust og falleg kona. Þegar Úlla kom til afa og ömmu bjuggu þau í Kjarnholtum í Bisk- upstungum og þar ólst hún upp. Hún ólst upp við það að taka þátt í öllum bústörfum eins og títt var um þá sem ólust upp í sveit. Úlla var jafnvíg á verk innanhúss sem utan, gekk að slætti með orfi og ljá og gaf karlmönnunum lítið eftir í þeim efn- um. Hún var elsk að skepnum og átti t.d. fagran reiðhest, hann Bleik. Hún fór í Kvennaskólann á Blöndu- ósi, sem þótti þá hagnýt og góð menntun fyrir ungar stúlkur. Þaðan kom hún með marga fagra muni og haldgóða þekkingu í handmennt og hússtjórn, sem komu henni vel síðar er hún stjórnaði stóru heimili. Eftir lát afa flutti hún ásamt ömmu, for- eldrum mínum og systkinum í Krók ÚLFHILDUR KRISTJÁNSDÓTTIR ✝ Úlfhildur Kristj-ánsdóttir fæddist í Langholtsparti í Flóa hinn 11. desem- ber 1911. Hún lést á hjúkrunardeild 2-B, Hrafnistu í Hafnar- firði 9. júlí síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Garðakirkju 17. júlí. í Garðahverfi, þá orðin ung stúlka. Eftir að Úlla kom suður stundaði hún ýmiss konar vinnu. Hún var í fiskvinnu suður með sjó og í vist hjá fjölskyldum, bæði í Hafnarfirði og Reykja- vík. Úlla var þó heim- ilisföst í Króki og kom eins oft þangað og hún gat okkur krökkunum til mikillar gleði, því hún tók þátt í leikjum með okkur og við litum mikið upp til hennar. En gangur lífsins heldur áfram eins hjá Úllu og öðrum. Ástin kom inn í líf hennar er hún kynntist mannsefni sínu, honum Guðmanni á Dysjum í Garðahverfi. Þau gengu í hjónaband og hófu búskap þar. Brátt stækkaði fjölskyldan, því að þau eignuðust sex falleg og hraust börn. Í fimm sumur frá 10 ára aldri var ég í vist hjá Úllu, gætti barna hennar og vann ýmis störf. Var það lærdómsríkur tími. Vinnudagur Úllu var oft langur, bæði inanhúss og utan, við barna- uppeldi, matargerð, saumaskap, heyskap og skepnuhirðingu. Úlla var einnig vakin og sofin við að hjálpa og liðsinna vinum og vanda- mönnum ef eitthvað bjátaði á. Að ömmu var hún mjög elsk svo og móður sinni. Til er mynd af þeim saman, sem Úlla lét taka og hangir nú í Króksbænum. Úlla var mikilvirk í félagsmálum, þar rís hæst forysta hennar í Kven- félagi Garðahrepps og ekki síst vinna hennar við endurbyggingu Garðakirkju. Úlla var einlæg trú- kona og þegar þrek og heilsa bilaði leitaði hugurinn til æðri heima. Minningin um gagnmerka konu lif- ir. Ég bið öllum aðstandendum Guðsblessunar. Elín Vilmundardóttir. Fimmtudaginn 17. júlí verður kvödd hinstu kveðju frá Garða- kirkju í Garðabæ frú Úlfhildur Kristjánsdóttir á Dysjum, stofn- félagi og fyrsti formaður Kven- félags Garðahrepps sem nú heitir Kvenfélag Garðabæjar og síðar heiðursfélagi félagsins. Það var í mars 1953 að 45 konur úr Garðahreppi gengust fyrir stofn- un Kvenfélags Garðahrepps. Úlf- hildur var ein þeirra og var hún kjörin fyrsti formaður félagsins og gegndi hún formennsku fyrstu fjög- ur árin. Síðan var hún aftur kjörin formaður 1963 og var þá formaður í fjögur ár. Í nokkur ár á árunum milli þess sem hún gegndi for- mennsku sat hún í stjórn félagsins sem meðstjórnandi. Af þessu má sjá hvern hug hún bar til félagsins síns. Slíkir félagsmenn eru hverju félagi ómetanlegir og það hefur löngum verið lán okkar félags að til forystu hafa valist afburða dugnaðarkonur, framsýnar og óeigingjarnar. Eitt fyrsta verk hinna stórhuga kvenna hins nýstofnaða félags var að gangast fyrir endurreisn Garða- kirkju og á fyrsta starfsári félagsins afsalaði Hafnarfjarðarkirkja Kven- félaginu fullum eignar- og umráða- rétti yfir veggjum kirkjunnar sem voru uppistandandi en annað mun hafa verið hrunið. Árið 1956 komst skriður á málið og var endurbygg- ing hafin og Garðakirkja endurvígð í mars 1966 og hefur hún síðan þjónað okkur Garðbæingum sem sóknarkirkja. Unnu kvenfélagskon- ur þar mikið þrekvirki. Einnig stóðu kvenfélagskonur fyrir því á fyrstu árum félagsins að samkomu- húsið að Garðaholti, sem einnig þjónaði hlutverki þinghúss hrepps- ins, var stækkað. Var oft glatt á hjalla hjá þeim stöllum þegar þær tóku til hendinni með skóflu og haka. Af þessu má sjá að þetta voru stórhuga konur og til að standa straum af öllum þess- um verkefnum þurfti að afla fjár og þar voru þær ráðagóðar og ósér- hlífnar. Haldnir voru skemmtifund- ir, kaffisölur, basarar o.f.l. og fyrstu 12 árin gekkst félagið fyrir greiða- sölu í tjaldi við Kaldárrétt. Á 30 ára afmæli Kvenfélagsins árið 1983 var Úlfhildur gerð að heiðursfélaga í þakklætisskyni fyrir farsælt og óeigingjarnt starf. Kven- félagskonur minnast hennar sem ljúfrar og dugmikillar konu. Síðustu árin hefur heilsan verið Úlfhildi erfið en ekki leyndi sér hugurinn sem hún bar til síns gamla félags. Nú að leiðarlokum færum við henni þakkir fyrir brautryðjenda- starf við uppbyggingu Kvenfélags Garðabæjar sem hún átti svo drjúg- an þátt í og við sem eftir stöndum njótum afrakstursins í dag. Blessuð sé minning Úlfhildar Kristjánsdóttur á Dysjum. Kveðja frá Kvenfélagi Garðabæjar. ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Löggiltur fasteignasali Óskum eftir löggiltum fasteignasala til sam- starfs. Áhugasamir sendið upplýsingar á fasteignasala@hotmail.com Skrifstofustarf Þjónustufyrirtæki nálægt miðborginni óskar að ráða manneskju til léttra skrifstofustarfa. Um er að ræða 75% starf. Umsóknir sendist í póst- hólf 168, 172 Seltjarnarnes, fyrir 28. júlí nk. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF 20. júlí. Botnssúlur - Syðsta- Súla, 1093 m. Lagt er upp frá Svartagili í Þingvallasveit og gengið á fjallið að sunnan nokkuð bratta leið. Fararstjóri Jón Tryggvi Þórsson. Brottför frá BSÍ kl. 10:30. Verð 1.900/ 2.300 kr. 23. júlí. Útivistarræktin. Gull- kistugjá. Brottför frá gömlu Toppstöðinni (stóra brúna hús- inu) í Elliðaárdalnum kl. 18:30. Allir eru velkomnir í Útivistar- ræktina - ekkert þátttökugjald. 23. - 27. júlí. Laugavegurinn. Uppselt er í þessa ferð. Ferðir í Bása á Goðalandi og yfir Fimmvörðuháls um hverja helgi í sumar. Uppselt er í ferðir um Sveinstind - Skælinga og Strúts- stíg fram að verslunarmanna- helgi. Nánari upplýsingar á www.utivist.is www.fi.is Sunnudagur 20. júlí. Dagsferð Skarðsheiðarvegur á milli Andakíls og Leirár- sveitar. Hjalti Kristgeirsson er fararstjóri. Lagt verður af stað frá BSÍ kl. 10.00 með viðkomu í Mörkinni 6. Verð kr. 2500/ 3000. Sumarleyfisferðir 21.—28. júlí Hesteyri — Hlöðu- vík — Hornvík. Uppselt. 23.—26. júlí Héðinsfjörður — Hvanndalir. Nokkur sæti laus. 28. júlí—4. ágúst Hálendið heillar. Uppselt. 28. júlí—5. ágúst Bolungarvík – Reykjarfjörður. 1.—6. ágúst Þjórsárver — Upp- selt — biðlisti. Laugavegsferðir á næstunni 24.—28. júlí Landmannalaugar — Þórsmörk. Fullt fæði og truss. 31. júlí—4. ágúst Landmanna- laugar — Þórsmörk. Fullt fæði. 1.—4. ágúst Landmannalaugar — Þórsmörk. Hraðganga. 6.—10. ágúst Landmanna- laugar - Þórsmörk. Fullt fæði og trúss. 8.—10. ágúst Landmannalaug- ar — Þórsmörk. Hraðganga.ATVINNA mbl.is Elsku pabbi minn, það eru svo margar ljúfar minningar sem hafa komið upp í hug- ann á síðustu vikum að ég veit ekki hvar ég á að byrja. Þú varst mitt leið- arljós allt mitt líf, ég veit ekki hvert ég á að leita með allt sem á mínum vegi verður, þér gat ég treyst fyrir öllum mínum hugs- unum og alltaf gast þú gefið mér góð ráð. Þú hringdir svo oft og hafðir um svo margt að tala og síðasta sam- talið okkar var svo skemmtilegt, þú sast í góðra vina hópi í Búlg- aríu og varst hrókur alls fagnaðar, hlóst og skemmtir þér, þetta er hlý og notaleg minning sem yljar mér um hjartað. Þú varst svo grobbinn að geta sagt allt við hana dóttur þína. Það var talað um það á Ísafirði þegar sú stutta hljóp niður á bryggju til að taka á móti honum pabba sín- um, því að hún var svo mikil JÓNAS ÞÓR GUÐMUNDSSON ✝ Jónas Þór Guð-mundsson fædd- ist á Ísafirði 6. nóv- ember 1934. Hann lést á sjúkrahúsi í Dobrich í Búlgaríu 5. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grafarvogs- kirkju 17. júlí. pabbastelpa og hvað ég var stolt þegar mamma leyfði mér að senda lagið okkar „bíddu pabbi bíddu mín“ í óskalög sjó- manna. Það kemur líka upp í hugann þeg- ar við systkinin vild- um fara á útihátíð í Galtalæk, jú, þú pakk- aðir saman tjaldinu og fórst af stað með mig, Jónas og köttinn. Þú lagðir ýmislegt á þig til að gleðja börnin þín, þetta eru góðar minningar. Og síðan átti ég hann Arnar Frey og þá var kominn lítill afastrákur sem dáði þig og dýrk- aði og þú hann, þær eru óteljandi stundirnar sem þið afastrákur átt- uð saman. Og svo kom Ragna Sif og þú fékkst afastelpu. Þú varst svo hlýr og góður við börn og þér þótti alltaf svo vænt um þegar þau laumuðu litlum höndum sínum í lófann þinn. Elsku pabbi minn, ég er þér svo þakklát fyrir allar góðu minning- arnar á þessum erfiðu tímamótum sem við fjölskyldan stöndum á. Því kveð ég þig með söknuði en hjart- að fullt af góðum minningum. Guð geymi þig, elsku pabbi minn. Ég lifi í anda liðna tíð. Þín dóttir, Auður Sigurjóna. Okkur systkinin langar til að kveðja Sigríði Kristjánsdótt- ur föðursystur okkar með nokkrum orðum. Það má reyndar segja að ekkert okkar kannist við hana undir því nafni því í okkar huga hefur hún alltaf verið Sigga frænka. Það var alltaf mikill og góður samgangur á milli fjöl- skyldnanna þó svo að við hefðum búið sitt hvorum megin á landinu. Fyrstu minningar um Siggu frænku eru heimsóknir hennar í sveitina. Þegar hún var væntanleg biðum við börnin í eftirvæntingu, því með komu hennar gerðist alltaf eitthvað skemmtilegt, s.s. fjöru- ferðir leikir og hressilegar sögur sem hún hafði ætíð á takteinum. Þannig gat hún haldið barnahópn- um hugföngnum tímunum saman. Ljóslifandi eru einnig Reykjavíkur ferðirnar í æsku þar sem oftar en SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR ✝ Sigríður Kristj-ánsdóttir fæddist á Hellu á Árskógs- strönd í Eyjafirði 19. febrúar 1920. Hún lést í Reykjavík 26. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju 3. júní. ekki var dvalið hjá Siggu og Bergsteini manni hennar. Þaðan lifa minningar um skemmtilegar sam- ræður, hnyttin tilsvör og góðlátlegt grín en umfram allt þá vænt- umþykju og hlýju sem frá henni streymdi. Þó svo að hún hafi lengstum búið í Reykjavík voru heimahagarnir norður á Árskógsströnd henni ætíð ofarlega í huga og kom hún flest ár í heimsókn norður í land. Jafn- vel nú síðustu árin þegar heilsan var farin að bresta og er það til marks um frændrækni hennar og sterk fjölskyldubönd. Nú hefur hún fengið hvíldina blessunin eftir löng og erfið veikindi. Þar sýndi hún enn og aftur hversu þrautseig og sterk hún var. Það voru forrétt- indi að fá að kynnast svona konu. Við systkinin viljum þakka Siggu fyrir ánægjuleg og gefandi kynni og vottum Steinunni, Elfu, Bubba, Herði og börnum þeirra okkar innilegustu samúð. Anna Sigurbjörg, Kristján Eldjárn, Hrönn og Jóhannes Már. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einn- ig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5– 15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.