Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Maxim Gorky og Astor koma og fara í dag. Laugarnes kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Karacharovo fer í dag. Mannamót Félag aldraðra Mos- fellsbæ. Skrifstofa fé- lagsins verður lokuð í sumar til 2. september. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Morg- unganga frá Hraunseli kl. 10. Rúta frá Firð- inum kl. 9:50 Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. 8 daga Aust- ur- og Norðaustur- landsferð 18.–25. ágúst, leiðsögn Sig- urður Kristinsson, nokkur sæti laus. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12 sími. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Lokað vegna sumarleyfa til 12. ágúst. Sund og leik- fimiæfingar í Breið- holtslaug á mánudög- um, miðvikudögum og föstudögum kl. 9.30. FEBK. Púttað á Lista- túni kl. 10.30 á laug- ardögum. Mætum öll og reynum með okkur. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleik- fimi karla, vefjagigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-Samtök spilafíkla, fundir spilafíkla, höf- uðborgarsvæðið: Þriðjud. kl 18.15 – Sel- tjarnarneskirkja. Miðvikud. kl. 18 – Digranesvegur 12. Fimmtud: kl. 20.30 – Síðumúla 3–5, Göngu- deild SÁÁ, föstud: kl.20 – Víðistaðakirkja, Laugard. kl.10.30 – Kirkja Óháða safnaðar- ins, v/ Háteigsveg. Austurland: Fimmtud. kl.17 – Egilstaðakirkja. Neyðarsími GA er op- inn allan sólarhringinn. Hjálp fyrir spilafíkla. Neyðarsími: 698 3888. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Oa samtökin. Átrösk- un / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8 Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Minningarkort Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blómabúðinni Burkna, hjá Sjöfn s. 555 0104 og hjá Ernu s. 565 0152 (gíróþjónusta). Minningarkort ABC hjálparstarfs eru af- greidd á skrifstofu ABC-hjálparstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík í síma 561-6117. Minn- ingargjafir greiðast með gíróseðli eða greiðslukorti. Allur ágóði fer til hjálp- ar nauðstöddum börn- um. Minningarkort Barna- heilla til stuðnings málefnum barna fást afgreidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561- 0545. Barnaspítali Hrings- ins. Upplýsingar um minningarkort Barna- spítalasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551- 4080. Kortin fást í flest- um apótekum á höfuð- borgarsvæðinu. Bergmál, líknar og vinafélag. Minning- arkort til stuðnings or- lofsvikna fyrir krabba- meinssjúka og langveika fást í síma 587-5566, alla daga fyr- ir hádegi. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Samúðar- og heilla- óskakort Gídeon- félagsins er að finna í anddyri eða safn- aðarheimilum flestra kirkna á landinu, í Kirkjuhúsinu, á skrif- stofu KFUM&K og víðar. Þau eru einnig afgreidd á skrifstofu Gídeonfélagsins, Vest- urgötu 40, alla virka daga frá kl. 14–16 eða í síma 562 1870. Allur ágóði fer til kaupa á Nýja testamentum sem gefin verða 10 ára skólabörnum eða kom- ið fyrir á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, hótelum, fangelsum og víðar. Í dag er laugardagur 19. júlí 200. dagur ársins 2003. Orð dagsins: En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður. (Jóh. 14, 25.) Vef-Þjóðviljinn fjallarum gagnrýni Sam- einuðu þjóðanna á lág framlög Íslands til þró- unaraðstoðar og gerir því skóna að slík framlög nýtist íbúum þróunar- ríkjanna lítið betur en framlög til byggðastefnu hafi nýst Íslendingum.     Nú er í sjálfu sér enginástæða til að segja bara já og amen við öllu sem kemur frá skrifstofu Sameinuðu þjóðanna,“ skrifar Vef-Þjóðviljinn. „Sameinuðu þjóðirnar og ýmsar aðrar al- þjóðastofnanir á borð við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og Alþjóðabankann hafa verið á kafi í reddingum í Afríku um áratuga skeið. Ef Suður-Afríka og Botsvana eru undan- skilin eru flest lönd Afr- íku hins vegar fátækari en þau voru fyrir 30 til 40 árum. Kannski væri ástandið enn verra ef engin „þróunaraðstoð“ hefði borist. En það er til annað sjónarmið. Kannski er góð ástæða fyrir því að íslenska rík- ið eigi að fara varlega í að leggja fé í þróunar- aðstoð.     Íslendingar þekkja þaðá eigin skinni hvernig stjórnmála- og embætt- ismönnum hefur gengið að „stuðla að atvinnu- uppbyggingu“ vítt og breitt um landið fyrir fé skattborgaranna. Flest slík verkefni hafa endað með ósköpum. Arðbær atvinnurekstur hefur verið skattlagður til að fjármagna „atvinnu- uppbyggingu“ á vegum kerfiskarlanna. Fé hefur ekki aðeins verið flutt úr arðbærum rekstri í von- lausan heldur hefur þessi umfangsmikla „atvinnu- sköpun“ hins opinbera án efa kæft viðleitni ein- staklinga og fyrirtækja til að gera hlutina upp á eigin spýtur. Sóunin er ekki aðeins í því fé sem glatast heldur einnig í glötuðum tækifærum. Ís- lendingar eru ekki einir um að verja skattfé til „atvinnusköpunar“. Víð- ast hvar telja einhverjir pólitíkusar sig prýðilega frumkvöðla á annarra kostnað. Hvernig halda menn að vestrænum stjórn- mála- og embættis- mönnum gangi svo að út- deila fé til þróunar- aðstoðar í Afríku á meðan þeim tekst ekki betur upp á heimavelli? Oft gerir slík þróunar- aðstoð ekki annað en lengja valdatíð einræð- isherra sem eiga mikla sök á því hvernig komið er fyrir efnahag viðkom- andi lands. Slík lækning er oft á tíðum verri en sjálfur sjúkdómurinn. Það sem fátækari þjóðir heimsins þurfa er tæki- færi en ekki ölmusa. Þær þurfa tækifæri til að framleiða eigin mat í stað þess að fá senda af- ganga og offramleiðslu frá Vesturlöndum. Vest- urlönd þurfa að opna markaði sína fyrir fram- leiðslu þessara þjóða svo þær hafi efni á tækninýj- ungum til að bæta fram- leiðslu sína.“ STAKSTEINAR Byggðastefna og þróunaraðstoð Víkverji skrifar... VÍKVERJA finnst gaman aðvera úti að leika. Þegar sólin skín langar hann mest af öllu að fara út í góða veðrið og bara …leika sér. Verst þykir honum að vera kominn á þann aldur að þurfa afsökun fyrir því að fara út að leika. Að mega ekki bara fara út og gera eitthvað…hvað sem er! Nú þarf alltaf allt að heita eitt- hvað sérstakt, vera vel skil- greindur leikur eða íþrótt til að vert sé að fara út að leika. Golf, fjallganga, fótbolti, línuskaut- ar…nú eða hangs á (úti)kaffihúsi. Allt sem Víkverja dettur í hug að hægt sé að gera úti (án þess að gera sig nánast að athlægi) krefst einhvers konar búnaðar…nú eða kyrrsetu. Í veðurblíðunni verður Víkverja hugsað til þeirra daga þegar þetta var ekki flóknara en: „Viltu vera memm?“ og svo var hlaupið út… x x x FYRSTU helgina í júlí, þá mikluferðahelgi, sat Víkverji ekki heima heldur tók þátt í ferðagleð- inni og skellti sér í útilegu með nokkuð stórum hópi ungs fólks. Eftir að búið var að keyra tjald- hælana niður í jörðina var tekið til við að grilla. Svo var setið og etið, drukkið og sungið eins og gengur og gerist. Það fyndna við þetta allt saman var að nær allir virtust hafa meðferðis stóla, nokkurs kon- ar hægindastóla sem hægt er að leggja saman! Þótti Víkverja þetta þónokkuð skopleg samkoma. Æska landsins samankomin til að njóta íslenskrar náttúru og alls sem hún hefur að bjóða…sitjandi í hring í hæg- indastólum með bjór sitt hvorum megin við sig í ísaumuðum vösum sem rúma akkúrat eina bjórdós. Reyndar fór allt vel fram og hinir ungu útilegufarar skemmtu sér hið besta og höguðu sér vel. Vík- verja þóttu stólarnir þó einhvern veginn ekki bera „hinu unga Ís- landi“ sérlega fagurt vitni. Sam- koman var í það minnsta ekki mikið á miklu iði. x x x SUMARIÐ er sko aldeilis tímiVíkverja. Þótt honum þyki raunar ekkert slæmt að hafa snjó þá er fátt sem jafnast á við sólar- daga. Sólin er þeim eiginleikum gædd að laða fram það besta í fólki. Einhvern veginn eru allir í betra skapi í sólinni. Lundin verð- ur léttari, tilveran og vinnan ánægjulegri í alla staði…nema ef maður vinnur innivinnu eins og Víkverji gerir. Þess vegna er Vík- verji afar hlynntur „sólarfríum“. Þegar þessir góðu sólardagar eru nánast teljandi á fingrum ann- arrar handar yfir árið þá þykir Víkverja blóðugt að vera fastur inni við tölvuna. Kannski væri hægt að leysa þetta með því að byggja hús meira í svona blæjubílastíl, þannig að hægt væri að fletta þakinu af vinnustaðnum þegar sólin skín. Víkverji ætti í það minnsta auð- veldara með að sitja við skrifborð ef það stæði undir berum himni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Víkverji unir sér allra best í sólinni. Ábending ÉG ÆTLA að benda fólki á að það er hægt að fara nið- ur á næsta pósthús og fá sér límmiða sem límdur er á póstlúgur og póstkassa, þar sem neitað er öllum fjöl- pósti/dreifiritum. Ég er bréfberi fyrir Íslandspóst, og mér finnst ekkert meira svekkjandi en þegar fólk fer að rífast og skammast yfir því að fá „snepla“ og „ruslpóst“, þegar hægt er að losna við að fá þess kon- ar póst með þessum ein- falda hætti. Starfsmaður Íslandspósts. Misseri ÉG ER sammála „Hugs- andi hlustanda“, sem ritar í Velvakanda laugardaginn 12. júlí sl., og ræðir um samtalsþætti í útvarpi. Þættirnir missa marks þeg- ar ekki er sagt annað slagið við hvern er verið að ræða. Það er því miður alltof al- gengt. Maður gæti stund- um haldið að hljóðneman- um hafi verið komið fyrir á kaffihúsi eða einhverjum álíka stað án vitundar spyrjanda og viðmælanda. Annað sem mig langar að minnast á er orð sem nú tröllríður fjölmiðlum. Það er orðið misseri. Það er eins og orðið mánuður sé á und- anhaldi. Það er talað um nokkur misseri, síðustu misseri og ég veit ekki hvað. Það má bara segja ár í þessu sambandi. Það er jafnvel talað um misseri þegar rætt er um ca 2–4 mánuði sem segir manni að fólk veit ekki hvað misseri er. Ég gerði smátilraun og spurði fólk í kringum mig hvað misseri væri og flestir höfðu ekki hugmynd um það. Sex mánuðir eða l/2 ár er misseri. Það er gott að nota orðið misseri en það þarf þá að nota það rétt. Ekki meira að sinni. Kveðja, Þorbjörg. Tapað/fundið Lítill hringur týndist LÍTILL grannur gull- hringur týndist í Borgar- firði sunnudaginn 13. júlí sl. Hringurinn týndist líklega hjá Brúarnesti. Finnandi er vinsamlegast beðinn að láta vita í síma 820 5828 eða 562 7763. Brúnt seðla- veski týndist BRÚNT seðlaveski týndist í eða við Smáralindina mánudagskvöldið 14. júlí sl. Veskið hefur mikið tilfinn- ingalegt gildi. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 867 3874. Fundarlaun í boði. Hlaupahjól í óskilum HLAUPAHJÓL er í óskil- um í Kópavogi. Upplýsing- ar í síma 866 9640. Vesturbæingar og nærsveitarmenn BLÁTT kvenreiðhjól með svartri körfu hvarf frá Hagamel 28 um síðustu helgi. Ef einhver getur gef- ið mér upplýsingar um það vinsamlegast hringið í síma 552 1629, Nína. Dýrahald Innikisa fæst gefins ÞRIGGJA ára læða, grá og hvít að lit, fæst gefins. Upp- lýsingar í síma 5879790 6920751. Stálpaður högni fannst STÁLPAÐUR högni, nærri fullvaxinn, grár að lit með hvíta bringu og hvíta sokka fannst á Amtmanns- stíg í Reykjavík fyrir fáein- um dögum síðan. Hann er ómerktur, ber enga ól og er ekki eyrnamerktur. Upp- lýsingar í síma 483 4373. Trítla er týnd TRÍTLA týndist þann 12. júlí sl. Hún býr í Smára- hverfi í Kópavogi. Þeir sem hafa orðið varir við hana vinsamlegast hringið í síma 898 554 eða 554 6138. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Tumi og Rex sleiktu sólina í Biskupstungum. Ljósmynd/Magnús Skúlason LÁRÉTT 1 fyrirhyggjulítill, 8 karl- fugl, 9 ráfa, 10 óðagot, 11 gabbi, 13 flýtinn, 15 veggs, 18 mastur, 21 afkvæmi, 22 óþéttur, 23 eins, 24 eiga marga vini. LÓÐRÉTT 2 undrast, 3 kaðall, 4 blóma, 5 skilja eftir, 6 far, 7 sár, 12 nöldur, 14 eyði, 15 málmur, 16 hundur, 17 raup, 18 flík, 19 gæfa, 20 sigaði. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 sníða, 4 háska, 7 græða, 8 ígerð, 9 lyf, 11 róar, 13 afar, 14 yrkir, 15 hólk, 17 mold, 20 kal, 22 pakki, 23 afber, 24 annan, 25 arðan. Lóðrétt: 1 sigur, 2 ífæra, 3 aðal, 4 hlíf, 5 skerf, 6 auðar, 10 yrkja, 12 ryk, 13 arm, 15 hoppa, 16 lakan, 18 ofboð, 19 dýrin, 20 kinn, 21 lafa. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.