Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 4, 6 og 8. Sýnd kl. 4.10, 6.10, 8.10 og 10.10. B i. 12 Sýnd kl. 4, 7 og 10. with english subtitles Sýnd kl. 3.50. Ensk. texti Fyndnasta Woody Allen myndin til þessa. Sjáið hvernig meistarinn leikstýrir stórmynd frá Hollywood blindandi.  Mike Clark/ USA TODAY  Peter Travers ROLLING STONE i l I Sýnd kl. 5.30 og 8. B.i. 12 YFIR 42.000 GESTIR!  GH KVIKMYNDIR.COM "Besta hasarmynd sumarsins það sem af er" t r r i f r" „Líklegast best heppnasta ofurhetjumynd allra tíma! Sá græni rokkar.“ B.Ö.S. Fréttablaðið í l j ll í ! i . . . . l i KVIKMYNDIR.IS  SG. DV Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B i. 12  X-IÐ 97.7  DV  KVIKMYNDIR.COMKVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 HL MBL SG DVRoger Ebert Miðaverð kr. 800. FRUMSÝNING Sýnd kl. 4. Sýnd kl. 10. Bi.14. SG. DV AKUREYRI Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1.45, 3.45, 5.50, 8 og 10.10. FRUMSÝNING Það er erfitt að falla inn í hópinn þegar þú skerð þig svona hrikalega úr Rómantísk gamanmynd með Amanda Bynes og ColinFirth (Bridget Jones´s Diary) ÞAÐ er ekkert smáræðis-tækifæri fyrir svo gottsem óþekkta leikkonu aðfá hlutverk í Tortímanda- mynd. Þetta upplifir hin 23 ára gamla Kristanna Loken þessa dag- ana, fyrrverandi fyrirsæta sem ein- ungis hóf leikferil sinn í kvikmynd- um fyrir þremur árum og hefur komið fram í þremur öðrum en lítt þekktum myndum. Loken segist í hreinskilni alveg eins hafa búist við því að stóra tækifærið byðist á þessum tíma- punkti í lífi sínu. Hún hafi verið búin að stefna að því í hartnær tíu ár, með því að fara með smærri hlutverk í sjónvarpi og bíómynd- um. „Ég leit alltaf á það sem skóla og undirbúning fyrir eitthvað stærra. Pabbi hefur líka alltaf sagt við mig að þegar stóra tækifærið kæmi, þá bara kæmi það. Mér fannst ég í það minnsta alveg klár í slaginn þegar kallið kom og mér fannst ég líka alveg hafa unnið fyr- ir því.“ Loken var svo gott sem óþekkt andlit þegar hún birtist manni á skjánum sem nýjasta vélmennið í bransanum, hin illskeitta og ofur- fullkomna Terminatrix, eða TX eins og drápsvélin sú er oftast köll- uð. „Ég held að leikstjórinn (Jonathan Mostow) hafi viljað fá óþekkt andlit í hlutverkið. Ein- hvern sem áhorfandinn gat helst ekki tengt við neitt annað og hugs- að því með sér að hún hlyti því bara að vera vélmenni í alvörunni,“ segir Lokenog hlær. Loken segir það auðvitað hafa verið yfirþyrmandi tilfinningaríkt augnablik fyrir sig er henni voru færð tíðindin um að hún myndi leika á móti risastjörnunni Arnold Schwarzenegger í einhverri dýr- ustu stórmynd bíósögunnar. „En ég var algjörlega tilbúin. Því ekki, áskoranir eru mér að skapi!“ Hún segist heldur ekki hafa átt- að sig almenninlega á því hvað hún væri að fara út í, ekki fyrr en hún mætti sjálfum manninum á fyrsta vinnudegi, tortímandanum eina sanna, Arnold. „Það var ótrúlega fjarstæðu- kennt augnablik að sjá hann fyrst auglitis til auglitis og það sem mót- leikara. Og ég hugsaði bara með mér: „Guð minn góður, þetta er Arnold og ég á eftir að vinna með honum á hverjum degi næstu sex mánuðina.“ Í fyrsta atriðinu sem við lékum saman í þá átti ég ofan á allt saman að lumbra á honum! Þá reyndi aldeilis á leikhæfileikana og sjálfstraustið – maður lifandi!“ Aðspurð hvernig allur hama- gangurinn í kringum svona sumar- stórmynd leggist í hana, öll þessi auglýsingaherferð, öll athyglin, sagðist Loken vera spennt, „en um leið alveg skíthrædd. En hún segist ekkert hafa á móti því að kynna myndina og veita við- töl þess vegna. „Þegar maður er búinn að leggja svona mikla vinnu í eitthvað þá vill maður fylgja því al- mennilega eftir og klára það með stæl.“ Aðpurð hvort hún vitið hvað það hafi verið við hana sem færði henni hlutverkið, segist hún aldrei hafa fengið það almennileg á hreint sjálf. „Ætli ég hafi bara ekki náð svona góðu sambandi við þetta hlutverk, vélmennið TX og Mostow komið auga á það. Hann bar alla- vega fyllsta traust til þess sem ég var að gera, allt frá fyrsta töku- degi.“ Loken segist alltaf hafa verið mjög hrifin af því hvernig Robert Patrick fór með hlutverk sitt í T2 en þar lék hann samskonar hlutverk og Loken, fullkominn tortímanda, algjörlega svip- og vægðarlausan. „Kannski var ég undir beinum áhrifum frá honum, ómeðvitað. Við skulum segja að hann hafi gefið mér hugmynd um hvernig túlka ætti vélmenni.“ Hún segist hafa verið mjög hrif- in af fyrri myndunum, sérstaklega T2 og hvernig Robert Patrick ger- breytti þeirri mynd með þessari ógnvekjandi drápsvél sem hann skapaði. Og hún kveðst vel meðvituð um þá pressu sem hvílir á henni og öðrum er að þessari þriðju mynd koma, þær ógurlegu væntingar sem aðdáendur fyrri myndana gera til hennar. „Ég reyndi samt að leiða það hjá mér á meðan á gerð myndarinnar stóð. Núna er ég hins vegar farin að finna óþægilega mikið fyrir þessum þrýstingi, þeg- ar ég er farin að umgangast alla þessa aðdáendur. Þetta eru ótrú- lega vinsælar myndir! Vonandi höf- um við ekki valdið vonbrigðum. Ég held við höfum ekki gert það.“ Þokkafull drápsvél Og Loken segist vinsælli núna en nokkru sinni fyrr hjá hinu kyn- inu. Ekki vegna þokkans, aldrei þessu vant, heldur vegna þess að nú er hún orðinn drápsvél, sem náttúrlega er ennþá girnilegra í augum hasarmyndaóðra ungra manna. „Ég hef verið toguð til í allar áttir, sagt að gera hitt en ekki þetta. Maður verður bara að treysta eigin eðlishvöt undir slíkum kringumstæðum.“ Loken segir TX vera ansi hreint illskeytt vélmenni. „Hún notar kvenleika sinn út í ystu æsar, og þegar hann blandast saman við alla tæknilegu eiginleikana og vægðar- leysið þá erum við aldeilis að tala um óviðráðanlega drápsvél get ég sagt þér.“ Hún segist líka hafa skemmt sér konunglega við að leika það og að hún hafi alltaf vitað að hlutverk í hasarmyndum myndu eiga vel við hana. „Ég hef alltaf verið mikið fyrir hreyfingu og alls kyns íþróttaiðkun þannig að þessi hlut- verk sameina vel vinnu mína og frístundagaman.“ Hlutverkið kallaði á gríðarlega undirbúningsvinnu, segir Loken. Hún þurfti að bæta á sig vænum skammti af vöðvum en segist bless- unarlega hafa verið laus við mikla förðun. Langar að djamma í Reykjavík Mikið hefur verið fjallað um uppruna nýja vélmennisins en það á ættir að rekja til Noregs.Loken segist því líta á sig sem norska enda séu norskir hættir hafðir í heiðri á heimili hennar. Hún segist sannarlega hafa fundið fyrir aukn- um áhuga í Noregi á sér eftir að fréttist að hún myndi leika í T3. „Allt í einu á ég orðið helling af aðdáendum í Noregi og fjölmiðlar þar fylgjast mjög, mjög grannt með mér þessa dagana,“ segir hún og hlær. „Og ég skil það vel. Ann- ars hefur mig alltaf dauðlangað til að koma til Íslands. Mér hefur ver- ið sagt að næturlífið í Reykjavík sé nefnilega verulega líflegt.“ Hún tekur loforð blaðamanns um að koma við og sannreyna það næst þegar hún sækir heim ætt- ingja sína í Noregi, sem hún segist gera annað veifið en þó alls ekki nógu oft. Norski tortímandinn Hún er fyrrum fyrirsæta, er af norskum ættum og nýjasta vélmennið sem hefur þá dagskipun að tortíma öllu, einkum þó og sér í lagi John nokkrum Connor. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við hina 23 ára gömlu Kristönnu Loken. Loken sem vélmennið válega í Tortímandanum. „Áskoranir eru mér aðskapi!“ segir hún m.a. í skemmtilegu spjalli við Morgunblaðið. Sýningar á T3: Upprisu vélanna eru hafnar hérlendis. skarpi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.